Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 24. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Stefánsstyrkur Auglýst er eftir umsóknum um Stefánsstyrk, sem Menningar- og fræðslusamband alþýðu og Félag bókagerðarmanna veita til minningar um Stefán Ögmundsson prentara og fyrsta formann MFA. Tilgangur styrkveitingarinnar er að veita einstaklingi, einstaklingum, félagi eða samtökum stuðning vegna viðfangsefnis, sem lýtur að fræðslustarfi launafólks, menntun og menningarstarfi verkalýðshreyfingarinnar. Heimilt er að skipta styrknum milli fleiri aðila. Styrkurinn er nú 230.000 krónur. Áformað er að veita hann 1. maí næstkomandi. Umsókn þarf að skila á þar til gerðu umsóknarblaði á skrifstofu MFA, Grensásvegi 16a, ekki síðar en klukkan 12.00, mánudaginn 15. apríl. Umsókninni fylgi skrifleg greinargerð um viðgangsefnið, stöðu þess og áætlaðan framgang. Nánari upplýsingar veita Ásmundur Hilmarsson í síma 533-1818 og Svanur Jóhannesson í síma 552-8755. Félag bókagerðarmanna. Menningar- og frœðslusamband alþýðu. Atvinnumálanefnd Reykjavíkur Þróun atvinnulífs í Reykjavík STYRKVEITINGAR Atvinnumálanefnd Reykjavíkurborgar veitir á hverju ári styrki til þróunar atvinnulífs í Reykjavík. Hér með er auglýst eftir umsóknum um slíka styrki, en að þessu sinni eru til ráðstöfunar 5 milljónir króna sem verða veittartil uppbyggingar í atvinnulífi Reykjavíkurborgar. Styrkurinn er ætlaður einstaklingum, sem eru að undirbúa sig fyrir að hefja eigin rekstur, og litlum fyrirtækjum, sem eru að efla þann rekstur sem fyrir er. Verkefnin verða að stuðla að nýsköpun, þróun, hagræðingu, markaðssetningu eða uppbyggingu á atvinnulífi Reykjavíkurborgar. Styrkir til einstakra verkefna geta numið allt að 50% af áætluðum kostnaði við framkvæmd hvers verkefnis. Hámarks styrkupphæð er kr. 500 þús. og greiðist styrkurinn út í samræmi við framgang verkefnis. Atvinnu- og ferðamálastofa Reykjavíkurborgar hefur eftirlit með framvindu verkefnis og útborgun styrksins. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Atvinnu- og ferðamálastofu Reykjavíkurborgar, Aðalstræti 6, sími 563-2250. Umsóknarfrestur er til 30. apríl næstkomandi. YOCA Ný námskeið að hefjast Grunnnámskeið í jóga 26. mars, þri. og fim. kl. 20.00-21.30 (8 skipti). Grunnnámskeið í jóga 9. apríl, þri. og fraí. kl. 16.30-18.00 (8 skipti). Leiðbeinendur: Ásmundur Gunnlaugsson og Einar B. ísleifsson. Mjúktjóga 2. apríl, þri. og fim kl. 10.30-11.45 (8 skipti). Grunnnámskeið fyrir þá sem þurfa mjúka leikfimi og sérstaklega hentugt fyrir: Eldri borgara, þá sem eru að jafna sig eftir veikindi, eða eru þungir á sér. Kenndar verða styrkjandi og heilsubætandi jógaæfmgar ásamt öndun, sem stuðla að bættri heilsu og vel- líðan. Leiðbeinandi verður Ásmundur Gunnlaugsson. Jóga gegn kvíða 3. apríl, mán og mið. kl. 20.00-22.15 (7 skipti). Námskeið fyrir þá sem eiga við kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lifmu. Kenndar verða leiðir til að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Leiðbeinandi: Ásmundur Gunnlaugsson jógakennari. io Matreiðslunámskeið Indverskir grænmetisréttir 27. mars, mán.og mið. kl. 19.00-22.00,2. skipti. 2. apríl, þri. og fim. kl. 19.00-22.00,4 skipti. Lærið að elda ijúf- fenga og heilsusamlega indverska grænmetisrétti á ein- faldan hátt. Þessi matur er bæði bragðgóður, heilsu- samlegur og ódýr. Leiðbeinandi verður Shabana sem cr löngu þekkt fyrir snilldariega matreiðslu. Y06A STUDIO Afgreiðslan opin kl. 11:00 - 20:00 Hátúni 6A, 105 Reykjavík, sími 511-3100 " Kripalujóga — Leikfimi hugar og likama. %_____ ____________ I DAG SKÁK Umsjön Margcir Pétursson HVÍTUR leikur og vinnur STAÐAN kom upp á útslátt- arn.ótinu í Bern í Sviss í febrúar í viðureign tveggja stórmeistara. Þjóðveijinn Jörg Hickl (2.580) var með hvítt og átti leik, en Julian Hodgson (2.615) var nú aldrei þessu varit í hlutverki þolandans. 33. Bxd6+! - cxd6 34. Rxd6 (Nú nær hvítur stór- hættulegri riddarafráskák, því 34. — De7 er svarað með 35. Da8+ - Kg7 36. Rxf5+ fjölskylduskák!) 34. - Db8 35. Rxf5+ - Rc5 36. Be4 - Bg7 37. d4 - De8 38. Bd3 - Dxe2+ 39. Bxe2 og Hodgson gafst upp. HRAÐSKAK- MÓT ÍSLANDS 1996 fer fram í dag kl. 14 í Garða- skóla í Garðabæ og er öllum heimil þátttaka. Því var haldið fram hér í skák- horninu fyrr í vik- unní að Zoltan Almasi væri orðinn stigahæsti skákmaður Ung- veijalands. Þetta stenst ekki, því þótt Júdit Polgar sé langstigahæsta skákkona heims, er hún líka skákmað- ur. Með sín 2.675 stig er hún í 10. sæti á heimslistanum og hæsti Ungveijinn. Almasi er næstur með 2.650 stig og Peter Leko þriðji með 2.625 stig. Öll eru þau þijú undir tvítugu. Með morgunkaffinu Ást er... frískandi. TM Reg U.S P« 0«. —«M nght* reservsd (c) 1996 Loc Angetes Timas Syndicale ALLT í lagi. Ég skal þá hætta að spila „Sjö litlar mýs.“ ÞRJÁR grautarskálar! Eina of heita, eina of kalda og þá þriðju mátulega heita. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12-og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Frábær þjónusta VELVAKANDA barst eftirfarandi bréf: „Fyrir hálfu ári fór ég með Suzuki-bíl í skoðun. Fundið var að einu atr- iði. Varahlutur til að bæta þar úr kostaði nær 8 þús. kr. Á miðvikudag- inn var fór bíllinn aftur í skoðun og enn var fund- ið að sama atriði, nýi varahluturinn var bilað- ur. Eftir að skipt var um, fór ég með gamla (6 mánaða) varahlutinn í Suzuki-umboðið í Skeif- unni og sagði sögu mína um mál þetta. Viðbrögð afgreiðslumannsins voru á þessa leið. „Já, þetta er ekki gott, við skulum sjá,“ og skoð- aði gamla varahlutinn, sem var reyndar sem nýr. „Jahá, við bætum þetta“, og endurgreiddi að fullu nótuna kr. 7.990. Mér varð það helst til þakka að segja við mann- inn að þetta væri frábær þjónusta sem halda ætti á lofti og því sendi ég Morgunblaðinu bréf þetta til þess að vitnast megi, hversu þægilegir og sanngjarnir þeir eru hjá Suzuki-umboðinu á íslandi." Kristinn Snæland. Athugasemd í ÞÆTTI á Bylgjunni sl. miðvikudag var verið að ræða um plástra til að auðvelda fólki svefn. Landsbjörg sem kallar sig Landssamband björg- unarsveita flytur þessa plástra inn og í þættinum var sálfræðingur að tala á móti þessum plástrum og sagði að ekki væri gott að björgunarsveitir landsins væru að plata landslýð. Athugasemd mín er sú að ekki allar björgunarsveitir landsins eru í Landsbjörg, þar eru aðeins 27 sveitir, á með- an 90 sveitir eru í Slysa- varnafélaginu. Þannig að þessi ummæli eiga alls ekki við allar björgun- arsveitir landsins. G.J. HÖGNIIIREKKVÍSI Víkveiji skrifar... SÍÐUSTU vikur marzmánaðar boða, þegar grannt er gáð, stór tíðindi. Miðvikudagurinn, næstliðinn, færði okkur hvorki meira né minna en voijafndægur. Allir vita hvað þau boða. Við fær- umst hægt og sígandi inn í vorið, birtuna og gróandann. Á morgun, 25. marz, er síðasti dagur Góu, Góuþrællinn. Næsta dag, þriðjudag, hefst síðasti mánuð- ur vetrar, einmánuður, að fornu tímatali. Frá þeim tíma falla öll fljót tímatalsins til Borgarfjarðar kom- andi vors. Ótalið er það sem þyngst vegur í morgundeginum, sem er boðunar- dagur Maríu, fyrrum hátíðisdagur mikill, einkum í katólskum sið. Þann dag bar Gabríel erkiengill Maríu mey þann boðskap að hún yrði „móðir Guðs á Jörðu“. Níu mánuð- um síðar höldum við heilög jól. xxx MENN tala réttilega um byrj- andi bata í efnahagslífi þjóð- arinnar. Samt sem áður megum við ekki missa sjónar á þeim veruleika, að mitt í íslenzkri auðsæld eru bág- indi ærin, fátækt umfram það sem við verður unað. Félagsmálaráðherra svaraði ný- lega á hinu háa Alþingi fyrirspurn um fjárhagsaðstoð félagsmála- stofnana við þurfandi landsmenn. Og þar blasir grimmur veruleikinn við. Árið 1994 leituðu hvorki fleiri né færri en 203 ellilífeyrisþegar, 559 öryrkjar, 1.385 atvinnulausir, 345 einstaklingar í fullu starfí og 208 í hlutastarfí eftir fjárhagsað- stoð Félagsmálastofnunar Reykja- víkur. Þannig var staðan í sjálfri höfuðborginni þar sem valdastofn- anir samfélagsins deila og drottna. Herlegheitin voru sams konar norðan heiða. Þetta sama ár fengu 320 skjólstæðingar félagsmála- stofnunar á Akureyri fjárhagsað- stoð. Tæplega 60% voru án at- vinnu. Þar af helmingur vinnufær. xxx TVENNT _ rís upp úr þessum tölum. í fyrsta lagi: atvinnu- leysið er stór orsakaþáttur þess að fólk leitar fjárhagsaðstoðar opin- berra aðila. í annan stað: hundruð einstakl- inga í fullu starfí þurfa fjárhagsað- stoð til að framfleyta sér og sínum. Hvað segir það okkur um lægstu laun í landinu? Eitthvað kann að vera um það að menn „spili á kerfið". Engu að síður segja þessar tölur slæm tíð- indi, sem ekki er hægt að loka aug- um fyrir. Atvinnuleysið kostar samfélagið feiknháar summur. Atvinnuleysis- bætur og fjárhagsaðstoð félags- málastofnana kosta sitt. Dýrasti þáttur atvinnuleysis er þó vannýtt menntun og starfshæfni fólks (minni verðmætasköpun). Mál er að linni. xxx HVAÐ eru margir íslendingar búsettir eriendis? Víkverji getur ekki svarað þeirri spurningu. Hann hefur heyrt að 10 til 15 þús- und landar búi meðal frændþjóða á Norðurlöndum við nám eða störf. Alltént voru rúmlega 4.500 íslend- ingar á kjörskrá hér á landi við síð- ustu þingkosningar með lögheimili á Norðurlöndum: 1823 í Svíþjóð, 1.682 í Danmörku, 929 í Noregi, 69 í Finnlandi, 39 í Færeyjum og 14 á Grænlandi. í Bandaríkjunum bjuggu þá 747 íslenzkir kjósendur og 225 í Þýzkalandi. Annars staðar færri. Þau eru trúlega ekki mörg heims- hornin þar sem enginn íslendigur hefur viðdvöl, þrátt fyrir margum- talað fámenni, enda grunnt á föru- mannseðlinu i mörlandanum. Hvað ætli þeir séu annars marg- ir afkomendur 10 til 15 þúsund ís- lenzkra landnema í Bandaríkjunum og Kanada á síðustu áratugum 19. aldarinnar? Trúlega eru þeir all- nokkru færri en Frónbúar á líðandi stundu. Samt sem áður er líklegt að þeir teljist töluvert yfir hundrað þúsundin. Við eigum sum sé fjöl- mennan frændgarð vestan Atlants- ála. Og við eigum að rækta þá frændsemi vel, að mati Víkveija.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.