Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 24. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VELSLEÐAR ÍÞRÓTTIR Flugkappi Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson SIGURÐUR er óhræddur á vélsleða og flug sem þetta er honum lelkur elnn. Hér tll hliðar sést Slgurður í þjóðlegri æflngapeysu sem amma hans prjónaði. Sjálfsagt eru þær ekki margar peysurnar sem hafa svlfið janfhátt eða farið jafnhratt ef að líkum lætur, nema þá í þotu. Hefur titla að veija og einnig að sækja TITILVÖRN vélsleðameistar- ans Sigurðar Gylfasonar hefst í Bláfjöllum flok mánaðarins. Hann hefur skrifað undir samn- ing við Ski-Doo vélsleðaumboð- ið og ekur nýjum MZX sleða í mótum ársins. Þrjú mót gilda til íslandsmeistara og verða þau í Bláfjöllum 30.-31. mars, á Akureyri 13.-14. aprfl og 26.-27. aprfl á ísafirði. Keppt verður í fjórum greinum, í spyrnu, brautarkeppni, snjó- krossi og fjallaralli. Sigurður var kjörinn aksturs- íþróttamaður ársins í fyrra eftir að hafa unnið meistaratitla í spyrnu og ijallaralli og náð titlum í kvartmílu á mótorhjóli. Þá varð hann annar í brautarkeppni á vél- sleða. Sigurður hyggst keppa í öllum greinum vélsleðamótanna í ár. I fyrra ók hann ýmist á Polaris eða Ski-Doo vélsleðum, en mun nú að- eins aka Ski-Doo. „Ég fékk tilboð KNATTSPYRNA frá Ski-Doo, sem ég gat ekki hafn- að. Nýi sleðinn er öflugri, með betri flöðrun og léttari en MZX sleðinn sem ég notaði í fyrra. Ég prófaði hann nýlega á Heillisheiði og var mjög ánægður með virkni hans,“ sagði Sigurður, sem tók ófá flug til að finna eigin takmörk og sleðans. Þá keppti hann nýlega á æfinga- móti á Ólafsvík og varð annar á eftir Vilhelm Vilhelmssyni frá Akur- eyri. Þeir munu keppa í sínum flokknum hvor í mótum ársins, þar sem Vilhelm ekur sérútbúnum sleða með meira afl. Sigurður kvaðst vænta þess að Jóhann Eysteinsson á Polaris yrði hans helsti keppinaut- ur, en ijöldi sleða yrði í þeirra flokki og samkeppnin því mikil. Síðustu vikur hefur Sigurður æft líkamsrækt af kappi undir hand- leiðslu Andrésar Guðmundssonar aflraunamanns til að búa sig undir keppnistímabilið. „Líkamsstyrkur skiptir miklu máli í akstursíþróttum og ekki síst í vélsleðakeppni, þar sem slást þarf við stýri og stökk öllum stundum. Ég æfi líkamsrækt fimm sinnum í viku, þrisvar í tækj- um og fer tvisvar í sund. Það mun- ar miklu að hafa einkaþjálfara, því þó ég hafi grimmd til að keyra vél- sleða af kappi, þá gæti ég ekki pínt sjálfan mig í líkamsrækt,“ sagði Sigurður, „ég hef styrkst mikið á stuttum tíma, þó ég svæfi hálfan sólarhring eftir fyrstu æfinguna. Aukinn styrkur og meira þol hlýtur að skila sér þegar að akstrinum kemur, ekki síst í Ijósi þess að ég keppi í fjórum greinum og þarf því gotþ úthald." „Ég er mjög spenntur að takast á við fjallarallið, þar sem eknir eru 30 km samfleytt. Nú verða eknir nokkrir hringir í nálægð við áhorf- endur, í stað þess að þeysa um heið- ar. Það eykur líka öryggi keppenda, sem stundum ná miklum hraða á beinum köflum. Snjórinn getur verið viðsjárverður og skyndileg hvörf geta kollsteypt mönnum harkalega,- Fjallarallið verður einstaklings- keppni, ekki sveitakeppni eins og síðustu ár, sem gerir það enn meira spennandi. Ég held að þetta sé síð- asta árið mitt á vélsleðum, þannig að ég ætla að taka hressilega á í öllum greinum. Sigurður er mikill áhugamaður um akstursíþróttir og spáði í það um tíma að keppa í torfæru. „Það bíður betri tíma, en ég held að Gísli G. Jónsson verði bestur í ár. Það þarf að auka skemmtanagildi mótanna og upplýsingar til áhorfenda á tor- færumótum, gera þau meira aðlað- andi en þau hafa verið. Það má ekki bjóða fólki upp á það sem hefur við- gengist undanfarin ár. Annars verð- ur þetta bara sjónvarpsíþrótt. Tor- færuakstur hefur alltaf heillað mig, ég hef ekið jeppa mikið á fjöllum og það liggur því nokkuð nærri mér að aka í torfærum. En sleðarnir eru fyrst á dagskrá og eingöngu þetta árið. Ég hef titla að veija og aðra að ná í,“ sagði Sigurður. KNATTSPYRNA Weah í uppskurð GEORGE Weah, knattpsyrnu- maður ársins í Evrópu, Mríku og heiminum í fyrra, leikmaður AC Milan fór í uppskurð á föstu- daginn vegna handleggsbrots sem hann hlaut £ Evrópuleik gegn Bordeaux á þriðjudag. Verður hann þess vegna úr leik næstu fjórar vikurnar. Félagi Weah, Alessandro Costacurta, sem nef- brotnaði í sama leik fór í aðgerð til að fá bót meina sinna á þriðju- daginn og verður þar af leiðandi frá keppni í nokkrar vikur. SNOKER Atvinnu- mannamót á íslandi DAGANA 6.-13. október verður haldið á Hótel Loftleiðum sterk- asta snókermót sem haldið hefur verið á íslandi — Icelandair Mast- ers, sem er haldið af alþjóðasnó- kersambandinu. 12 atvinnumenn víða að úr heiminum mætur á vegum sambandsins, sem gefur auk þess verðlaun sem nema 1,5 milljónum króna. Meðal kepp- enda verða fjórir íslendingar - stigahæsti spilari landsins og Is- landsmeistari auk tveggja spilara sem sigra á sérstöku úrtökumóti er haldið verður. Alþjóðasambandið heldur mót- ið fyrir viðleitni snókermanna til að koma íþróttinni að sem íþróttagrein en snókersalir eru enn taldir tiLleiktækjasala, þar sem er fjórtán ára aldurstakmark og takmarkar það allt unglinga- starf eins og gefur að skilja. Að sögn Björgvins Hólms Jóhannes- sonar, formanns Billiardfélags Reykjavíkur og formanns Snó- kersambandsins, er mótið viður- kenning fyrir árangur íslendinga á erlendum mótum. HANDBOLTI ÍBA stúlkur óhressar FH gaf á föstudag leik gegn IBA í 1. deild kvenna í handbolta sem settur hafði verið á í gær á Akur- eyri og eru norðanstúlkur mjög óánægðar með að við hann skyldi hætt með svo skömmum fyrir- vara. Leikurinn átti upphaflega að fara fram 24. febrúar en var þá frestað vegna veðurs. Urslita- keppni Islandsmótsins stendur nú yfir þannig að deildarkeppninni sjálfri er löngu lokið, að þessum eina leik undanskildum - en hann i hafði engin áhrif á endanlega I niðurröðun í deildinni. Að sögn i Auðar Dúadóttur, forráðamanns ÍBA, eru um tveir mánuðir frá j síðasta leik IBA og hafa norðan- stúlkurnar æft sérstaklega fyrir leikinn við FH í rúmlega mánuð. „Þegar þurfti að fresta leiknum á sínum tíma báðu FH-ingar um að hann færi fram á laugardegi þannig að þær gætu komið í helg- arferð norður, við urðum við því en svo er hringt frá HSI í dag og sagt að FH-ingarnir hafi ákveðið að gefa leikinn," sagði Auður á föstudag. „Við erum búnar að auglýsa leikinn, það var mikill spenningur í stelpunum og þær eru því mjög svekktar nú. Enda finnst mér það dónaskapur hjá FH að gefa hann með svona stuttum fyrirvara," sagði Auður. Veðbankar í Englandi spá Aston Villa sigri gegn Leeds á Wembley í dag Lukic vonar hið gagnstæða John Lukic, hinn gamalkunni markvörður Leeds, sem hefur bæði kynnst því hvernig er að fagna sigri á Wembley og að yfir- gefa völlinn eftir tap, vonast eftir óvæntri uppákomu þar í dag. Leeds mætir þá Aston Villa í úrslitaleik deildarbikarkeppninnar. Veðbank- ar veðja á Aston Villa, sem hefur aðeins tapað þremur af þrettán leikjum sínum frá jólum. Lukic hefur tvisvar leikið deildarbikarúrslitaleik á Wembley - í bæði skiptin með Arsenal. Hann fagnaði sigri 1987, þegar Arsenal vann Liverpool 2:1 eftir að hafa verið marki undir. Aðeins tólf mánuðum seinna tapaði Ars- enal óvænt, 2:3, fyrir Luton, sem skoraði tvö mörk undir lok leiksins. Nú átta árum síðar mætir Lukic, 35 ára, á Wembley með liðinu sem hann hóf knattspyrnuferil sinn hjá 1978. „Það sem ég veit er að Wembley er frábær staður þegar maður er í sigurliði, en hræðilegur annars," sagði Lukic. „Þegar mað- ur lítur á liðin, þá er ómögulegt að spá um hvort þeirra fagnar sigri - dagsformið ræður." Wembley hefur verið fjarlægur draumur fyrir Lukic að undan- förnu, þar sem hann missti sæti sitt til Mark Beeney í desember. Beeney hélt því í tíu leiki, þar til Lukic varði mark Leeds í undan- úrslitum gegn Birmingham. Lukic veit hvað það er þýðingarmikið fyrir Leeds að fagna sigri, liðið hefur ekki unnið bikarmeistaratitil síðan 1972 og ekki leikið til úrslita síðan 1973 er það tapaði mjög óvænt fyrir Sunderland á Wembl- ey-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.