Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARZ 1996 B 9 SKOÐUIM HVAÐ UM LITLU S JÚKRAHÚ SIN? UM ÖLL Norðurlönd hefur um- ræða síðari ára um hagkvæmni og framtíð heilbrigðisþjónustunn- ar mótast mjög af bollaleggingum um hvaða þjónustu einstök sjúkrahús og stofnanir geti veitt og hvað þjónustu þeim beri að sinna, og á hvern hátt eigi að skipuleggja starfsemi sjúkrahúsa. Alls staðar hefur sérstaklega ver- ið litið á tilverurétt og framtíð „litlu“ sjúkrahúsanna, og hugsan- leg samvinnuform. í Kaupmanna- höfn hefur á fyrra ári verið unnið að róttækri endurskipulagningu á öllu sjúkrastofnanakerfinu, sem lofar góðu. Annars staðar á Norð- urlöndum svífa um lausmótaðar hugmyndir um úrlausnir í þeirri umræðu, sem fram fer á mörgum stöðum þjóðfélagsins samtímis; meðal stjórnenda, stjórnmála- manna, heilbrigðisstétta og í fjöl- miðlum. Allt um kring er almenn- ur skilningur á því, að þær kröf- ur, sem nú til dags eru gerðar til gæða, mannaflanýtingar og fjár- málastýringar, beinast að því, að meiri háttar skipulagsbreytingar séu nauðsynlegar. En þar og þá lýkur samhug og samkomulagi, þegar leggja skal fram tillögur eða líkön til úrbóta. Hvers vegna veldur umræðan um lokun eða skipulagsbreytingu smærri sjúkrahúsa svo miklum vanda? í fyrsta lagi eru íbúar svæðisins hræddir við að þeir missi nálægðina við þjónustu, sem þeir telja mikilvæga heilsu sinni. I öðru lagi er rótgróinn ótti við að vinnutækifæri hverfi og störf tapist. Loks, en ekki síst, ber að líta á, að sjúkrahúsið er stöðu- tákn, sem ekki má glata, eink- anlega ekki ef fyrirsjáanlegt er, að nágrannabyggðin haldi sínu. Því er ekki að undra, þótt stjórn- málamennirnir standi klumsa gagnvart þessum málum, því hver vill eiga þátt í lausnum, sem fyrir- sjáanlega hafa í för með sér at- kvæðatap? Ef til vill sýnist ómögulegt að leysa þennan vanda með öðrum hætti en að upp komi staða sem skipti byggðalögum eða lands- hlutum í „tapara“ og vinningslið, rétt eins og í bikarkeppni. Þær hagræðingaraðgerðir, sem reynd- ar hafa verið hér á Norðurlöndum síðasta áratuginn, hafa nær ein- vörðungu orðið til þess að skerpa andstöðurnar milli stærri mið- stöðvanna og smærri byggðalag- anna, og munu einungis leiða til slíkrar andstöðu tapara og vinn- ingshafa. Árekstrar og stríð af þessu tagi eiga hins vegar lítið sameiginlegt og skyggja á þær þarfir og þá möguleika, sem „litlu“ byggðalögin eiga nú, í árdaga nýrrar aldar. Hvers þörfnumst við? Eru þá ekki leiðir til þess að mæta þörf- um og væntingum? Að mínu viti verður að hverfa frá þeirri vanahugsun sem ein- kennir alla þessa um- ræðu, þ.e. að gera áætlanir til fortíðar. Með því á ég við, að nú verði að hefja áætl- anagerð sem tekur mið af fram- tíð, en læsist ekki í kringumstæð- um, sem í raun tilheyra sögunni. Ein aðferð til að nálgast þetta gæti verið að forma þrjár einfald- ar spurningar: Hvers óska/þarfn- ast íbúarnir, heilbrigðisstéttirnar, þjóðfélagsheildin? íbúarnir æskja öryggis vegna bráðra sjúksómstil- fella, svonefndrar bráðaþjónustu, á heimavelli, en vilja þó ekki að alvarlegir og flóknir sjúkdómar séu meðhöndlaðir á „litla“ sjúkra- húsinu. Óskir þeirra ná einnig til þess, að auðvelt sé að fá grein- ingu, meðferð og endurhæfingu við þeim ákomum, sem í raun eru langflest samskiptin við heil- brigðiskerfið. Þegar alvarlegir sjúkdómar koma upp, vilja menn eiga aðgang að bestu þekkingu og sérfræðihjálp. Fagfólkið vill geta unnið með bestu gæði að markmiði. Það vill eiga kost á nýjum og þroskandi verkefnum og vera í þéttriðnu samskiptaneti sérþekkingar. Fjöldi sérhæfðra starfsmanna innan heilbrigðis- geirans óskar samt eftir því að mega starfa í litlu, afmörkuðu umhverfi og eiga þar kost á ýms- um þeim félagslegu gæðum, sem oft fylgja smærri byggðalögun- um. Þeir hafa yfirleitt ákveðna þörf fyrir að störf þeirra fullnægi eigin væntingum og annarra, og séu einhvers virði fyrir samstarfs- menn og þjóðfélagið. Þjóðfélagið í heild vill tryggja þegnum sínum hágæðaþjónustu á fjárhagslega forsvaranlegan hátt. Þannig mega ekki myndast aðgangshöft eða biðlistar eftir þjónustu, sem eru óásættanlegir í augum al- mennings. Stóru „hátæknisjúkra- húsin“ finna til þess, að með vax- andi tæknimöguleikum verður æ erfiðara að ná nægum fjölda sjúklinga og að þau geti stundum skort nægan efnivið til þess að halda uppi bestu gæðum á öllum sviðum. Mjög mörg sjúkdómstilfelli má nú greina og meðhöndla á sýnu „lægra“ tækniþrepi en mögu- legt var fyrir fáum árum. Það leiðir hins vegar af sér of mikla dreifingu „aðgerða" og „tilboða“ til að haldið sé í þau lág- marksgæði, sem þjóð- félagið krefst. Of mikil dreifing gerir einnig þeim stofnunum, sem eiga að sjá um kennslu og þjálf- un, erfitt um vik. Eins og fyrr segir leiðir „fortíð- ar“-aðferðin við að leggja niður þjónustu af þessu tagi til óbæri- legs ágreinings, sem allir tapa á. Ef okkur á að takast að komast í nýja hugsun og sýn og ná ár- angri verður að nota nýja tækni og jafnframt breyta menntunar- og þjálfunarkerfum okkar. Fyrst þarf að skilgreina hverjar eru þarfir og væntingar „byggðasam- félagsins", heilbrigðisstétta, og þjóðfélagsins í heild. SJÁ TÖFLU Eins og sjá má, sýnist vera algjör eining allra þátttakenda um væntingar og þarfir. Því ætti endurskipulagningin ekki að vera mjög erfið. En þegar nánar er að gáð, rekst hér hvað á annars horn; það eru nefnilega, að mínu viti, tvö grundvallaratriði, sem þarf að skilgreina: Annars vegar er það hrein merkingafræðileg skil- greining á því, hvað felst í bráða- þjónustu. Hins vegar skortir á nýja sýn hvað varðar faglega þró- unarmöguleika „litlu“ sjúkrahús- anna. Margir skilgreina aðalkost virkrar bráðaþjónustu sem mögu- leikann á því að ná til sjúkrahúss- ins tafarlaust (innan klukku- stundar?) og telja því að hús, sem ber nafnið sjúkrahús, sé til gagns og hagræðis í öllum slíkum tilvik- um. Hin hefðbundna skilgreining fagmannsins á sjúkrahúsi með bráðamóttöku er, að þar sé kerfi mannafla, samskipta og flutn- inga, sem geti sett af stað lífs- björgunar- og lækningaaðgerðir af öllu tagi. Forsendur eru, að á Ásmundur Brekkan Áhugi og væntingar: hagsmuna- íbúar faglærðir starfs- stjórnmálamenn heilbrigðisyfirvöld hópar: byggðar- menn litla hagfræðingar stóru stofnanirnar Bráðaþjónusta lagsins já sjúkrahússins já já já Greining og með ferð einfaldari tilvika já já já já Endurhæf. og eftirlit já já já já Þroskandi starfsumhverfi já já já já hverri stundu sé fyrir hendi sér- fræðiaðstoð svæfinga-, gjör- gæslu-, skurð- og lyflækna. Jafn- framt er forsendan að aðgangur sé að fullnægjandi stoðþjónustu, svo sem röntgen- og meinefna- fræðarannsóknir. Það er reynslan síðasta áratug- inn að með aukinni tíðni alvar- legra slysa skiptir fyrsta hjálp á slysstað æ meira máli. Sama á í raun við um hjartaáföllin. í lang- flestum bráðum, lífshættulegum tilvikum, þar sem á annað borð verður komið við björg, þurfa rétt viðbrögð að koma innan fárra mínútna. Það er því skoðun margra, að kennsla, fræðsla og æfíng almennings geti skipt sköp- um varðandi útkomu og árangur. Það, sem skiptir höfuðmáli í bráð- atilvikum, er að halda öndunar- vegum opnum, bregðast við hjart- sláttartruflunum, gefa vökva í I þessari grein Arthurs Revhaugs, yfírlæknis við háskólasjúkrahúsið í Tromsö, sem hér birt- * ist í endursögn As- mundar Brekkan er greint frá umræðu á Norðurlöndum um hagkvæmni og framtíð heilbrigðisþjón- ustunnar. æð og einstöku sinnum önnur lyfjagjöf. Svo sem kunnugt er, leysir sérþjálfað sjúkraflutninga- fólk þessi verk vel af hendi hvort heldur eftir umferðarslys, önnur bráðatilvik á förnum vegi, eða í heimahúsum. Lífsbjargandi bráðameðferð er því ekki háð því, að til sé sérstök bygging merkt sjúkrahús, en hins vegar er augljós þörf á sérmenntuðu starfsliði til hennar, ásamt auk- inni þekkingu almennings. Fram- hald meðferðar er svo breytileg frá einu tilviki til annars. Sé þörf sérhæfðar meðferðar eða grein- inga taka stóru sjúkrahúsin við. Önnur vandamál eru auðleystari; þá eiga vel menntaðir heilsu- gæslulæknar með góðum tækja- kosti að geta tekið að sér mörg þeirra. Merkingu bráðaþjónustu verður að skilgreina þannig, að mönnum verði ljóst, að hún tákni ekki endilega sjúkrahús í söguleg- um fortíðarskilningi, án þess að mannafla- eða afkastageta þess sé skýr. Bráðaþjónusta táknar frekar sérhæft flutningalið ásamt þeim samskipta- og flutningaleið- um sem fljótt og á besta hátt leys- ir vanda fólks í bráðatilvikum sjúkdóms eða slysa. Ný sýn, ný hugsun Breytt viðhorf hafa þegar leitt til þess að ýmis verkefni hafa horfið frá „litlu“ sjúkrahúsunum. Þar ber sérstaklega að geta ýmissa skurðaðgerða sem og ann- arra aðgerða sem krefjast meiri sérhæfingar og æfingar. Samt geta litlu sjúkrahúsin mörg hver skilað sínu. Tæknibreytingar á sviði meinefnarannsókna, hvers konar rafleiðnimælinga svo sem hjartarit og ýmsar speglunar- rannsóknir má í raun framkvæma hvar sem er, með góðri grunn- tækni og -þekkingu, og með þeim möguleikum og fulltingi, sem nútíma fjarskiptatækni veitir okkur til að eiga kost á ráðgjöf og gagnkvæmum samskiptum við færustu sérfræðinga. Þannig munu þarfir, möguleikar og kröf- ur til meðferðar, endurhæfingar og hvers konar eftirlits á heima- slóð sjúklingsins í raun vaxa, þótt fáar en hásérgreindar stofnanir taki að sér mjög veika sjúklinga og erfiðustu tilfelli, og þá jafn- framt oft til skemmri legu. Af öllu þessu leiðir nýtt mynstur menntunar og þjálfunar. Áfram- haldan.di hugleiðingar um skipu- lag á grunni hugmyndafræði lið- ins tíma munu aðeins auka á erfiðleikana og tilvistarkreppu litlu sjúkrahúsanna. Hvað þarf þá til? Það verður að endurskipu- leggja litlu sjúkrahúsin í sam- steypuheilsugæslustöðvar og meðferðar- og eftirlitsstofnun, og á þeim grunni bíða þessara stofn- ana ný og verðmæt verkefni. Með nýtingu nútíma samskiptatækni geta þessar stofnanir orðið til fyrirmyndar í kerfinu, ekki aðeins fyrir þá sem þar starfa og njóta þjónustunnar, heldur fyrir þjóðfé- lagið í heild. Með því að taka á umdeildum vandamálum heil- brigðiskerfisins með nýrri sýn og nýjum viðhorfum má koma í veg fyrir ýmislegt af því, sem nú sýn- ast óyfirstíganleg vandamál, póli- tískt og öðru vísi, í smærri byggð- arlögunum. Höfundur er prófsessor við há- skólasjúkruhús í Tromsö og þýð- andi er prófessor og formaður læknaráðs Landspítala. Kaupmenn - heildsalar stórir □9 smáir Wú er pláss fyrir nokkra góða seljendur Sanngjorn leiga Framtíðarmarkaðurinn, FaKafeni 10, sími 533 2533, fax 581 1774. blabib kjarni inalsins! boli og galla frá South Lodge peysur og boli frá Honey. Auk þess streddbuxur í stærðum 36^48. Sportfatnaður á góðu verði. oiraanon Reykjavíkurvegi 64, sími 565 I 147

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.