Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 24. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR LESIÐ í snjóinn; Julia Ormond fer með hlut- verk Smillu í mynd Bille August. Ormond leikur Smillu TÖKUR eru þessa dagana að hefjast á dönsku spennumyndinni Lesið í snjó- inn sem byggð er á metsölu- bókinni „Freken Smillas for- nemmelse for sne“. Leik- stjóri er Bille August en með hlutverk Smillu fer breska leikkonan Julia Ormond. Írski leikarinn Gabriel Byme fer með annað stærsta hlut- verkið en myndin, sem fram- leidd er af dönskum, sænsk- um og þýskum aðilum, verð- ur greinilega leikin á ensku. Til stóð að tökur færu fram á S-Grænlandi og í Þýskalandi en tökustöðum hefur verið breytt og mun kvikmyndahópurinn halda fyrst til N-Grænlands til bæjarins Ilulissat og dvelja þar í viku en síðan til Kiruna í Lapplandi. Meiningin hafði verið að taka útisenur inni í kvikmyndaveri í Miinchen en faliið var frá því. Myndin mun kosta um tvo milljarða króna og er dýrasta framleiðsla sem Danir hafa tekið þátt í. Reiknað er með að Lesið í snjóinn verði frum- sýnd í febrúar á næsta ári. SAMBLAND af Bláu flaueli og Fæddum morðingjum; Pete Postlethwaite í „Cri- metime". Hvab er ab gerast í þessu bakartif BakaratryUir LEIKSTJÓRINN Óskar Jónasson mun að líkindum hefjatök- ur á nýrri bíómynd sinni, Perlum og svínum, næstkomandi haust. Hún er gamanmynd sem gerist í bakaríi og hann kallar hana „bakaraþriller". Óskar er ekki frá því að hún svetji sig í ætt við Sódómu Reykjavík en tengist öllu lög- legri viðskiptaháttum. „Hún fjallar meira um viðskiptabrask og hversdagslífið,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. Perlur og svín er önnur bíómynd Óskars í fullri lengd. Hugmynd- in varð til fyrir fáeinum árum þegar Óskar hó- aði í nokkra leikara til að spinna saman efni í söguþráð. Þar með hófst óvenj- ulegur undir- bún- ingur undir vænt- anlega eftir Arnald kvik- Indrióason mynd. „Hver leikari kom með hug- mynd að karakter sem hann langaði að spreyta sig á og við spunnum þá í sameiningu og byggðum samband á milii þeirra og fundum hvaða vettvang þeir höfðu sameiginlegan og út úr því kom hug- myndin um bakaríið. Það er svolítið sérstakur vinnu staður, bakað er á nóttinni og selt á daginn og það verða til miklir rómansar á bak við hrærivélarnar. Svona unnum við í nokkrar vikur og bjuggum til samtöl og svo tók ég þetta heim með mér og hef unnið mikið í handritinu síðan og fléttað ýmislegu inní það.“ Leikararnir sem þátt tóku í spunanum eru Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Jóhann Sigurðarsson, Guðrún Gísladóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Ingvar Sig- urðsson, Þröstur Leó Gunnarsson, Fanney Sig- urðardóttir og Erla Ruth Harðardóttir og munu þeir fara með hlutverkin í myndinni. Sigurður Sverrir Pálsson verður kvikmyndatökumaður og Kjartan Kjartansson Sér um hljóðið. Fram- leiðendi er íslenska kvikmyndasamsteypan. Óskar segist lítið hafa þekkt til bakaría yfirleitt (frændi hans á bakarí) en kynnti sér starfsemi þeirra til hlít- ar ásamt leikurunum. „Leikararnir hafa fengið að æfa sig í bakaríum og kynna sér starfsemi þeirra. Strákarnir unnu sum- ar næturnar og stelp- urnar afgreiddu í kar- akter. Við lærðum allt í kringum bakstur, víö j skynjuðum goggunar- röðina frá snobbköku- bökurunum og niður úr. SNOBBKOKUBAKARAR; Óskar Jónasson leikstjóri. Það er gaman að sjá hvað kemur í ljós þegar flett er svona ofan af einni stétt,“ segir Óskar. Óskar nefnir leikstjórana John Cassavetes og Mike Leigh, sem unnið hafa eftir svipuðum nótum við undir- búning kvikmynda sinna. „Allt er þetta markviss til- raun til að snúa við blaðinu. Það sem einkennt hefur ís- lenskar bíómyndir er að handrit og leikur eru í slapp- ari kantinum. Hér er lögð áhersla á að leikararnir séu hérumbil höfundar að verk- inu svo þeir viti nákvæmlega hvar þeir standa. Það er grundvallarmunur á leikara sem veit hvað hann er að gera og leikara sem þykist vita hvað hann er að gera,“ segir Óskar að lokum. Sluizer gerir nýja glæpamynd HOLLENSKI leikstjórinn George Sluizer vakti heimsathygli með hinni óhugnanlegu spennumynd Hvarfinu, sem hann sjálfur síðar endurgerði með ágæt- um árangri vestur í Holly- wood. Sluizer vinnur nú að nýrri glæpamynd sem heitir „Crimetime" og er með Step- hen Baldwin og Pete Postlet- hwaite í aðalhlutverkum. Myndin segir af banda- rískum leikara í London, sem Baldwin leikur. Hann fær það hlutverk að leika fjölda- morðingja I sjónvarpsþætti sem sviðsetur þekkt morð- mál og fer að lifa sig full- sterkt inn í hlutverkið. Fjöldamorðinginn sem hann leikur gengur laus og heill- ast meira en lítið af allri athyglinni sem hann vekur í sjónvarpinu. Sluizer ætlaði að gera spennumyndina „Dark Blo- od“ um árið en hætta varð framleiðslu hennar þegar aðalleikarinn River Phoenix varð bráðkvaddur. Sluizer tók sér frí í eitt ár eftir það en hefur nú snúið aftur í skuggaveröldina. Baldwin segir að myndin sé nokkurskonar sambland af Bláu flaueli og Fæddum morðingjum. 14.000 höfðu séð ,Jumanji ZZÍÍ ALLS höfðu um 14.000 manns séð ævintýra- myndina „Jumanji" í Stjörnubíói og Sambíóunum eftir síðustu helgi. Þá höfðu um 18.000 manns séð Tár úr steini í Stjörnubíói. Næstu myndir bíósins eru Vonir og væntingar eftir Ang Lee með Emmu Thompson í aðalhlutverki en hún skrifar einnig hand- ritið. Myndin verður frum- sýnd þann 4. apríl. Þá er von á spennumyndinni „The Juror“ með Demi Moore og „Mary Reilly“ eftir Stephen Frears með John Malkovich og Julia Roberts í aðalhlut- verkum en myndin byggist lauslega á sögunni um lækninn Jekyll og herra Hyde. Einnig mun Stjömubíó bráðlega sýna myndina „Too Much“ með Antonio Bande- ras og Melanie Griffith. FRUMSÝND 4. apríl; úr Vonum og væntingum. EFTIRFARANDI ís- lenskar bíómyndir eru í framleiðslu eða á und- irbúningsstigi samkvæmt lista í blaði Félags kvik- myndagerðarmanna, Landi og sonum; María eftir Einar Hei- misson, um þýska stúlku sem kemur til ísiands í stríðinu. Perlur og svín eft- í BÍÓ ir Óskar Jónasson, kóme- día um bakara í Þingholt- unum (sjá annarstaðar á síðunni). Dansinn (vinnu- heiti) eftir Ágúst Guð- mundsson sem hann byggir á sögu eftir William Heine- sen. Djöflaeyjan eftir Frið- rik Þór Friðrikson, sem byggist á skáldsögum Ein- ars Kárasonar um Bragga- fólkið. Biossi/810551 eftir Júlíus Kemp, vegamynd um ungt par og stolið krít- arkort. Ungfrúin góða og húsið eftir Guðnýu Hall- dórsdóttur byggð á sögu eftir Haildór Laxness. Sæt- ir bananar eftir Einar Þór Gunnlaugsson, vegamynd um leigubílstjóra og blinda stúlku. Fimm af þessum mynd- um verða að líkindum tekn- ar á þessu ári. UNýjasta mynd Meryl Streep heitir Fyrir og eftir eða „Before and After“. í henni leikur hún á móti Liam Neeson en þau eru hjón sem komast að því að sonur þeirra er morðingi. UÞað kemur brátt í fjós hvort Nicolas Cage hreppi Óskarinn fyrir Á förum frá Las Vegas en á meðan hann bíður eftir úrslitunum leikur hann á móti Sean Connery í nýrri hasarmynd sem heit- ir „The Rock“ eða Klettur- inn og gerist eins og allar betri fangamyndir í Alc- atraz. UHjartaknúsarinn Robert Redford ætlar að kvik- mynda bresku skáldsöguna „The Horse Whisperer" á næstunni og fékk Disney í lið með sér að kaupa kvik- myndaréttinn. Redford leik- ur núna á móti Michelle Pfeiffer í myndinni „Up Close and Personal". Hún er fréttakona sem fellur fyr- ir fréttastjóranum sínum. UBeðið er með nokkurri eft- irvæntingu eftir nýju Marl- on Brando myndinni en það er Eyja dr. Moreau gerð eftir samnefndri sögu H. G. Wells. Eitthvað leist framleiðendunum illa á af- rakstur leikstjórans í byijun og ráðinn var nýr leikstjóri myndarinnar, sá gamli og góði John Frankenheimer. Hann sagði nýlega það ætíð hafa verið draum sinn að fá að vinna með Brando.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.