Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 24. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓNLIST Þéttofið hugmyndanet ÞAÐ ER besta merki um hvert stefnir í tónlistarþroska þegar menn hætta að geta fylgst með, þegar þeim finnst allt sem komið hefur út frá þeirra gelgjuskeiði ieiðinlegt torf. Ungmenni sem sátu undir ákúrum foreldra sinna um hve rokkið væri heimskulegt og innantómt grípa til gömlu frasanna þegar lýsa á því sem ungt fólk hlustar á í dag; jungle, techno, rapp, house og óteijandi fleiri tegundir danstónlistar. Þrátt fyrir þá þröngsýni koma öðru hvoru fram sveitir sem bijóta niður fordóma og flestir geta sam- einast um. Plata Underworld Dubnobasswithmyheadman var slík plata, því ekki var nóg með að ungmenni tóku henni vel, heldur hreinsaðist myglan úr eyrunum á mörgum rokkaranum. Fyrir skemmstu kom út önnur plata Underw- orld, Second Toughest in the Infants. Margir muna heimsókn Underworld hingað til lands þegar sveitin lék með Björk Guð- mundsdótt- ur á Lista- hátíð í Reykjavík fyrir tveim- ur árum. Þá var fyrsta breiðskifa sveitarinn- ar umtöluð meðal tónlistará- hugamanna og mörgum þótti hún marka vatnaskil f dans- tóniistinni, sem hlyti að stefna í átt að mistri og mæðu. Platan var áberandi í vali tóniistarblaða víða um heim, víða vaiin pata ársins, en Underworid-liðar hurfu síðan sjónum; fóru að hljóð- blanda, semja og eyða gróð- anum af fyrstu plötunni og ýmsum hliðarverkefnum, eins og grafískri hönnun og kvikmynda- og auglýsinga- gerð. Fyrir skemmstu kom svo út önnur breiðskífa sem áður er getið og fékk frá- bæra dóma. Underworld rekur rætur til nýrómantískrar popprokk- sveitar sem hét Freur og naut nokkurrar hylli fyrir rúmum áratug. Sú lognaðist útaf um leið og reyndi á sam- stöðuna þegar á móti blés og úr varð Underworld. Eftir nokkra eyðimerkurgöngu kynntust leiðtogar sveitar- innar, Karl og Rick, ungum plötusnúð, Darrel Emerson, sem kynnti fyrir þeim nýja gerð tónlistar og nýjar leiðir. Frá fýrstu smáskífunni mátti glöggt heyra að þar fór eng- in venjuleg danssveit, þvf Karl og Rick nýttu sér ýmis- iegar hugmyndir úr rokkinu til að sveigja tónlistina til og frá með dyggri aðstoð Emer- sons, sem er einn eftirsótt- asti plötusnúður Bretlands, aukinheldur sem nýróman- tískur drungi hæfði mjög vel klifunarkenndri tónlistinni. Underworld naut þegar mikillar virðingar í tónlistar- heiminum, meðal annars fékk Björk Guðmundsdóttir sveitina til að endurhljóð- blanda fyrir sig, og fyrstu breiðskífunnar var beðið með mikilli eftirvæntingu. Hún seldist og vel, eins og áður er getið, og ruddi nýjar brautir. Á plötunni nýju eru Underworld-liðar enn að feta nýjar brautir, víða með vfsun í það sem eitt sinn kallaðist framsækið rokk. Síðan Dubnobasswithmyheadman kom út hefur meira gerst i danstónlistinni en gott er að telja upp, þar líklega merk- ast junglebyltingin, eða bass ’n drum, eins og töffararnir vilja kalla það, og flest ómar á plötunni, án þess þó kalla megi það sölumennsku. Einn helsti kostur plötunnar er lík- lega að ekkert eimir eftir af Freur technorokki, en í þess stað er komið þéttofið hug- myndanet sem leyst er sam- an með sérkennilegum klippitextum Karls. Eins og málum er háttað er tónlistin lítil aukabúgrein Underworld og fyrir vikið gera þeir bara það sem þá langar. Þannig tónlist er skemmtilegast að heýra. MHRÓARSKELDUHÁ- TÍÐIN tekur nú óðast á sig mynd, þó enn eigi eftir að skýra frá þorra hljóm- sveita. Meðal þeirra sem þar koma fram eru Björk, David Bowie, Red Hot Chili Peppers, Garbage, Sex Pistols, Frank Black, Chumbawamba, The Fall, Pop Will Eat Itself, Tindersticks, Pulp, Pretty Maids, The Amps, Ash, Edwyn Collins, Flaming Lips og Heather Nova. Fleiri nöfn hafa heyrst, þar á meðal Black Grape og Underworld. MFYRIR skemmstu var hér á ferð lið útsendara erlendra útgáfufyrirtækja þeirra erinda að sjá hljóm- sveitina Unun leika á tón- leikum. Þeir vilja sjá meira og því er sveitin á förum til Lundúna og leikur þar á kynningartónleikum. Unun fer utan á þriðju- dagskvöld, leikur á mið- vikudag og snýr heim dag- inn eftir. eftir Árna Matthíasson Morgunblaðið/Árni Sæberg Dauðahafseplið. POTTÞÉTT útgáfuröðin er þannig skipulögð að helstu útgáfur landsins, Spor og Skífan, skiptast á að gefa út plötur í röðinni. Um þess- ar mundir kemur út Pottþétt 3 sem Skífan gefur út. Aðal Pottþétt-raðarinnar er vinsæl ný lög og þannig er á Pottþétt 3 legíó laga sem notið hafa hylli undanfarnar vikur, til að mynda Spaceman Babylon Zoo, Sick and Tired Cardig- ans, Disco 2000 Pulp, Queer Garbage, One of Us Joan Osbome, How Deep is Your Love Take That, Got Myself Together Bucketheads, I Got 5 On it Da Luniz, Release The Pressure Leftfield og We’ve Got it Goin’ On Backs- treet Boys. Inn á milli eru svo jaínan islensk lög, ekki nema eitt alíslenskt að þessu sinni, en tvær íslenskaðar útgáfur á erlendum lögum. SSSól á glænýtt lag, tekið upp í febrúar, Hættulegt, Vinir vors og blóma taka negrasálminn Ó, Ijúfa líf og poppa upp og Valgerður Guðnadóttir syngur Minning úr Köttum Andrews Lloyds Webbers, sem Verzlunar- skólinn setti upp í vetur. POPPPRESSAN vill oft láta sem svo að hljómsveitir spretti alskapaðar fram, slái í gegn með fyrstu tónunum og verði heimsfrægar nánast áður en þær ná að senda frá sér plötu. Reyndin er aftur á móti sú að fyrir hveija Oasis sem slær í gegn nokkurra mánaða gömul er grúi sveita eins og Bluetones, bjartasta von breska poppsins um þessar mundir. Fáir hafa heyrt um Blue- tones, sem breskir gagnrýnendur halda ekki vatni yfir um þessar mund- ir, en þó hófu liðsmenn hennar æfíngar og laga- smíðar fyrir rúmum fimm árum. Þeir létu reyndar lít- ið á sér kræla fyrstu árin, léku á nokkrum tónleikum á ári, og það var ekki fyrr en síðla árs 1993 að útgáf- ur sperrtu eyrun Eftr grimman slag um sveitina hóf hún upptökur á sinni fyrstu breiðskífu og á síð- asta ári komu svo út fyrstu smáskífurnar á vegum A&M. Ólíkt Oasis er tónlist Bluetones úr smiðju allra sveitarmanna, sem þeir segja gera sveitina sterkari og samhentari. Gagnrýn- endur hafa tekið fyrstu breiðskífunni, Expecting to Fly, afskaplega vel, segja hana klassíska rokkskífu sem minni á fyrstu skref Stone Roses, og allir spá því að næsta stórsveit í bresku poppi verði Blueto- nes. Bjartasta vonin Dagrétt rokk DEAD Sea Apple hefur haft hægt um sig undanfarið; ver- ið að móta tónlist sína, dagrétta hana, og hyggst koma fram með nýja hljóma þegar líður á sumarið. I vikunni fer sveitin í hljóðver að taka upp þar breiðskífu sem hún hyggst gefa út í sumar og fylgja vel eftir með tónleikum hér á landi og erlendis. Dead Sea Apple er fjögura ára sveit en hefur lítið gefið út, reyndar ekki nema eitt lag, þó vilji hafi verið til að senda frá sér mun meira. Liðsmenn sveitarinnar segja að þeir séu með bunka af lögum til að velja úr, þeir hafi byijað á að taka upp mikið af prufum og vaiið síð- an úr það sem verður á plöt- unni. „Þetta verður líklega tólf laga plata,“ segja þeir, „en það var erfitt að velja úr lögunum og það er það mikið eftir að það verður skammt í næstu plötu þar á eftir." Þeir félagar segjast gefa sér góðan tíma til að taka upp, þeir hafi undirbúið sig af kostgæfni og séu ekkert að flýta sér. Sum laganna eru frá fyrstu árum sveitar- innar, en allmikið breytt í takt við það sem sveitin er að fást við um þessar mund- ir. „Við erum að feta okkur í átt að því sem er að gerast í heiminum í dag, leikum dagrétt rokk. Svo verður bara að koma í Ijós hvernig fólk tekur þessu, en það verð- ur að segjast eins og er að markaðurinn hér heima er ekki stór og því stefnum við lengra; okkur langar að fara um Norðurlönd í sumar og reyna að spila fyrir nýja áheyrendur. Við erum nógu jarðbundir til að standa bara í þessu sjálfir, en við stefnum líka á mikið tónleikahald heima í sumar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.