Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 24. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Hversdagsleikinn mætir raunveruleikanum Morgunblaðið/Sverrir Önnur kvikmynd Ásdísar Thoroddsen, Draumadísir, var frum- sýnd í vikunni. Hér seg- ir hún Hildi Friðriks- dóttur frá því hverrííg myndin varð til, skamm- arbréfínu til framapot- arans og stóru verkefni sem hún verður upptek- in við næstu árin. VINNUAÐSTAÐA Ás- dísar Thoroddsen handritshöfundar og leikstjóra hjá kvik- myndagerðinni Gjólu hf. við Mýrargötu er alls ekki óáþekk því sem blaða- maður bjóst við. Eftir að hafa gengið upp hvítmálaðan, fremur hráslagalegan stigagang blasti við opin hurð með prentuðum miða á, sem benti til að rambað hefði verið á réttan stað. Það sem helst kom á óvart var hversu stór salur- inn er, en skýringin fólst í því að þarna starfa sjö listamenn. „Þetta er soddan einyrkjastarf að menn eru farnir að leigja sér saman aðstöðu til að fá eitthvert kompaní. Það er eiginlega ekki hægt að vera í kvikmyndagerð nema að vera félagslyndur,“ sagði Ásdís, þar sem hún stóð við gluggann með útsýni yfir Esjuna og hellti upp á kaffi með sam- blandi af gamalli og nýrri aðferð, þ.e. kaffikannan var tengd raf- magni en kaffipokinn var þessi af gömlu gerðinni. Á meðan Ásdís baksaði við kaff- ið litaðist blaðamaður um. Inni í enda salarins sátu tveir samstarfs- menn að tafli en skrifborð voru dreifð hingað og þangað um sal- inn, þar sem hver hafði greinilega sína vinnuaðstöðu. Það sem í raun stakk í stúf innan um gamalt akk- eri, veggspjöld, lugt, pappírsdót og annað voru þrír stórir sjón- varpsskjáir. Þeir voru eitthvað svo nýlegir . . . „Eg er alltaf hálfstressuð þegar ég bý til kaffi, hvernig útkoman verður,“ heyrðist úr eldhúskrókn- um. Okkur semst um að sé kaffið ódrekkandi munum við arka yfir á Kaffívagninn og spjalla saman þar. Það ágæta kaffíhús varð þó af viðskiptunum því kaffið reynd- ist hreint afbragð. Ekkert frumsýningarstress Þegar viðtalið átti sér stað voru tveir dagar í frumsýningu á kvik- myndinni Draumadísir, sem hefur undirtitilinn „vafasöm gaman- mynd um gjaldþrot, girnd, glans og gabb“. Þó svo að Ásdís gæti stressað sig yfir kaffinu var hún hreint ekki stressuð vegna mynd- arinnar. „Nei, ég held að þetta sé allt í lagi, ég er búin að sjá „bet- una“ [myndbandið] og það var í fínu lagi,“ segir hún róleg og yfir- veguð um leið og hún útbýr pláss á eldhúsborðinu fyrir kaffíbollana. Samt verða eftir hamar og skrúf- járn, sem hún fjarlægir skömmu síðar. Hún segist afskaplega ánægð með stúlkurnar tvær sem leika aðalhlutverkin, þær Silju Hauks- dóttur sem leikur Steinu og Ragn- heiði Axel sem leikur Styiju vin- konu hennar. Silja og Ragnheiður eru samt að kljást við frumraun sína í kvikmyndum. Aðspurð hvernig maður fari að því að velja persónur í aðalhlut- verk þegar ekki er um lærða leik- ara að ræða segist Ásdís hafa haft samband við fólk sem var með innsýn inn í leiklistarlífið og fékk ábendingar. „Úr varð að ég boðaði nokkra heim í stofu, ruddi þar öllu út, setti upp ljós og með aðstoð góðra mótleikara tók ég leikinn upp á myndband. Þannig fékk ég aðra stúlkuna, hina fann ég hreinlega inni í stofu hjá systur minni,“ segir hún og lítur upp sposk á svip. Hún segist strax hafa séð að Silja gæti leikið Steinu. Karakter- inn hafí að vísu verið allt öðruvísi en hún hafði hugsað sér og því hafi hún lesið handritið upp á nýtt með það í huga. Hún segist fyrirfram hafa séð Steinu fyrir sér sem opna, öra manneskju, fremur óíslenska með sterka tjáningu, en Silja hafí yfir sér dulúðugt yfir- bragð. „Ég breytti ekki handritinu heldur sá að sagan mundi breyt- ast við það að hafa aðra leikkonu, því náttúrutalentar leika út frá sjálfum sér og maður biður þá ekki um að leika annað,“ segir Ásdís.“ Þegar hún talar vandar hún ÁSDÍS Thoroddsen (t.h.) handritshöfund- ur og leikstjóri mynd- arinnar Draumadísa fann aðalleikarann, Silju Hauksdóttur ekki í gegnum auglýs- ingu heldur rakst á hana inni í stofu hjá systur sinni. orðavalið, röddin er skýr og róleg, en undir niðri finnur maður ólguna og kraftinn sem hún býr yfir. Það er líka einhver glettni í augunum, sem brýst fram öðru hvoru og gefur til kynna að hún er með húmorinn í lagi. Fjögur ár frá Inguló Fjögur ár eru síðan Ásdís kom fram með fyrstu mynd sína, Ing- uló, og hún segir að það sé í raun of langur tími. „Kollegar mínir erlendis fá mun betri reynslu því þeir framleiða örar,“ segir hún. Ástæður þess að svo langur tími leið á milli eru ýmsar, meðal ann- ars kveðst hún hafa verið lengi með handritið og sömuleiðis hafi sér verið boðið á fjöldamargar hátíðir með Inguló, sem hafi verið tímafrekt. „Ég held að átta uxar gætu ekki dregið mig aftur á svona margar hátíðir,“ segir hún og hlær við. „Ég bý vissulega að þeirri reynslu, en þetta var sund- urtætt ár sem fór í flug og þess á milli var ég að taka til heima hjá mér.“ . - Ingaló varð til af eigin hvöt- um, en hvernig er að verða að hella sér út í að skrifa af því maður hefur fengið styrk til þess? „Til þess að forðast sköpunar- tregðu eða krampa hugsaði ég ekkerí út í nýju myndina fyrst í stað. Ég varð líka að jafna mig eftir Inguló því hún tók mikið á, bæði andlega og líkamlega. Það var einmitt þegar ég lá í lungna- bólgu að ég hafði tíma til að huga að næsta handriti,“ segir hún og bætir við að Þjóðveijar kalli það að kreista úr sítrónu þegar verið sé að neyða einhvern til að skrifa MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARZ 1996 B 1.7 á blað. „Það kom ekki fyrir í þetta sinn. Ég fór mjög mjúkum höndum um sjálfa mig. Það hef ég líklega lært af síðustu mynd,“ segir hún svo. Grænlenska aðferðin Ásdís bendir á að Grænlending- ar, séu miklir útskurðarmeistarar í sápustein, eigi ágætis ráð við sköpunartregðu. Þegar þeir fundu góðan stein byijuðu þeir ekki strax að skera út eftir eigin hugmynd heldur biðu eftir því að sá eða það sem bjó í steininum kæmi i ljós. „Þetta finnst mér falleg aðferð til að nálgast sköpun sína og þannig fór ég dálítið að,“ segir hún. Ég varð að jafna mig eftir Inguló því hún tók mikið á Ásdís kveðst í fyrstu hafa séð fyrir sér mæðgur; fullorðna konu, tvítuga stúlku og barn. Þær skutu upp kollinum öðru hvoru ásamt ýmsum hugmyndum og hún skrif- aði niður eitt og eitt gullkorn. Sum gullkorn urðu að sandkornum en önnur þurftu nánari athugunar við. Smátt og smátt varð myndin heillegri og eftir um það bil tvo mánuði fór myndin að verða skýr- ari. „Mæðgurnar voru frá byijun í tengslum við þetta umhverfi sem er Esjan, Sundahöfn, Kleppsholtið og Reykjavík eins og hún leggur sig.“ - Hver finnst þér besti punkturinn í myndinni? Eftir langa umhugsun kemur svarið hægt og hikandi: „Ég er ekki komin í nógu mikla fjarlægð frá myndinni, svo að svarið getur orðið öðru vísi eftir ár. Það sem ég kann vel við núna er hversu mikið ólíkindatól hún er. í henni er gamansemi, dapurleiki og kald- hæðni. Hún hefur á sér raunveru- legt yfirbragð en býr samt yfir því frelsi að stundum er ______ hægt að híaupa eftir duttlungum eða hug- dettum, en ramminn brestur þó ekki. Sjálfri finnst mér alltaf dálítið gaman að horfa á þann- ig myndir.“ Stelpugellur og framapotarar Eins og gengur eru ekki allir á sama máli og Ásdís tekur dæmi af viðbrögðum konu nokkurrar í Þýskalandi sem hún þurfti að leita til vegna fjárstyrks. Þessi sama kona hafði ýtt mjög á að ARTE- sjónvarpsrásin nýtti sér rétt sinn til að sýna Inguló. „Henni fannst Ingaló góð en þegar hún las hand- ritið að Draumadísum varð hún hneyksluð og líklega sár sem kona. Henni fannst myndin fjalla um stelpugellur án meðvitundar um umhverfi sitt og var ekki líkleg til að veita fjárstyrknum brautar- gengi. Ég varð reið þegar ég heyrði þetta vegna þess að mér fannst þetta einslit skoðun. Ég skrifaði henni bréf meðan ég var enn bálreið og sagði að mér þætti alveg þess virði að búa til kvik- mynd um stelpugellur, þó svo að metnaðargjarnar kynsystur þeirra á framabraut vildu ekkert af þeim vita! Mér finnst þetta svo forpokuð afstaða til kynsystra," segir Ásdís og ekki laust við að henni sé orð- ið heitt í hamsi. Ásdís segir að Draumadísir sé ekki sjálfsævisöguleg kvikmynd. „Og þó,“ segir hún svo. „Þegar ég ræði við vini mína sem hafa alist upp erlendis segja þeir frá skógarferðum og uppbyggilegum útilegum, en ég frá sollinum í Reykjavík. Mér fínnst oft skrýtið að ég hef í raun miklu harðari lífs- reynslu að baki á þessu skeri held- ur en margir þeirra sem ólust upp -------- í erlendum stórborg- um,“ segir Ásdís. „Eg var þó aldrei sjálf í soll- inum þótt ég viðraði mig upg við hann.“ _________ Ásdís ólst upp hjá for- eldrum sínum Sigurði Thoroddsen verkfræðingi og Ás- dísi Sveinsdóttur silfursmiði í Kleppsholtinu og segist hafá leikið sér jafnt með strákum og stelpum i götunni. Þó að hún sé yngst fjög- urra systkina er einhvern veginn auðvelt að sjá hana fyrir sér fremsta í flokki í götubardaga þess tíma. Aðspurð hvort hún sé baráttukona kemur á hana kíminn svipur þegar hún segir: „Það var farið svo vel með mig. Ætli ég hafi ekki verið „fordekraða litla barnið“.“ Spánverjavígin næst Nú þegar þessu verkefni er lok- ið bíður Ásdísar annað stórt verk- efni, sem hún reiknar 5-6 ár í. Það eru Spánveijavígin 1615, en nýlega fékk hún ásamt fleirum styrk úr Kvikmyndasjóði til að vinna að fyrstu handritagerð. „Þetta er agaleg saga, en það sem heillar mig er þegar þessir tveir ólíku hópar, íslendingar og Bask- ar, mætast. Á milli þeirra ríkti skilningsleysi sem endaði hörmu- lega, jafnvel þótt Baskar hafi hjálpað íslendingum að lifa af veturinn á undan með því að skaffa þeim hvalkjöt,“ segir Ásdís. Hún lýsir því síðan með svipbrigðum hvað ís- lendingum hafi fundist ógeðslega smeðjulegir Ég var aldrei í sollinum en viðraði mig upp við hann Baskar þegar þeir voru að kyssa á hendur þeirra og sömuleiðis fannst þeim líka Baskarnir sýna ófögur læti þegar þeir voru kátir. „Auðvitað var þetta ekki algild skoðun þvi margir voru þeim vinveittir og meðal annars kemur Jón Guð- mundsson við sögu, en talið er að hann hafi gert basknesk-íslenska orðabók,“ segir hún sýnu alvar- legri á svip. Þegar komið er að lokum spjallsins er hún spurð hvernig þessir síðustu dagar fram að frum- sýningu séu og svarið kemur að bragði: „Þetta er vinna. Við vorum að ljúka við myndband úr efni myndarinnar með tónlist og svo þarf að líta á kópíuna sem var að koma til landsins. Samt gaf ég mér tíma um helgina að fara út í garð að klippa greinar til þess að fá ekki enn eina athugasemdina frá Fegrunarnefnd Reykjavíkur,“ segir hún og enn á ný bregður fyrir glettni þegar hún segir að nefndin hafi engan skilning á því að á þessum árstíma sé hún alltaf önnum kafín. Var potað í prufu og hreppti hlutverkið ÞÆR eru nautnalegar vinkonurnar, Steina sem Ieikin er af Ragnheiði Axel, og Styrja, leikin af Silju Hauksdóttur, þar sem þær sitja á barnum og halda upp á að Steina hefur fengið nýja vinnu. SILJA Hauksdóttir var á leið til Danmerkur í fjögurra manaða nám í lýðháskóla þegar Ásdís Thoroddsen bað hana um að koma í töku vegna aðalhlutverksins I kvikmyndinni Draumadísum, sem frumsýnd var nú í vikunni. Þettá var í byijun mars 1995 og Silja hafði ákveðið að taka sér einnar annar hlé á námi í Mennta- skólanum við Hamrahlíð. „Mér var eiginlega potað í þessa prufu og hún var tekin upp kvöldið áður en ég fór út, svo ég hugsaði eigin- lega ekki meira um hana. Eg var að pæla í allt öðru og þá auðvitað aðallega að ég væri á leið til út- landa, en svo hringdi Ásdís í mig þegar hafði verið úti í þtjár vikur og sendi mér handritið. Eg las það yfir nokkrum sinnum, hugs- aði mig um vandlega. og ákvað að fyrst ég væri búin að prófa lýðháskólann hefði ég kannski ekki miklu að tapa. Eg gæti alveg eins prófað eitthvað annað nýtt, svo ég kom heim eftir rúmlega mánaðardvöl í Danmörku.“ Enginn tími til kvíðakasta Viðtalið við Silju fór fram dag- inn fyrir frumsýningu en hún vildi ekki gera mikið úr spenningi, kvaðst ekki hafa haft mikinn tíma til þess að hugsa um frumsýning- una vegna anna i skólanum. „Jú, reyndar vil ég koma vel út, sem Steina og er kannski svolítið stressuð yfir því. Ég sá smáhluta myndarinnar í sumar og þá hugs- aði ég strax með mér af hveiju ég hefði ekki gert betur. Það er svo auðvelt að vera vitur eftir á,“ segir hún og bætir við að hún hafi ekki séð myndina í heild sinni. Silja er greinilega hörkudugleg því í vor lýkur hún stúdentsprófi á réttum tíma, þrátt fyrir að hafa sleppt einni önn úr skólanum. „Mér finnst skemmtilegra í skól- anum þegar mikið er að gera. Áður en ég fór út var námið tiltölu- lega auðvelt þó svo að ég hafi tek- ið nægan fjölda eininga. Það er bara þannig að maður nennir ekki að leggja of mikið á sig ef maður veit að hægt er að komast upp með minna,“ segir hún. „í haust vissi ég til dæmis að ef ég næði ekki 25 einingum myndi ég ekki útskrifast í vor og því lagði ég mikið á mig.“ Ekkert tiltökumál Hetini finnst allt þetta tilstand í kringum hana vera hálf hallæris- legt. Sjálfri finnst henni hún ekk- ert vera merkilegra fyrirbrigði nú en áður og tilveran hafi lítið breyst. „Eg er heldur ekki fyrsta stelpan í vinahópnum sem leikur í kvikmynd, því Ásdís Gunnars- dóttir vinkona mín lék í myndinni Einni stórri fjölskyldu,“ segir hún. Fyrstu afskipti liennar sjálfrar af leiklist voru sumarið 1994 þegar hún tók þátt í Sumarleikhúsinu á vegum borgarinnar, þar sem hún starfaði einnig síðastliðið sumar. Ilún segir að áhuginn á leiklist hafi hvorki minnkað né aukist við þetta hlutverk sitt en hún liafi fengið aðra sýn á leiklistina. „Ég er ekki á leiðinni í leiklistarskóla núna,“ segir hún svo að fyrra bragði eins og það sé spurning sem hún er alvön að svara upp á síð- kastið. Bætir svo við heldur léttari ábrún: „Ég útiloka það þó ekki í framtíðinni." Fóreldrar Silju eru Haukur Haraldsson auglýsingateiknari og Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir skrif- stofustjóri Félagsvísindadeildar Háskóla Islands. Eina systur á hún sem er nokkrum árum eldri og nemur sálfræði við Háskólann. Þunnklædd í 9 stiga frosti Tökurnar fóru fram yfir vetr- artimann og þó svo að Silja hafi verið vel á sig komin líkamlega • segir hún að álagið hafi verið mikið. „Það var ofsalega lýjandi hversu næturtökurnar voru mikl- ar og sömuleiðis útitökur. Stund- um var manni flökurt af þreytu og kulda,“ segir hún og minnist á erfiðustu tökuna sem var tekin í sjónum hjá Viðey. „Það var ver- ið að taka upp auglýsingu í kvik- myndinni, þar sem Steina gengur upp úr sjónum í rauðum þunnum kjól. Þetta var tekið í febrúar norðan við Viðey í 9 stiga frosti og ég óð sjóinn upp undir bijóst. Það var allt gert til að auðvelda mér að þola kuldann eins og að smyrja líkamann með júgur- smyrsli og að bera mig út í vatn- ið. Strax og tökunni var lokið kom einhver með teppi og skellti utan um mig, lyfti mér yfir axlirnar eins og poka og skellti mér inn í upphitaðan bíl. Ég missti andann í kuldanum. Þegar tökurnar voru búnar var ég tilbúin að hætta við allt saman,“ segir Silja sem að sjálfsögðu lét þetta ekki buga sig heldur hélt áfram ótrauð þegar hún hafði jafnað sig. Útkomuna geta menn svo séð á hvíta tjaldinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.