Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 24. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUV YSINOAR Ferskar kjötvörur Lagerstjóri Ferskar kjötvörur hf. óska eftir að ráða í starf lagerstjóra. Starfið felst í umsjón og stjórnun á móttöku, dreifingu og birgðageymslu fyrir- tækisins. Æskilegt er að umsækjandi hafi einhverja þekkingu á kjöti, reynslu af lagerstjórn eða verkstjórn, sé skipulagður og eigi auðvelt með mannleg samskipti. Reyklaus vinnustaður. Umsóknir berist til afgreiðslu Mbl. eigi síðar en 2. apríl merktar: „Ferskar - 4222“. Tœknival hf. er 13 ára gamalt framsœkið tölvufyrirtœki með 133 starfsmenn. Fyrirtœkið býður viðskiptavinum sínum heildarlausnir í iðnaði, sjávarútvegi og verslunarrekstri. Vegna síaukinna umsvifa óskar Tceknival hf. eftir að ráða 2 starfsmenn til viðbótar í þjónustudeild fyrirtcekisins. Hátækni til framfara Tæknival TÆKNIMAÐUR VIÐ LEITUM AÐ duglegum og framsýnum einstaklingum sem hafa áhuga á tölvum og netstýrikerfum og eru tilbúnir að leggja sig fram í kröfuhörðu og líflegu starfsumhverfi. TÆKNIMAÐUR mun annast uppsetningu og viðhald netstýrikerfa fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. HÆFNISKRÖFUR eru að umsækjendur séu með haldbæra reynslu af uppsetningu og þjónustu við Novell netkerfí. TÖLVUSAMSETNING STARFIÐ felst í samsetningu á tölvum og prófun á nýjum búnaði. HÆFNISKRÖFUR eru að viðkomandi hafi haldbæra þekkingu og reynslu á sviði tölvutækni. Kostur er menntun á sviði rafeindavirkjunar. ÁHERSLA ER LÖGÐ Á fagleg og skipulögð vinnubrögð, þægilega framkomu auk dugnaðar og eljusemi í starfí. I BOÐI ERU áhugaverð störf hjá öflugu og framsæknu fyrirtæki með góðan liðsanda. Gerð verður krafa um að tæknimaður ljúki CNE-próII (Certified NetWare Engineer) innan 12 mánaða frá ráðningu. Vinsamlega athugið að fyrirspurnum varðandi ofangreind störf verður eingöngu svarað hjá STRÁ Starfsráðningum ehf. Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi skrifstofunni, sem opin er frá kl.10-16. .t ST RA Starfsráðningar ehf Mörkinni 3-108 Reykjavík Sími: 588 3031 ■ Fax: 588 3044 Guðný Harðardóttir „Au pair“ barngóð og samviskusöm, nítján ára eða eldri, óskast til þess að gæta tveggja stúlkna á heimili í Birmingham, Englandi. íslensk móðir. Upplýsingar í síma 552 1264. Sjómenn Háseta vantar á 230 lesta línuskip frá Grinda- vík. Einnig vantar stýrimann og vélstjóra til afleysinga. Upplýsingar í síma 426 8755. Auglýst er eftir: Deildarstjóra (tvær stöður) Lögfræðingi Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel hyggst ráða þrjá starfsmenn. Um er að ræða tvær deild- arstjórastöður, aðra í deild sem fylgist með frjálsu vöruflæði, hina í deild sem fylgist með samkeppni og ríkisaðstoð. Einnig hyggst stofnunin ráða lögfræðing í deild sem fylgist með frjálsu vöruflæði. Umsóknarfrestur fyrir allar stöðurnar rennur út 22. apríl 1996 og skulu menn helst geta hafið störf 1. júlí 1996. Laus staða nr. 4/96: Deildarstjóri í deild sem fylgist með frjálsu vöruflæði Laus staða nr 5/96: Deildarstjóri í deild sem fylgist með samkeppni og ríkisstyrkjum Grundvallarskilyrði fyrir báðar deildarstjóra- stöðurnar eru: Háskólapróf í lögfræði, hag- fræði eða sambærileg menntun. Reynsla af stjórnun, störf á sambærilegu sviði hjá hinu opinbera eða sambærilegri stofnun. Einnig er skilyrði að umsækjandi hafi mjög góða þekkingu á lagaramma Evrópska efnahags- svæðisins. í stöðu deildarstjóra í vöruflæðis- deild er krafist starfsreynslu af sviði alþjóð- legra vöruviðskipta, eins er þekking á al- þjóðaviðskiptum mikilvæg. Deildarstjóri í samkeppnis- og ríkisstyrkjadeild skal hafa mjög góða þekkingu á samkeppnismálum sem og ríkisstyrkjakerfum í að minnsta kosti einu EFTA landi. Laus staða nr. 6/96: Lögfræðingur í deild sem fylgist með frjálsu vöruflæði Krafist er háskólaprófs í lögfræði eða sam- bærilegrarþekkingar, grunnþekkingar á laga- ramma Evrópska efnahagssvæðisins og við- komandi þarf að geta unnið sjálfstætt og skipulega. Æskilegt er að umsækjandi hafi starfað að sömu málum hjá hinu opinbera, hjá einkafyrirtæki, og/eða hjá alþjóðastofn- un. Nauðsynlegt er að umsækendur geti tjáð sig fullkomlega bæði munnlega og í rituðu máli á ensku (vinnumáli eftirlitsstofnunarinnar). Þekking á frönsku, þýsku, íslensku eða norsku er æskileg. Þó starfslið eftirlitsstofnunarinnar sé í flest- um tilvikum ríkisborgarar hinna þriggja EFTA-ríkja sem aðild eiga að EES-samningn- um, er eftirlitsstofnunin samt sem áður reiðubúin að taka til umfjöllunar umsóknir ríkisborgara annarra aðildarlanda EES- samningsins. Umsækjendur skulu fylla út umsóknareyðublað eftirlitsstofnunarinnar eða senda nákvæmt æviágrip á eftirfarandi póstfang: EFTA Surveillance Authority, Director of Administration, Rue de Tréves 74 B-1040 Brussel (Bréfsími: 00 32 2 286 1800) Frekari upplýsingar varðandi stöðurnar eru veittar í síma 00 32 2 286 1891, og er hægt að fá umsóknareyðublöð send í símbréfi. Forstöðumaður verslunarsviðs Deildaskipt sérverslun í borginni, leiðandi á sínu sviði, óskar eftir að ráða forstöðu- mann verslunarsviðs (verslunarstjóra). Starfið er laust strax eða samkvæmt nánara samkomulagi. Starfssvið: Dagleg stjórnun verslunar þ.m.t. uppgjör, innkaup, starfsmannamál og skyld verkefni auk þess að taka þátt í stefnumótun fyrirtækisins með öðrum stjórnendum. Leitað er að kröftugum og metnaðarfullum einstaklingi sem hefur menntun og starfs- reynslu til að takast á við þetta starf. Góð laun eru f boði fyrir réttan starfsmann. Farið verður með allar fyrirspurnir og um- sóknir sem algjört trúnaðarmál. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýs- ingar fást á skrifstofu okkar til 31. mars nk. (tIJÐNI TÓNSSON RÁÐGIÖF & RÁDNINGARÞIÓNUSTA HÁTEIGSVEGI7,105 REYKJAVÍK, SÍMI5-62 13 22 BCRG MÓTAÐAR PLASTVÖRUR Borgarplast hf. er 25 ára gamalt iðnfyrirtæki með aðstöðu í Borgarnesi og á Seltjarnarnesi. Framleiðslan er aðallega plastvörur sem notaðar eru t matvælaiðnaði, bæði kjöt- og fiskiðnaði, í útgerð og einnig í byggingaiðnaði o.fl. Hjá fyrirtæiánu hefur alla tíð verið lögð mikil áhersla á vöruþróun. Gæði hafa alltafverið í fyrirrúmi hjá Borgarplasti og er fyrirtækið gæðavottað skv. ISO 9001 gæða'staðlinum og er unnið samkvæmt þeim staðli. ÚTFLUTNINGUR Vegna aukinna umsvifa óskar Borgarplast hf. að ráða fyrsta flokks sölumann. Viðkomandi þarf að geta unnið langan og krefjandi vinnudag og starfað sjálfstætt á erlendum mörkuðum. Starfssvið • Sala hérlendis og erlendis. • Öflun viðskiptasambanda. • Tilboðs- og samningagerð. • Ráðgjöf og samskipti við viðskiptavini. Hæfniskröfur • Menntun á sviði rekstrar- viðskipta- matvæla- tækni-, verkfræði eða reynsla í sölu á erlendum mörkuðum. • Brennandi áhugi á sölumennsku. • Metnaður til að ná árangri og veita góða þjónustu. • Hæfni í mannlegum samskiptum. • Gott vald í ræðu og riti á a.m.k. ensku og Norðurlandamáli. Hér er á ferðinni gott tækifæri til að takast á við sjálfstætt starf, í harðri samkeppni, hjá vaxandi útflutningsfyrirtæki. Nánari upplýsingar veita Torfi Markússon eða Auður Bjarnadóttir frá kl. 9-12. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknirtil Ráðgarðs merktar: “Borgarplast- sölumaður” fyrir 30. mars nk. RÁÐGARÐUR hf SI)ÓRNUNM(X:REKSIEARRÁÐG]ÖF FURUQEBÐl 5 108 REYKJAVÍK SÍMt 533-1800 netfang: radgarct@itn.is r '‘y/‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.