Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARZ 1996 B 21 N UA UGL YSINGAR Láttu draumana rætast! Við höfum margra ára reynslu í beinni mark- aðssókn og erum frumherjar í notkun nýs sölukerfis sem er að skila stórkostlegum árangri. Þú munt hafa góðar tekjur og getur haft tekjur sem nema hundruðum þúsunda á mánuði. Við bjóðum þér á vikunámskeið í almennri sölumennsku með áherslu á okkar kerfi. Þú munt starfa við sölu og markaðssetningu hjá okkur. Okkar styrkur liggur í: - Heiðarlegum, öguðum og markvissum vinnubrögðum. - Góðu og stöðugu aðhaldi og aðstoð við sölumenn. - Vöru sem er viðurkennd og eftirsótt á markaðnum. - Sölu- og markaðskerfi sem byggt er á nýjustu straumum í beinni markaðssókn. ÞÚ GETUR LÁTIÐ DRAUMANA RÆTAST! Leggðu nafn þitt inn á afgreiðslu Mbl. merkt: „Framtíð 122“ og við höfum samband við þig og sendum þér nánari upplýsingar. A L M E S 88 A l'inlMHlKNkrif Mtof an Þjónusta við tujlýsinjt • 05 shmmttntiintð S K R A N I N G Venjulegt fólk: af báðum kynjum af öllum stærðum og gerðum a aldrinum 0-100 ára sem hefur áhuga á að Roma fram og sitja fyrir í hverskonar auglýsingum. Ahersla á kynningu innanlands. ijum á aldrinum uga á að Efnilegarfyrirsætur: Fólk af báðum kyniu 12 - 28 ára sem hefur útlit, hæfileika og ani gtarfa sem atvinnufyrirsætur í framtíðinni. Ahersla á kynningu erlendis. Fagfólk: Leikarar, Skemmtikraftar,Tónlistarfólk,Sminkur, Ljosmyndarar, Fatahönnuðir, Listafólk o.s.frv. o.s.frv. Fullkomnasti Internet gagnagrunnur sinnar tegundar í heiminum .héldur uTanumnýj^r fagfófkí kleyft að leita sjálfum og finna það þeim vantar á mettíma. Nánari upplýsingar á Internetinu http://islandia.is/models og á skrifstofutíma í síma 5504070. Skráning fer fram á skrifstofunni Grensásvegi 7 f rá kl 12-18 mánudaga - föstudaga. 50% STARF Lítið þjónustufyrirtæki í örum vexti óskar að ráða starfsmann við bókhald sem fyrst Starfiö felst í færslu bókhalds, afstemmingum, innheimtu, reikningagerð o.fl. Við leitum að einstaklingi sem hefur reynslu af bókhaldsstörfum, tölvunotkun, er sjálfstæður og skipulagður í starfi og hefur góða framkomu. Um framtíðarstarf er að ræða. Nánari upplýsingar um starfið veitir Auður Bjarnadóttir frá kl. 9-12 Vinsamlegast sendið umsóknirtil Ráðgarðs á eyðu- blöðum er þar liggja frammi merktar “Bókhald 50 % starf ” fyrir 30. mars n.k. RAÐGARÐUR M SljÓRNUSlAR CX; REKSIRARRÁÐGPF FURUGERBI 5 109 REYKJAVÍK SÍMI 533-1800 netfang; radgard@itn.is _ Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins er sjálf- stæð ríkisstofnun sem heyrir undir sjávarút- vegsráðuneytið. Hlutverk stofnunarinnar er að stuðia að framförum í fiskiðnaði með rann- sóknum á hráefni og afurðum úr sjávarfangi. Starfsmenn eru um 60, þar af 35 með háskóla- próf. Stofnunin er í nýuppgerðu húsnæði og er aðstaða og búnaður með ágætum. í tengslum við breytingar á stjórnskipulagi Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins óskar stofnunin eftir að ráða í eftirfarandi störf: Aðstoðarforstjóri Starfssvið: Starfið felur í sér ábyrgð á eftirfarandi þáttum: - Útfærslu og framkvæmd á stefnu RF. - Faglegum markmiðum starfssviða í sam- ræmi við langtímastefnu. - Daglegum rekstri, áætlanagerð og eftirliti með þeim. - Starfsmannahaldi. Aðstoðarforstjóri er formaður verkefnaráðs og framkvæmdastjórnar og situr í fagráði. Hæfniskröfur: Háskólamenntun á sviði efnafræði, örveru- fræði, matvælafræði, verkfræði og/eða við- skiptafræði eða önnur sambærileg menntun ásamt staðgóðri þekkingu á sjávarútvegi. Starfsreynsla og góð tungumálakunnátta er nauðsynleg. Aðstoðarforstjóri þarf að vera framsækinn og hugmyndaríkur, hafa góða stjórnunarhæfileika og vera lipur í samskiptum. Þjónustustjóri Þjónustustjóri er forstöðumaður þjónustu- sviðs, en þar fara fram þjónustumælingar sem unnar eru á vegum stofnunarinnar. Starfsemi útibúa í Vestmannaeyjum, á ísafirði, Akureyri og Neskaupstað heyrir einnig undir sviðið. Starfssvið: Starfið felur í sér ábyrgð á eftirfarandi þáttum: - Daglegum rekstri sviðsins, þ.m.t. áætlana- gerð og starfsmannamálum sviðsins. - Öflun verkefna og samskiptum við við- skiptavini. - Þróun nýrra mælinga og annarri reglu- bundinni þjónustu. Forstöðumaður þjónustusviðs situr í fagráði, verkefnaráði og framkvæmdastjórn. Hæfniskröfur: Háskólamenntun á sviði efnafræði, örveru- fræði, matvælafræði, verkfræði eða önnur sambærileg menntun. Starfsreynsla og góð tungumálakunnátta er æskileg. Forstöðumaður þjónustusviðs þarf að vera framsækinn og hugmyndaríkur, hafa góða stjórnunarhæfileika, þjónustulund og vera lipur í samskiptum. Rannsóknastjóri Rannsóknastjóri er forstöðumaður verkefna- sviðs, en þar fer fram fagleg þróunarvinna og rannsóknir stofnunarinnar, aðrar en út- seldar þjónustumælingar. Verkefni eru unnin í hópum og bera hóparnir ábyrgð á einstök- um verkefnum. Starfssvið: Starfið felur í sér ábyrgð á eftirfarandi þáttum: - Faglegum leiðbeiningum um framgang verkefna sem unnin eru í verkefnahópum. - Öflun verkefna með verkefnastjórum. - Daglegum rekstri sviðsins, þ.m.t. áætlana- gerð og starfsmannamálum. Forstöðumaður verkefnasviðs situr í fagráði, verkefnaráði og framkvæmdastjórn. Hæfniskröfur: Háskólamenntun á sviði efnafræði, örveru- fræði, matvælafræði, verkfræði eða önnur sambærileg menntun. Starfsreynsla og góð tungumálakunnátta er æskileg. Forstöðumaður verkefnasviðs þarf að vera framsækinn og hugmyndaríkur, hafa góða stjórnunarhæfileika og mikinn faglegan metnað. Upplýsingastjóri Upplýsingastjóri er forstöðumaður upplýs- ingasviðs, en þar fer fram útgáfa kynningar- og kennsluefnis og skipulagning og umsjón með námskeiðum og ráðstefnum á vegum stofnunarinnar. Kennsla og samstarf við menntastofnanir heyra einnig undir upplýs- ingasvið. Starfssvið: Starfið felur í sér ábyrgð á og umsjón með eftirfarandi þáttum: - Útgáfu kynningar- og kennsluefnis. - Upplýsingakerfum og viðhaldi upplýsinga. - Kennslu og samstarfi við menntastofnanir. Forstöðumaður upplýsingasviðs situr í fag- ráði, verkefnaráði og framkvæmdastjórn. Hæfniskröfur: Háskólamenntun. Starfsreynsla og góð tungumálakunnátta er nauðsynleg. Forstöðumaður upplýsingasviðs þarf að hafa góða skipulagshæfileika og vera hugmynda- ríkur. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Nánari upplýsingar um ofangreind störf veitir Einar Kristinn Jónsson og Maria G. Sigurðardóttir hjá Markviss ehf., Kringlunni 6, Reykjavík, sími 588 7474, milli. kl. 9.00 og 10.00 daglega. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skulu berast til sjávarútvegs- ráðuneytisins fyrir kl. 16.00 föstudaginn 12. apríl 1996. Sölumaður Heildverslun í Reykjavík óskar eftir að ráða sölumann til starfa frá og með 1. maí nk. Starfið felst í sölu á fatnaði til verslana. Leitað er að snyrtilegum og framtakssömum aðila, sem er tilbúinn að leggja sig fram í starfi. Um hlutastarf er að ræða. Fyrirtækið leggur til bifreið. Umsóknarfrestur er til og með 27. mars 1996. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofu Liðsauka, sem er opin frá kl. 9-14. Lidsauki Skólavörðustíg 1a-101 Reykjavík - Sími: 562 1355 Fax: 562 1311 - Kt. 600182-0729 FELAGSMALASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Síðumúla 39 - 108 Reykjavik - Sími: 588-8500 - Fax: 568-6270 Unglingadeild Við auglýsum eftir traustum starfsmanni til að búa og starfa á litlu sambýli fyrir 16-18 ára ungmenni í Reykjavík. Nauðsynlegt er reynsla og þekking af ungl- ingamálum og að umsækjandi sé eldri en 24 ára. Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. maí nk. Umsóknarfrestur er til 3. apríi nk. Umsóknir berist til Unglingadeildar Félags- málastofnunar, Skógarhlíð 6. Allar nánari upplýsingar veita Anna Jóhanns- dóttir, forstöðumaður Unglingadeildar og Ragnheiður Sigurjónsdóttir, deildarstjóri, í síma 562 5500.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.