Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 24. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN N U A UGL YSINGAR Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum Starf framkvæmdastjóra Starf framkvæmdastjóra Tilraunastöðvar Háskóla íslands í meinafræðum að Keldum er laust til umsóknar. Framkvæmdastjóri sinnir margvíslegum verkefnum í umboði forstöðumanns, m.a. annast hann daglegan rekstur tilraunastöðvarinnar, sér um aðföng, skrifstofu- og starfsmannahald, vinnur að gerð fjárlagatillagna og framkvæmd fjár- hagsáætlana og hefur eftirlit með fjárreiðum stofnunarinnar. Einnig hefur hann umsjón með viðhaldsverkefnum og öðrum fram- kvæmdum. Hæfniskröfur: Háskólamenntun og starfs- reynsla í stjórnunarstörfum er nauðsynleg enda þörf fyrir sjálfstæði og frumkvæði í starfi. Umsóknarfrestur er til 19. apríl 1996. Um- sækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilegar upplýsingar um menntun og fyrri störf. Sömuleiðis er þess óskað að umsækj- endur nefni 2-3 aðila sem eru reiðubúnir að veita umsagnir um störf umsækjenda fyrr og nú. Nánari upplýsingar veita Guðmundur Ge- orgsson forstöðumaður og Jón Sævar Jóns- son framkvæmdastjóri í síma 567 4700. Umsóknir skulu sendar Guðmundi Georgs- syni forstöðumanni, Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræðum, Keldur v/Vestur- landsveg, 112 Reykjavík. Jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar Staða jafnréttisráðgjafa Reykjavíkurborgar er laus til umsóknar. Jafnréttisráðgjafi er borgaryfirvöldum og jafnréttisnefnd Reykja- víkur til ráðgjafar og vinnur að mótun og framkvæmd jafnréttisstefnu borgarinnar í samræmi við lög nr. 28/1991 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Helstu verkefni jafnréttisráðgjafa eru: • Stuðningur við starf jafnréttisnefndar Reykjavíkur, m.a. gagnasöfnun, undirbún- ingur funda, ritun fundargerða og umsjón og eftirlit með styrkveitingum. • Stefnumótun í jafnréttismálum í Reykjavík og innan borgarkerfisins. • Forysta og frumkvæði í aðgerðum til að jafna stöðu kvenna og karla. • Ráðgjöf við fyrirtæki og starfsmenn borg- arinnar um hvað eina sem lýtur að jafn- réttismálum, m.a. kynning á jafnréttis- áætlun, umsjón með jafnréttisfræðslu og samskipti við innlenda og erlenda aðila um jafnréttismál. • Umsjón með könnunum og rannsóknum á stöðu kynjanna. Kröfur gerðar til umsækjanda: • Reynsla og þekking í félagsmálum og stjórnsýslu. • Háskólamenntun eða önnur sambærileg menntun. • Hæfni í að setja fram hugmyndir í ræðu og riti. • Hæfileiki til að starfa sjálfstætt. • Lipurð í mannlegum samskiptum. • Þekking og áhugi á jafnréttismálum. Jafnréttisráðgjafi er sérstakur ráðgjafi borg- arstjóra og borgaryfirvalda um jafnréttismál. Ráðgjafinn vinnur í nánum tengslum við jafn- réttisnefnd Reykjavíkurborgar og framfylgir samþykktum hennar eftir því sem honum er falið. Umsóknarfrestur er til 5. apríl nk. og æski- legt að starf hefjíst sem fyrst. Umsóknir sendist starfsmannastjóra sem veitir allar nánari upplýsingar um starfið í síma 563 2000. Mjólkurfræðingur Starf mjólkurfræðings við Mjólkursamlag S.A.H., Blönduósi er laust til umsóknar. Framtíðarstarf. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Mjólkursamlagi S.A.H., Húnabraut 33, 540 Blönduósi, eigi síðar en 30. mars 1996. Nánari upplýsingar gefur Páll Svavarsson í síma 452 4118. Hagstofa íslands Bókasafnsfræðingur Hagstofa íslands auglýsir eftir bókasafns- fræðingi. Um er að ræða hálft starf auk sum- arafleysinga. Nánari upplýsingar eru veittar á bókasafni Hagstofunnar og í síma 560 9879. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Stærðfræðikennarar Verzlúnarskóli (slands vill ráða í tvær stöður stærðfræðikennara fyrir næsta skólaár. Leitað er að kennara með háskólamenntun í stærðfræði. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 568 8400. Verzlunarskóli íslands. FRAMKVÆMDASTJÓRI SKEMMTISTAÐAR FYRIRTÆKIÐ er glæsilegur og vel þekktur skemmtistaður í Reykjavík. FRAMK V ÆMD AST J ÓRI hefur umsjón með daglegum rekstri og framkvæmdum, gerð markaðs- og söluáætlana auk þess að skipuleggja skemmtanahald og uppákomur. Hann gerir rekstraráætlanir og ber ábyrgð á daglegri fjármálastýringu og starfsmanna- haldi. LEITAÐ ER AÐ sjálfstæðum, framtaks- sömum og markaðsþenkjandi aðila, sem tilbúinn er að takast á við krefjandi stjórnunarstarf Æskilegur aldur er 30-45 ár. Reynsla af starfsmannahaldi og stjórnun er skilyrði. Umsóknarfrestur er til og með 29. mars n.k. Ráðning verður fljótlega. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar veittar á skrifstofu, sem opin er frá kl.10-16. Viðtaistímar eru frá kl.10-13. Starfsrádningar ehf Mörkinni 3-108 Reykjavík Sími: S88 3031 ■ Fax: 588 3044 Guðttý Harðardóttir SjÚKRAHÚS REYKJAVÍ KU R. Hjúkrunarfræðingar Á lyflækningadeild A-6 vantar áhugasama hjúkrunarfræðinga sem hafa faglegan metn- að og eru tilbúnir að takast á við krefjandi og skemmtilegt starf. Áhersla er lögð á hjúkr- un innkirtla-, lungna-, meltingar- og nýrna- sjúklinga. Einstaklingshæfð aðlögun. Sveigj- anlegt vaktafyrirkomulag. Komið og sjáið hvað við höfum upp á að bjóða eða hringið og leitið upplýsinga hjá Guðrúnu Halldórsdóttur, deildarstjóra í síma 525 1635 eða Margréti Björnsdóttur, hjúkr- unarforstjóra í síma 525 1555. Frá Skólaskrifstofu Suðurlands Lausar eru kennarastöður við eftirtalda grunnskóla á Suðurlandi. Umsóknarfrestur er til 21. apríl 1996. Sandvíkurskóla, Sólvallaskóla, Víkurskóla. Meðal kennslugreina: Kennsla yngri barna, enska, danska, íslenska og íþróttir. Kirkjubæjarskóla. Handmennt og heimilisfræði. Hvolsskóla, Seljalandsskóla, Grunnskóla A-Landeyjahrepps, Grunnskólann Hellu, Grunnskóla Djúpárhrepps, Grunnskóla Stokkseyrar, Barnaskóla Eyrarbakka, Flúðaskóla, Ljósafossskóla, Grunnskólann Þorlákshöfn. Meðal kennslugreina: Mynd-og handmennt. Grunnskólann Hveragerði, Villingaholts- skóla. Upplýsingar gefur skólastjóri/formaður skólanefndar viðkomandi skóla. Umsóknir berist til skólastjóra/formanns skólanefndar viðkomandi skóla. Stjórn Skólaskrifstofu Suðurlands. - SKRIFSTOFUSTJÓRI Við leitum að viðskiptamenntuðum starfsmanni í krefjandi og umfangsmikið stjórnunarstarf hjá félaga- samtökum. Helstu ábyrgðarsvið; Daglegur rekstur þjónustuskrifstofu. Fjármálastjórn. Gerð rekstrar- og þjónustuáætlana. Starfsmannahald. I þetta starf leitum við að kraftmiklum og drífandi starfsmanni með góða fjármála- og tölvukunnáttu, skipulagshæfileika, þjónustulund og mikla samskipta- hæfni. Ráðið verður í starfið samkvæmt samkomulagi en eigi síðar en 1. júní 1996 Nánari upplýsingar aðeins veittar hjá Ábendi. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspumir sem trúnaðarmál. Vinsamlegast sækið um á eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar sem fyrst, en I slðasta lagi fyrir hádegi 2. apríl 1996 Á3<- r^j>I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.