Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARZ 1996 B 25 ATVINNU Hársnyrtifólk Ný hársnyrtistofa á góðum stað óskar eftir fagfólki sem fyrst. Hlutastarf kemurtil greina. Upplýsingar gefnar frá mánudegi til föstu- dags í síma 553 4466. Sjúkraþjálfari Hjálpartækjabankinn, sem er í eigu Össurar hf., óskar eftir að ráða sjúkraþjálfara til starfa við ráðgjöf og sölu. Um er að ræða nýtt og spennandi starf sem krefst sjálfstæðrar hugsunar og áreiðanleika. Góð laun í boði. Upplýsingar veitir Jóhanna Ingólfsdóttir í síma 562 3333. Umsóknir sendist til Hjálpar- tækjabankans, Hátúni 12, fyrir 29. mars nk. Vélstjóri 1. vélstjóra vantar strax á togarann Rauðanúp ÞH-160. Upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Jökuls hf., Raufarhöfn, sími 465 1200 og á kvöldin og um helgar í heimasímum 465 1296 eða 465 1212. Útkeyrsla - pökkun Óskum eftir starfamanni/konu til starfa í vaxandi fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Góð laun í boði fyrir röskan og ábyggilegan starfskraft. Æskilegur aldur 25 ára og eldri. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. með upplýsingum um nafn, heimilisragn, síma- númer, fyrri störf og launakröfur, fyrir 28. mars, merktar: „Ú - 59“. Félaus, en feikn að gera íþróttfélög, nemendafélög, skátar og aðrir. Bjóðum góð sölulaun fyrir að selja nýjan bókaflokk fyrir börn og unglinga í máli og myndum. Upplýsingar í síma 581 4680 frá kl. 9-17 alla næstu viku nema þriðjudag. Rangárvallahreppur Landvörður Landvörður í Hvanngil og víðar á Rangár- vallaafrétt óskast til starfa í sumar í u.þ.b. 8-10 vikur. Viðkomandi þarf að vera handlaginn, eiga auðvelt með að umgangast fólk, geta talað ensku og helst geta bjargað sér á einu Norð- urlandamáli. Þarf að hafa bifreið til umráða sem hentar fyrir þetta svæði. í Hvanngili er tjaldstæði, gistiaðstaða í nýjum gistiskála og í eldri gangnamannaskála, snyrtiaðstaða fyrir ferðafólk, heysala, rétt og gerði fyrir hesta. Hvanngil nýtur vaxandi vinsælda sem áningastaður á „Laugaveginum". Nánari upplýsingar veita Sigurgeir Guð- mundsson í síma 487 5441, Árni Þór Guð- mundsson í síma 487 5976 og Guðmundur Ingi Gunnlaugsson í síma 487 5834 á skrif- stofu Rangárvallahrepps. Umsóknum, með upplýsingum um menntun og fyrri störf og meðmælum, ef til eru, skal skila- til Rangárvallahrepps, Laufskálum 2, 850 Hellu, í síðasta lagi 29. mars 1996. Rangárvallahreppur. Skrifstofustarf Óskum eftir starfsfólki á skrifstofu. Góð ensku- og tölvukunnátta áskilin og reynsla af almennum skrifstofustörfum æskileg. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 9. apríl nk. merktar: S - 0396“. Prentsmiðir Prentsmiðir óskast til tölvuvinnslu á Mac og PC. Nauðsynleg kunnátta á forritin QuarkXPress og Photoshop. Æskilegt er að viðkomandi geti annast filmuútskrift og myndvinnslu. Þeir, sem áhuga hafa á störfum þessum, sendi upplýsingar um starfsferil og kunnáttu til afgreiðslu Mbl. eigi síðar en fimmtudaginn 28. mars merktar: „P - 61 “. Fjórðungssjúkrahúsið Neskaupstað Lyflæknir Yfirlæknir lyflæknissviðs F.S.N. hættir störf- um seinni hluta árs vegna aldurs og er því staðan laus til umsóknar. Um er að ræða fjölbreytt, sjálfstætt og áhugavert starf við að byggja upp lyflæknis- þjónustu á mið-Austurlandi. Umsóknarfrestur er til 1. maí 1996. Staðan veitist frá 1. október eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknum, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, verði skilað á skrifstofu fram- kvæmdastjóra sem veitir frekari upplýsingar í síma 477 1402. Ljósmóðir Ljósmóðir vantar til sumaraflseysinga. Upplýsingar gefa yfirljósmóðir og hjúkrunar- forstjóri í síma 477 1403. Framkvæmdastjóri. Grunnskólafulltrúi Seltjarnarnesbær auglýsir til umsóknar stöðu grunnskólafulltrúa. Um er að ræða nýtt starf laust nú þegar. Starfssvið: Er forstöðumaður grunnskólaskrifstofu sem annast hluta þeirra starfa sem flytjast frá Fræðsluskrifstofu Reykjanesumdæmis við flutning grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga. Grunnskólaskrifstofa er hluti af fræðslu- og menningarsviði sveitarfélagsins. Fagnefnd er skólanefnd. Grunnskólaskrifstpfa fer með málefni grunn- skóla, tónlistarskola og lúðrasveitar sam- kvæmt skipuriti bæjarins. Yfirmaður grunnskólafulltrúa er bæjarstjóri. Menntunarkröfur: Umsækjendur skulu hafa kennslufræðilega menntun, stjórnunarreynslu, þekkingu á fjár- málastjórnun og hæfni í mannlegum sam- skiptum. Laun: Laun eru samkvæmt kjarasamningum Starfsmannafélags Seltjarnarnesbæjar og Seltjarnarnesbæjar. Umsóknarfrestur er til og með miðvikudegin- um 10. apríl 1996 og skulu skriflegar um- sóknir berast til undirritaðs sem einnig veitir nánari upplýsingar. Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi. Líftækni- rannsóknir Starfsmaður með háskólapróf á sviði lífefna- fræði, líffræði, efnafræði eða á sambærilegu sviði óskast í samstarfsverkefni milli Háskóla íslands og Lyfjaverslunar íslands hf. Æskilegt er að umsækjandi sé með a.m.k. masters- gráðu eða hafi starfsreynslu eftir fyrstu há- skólagráðu. Nýútskrifaðir einstaklingar koma einnig til greina og fá þá þjálfun í starfi. Unnið er með m.a. prótéinhormón, ensím, einstofna mótefni og efnasmíðar notaðar við rannsóknir og þróun á mótefnamæliaðferðum og prót- einhreinsun. Verkefnið er styrkt af Tæknisjóði Rannsóknarráðs íslands og leiðir mjög líklega til framtíðarstarfs hjá Lyfjaverslun að loknu styrktímabilinu. Upplýsingar gefur dr. Hörður Kristjánsson í síma 581-4138. Umsóknum skal skila til ís- teka - Lyfjaverslun íslands hf., Grensásvegi 8, 108 Reykjavík fyrir 15. apríl. Gjaldkeri - vanur afgreiðslu Traust þjónustufyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða duglegan afgreiðslugjaldkera til starfa strax. Vinnutími er frá kl. 12-18. Áhugasamir sendi umsóknir til afgreiðslu Mbl. fyrir þriðjudaginn 26. mars, merktar: „Gjaldkeri - 4215" Skiltagerð Handlaginn maður, helst vanur skiltagerð og með reynslu í járnsmíði, óskast til starfa við smíði umferðar- og auglýsingaskilta. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf sendist í pósthólf 5334, 125 Reykjavík, fyrir miðvikudagskvöld. Leikskolar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða leikskólakennara eða annað uppeldismenntað starfsfólk til starfa í neðan- greinda leikskóla: í starf allan daginn: Hamraborg v/Grænuhlíð. Upplýsingar gefur Guðríður Guðmundsdóttir, leikskólastjóri í síma 553 6905. Sunnuborg v/Sólheima. Upplýsingar gefur Hulda Valgarðsdóttir, leik- skólastjóri í síma 553 6385. Ægisborg v/Ægisíðu. Upplýsingar gefur Elín Mjöll Jónasdóttir, leik- skólastjóri í síma 551 4810. Þá vantar í 50% starf e.h. í leikskólann Holtaborg v/Sólheima. Upplýsingar gefur Guðbjörg Guðmundsdótt- ir, leikskólastjóri í síma 553 1440. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 552 7277.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.