Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 26
26 B SUNNUDAGUR 24. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUA UGL YSINGA R Meðeigandi Ungur maður, með mikla reynslu úr atvinnu- lífinu, óskar eftir að kaupa eða gerast með- eigandi í áhugaverðu fyrirtæki. Ýmislegt kemur til greina. Áhugasamir leggi inn upplýsingar á af- greiðslu Mbl. fyrir föstudaginn 29. mars, merktar: „Fyrirtæki - 60“. Framköllun Við leitum að starfsmanni til vinnu við fram- köllun og afgreiðslu. Umsækjandi þarf að hafa góða framkomu, vera þjónustulipur, stundvís og góður sölumaður. Um er að ræða heils- og hálfsdagsstarf. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl., merkt- ar: „F - 4219“, fyrir 28. mars. Vélsmiðir Óskum að ráða nú þegar vélsmiði til starfa. Upplýsingar í síma 477 1773 og/eða 477 1603. Síldarvirmslan hf., vélaverkstæði, Neskaupstað. RAD/A UGL YSINGAR TIL SÖLU Trésmíðavélar Til sölu dílaborvél Europa 25 ásamt 60 borum. Sambyggður þykktarhefill og afréttari Lartigiana. Lakkklefi og blásari Moldov. Hydrovane 33 loftpressa ásamt loftkút. Óskum eftir spónlagningarpressu f/rafmagn. Upplýsingar í síma 567 4230. Vatnshitatankar til sölu Hjá Akranesveitu eru til sölu tveir notaðir hitatankar með elementum. Stærð tankanna er 4,9 m3 og 5 m3 . Fjöldi hitaelementa: 20 stk. - 86,5 kw (10 í hvorum tanki). Tönkunum fylgja einnig tvær rafmagnstöflur og hitastillar. Nánari upplýsingar eru veittar hjá tæknideild Akranesveitu. Akranesveita. Forci Econoline E250 Árg. 1992, ekinn 34 þús. Vínrauður, litað gler, opnanlegar hliðar- og afturrúður, sam- læsingar, cruisecontrol, vél 4,9 I., sjálfsk., rafdrifnar rúður, splittað drif, sæti fyrir 10 farþega, veltistýri, líknarbelgur o.fl. Bíll í sérflokki. Upplýsingar hjá Bílaþingi Heklu í síma 569 5660 og 569 5500 eða Gunnlaugi í síma 561 6559. Til sölu er fólksflutninga- ferjan Eyjalín B-6753 úr þrotabúi Djúpferða hf. Um er að ræða ca 30 feta bát sem smíðað- ur var 1985 hjá Flugfiski í Vogum, knúinn tveimur 200 ha. Penta vélum. Koden dýptar- mælir, radar, CB stöð o.fl. í bátnum eru sæti fyrir 21 farþega ásamt björgunarbúnaði fyrir 24. Tilboð óskast send til undirritaðs skiptastjóra fyrir kl. 15.00 hinn 28. mars nk. Jón Sigfús Sigurjónsson hdl., Háagerði 14, Box8434, 128 Reykjavík, sími: 588-6100. Fax: 588-6105. M. Benz 500 SEL, árg. '87 Ríkulega útbúinn. Þjónustubók. Astands- skoðun frá Ræsi. Verð kr. 3.700.000 eða 2.700.000 stgr. Einnig 500 SE árg. '82, leður- klæddur, ABS Aierbag, toppl., CD, o.fl. Verð kr. 1.980 þús. Ath. skipti. Upplýsingar á Bílasölunni Start, s. 568 7848 og hs. 554 6161. Skeljungur hf. Einkaumboð fyrir Shell-vörur á Islandi Til sölu ÝMISLEGT Rafiðnaðarsamband íslands Rafiðnaðarmenn Munið lokaskilafrest á umsóknum um orlofshús Rafiðnaðarsambands íslands sumarið 1996. Síðasti skiladagur er 29. mars 1996. Umsóknareyðublöð hafa verið send til félags- manna. Orlofsnefnd. Skólahúsnæði eða húsnæði sem auðvelt er að laga að skólastarfi (u.þ.þ. 8 stofur eða alls 500-650 fermetrar) ásamt tilheyrandi skólalóð óskast til kaups eða til leigu frá og með 1. júní 1996. Tilboð sendist Skólanefnd Miðskólans, Frí- kirkjuvegi 1, 101 Reykjavík fyrir 3. apríl nk. Nánari upplýsingar gefur formaður skóla- nefndar, Bragi Jósepsson í síma 562 9222 eða 551 0222. Skólanefndin. Ferðaþjónustuaðilar og aðrir áhugamenn Snæfellsbær auglýsir félagsheimilið Snæfell á Arnarstapa til leigu frá og með 1. maí 1996. Húsnæðið leigist með eða án endur- bóta eftir nánara samkomulagi þar um. Félagsheimilið, sem er um 300 fermetrar, getur hentað sem ferðamiðstöð með gistiað- stöðu og til hverskonar samkomuhalds. Leigutilboð berist bæjarstjóranum í Snæ- fellsbæ fyrir 15. apríl 1996. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Allar nánari upplýsingar um húsnæðið gefur byggingarfulltrúi í Snæfellsbæ, sími 436 1153. Minni-Borg Grímsnesi Til sölu er þjónustustöð Olís á Minni-Borg í Grímsnesi. I húsinu er íbúð og verslun og auk þess starfrækt þar eldsneytissala. Fast- eigin þarfnast nokkurra endurbóta. Til greina kemur að leigja eignina til lengri tíma. Kaup og/eða leiga miðast við að áfram verði rekin eldsneytissala í samvinnu við Olís. Frekari upplýsingar eru gefnar á aðalskrifstofu Olís í síma 515 1000. Til sölu er söluskálinn Öndvegi á Skeiðavega- mótum í Hraungerðishreppi, Árnessýslu. Um er að ræða einlyft timburhús, ásamt geymsluhúsnæði og tilheyrandi tveggja hekt- ara eignarlóð. Allar nánari upplýsingar fást hjá Skeljungi hf. - eignaumsýslu, s. 560 3870. A KÓPAVOGSBÆR Stuðningsfjölskyldur Félagsmálastofnun Kópavogs óskar eftirfjöl- skyldum á höfuðborgarsvæðinu til að taka að sér stuðning við börn á aldrinum 0-12 ára. Hlutverk stuðningsfjölskyldu felst fyrst og fremst í því að taka á móti barni til vistunar, að jafnaði u.þ.b. eina helgi í mánuði og einn- ig í vissum tilvikum að leiðbeina foreldrum og styðja þá í foreldrahlutverkinu. Væntanlegar stuðningsfjölskyldur fá hand- leiðslu frá starfsmönnum Félagsmálastofn- unar. Nánari upplýsingar gefur Kristín Friðriksdótt- ir, félagsráðgjafi í síma 554 5700. Félagsmálastofnun Kópavogs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.