Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 3
2 C SUNNUDAGUR 24. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG LAKE Bunyonyi í fjalllendi SV-Uganda. Stjarna Afríku skín aftur Flestir minnast Uqanda veqna hins illræmda harðstjóra Idi Amin sem réð þar ríkjum um órobil. Færri vita að Uganda er nú opió land. Jén Geir Pétursson og Kristín Lóa Ólafsdóttir líffræðingar voru ______nýlega ó ferð I Uganda og komust að því að þar búa gestrisnir íbúar í fallegu landi. ÞETTA fallega land er lítið á afrísk- an mælikvarða, eða liðlega tvisvar sinnum stærra en ísland. Það liggur innan við Viktoríuvatn í hjarta A- Afríku og búa þar um 16 milljónir manns. Þegar Winston Churchill heimsótti iandið á nýlendutíma Breta varð hann heillaður af fegurð þess, menningu og stórkostlegu dýralífi. Kallaði hann Uganda “Perlu Afríku“, og sú nafngift hef- ur fylgt því síðan. En skuggar áttu eftir að falla á „Perlu Afríku“ uppúr fengnu sjálf- stæði frá Bretum. Bijálæðingurinn Idi Amin komst til valda árið 1969 og ríkti fram til ársins 1979 þegar honum var steypt af stóli eftir inn- rás tanzaníska hersins. Að honum brottgengnum komust til valda tveir aðrir kónar, sem voru lítið skárri eða þeir Milton Obote og Tito Okello. Hélt upplausnin áfram í landinu allt fram til ársins 1986, er núverandi forseti Yoweri Muse- veni komst til valda. Þessi áralanga óstjórn og borgarastyijöld særði landið djúpum sárum. Mörg hund- ruð þúsund manns voru myrt, ótölu- legur fjöldi pyntaður, iðnaður og landbúnaður nánast lagður í rúst og ijöldi fólks gerður landflótta. Villimennskan náði ekki einungis yfír íbúana heldur drápu hermenn einnig villt dýr þjóðgarðanna í stór- um stíl með hertólum. í dag er dýralíf Uganda því ekki svipur hjá sjón og fyrirsjáanlegt að langan tíma taki uns dýrastofnarnir nái aftur fyrri stærð, ef þá nokkurn tímann. Alltaf nóg af banönum Við komum inn í Uganda land- leiðina gegnum fáfarin landamærin við Tanzaníu, einmitt á þeim slóðum þar sem tanzaníski herinn gerði innrásina þegar Amin var steypt. Strax og komið er inn til Uganda vekur það athygli manns hvað víða er banana að sjá. Vítt og breytt er fólk að flytja banana, bera þá á hausnum, hjóla með þá á reiðhjólum eða flytja á bílum. Einnig eru ban- anatré og bananamarkaðir ótrúlega víða. Skýringin er sú að bananar eru ein aðal uppistaðan í fæðu Ugandabúa. Rækta þeir aðallega mjölmikla banana sem þeir sjóða og neyta síðan líkt og við gerum með kartöflur og Asíubúar með hrísgijón. Við smökkuðum slíka banana grillaða, en verðum að við- urkenna að við höfðum bragðað betri mat. En bananarnir voru ein aðal forsenda þess að þrátt fyrir áratuga borgarastyijöld og óöld, svalt fólk ekki. Af þeim var alltaf nóg. Otal margt áhugavert bar fyrir augu þegar við ferðuðumst um landið. Einn af fyrstu viðkomustöð- unum var vatnið Bunyonyi, sem er í fjalllendinu í suðvesturhluta lands- ins. Þessi hluti landsins er sérlega fallegur þar sem ræktunin í hlíðun- um fer fram í stöllum líkt og al- gengt er víða í SA-Asíu. Við tjölduð- um á vatnsbakkanum og eyddum þar nokkrum dögum. Þetta er þétt- býlt svæði þar sem bændurnir lifa af ræktun hinna ýmsu tegunda grænmetis og ávaxta, auk fiskveiða í vatninu. Fólkið á þessum slóðum var almennt sérlega vingjarnleg og gestrisið og urðum við mikið vör við bjartsýni fólks á framtíðina. Það er kannski eitthvað sem einkennir ibúa landa þar sem friður hefur komist á eftir langan ófrið og eijur. Hermenn við upptök Nílarfljóts Annar áhugaverður staður sem við heimsóttum er bærinn Jinja, skammt frá landamærum Kenya. Stendur bærinn við Viktoríuvatn, en það er upptök fljótsins mikla, Nílarfljóts. Skoðuðum við staðinn Lafayette-verslanahöllin Franskur glæsileiki í hjarta Berlínar MANNÞRÖNGIN við Friedrich- strasse í Berlín var gífurleg þegar verslanahöll Lafayette var opnuð þar fyrir skömmu. Þegar múrinn féll haustið 1989 þustu íbúar aust- urhlutans vestur yfir til þess að skoða dýrðina, meðal annars glæsta verslanakjarna sem þeir höfðu ekki kynnst í heimahögum. En nú er öldin önnur og það voru ekki bara íbúar austurhlutans sem hrifust af íburðinum í Galeries Lafayette. Þrátt fyrir að vera ótvírætt glæsilegasta verslanamiðstöðin við Friedrichstrasse er Galerie Lafay- ette ekki sú eina þar. Gróflega áætlað er talið að um 880 milljónir dollara hafi verið festar í nýbygg- ingum við breiðgötuna, aðallega verslana- og skrifstofuhúsnæði auk hótela. Markmið borgaryfirvalda er að endurvekja, stöðu Friedric- hstrasse sem einnar þekktustu breiðgötu Evrópu. Sameiningartákn eöa yfirgangur auðvaldsins Margir líta á þessa áætlun borg- aryfirvalda um að hefja Friedrich- strasse til vegs og virðingar á ný sem Sameiningartákn, en hug- myndin hefur iíka fallið í grýttan jarðveg. Stjórnleysingjaflokkur í austurhlutanum, Autonomen, hefur lýst yfir stríði á hendur auðvalds- sinnum Lafayette-samsteypunnar og skorar á vegfarendur sem eiga leið fram hjá byggingunni að henda gijóti í glugga hennar og annarra íburðarmikilla verslanakjarna við Friedrichstrasse. Fleiri Berlínarbúar eru gagnrýnir á þá stefnu að breyta Friedrich- strasse í verslunarparadís fyrir ríka fólkið. Þeir ásaka yfirvöld um rang- ar áherslur, minna á atvinnuleysið í austurhluta borgarinnar og skella skollaeyrum við því þegar fram- kvæmdastjóri Galerie Lafayette, Claude Fabre, bendir á að flestir af 200 manna starfsliði verslana- hallarinnar muni verða Berlínarbú- ar úr austurhlutanum. Á Friedrichstrasse ríkir glæsi- leiki, en minnismerki kalda stríðsins eru ekki langt undan. Það þarf ekki að fara lengra en í næstu hlið- argötur til að sjá byggingar, skemmdar eftir skotbardaga. Það NÝJASTA glæsihöllin í Berlín, Galeries Lafayette, er 32 metra hátt verslanahúsnæði við Fri- edrichstrasse í austurhluta borgarinnar. glittir í gamlan varðturn kommún- ista og skilti sem á stendur: „Þú MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARZ 1996 C 3 FERÐALÖG BANANAR eru algeng fæða landsmanna. VIÐ Jinja á bökkum Viktoríuvatns eru upptök Nílarfljóts. þar sem það tæmist úr vatninu og leggur upp í hina löngu ferð norður Uganda, Súdan og Egyptaland uns það nær Miðjarðarhafí eftir að hafa runnið um 6700 km. Þar sem fljót- ið tæmist úr Viktoríuvatni voru áður fossar, en þá er búið að virkja þannig að í dag er ekið yfir fljótið á stíflugarði. Er því í raun ekki mikið á sjá þarna í dag, en þess merkilegra að hugsa til þess mikla kapps sem landkönnuðir á 18. öld lögðu í að finna upptök Nílarftjóts. Líklega hefur þeim þótt meira til Jinja til koma heldur en okkur. Við stoppuðum við stífluna til að taka myndir af fljótinu, en sam- stundis og við höfðum stöðvað bíl- inn komu til okkar hermenn. Otuðu þeir að okkur byssum til að við skildum láta myndavélarnar falla. Stranglega bannað væri að taka myndir þarna vegna hættu á njósn- um. Málaleitanir okkar við her- mennina báru engan árgangur, hvorki það að sýna íslenskt vega- bréf eða að fá að taka mynd niður eftir ánni þannig að stíflan sæist örugglega ekki. Gerði íslenska vegabréfið í raun illt verra því þeir höfðu aldrei heyrt á landið minnst og töldu vafasamt að það væri til yfir höfuð. Voru nú góð ráð dýr, því okkur þótti súrt í broti að vera komin loksins að upptökum sjálfrar Nílar og fá ekki að taka mynd. Neyðarúrræðið var það að smella af svo enginn sæi, með myndavélina hangandi á maganum upp á von og óvon um árangur. Það tókst og er myndin, sem hér birtist, ekki svo afleit þótt hálf illa fenginn sé, en trúlega opinberast ekki nein ríkis- leyndarmál á henni! ÓVÍÐA er alnæmi eins útbreytt og í Uganda. En þó að bjartsýni og stöðugleiki ríki í Uganda í dag, eru blikur á lofti á öðrum vettvangi. Óvíða í heiminum er sjúkdómurinn AIDS eins útbreiddur og er talið að í sum- um héruðum séu um 20% íbúanna smitaðir. Komi ekki fram nein lækning á næstunni, er erfitt gera sér grein fyrir afleiðingunum af því þegar heilu kynslóðimar fara að falla frá. Talsvert virðist þó reynt að sporna gegn útbreiðslu sjúk- dómsins. Urðum við víða vör við veggspjöld og áletranir með fræðsluáróðri, ekki síst í stærri borgum og bæjum. Virðist áróður stjórnvalda byggjast meir á því að hvetja fólk til þess að stunda ekki kynlíf utan ákveðinna sambanda heldur en að nota smokka. Hvort það ber tilskilinn árangur verður framtíðin að leiða í ljós. ■ Uppbygging ferðaþjónustu undir Eyjafjöllum Fólk vill komast upp í óbyggðir og lenda í ævintýrum GUÐMUNDUR Viðarsson bóndi í Skálakoti undir Eyjaijöllum er að byggja upp ferðaþjónustu sem hann hyggst meðal annars nýta í tengsl- um við hrossabúskap þann sem hann er með á jörðinni. 1 félagi við nágrannabændur hefur hann borað eftir heitu vatni og mun nota það til að styrkja ferðaþjónustuna. Guðmundur er með hrossarækt og tamningar og rekur hestaleigu í Skálakoti. Hann vinnur í samvinnu við íshesta og Fjallahesta og fer jafnt í lengri sem skemmri hesta- ferðir. Fjallahest- ar eru fyrirtæki bænda undir Eyjaflöllum, undirverktaki hjá Eldhestum í Hveragerði. Algengustu ferðirnar eru frá Gunnarshólma í Þórsmörk og Vík. Nýtt fólk kemur það hægt og rólega, eftir því sem lánafyrirgreiðsla fáist. í húsinu verða tólf tveggja manna herbergi til útleigu og veitingaskáli verður í austustu álmunni. Betri aöstæður með heitu vatni Eins og fleiri bændur undir Eyja- fjöllum hafa Skálabæjabændur reynt fyrir sér með borun eftir heitu vatni. Fengu þeir 3-4 sekúndulítra Morgunblaðið/RAX GUÐMUNDUR Viðarsson hrossa- og ferðaþjón- ustubóndi með einn hesta sinna. I baksýn sést fyrsti áfangi ferðaþjónustuhússins. á hestana í Vík og er farin sama leið til baka. Um er að ræða sex daga ferðir. Guð- mundur fer svipaðar hestaferðir fyr- ir íshesta og einnig Fjallabaksleið. Sótt í óbyggðir Töluverð aukning er í hestaleig- unni. Meginhlutinn er útlendingar en áhugi íslendinga hefur aukist. „Fólk vill komast upp í óbyggðir og lenda í ævintýrum. Þegar komið er upp úr byggð sér maður fólkið oft breytast á augabragði, það tekur aukna ábyrgð fjarri mannabyggð," segir Guðmundur. Guðmundur Viðarsson er formað- ur stjórnar útflutningsfyrirtækisins Edda-hesta og er auk þess sjálfur með viðskiptasambönd í útflutningi. Hann er með töluverða ræktun, hefur 40 hesta á járnum í vetur og tvo starfsmenn við tamningar. Guðmundur hefur undanfarin ár rekið tvö sumarhús á næsta bæ, Ásólfsskála, í samvinnu við föður sinn. Og nú er hann byrjaður að byggja þriggja bursta hús í gömlum sveitabæjarstíl sem að hluta til verð- ur íbúðarhús fjölskyldunnar og að hluta til gisti- og veitingastaður. Þegar er búið að reisa fyrstu burst- ina og vonast Guðmundur til að geta haldið áfram framkvæmdum en tekur fram að hann muni gera af 55 gráðu heitu vatni. Guðmundur segist ætla að nota sinn skerf af vatninu til að hita upp húsin og einn- ig til að styrkja sig í ferðaþjón- ustunni. Ekki reiknar hann með því að fá aukatekjur af vatninu heldur muni sú bætta ytri aðstaða sem það skapar gera starfsemi hans sam- keppnishæfari. Þannig hugsar hann sér að koma upp heitum pottum og hugsanlega gufubaði við gistihúsið. „Við vonumst til að það verði betra að heimsækja okkur,“ segir hann. Guðmundur vonast til að fá fólk í gistingu út á hestaferðimar. „Hér verð ég með hópa sem koma frá útlöndum til að fara í langar hesta- ferðir, einnig erlenda hestakaupend- ur sem eru hér í viðskiptum," segir hann. Hann segist sjá fram á að hafa heilmikið að gera yfír háanna- tímann. Með því að koma upp veit- ingaaðstöðu vonast hann til að auka nýtinguna utan þess. Með því móti geti hann til dæmis tekið við starfs- mannahópum að vetri til. Þegar á heildina er litið telur Guðmundur að ágætir tekjumögu- leikar séu í ferðaþjónustunni, ef rétt er farið í uppbygginguna og menn reisi sér ekki hurðarás um öxl. ■ Helgi Bjamason byggingarefni. íbúar austurhlutans kvarta hins vegar undan því að kerfisbundið sé verið að eyða minn- isvörðum um söguna síðustu 40 árin, kaldastríðsárin. Bara nærföt og matur? ALLAR vörur eru sendar beint frá París, fatnaður og matvara, til dæmis yfir 300 tegundir af ostum. hefur nú yfirgefið bandarískt yfir- ráðasvæði." Borgaryfirvöld vilja gjarnan halda í gamla ímynd borgarinnar og beina þeim tilskipunum til þeirra sem reisa nýbyggingar við Fri- edrichstrasse og nágrenni að þeir fari sem nákvæmast eftir fyrir- myndum frá síðustu öld, sérstak- lega varðandi hæð bygginga og Það eru ekki allir bjartsýnir á að takmarkið að endurvekja Fri- edrichstrasse sem nokkurs konar lífæð austurhluta Berlínar muni takast. Aðrir borgarhlutar hafi tek- ið það hlutverk að sér sem Fri- edrichstrasse gegndi áður, til dæm- is gamla gyðingahverfið sem er ekki langt frá breiðgötunni. Fri- edrichstrasse verði líkt og miðbær New York, miðstöð verslunar og stjórnsýslu, en breytist í svefnbæ á kvöldin þegar almennum vinnudegi lýkur. Og margir íbúar austurhlutans eru ekki ánægðir með það sem þeir sjá inni í hinni 32 metra háu glerhöll Galeries Lafayette sem franski arkitektinn Jean Nouvel hannaði. „Þarna er bara nærfatnað- ur og matur,“ sagði óánægður maður sem hafði beðið í röð í hálf- tíma áður en hann komst inn í dýrð- ina. Staðreyndin er hins vegar sú að í Galerie Lafayette er að finna allan mögulegan tískufatnað fyrir karla og konur og mikið úrval matar og drykkja. Framkvæmdastjórinn, Fabre, neitar því að aðeins sé um að ræða vörur fyrir efnafólk. „Við flytjum allt beint inn frá París, en vörunar eru fyrir venjulega við- skiptavini.“ Fólkið vantar Því miður eru allar líkur á því að strangar reglur Þjóðveija varð- andi opnunartíma verslana eigi eft- ir að hafa neikvæð áhrif á gengi Galerie Lafayette. Samkvæmt regl- unum þurfa allar verslanir að loka um hádegisbil á laugardögum og það þýðir að velflestir íbúar Austur- Berlínar munu eiga í erfiðleikum með að finna tíma til að njóta þeirra reynslu að reika um glæsilegar verslanir umvafðir dýrðarljóma Lafayette. Annað vandamál sem snýr að Lafayette er að þrátt fyrir að Friedricstrasse og umhverfi sé á góðri leið með að verða hið nýja viðskipta- og stjórnsýsluhverfi borgarhlutans, er enn sem komið er fátt um fólk á svæðinu. Margar hinnar nýju bygginga standa enn auðar og eftirspurn eftir skrifstofu- húsnæði tekur hægt við sér, jafnvel þótt leigan hafi verið lækkuð veru- lega undanfarið. Fabre er bjartsýnn á framtíð Lafayette í Berlín en gerir sér grein fyrir því að Galeries Lafayette muni lenda í erfiYeikum í byijun, á meðan íbúar Austur-Berlínar feta sig í átt að nýjum og breyttum háttum. „Ef einhveijir geta klárað dæmið þá er það Lafayette,“ segir hann. ■ Þýtt og endursagt úr Magazine The European

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.