Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 24. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG II íslendingar fara í skipulagðar ferðir til að leika golf Sífellt vinsælla að leika golf erlendis HUNDRUÐ íslendinga leggja í skipulagðar golfferðir á vegum íslenskra ferðaskrifstofa á ári hveiju. Sérstakar ferðir til út- landa hafa orðið æ vinsælli á síðustu árum. Flestir ferðalang- arnir fara á vorin og haustin og nota_ svo sumarið til að leika golf á íslandi. Nokkuð er um að áhugamenn taki sig saman í hópa og leiti til ferðaskrifstofa og biðji um að fá skipulagða ferð til landa með víðáttumikla golfvelli í heitu loftslagi. Flestir fara þó í fyrirfram ákveðnar ferðir sem ferðaskrifstofur bjóða upp á. Aðallega hjón I golfferólr Peter Salmon er umsjónar- maður og fararstjðri golfferða hjá ferðaskrifstofunni Úrval- Útsýn. Hann segir að golfdeild þeirra þjónusti nú um 400 manns á ári. Núna í vor eru skipulagðar golfferðir m.a. til Spánar, Portúgal og Flórída. Til Spánar fer 70 manna hópur, mest er um hjónafólk að ræða, yngra og eldra, en einnig einstaklinga og feðga. Til Flórída fer farar- stjórinn með karlahóp. Peter segir golffarþega yfir- leitt kröfuharða og undirbún- inginn feikilegan. 10-11 dagaferðlr vinsælastar Vinsælastar eru tíu til ellefu daga ferðir en einnig er nokkuð um helgarferðir fyrir sérhópa hjá ferðaskrifstofunum. Sigríð- ur Gunnarsdóttir hjá Samvinnu- ferðum-Landsýn (SL) segir al- gengt að tvenn hjón gisti í ijög- urra manna íbúð eða húsi til að fá hagstæðaðra verð, til dæmis krónur 76.700 á mann fyrir þrjár vikur. Vallargjöld með öllu tilheyr- andi eru mjög breytileg. Hægt er að ná góðum samningum á sumrin að sögn Peter Salmóns, en almennt eru þau 3-5000 krónur á dag. Sigríður hjá SL segir að Kjartan Pálsson sé aðalskipu- leggjari og fararstjóri hjá þeim og farið sé víða, til daemis til Spánar, Englands, írlands, Thailands og Fórída. Hún reikn- ar með um 300 golffarþegum í ár í skipulagðar ferðir SL. Morgunblaðið/María Hrönn ÍSLENSKUR golfáhugamaður á rafbíl í útlöndum. Morgunblaðið/Þorkell BJÖRN Hróarsson afhendir Birnu G. Bjarnleifsdóttur, umsjónar- manni leiðsögunáms, gjöf handa nemendum Leiðsöguskóla íslands. Leiðsögunemar fá bækur FERÐAMÁLAFÉLÖG Þing- eyinga gáfu nýlega öllum nemendum Leiðsöguskóla ís- lands bókina Þingeyjarsýslur eftir Björn Hróarsson. Bókin er ein tólf bóka, sem út eru komnar eða væntanlegar, í ferðabókaflokknum A ferð um landið. Birna G. Bjarnleifsdóttir, umsjónarmaður leiðsögun- áms, veitti gjöfinni viðtöku fyrir hönd nemenda. Hún sagði framtakið vera til fyrir- myndar og vonandi til eftir- breytni fyrir aðra. „Með þessu sýnir Ferðamálafélög Þing- eyinga góða viðleitni til að bæta þekkingu leiðsögu- manna. Námsgögn fyrir leið- sögumenn eru af skornum skammti, enda er ekki til fjár- magn til að útbúa kennslu- efni.“ Björn Hróarsson, sem er jarðfræðingur að mennt og ferðaglatt náttúrubarn, segir bækumar í bókaflokki sínum ætlaðar bæði ferðalöngum og dvalargestum. Fjallað væri m.a. um helstu aksturs- og göngu- leiðir, nefndir staðir sem ferða- fólk ætti að staldra við, bent á ferðaþjónustu, auk þess væri landslagi og sögustöðum lýst og talin upp vötn og ár með upplýsingum um veiði og vísað á útsýnisstaði. ■ Einn dagur í Kulusuk SAMVINNUFERÐIR-Landssýn bjóða upp á kynningarferð til Kulusuk á Grænlandi 28. júní nk. Um er að ræða dagsferð á sér- stöku kynningarverði, 12.500 krónur á mann, og eru 30 sæti laus. Farið verður frá Reykjavíkur- flugvelli kl. 10 og flogið til Kulu- suk við Ammassalikíjörð. Á svæð- inu í kringum fjörðinn bjuggu Ammassalik Inúítar, en það var ekki fyrr en árið 1884 sem um- heimurinn komst að tilvist þeirra. í dag búa um tvö þúsund manns í Ammassalik og nágrenni og lifa þeir helst á fisk- og selveiðum. Flugið til Kulusuk tekur um tvo tíma. Á flugvellinum taka farar- stjórar á móti hópnum og ganga með honum inn í þorpið. Um er að ræða auðvelda og skemmtilega gönguferð þar sem tækifæri gefst til að skoða náttúru Grænlands og hlusta á frásögn um sögu og menningu grænlensku þjóðarinn- ar. Eftir skoðunarferð um Kulusuk verður siglt með litlum opnum bátum út á flugvöll og flogið það- an til Reykjavíkur. Þar er áætlað að lenda kl. 18. ■ Skíðaferðir um Horn- strandir um páskana FÆRRI komust að en vildu í skíðagönguferð á Hornströndum um síðustu páska. Önnur slík ferð er á dagskrá nú, laugardaginn 6. apríl. Hvammstangi Breytt og betri aðstaða í Selinu NÝIR eigendur tóku við veitinga- og gistihúsinu Selinu á Hvamms- tanga um síðustu áramót. Staður- inn hét áður Vertshúsið en nú hafa verið gerðar talsverðar end- urbætur á staðnum, veitingaað- staða stækkuð og lagfærð og nú er þar komin kaffiaðstaða sem er opin alla daga frá kl. 9-18. í Selinu er lögð áhersla á ferskt sjávarfang en fjölbreyttur matseð- ill er í boði. Veitingasalur Selsins tekur rúmlega 80 manns. Á föstu- dags- og laugardagskvöldum er þar skemmtanahald og dansleikir en Selið er líka hótel með gistirými fyrir 12 manns í tveggja manna herbergjum sem eru með baði og sjónvarpi. Nýir eigendur staðarins eru Bragi Arason, Sigurður Þorvalds- son og Þórður S. Jónsson. ■ SKÍÐAFERÐ á Hornströndum er á dagskrá hjá H.F. Djúpbátnum á ísafirði um páskana. Laugardag- inn fyrir páska, 6. apríl, fer ms. Fagranes inn í Hestfjörð í Jökul- fjörðum þar sem skíðagöngufólkið. er sett á land á Stekkeyri, rétt fyrir utan verksmiðjuhúsin á He- steyri. Síðan er gengið sem leið liggur frá Hesteyri yfir að Látrum í Aðalvík. Um er að ræða fremur létta og þægilega gönguleið, hvergi er verulega bratt. Göngu- ferðin tekur 3-4 klukkutíma. Að henni lokinni er fólki komið um borð í Fagranesið sem þá verður komið að Látrum. Þaðan liggur leiðin aftur til ísafjarðar. Það er nauðsynlegt að hafa meðferðis góðan klæðnað og nesti auk skíðabúnaðar. Samskonar ferð var farin um páskana í fyrra og komust þá færri að en vildu. Fararstjórri verður Snorri Gríms- son og er hægt að skrá sig í ferð- ina hjá H.F. Djúpbátnum. Djúpbáturinn verður líka með aukaferðir milli ísafjarðar og Arn- gerðareyrar í ísafjarðardjúpi í páskavikunni. Mánudaginn 1. apríl er farið frá Isafirði kl. 10, miðviku- daginn 3. apríl er farið kl. 13 frá ísafirði, fimmtudaginn_ 4. apríl, Skírdag, er farið frá ísafirði kl. 13 og mánudaginn 8. apríl, annan í páskum, kl. 10 frá ísafirði. ■ BjEnjni Ferðafélag íslands SUNNUDAGINN 24. mars verður farið í skíðagöngu í Fremstadal (Hengilssvæðið). Lagt verður af stað kl. 10.30, ekið austur Hellisheiði, farið úr bílnum austan Hveradala og gengið milli hrauns og hlíða í Frem- stadal. Um er að ræða þægilega gönguleið og þar er nægur snjór. Kl. 13 á sunnudag verður lagt af stað í vorgöngu á Skálafell (sunnan Hellisheiðar). Fjallið er 574 m á hæð og auðvelt uppgöngu. Hafnargönguhópurinn DAGANA 25.-29. mars verða göngu- leiðimar valdar með tilliti til þess að komið verði að útilistaverkum og þau skoðuð. Lagt er af stað í allar göngu- ferðirnar kl. 20 og þær taka einn til einn og hálfan tíma. A mánudagskvöldum er gengið frá Skeljanesi, birgðastöð Skeljungs í Skerjafirði. Á þriðjudagskvöldum er gengið frá Bakkavör, húsi Björgunarsveitarinnar Alberts. Á miðvikudagskvöldum er gengið frá Hafnarhúsinu við Miðbakka. Á fimmtudagskvöldum er gengið úr Sundahöfn, frá Sundakaffi. Á föstudagskvöldum er gengið frá Ártúnshöðfða, húsi Ingvars Helga- sonar. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.