Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 1
CHRYSLER NEW YORKER - NÝJA „BJALLAN" í GENF'- STERKLEGUR OG HRÁR ISUZU - FYNDINN SKODA FELICIA &CHRYSLER Komdu og skoðaðu arsms 1 » * t - ! ? 7 í Nýltýlavogur 2 Slml: 554 2600 SUNNUDAGUR 24. MARZ 1996 BLAÐ D /?\ Q\ Sölumenn bifreiðaumboðanna éy} annast útvegun lánsins á 15 mínútum Glimirlií DÖTTURFYRIRTÆKI ÍSLAND58ANKA REN AULT Mégane er djarflega teiknaður og sportlegur bíll af millistærð. Morgunblaðið/Sverrir Impreza aldrifsbíll kynntur um helgina INGVAR Helgason hf. kynnir nýjan Sjubaru Impreza aldrifsbíl um hegina. Impreza er heldur minni en Legacy en með sömu vélum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Impreza aldrifsbfll kemur hingað til lands en hann er nú boðinn á lægra verði en áður. Verðið er frá 1.690.000 kr. Boðið er upp á tvær gerðir af bílnum. Fernra dyra bíllinn, stallbakur- inn, kostar frá 1.696.000 en skut- bíllinn 1.749.000 kr. Sama vél er í Impreza og í Legacy, þ.e. 2ja lítra, 115 hest- afla. Opið verður í dag, sunnu- dag, á milli kl. 14-17. ¦ Renault Mégane kominn RENAULT Mégane, arftaki 19, er kominn til landsins, en bíllinn var fyrst kynntur á alþjóðlegu bílasýn- ingunni í Frankfurt í október á síðasta ári. Bíllinn er framleidd- ur í fimm útfærslum, þ.e. fimm dyra hlað- bakur, þriggja dyra hlaðbakur, lítill fjöl- notabíll, fernra dyra stallþakur og blæju- bíll. í fyrstu atrennu býður Bifreiðar og landbúnaðarvélar bfl- inn í fyrst nefndu útfærslunni, þ.e. Mégane RN 1400 og RT 1600. Bíllinn var reyndur stuttlega í vikunni með stærri vélinni. Að utanverðu er Mégane mjög djarflega teiknaður bfll og til marks um þá þróun sem orðið hefur hjá Renault í átt til sport- legri lína. Fimm dyra hlaðbakur- inn er dropalaga séður frá hlið en framendinn er kominn með hið sérstaka Renault útlit á grilli. Afturendinn er nokkuð hár og afturrúðan mjög stór. Allar lín- urnar eru mjúkar og ávalar og bíllinn sýnist nokkru minni við fyrstu sýn en hann í raun er. Skynrænar þurrkur Innanrýmið, þ.e. sæti og hurð- arspjöld, eru klædd með myns- truðu efni. Þar heldur þróunin í tauáklæðaskreytingum áfram þar sem fc-á var horfið í Clio og Twingo. Létt er yfir öllu og mæla- borðið er mikil listasmíð. Utvarpið og segulbandið er innfellt í inn- réttinguna. Bætt hefur verið við ýmsum nýjungum eins og jafnan er gert í splunkunýjum bílum. í Mégane er það skemmtilegur búnaður í tengslum við rúðu- þurrkurnar sem fara á letingjastillinguna þegar stöðvað er t.d. á rauðu ljósi. Sömu- leiðis fer afturrúðu- þurrkan sjálfvirkt af stað þegar bílnum er bakkað í rigningu. 1600 rúmsenti- metra vélin skilar 90 hestöflum og er tölu- vert vinnslumikil. Mégane fæst aðeins með fimm gíra hand- skiptingu fyrsta kast- ið. Gírskiptingin er þægileg og lipur. Staðalbúnaður í 1600 bflnum er samlitir stuðarar, líknarbelg- ur í stýri, útihitamælir í mæla- borði og rafdrifnar rúður. 1600 bíllinn er þó í dýrasta lagi, kostar 1.498.000 kr., en fyrir þann pen- ing fá menn lipran og skemmti- legan bíl sem er ágætlega búinn. Fimm dyra RN 1400 bíllinn verð- ur boðinn á 1.298.000 kr. með fjarstýrðum samlæsingum, út- varpi/segulbandi með fjarstýr- ingu og GT útvarpsloftneti. Með sama búnaði og auk þess samlit- um stuðurum og álfelgum kostar hann 1.348.000 kr. ¦ Gugu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.