Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 2
2 D SUNNUDAGUR 24. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/GuGu MJÚKAR og ávalar línur einkenna New Yorker. Mikill halli er á framrúðu en afturrúðan er kúpt. New Yorker í Reykjavík JÖFUR hf., umboðsaðili Chrysler, Peugeot og Skoda, verður með Chrysler sýningu um helgina. A sýningunni gefur m.a. að líta Ram pallbílana, Chrysler Neon og Visi- on ásamt sportbílinn Stealth. Þar verður einnig flaggskipið í fólks- bílalínu Chrysler, New Yorker. Bílnum var ekið í kynningarakstri á dögunum. Bíllinn sem hér um ræðir er af árgerð 1995, ekinn um 7 þús- und km. Hann er með dimmvín- rauðu málmlakki og á breiðum, 16 tommu hjólbörðum, 255x60 R 16, með álfelgum sem virka tein- óttar. Við fyrstu sýn minna lín- urnar helst á Jaguar en þegar nánar er að gáð er bíllinn ramm- amerískur, svonefnd „cab-forw- ard“ hönnun í hávegum höfð, þ.e. mjög hallandi framrúða sem eykur innanrýmið til muna, en afturrúðan er kúpt og gefur bíln- um mikinn virðuleika. New York- er er stór bíll, 5,27 m á lengd, 1,89 á breidd og 1,42 á hæð, og hann vekur mikla athygli á göt- um, enda amerískur glæsileikinn uppmálaður. Einn með öllu Að innan er New Yorker klædd- ur dökku, mjúku leðri og rauðbrúnn viðarlisti er eftir öllu farþegarýminu. Sætin eru kapít- uli út af fyrir sig. Nær væri að tala um hægindastóla. Framsætin eru rafstillanleg og lagast að líkömum þeirra sem í þeim sitja. Allt er rafstýrt í bílnum, þ.e. rúð- ur, speglar og samlæsingar. Ann- ar búnaður er ABS-hemlakerfi, tveir líknarbelgir, spólvörn, skrið- stillir og aksturstölva sem sýnir meðaleyðslu, eldsneyti á tanki, útihita auk þess' sem áttaviti og klukka er í tölvunni. Hægt er að stjórna hitastiginu í bílnum og á heitum sumardögum kemur loft- kælingin í góðar þarfir. „Cab-forward“ Rýmið fyrir framan ökumann er líklega eitt það mesta í fólks- bíl og sú hugsun varð nokkuð áleit hvernig menn ættu að bera sig að því að strjúka af framrúðunni innanverðri þegar þess gerist þörf. Það þarf langar hendur til að ná til neðsta hluta framrúðunn- ar. Cab-forward hönnun er nú að verða alls ráðandi í stærri fólksbil- um í Bandaríkjunum en fyrir utan að auka við rýmið eykur hún einn- ig öryggi þeirra sem í framsætun- um sitja og dregur mjög úr loft- mótstöðu sem dregur aftur úr eldsneytisnotkun. Vindstuðullinn er 0,36. NEW Yorker er leðurklæddur og með harðviðarlistum. Fram- sætin eru rafstillanleg. Inniljós með „dimmer“ New Yorker er uppfullur af skemmtilegum smáatriðum sem gleðja fagurkera. Þegar sest er inn í bílinn kvikna ljós sem eru staðsett í hurðarspjöldum allra hurða og lýsa upp bílinn með miklu birtumagni. Þegar bílvélin er ræst deyr ljósið sallarólega út. í stokk á milli framsæta er rúm- góð geymsla fyrir geisladiska og ef ýtt er á lok á framanverðum stokknum sprettur út glasahaldari fyrir tvo. V6,208 hestöfl New Yorker er með 3,5 lítra, 24 ventla, V6 vél. Hún er ótrúlega hljóðlát en gefur snarpt viðbragð og fina hröðun. Mikill en viðráðan- legur kraftur er kannski rétta lýs- ingin á þessum glæsivagni. New Yorker er einn af þessum bílum sem dregur ökumanninn að sér því það er verulega skemmtilegt að aka honum. Hestöflin eru 208 en bíllinn togar einnig mjög vel, 303 Nm við 3.350 snúninga á mínútu. Bíllinn hraðar sér líka aðdáunarlega þegar honum er gefið snögglega inn á mikilli sigl- ingu. Þýska bílablaðið Auto, Mot- or und Sport gefur upp meðal- eyðslu upp á 11,3 lítra á hundrað- ið og hröðun upp á 10,5 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða á klst. Þessum tölum ber að taka með fyrirvara, altént er næsta víst að eyðslutölurnar verða hærri ef New Yorker er ekið eins og skemmtilegast er að aka honum. Uppgefínn hámarkshraði er 200 km á klst. Bíllinn er afturhjóla- drifinn og með fjögurra þrepa, rafeindastýrðri sjálfskiptingu. Það er leikur aö aka Það er leikur að aka New Yor- ker. Létt vökvastýrið leikur í höndum ökumanns og það er ekki að finna að bíllinn sé 5,27 m á lengd og vegi 1.665 kg. Vökva- stýrið er hraðanæmt og þyngist við aukinn hraða sem er talsvert öryggisatriði í þjóðvegaakstri. Beygjuradíusinn er 11,5 metrar. Að framan eru McPherson gormar ásamt gashöggdeyfum en að aft- an er sjálfstæð fjölliðafjöðrun. Fjöðrunin er, eins og við mátti búast, mjög mjúk og virðuleg. New Yorker er ekki alþýðubíll, því miður. Nær væri að tala um að hann væri „forstjórabíll“ eða jafnvel viðhafnarbíll sem hentaði til opinberra nota. Ekki verður hann þó ráðherrabíll því verðið . er yfir viðmiðunarmörkum, fjórar milljónir og fimmtíu þúsund krón- ur. ■ Guðjón Guðmundsson Ný „Bjalla" væntan- leg fyrir aldamót NÝJA „Bjallan" frá Volkswagen verksmiðjunum þýsku þróast nú hratt frá þeim hugmyndabíl sem síðast var sýndur í Tókýó á liðnu hausti en á bílasýningunni í Genf var sýnd nýjasta útgáf- an. Hún er með gamla bjöllu- laginu, þ.e. megin lín- urnar eru sóttar í þennan vinsæla gamla bíl sem sumir geyma sem dýrgrip en í hana er nú komið allt sem máli skiptir í nútímabílnum. Gert er ráð fyrir að fjöldafram- leiðsla Morgunblaðið/jt BJALLAN nýja frá Volkswagen er blanda af gömlu línunni og nýju útliti. muni hefjast fyrir alda mót en ná- kvæmari upplýs- ingar feng- ust ekki. Bjallan er ekki smábíll. Hún er 4,06 m löng, 1,73 metrar á hæð og 1,51 metri á breidd og hjólhafið er 2,51 sem telst all sæmilegt. í útliti minnir hún eins og fyrr er sagt nokkuð á fyrirrennarann en margt er þó ólíkt. Bogadregið þak- ið er með gleri sem hægt er að opna, hliðargluggar stórir og góð- ir, stuðari samvaxinn yfirbygging- unni, luktir kringlóttar og bíllinn er á stórum hjólbörðum. í boði verða 1,9 lítra og 90 hestafla dísil- vél með forþjöppu og 105 og 150 hestafla bensínvélar og jafnvel fleiri vélar ef eftirspurnin krefst GERT er ráð fyrir að fjölc framleiðsla geti hafist fyi aldamótin. þess. Þá er Bjallan búin líknar- belgjum og styrktarbitum í hliðum, hefðbundnu mælaborði með nauð- synlegum mælum og útvarpi. Talsmenn Voikswagen verk- smiðjanna telja að viðbrögð við fyrstu hugmyndunum um nýja bjöllu séu það góð að óhætt sé nú að hefja af fullum krafti undirbún- ing við fjöldaframleiðslu. Segja þeir að hlutverk tæknimanna hafi verið og sé ennþá að leiða saman hugsjón og raunveruleika og telja að það hafi tekist með því að að- laga gömlu bjöllu-línuna helstu tækninýjungum sem nútímabíliinn krefst. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.