Morgunblaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1996 41 FRÁ deildakeppninni i Garðaskóla. Taflfélag Reykjavíkur varði titilinn SKAK Garðasköli, G a r ð a b æ DEILDAKEPPNI SKÁK- SAMBANDS ÍSLANDS Taflfélag Reykjavíkur sigraði ör- ugglega í deÚdakeppni Skáksam- bands Islands. Þetta er þriðja árið í röð sem TR sigrar. ÞAÐ skipti engu máli þótt TR missti Jóhann Hjartarson til Tafl- félags Garðabæjar og Hannes Hlíf- ar Stefánsson yfir í Helli. Þetta virtist einungis þjappa öðrum liðs- mönnum betur saman og sigurinn var aldrei í hættu. í sigursveitinni voru þeir Jón L. Árnason, Karl Þorsteins, Helgi Áss Grétarsson, Þröstur Þórhallsson, Jón Viktor Gunnarsson, Magnús Örn Úlfars- son, Sigurður Daði Sigfússon, Björn Þorsteinsson og Bergsteinn Einarsson. Forráðamenn TR voru að vonum flestir sigri hrósandi. Daði Örn Jónsson, einn þeirra, orðar þetta þannig á alnetssíðu sinni: „Það er augljóst að Taflfélagið framleiðir hæfileikamenn á skáksviðinu hrað- ar en önnur félög ná að kaupa þá upp.“ En TR-menn tóku líka upp tékk- heftið fyrir seinni hlutann og fengu enska stórmeistarann Stuart Conquest til að leiða B-sveit félags- ins. Það skipti máli því B-sveit TR átti eftir að mæta Taflfélagi Garða- bæjar, einu sveitinni sem gat ógnað A-sveitinni. Conquest náði að sigra Jóhann Hjartarson, sem átti ekki von á svo sterkum andstæðingi. Heyrst hefur að TG ætli að kæra þátttöku Conquest, en kæran getur ekki haft áhrif á lokastöðu mótsins. Seinni hluti deildakeppninnar fór að þessu sinni fram í Garðaskóla og það var Taflfélag Garðabæjar sem stóð fyrir fram- kvæmd hennar, en um skákstjóm sáu Ólafur Ásgrímsson og Þráinn Guðmundsson, alþjóð- legir skákdómarar. Sem fyrr er deilda- keppnin fjölmennasta og skemmtilegasta keppni hvers árs, nokkurs konar upp- skeruhátíð þar sem skákmenn úr lands- homum bera saman bækur sínar. Úrslit í deildunum fjórum urðu þessi: 1. deild: 1. Tf. Reykjavíkur, A-sv. 43 v. 2. Tf. Garðabæjar, A-sv. 38 'A v. 3. Tf. Hellir, A sveit 31 v. 4. Sf. Akureyrar, A-sv. 28 'A v. 5. Tf. Reykjavíkur, B-sv. 26'A v. 6. Tf. Kópavogs, A-sv. 24 v. 7. Sf. Hafnarfjarðar, A-sv. 21 'A v. 8. Sf. Akureyrar, B-sv. 11 v. 2. deild: 1. Skáksb. Vestfjarða, A-sv. 26 'A v. 2. Umsb. Eyjafjarðar, A sveit 26 v. 3. Tf. Reykjavíkur, C-sv. 24 ‘A v. 4. Tf. Reykjavíkur, D-sv. 21 ‘A v. 5. Tf. Vestmannaeyja 21 v. 6. Tf. Kópavogs, B-sv. 19 v. 7. Tf. Akraness, A-sv. 18 v. 8. Sf. Akureyrar, C-sv. 12 v. 3. deild: 1. Tf. Hólmavíkur 29 v. 2. Ums. A-Húnvetninga 26 v. 3. Sf. Keflavíkur, A-sv. 25 v. 4. Tf. Hellir, B sveit 19‘A v. 5. Tf. Reykjavíkur, G-sv. 18 'U v. 6. Skáksb. Austurlands 17'A v. 7. Sf. Selfoss og nágr. 16'A v. 8_. Tf. Reykjavíkur, F-sv. 16 v. Urslitakeppni 4. deildar: 1. Tf. Garðabæjar, B-sv. 13 v. 2. Ums. Eyjafjarðar, B-sv. 10 v. 3. Tf. Reykjavíkur, E-sv. 9'A v. 4. Sf. Kefiavíkur, B-sv. 3'A v. Akureyringum gekk ekki vel að þessu sinni. A-sveit missti af verð- launasæti í fyrsta sinn um árabil, B- sveitin féll í aðra deild og C-sveitin niður í þá þriðju. Skáksam- band Vestfjarða endurheimti sæti sitt í fyrstu deild eftir afar harða keppni við UMSE. Taflfélag Hólmavíkur, sem kom upp úr fjórðu deild í fyrra, sigraði örugglega í þriðju deild. TR missir sveit úr þriðju deild niður í flórðu deild, en það sýnir uppganginn í Taflfélagi Garðabæj- ar að B-sveit þeirra sigraði í 4. deild. Nán- ar verður fjallað um keppnina í skákhominu næstu daga. Jón Viktor hraðskákmeistari Jón Viktor Gunnarsson, sem aðeins er 15 ára, varð hraðskák- meistari íslands á sunnudaginn eftir æsispennandi keppni. Jón Viktor hefur tekið stórstígum framförum í vetur, en sigur hans á hraðskákmótinu kemur samt mjög á óvart. Hann vann því tvo íslandsmeistaratitla um helgina, hinn með sveit TR í deildakeppn- inni. Enski stórmeistarinn Stuart Conquest tefldi sem gestur á mót- inu og náði öðru sæti. Úrslitin urðu þessi: 1. Jón Viktor Gunnarsson 14 v. 2. Stuart Conquest 13'A v. 3. Margeir Pétursson 12 v. 4. Bragi Þorfinnsson ll'A v. 5—6. Björn Þorfinnsson 11 v. 5—6. Magnús Örn Úlfarsson 11 v. 7—8. Ögmundur Kristinsson 10'A v. 7—8. Jóhann H. Ragnarsson 10‘A v. 9—10. Magnús Siguijónsson 10 v. 9—10. Stefán Þór Sigurjónsson 10 v. o.s.frv. Margeir Pétursson JÓN Viktor Gunn- arsson, hraðskák- meistari íslands. HUGBUNAÐUR FYRIR WIND0WS BYLTINGARKENND NÝJUNG EH KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 Saumakonur - frábær lausn arft þú aö koma skipulagi á tvinna- keflin - þá er þetta lausnin! Standur fyrir 48 kefli kr. 3.100.- Standur fyrir 70 kefli kr. 4.100.- Standur fyrir 120 kefli kr. 5.900.- Sendingarkostnaður bætist við vöruverð Pöntunarsími 567 5484 B.G.Á. IEILDVERSLUN Gustur frá Grund stalsenunni höfnuðu í fímmta sæti. Einnig var keppt í 100 metra skeiði með fljót- andi ræsingu. Aðeins mættu þrír hestar og knapar til leiks, Kristinn Guðnason með Reyk frá Hoftúni, Páll Bjarki Pálsson var með Kveik frá Miðsitju og Steingrímur Sigurðs- son mætti með Kolfinn frá Kvíar- hóli sem virðist genginn í endurnýjun lífdaga eftir spattorðróm. Skemmst er frá því að segja Reykur lá hvor- ugan sprettinn en Kveikur hafði betur í viðureign sinni við Kolfinn. Þá var um helgina haldið hið árlega framhaldsskólamót í hesta- íþróttum þar sem Fjölbrautaskólinn í Breiðholti sigraði en sigurvegarar- inn frá síðasti ári, Verkmenntaskól- inn á Akureyri, tók ekki þátt í mótinu og gat því ekki varið titil- inn. í einstaklingskeppni var Guð- mar Þór Pétursson, Menntaskólan- um við Sund, atkvæðamestur kepp- enda en hann sigraði í bæði tölti og fjórgangi á Biskupi frá Hólum en norski Hólaneminn Stian Peder- sen sigraði í fimmgangi á Dyn. Edda Rún Ragnarsdóttir varð stiga- hæst keppenda og sigraði einnig í íslenskri tvíkeppni á Leisti frá Búð- arhóli og Geysi frá Dalsmynni. Valdimar Kristinsson Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson GUSTUR frá Grund sem Sigurður V. Matthíasson sýndi stal sen- unni á Graddamótinu í Gunnarsholti og bíða menn nú spenntir að fá að sjá þennan kostagrip á nýjan leik á sýningu stöðvarinnar í vor. HESTAR Gunnarsholt GRADDAMÓT Töltkeppni „Graddamótsins" í Gunn- arsholti. Sunnudagiim 24. mars. ORÍON frá Litlabergi og Adolf Snæbjörnsson sigruðu í töltkeppn- i„Graddamótsins“ í Gunnarsholti á sunnudag. Það var hinsvegar stóð- hesturinn Gustur frá Grund sem stal senunni eftirminnilega þegar Sigurður V. Matthíasson sýndi hann í aukanúmeri að lokinni keppni. Vakti hesturinn mikla athygli fyrir mikinn fótaburð og glæsilega fram- göngu. Má ætla að hann eigi eftir að slá enn betur í gegn á sýningu stöðvarinnar í byijun maí. Má mik- ið vera ef Gustur verður ekki tísku- hesturinn í ár. En aftur að töltkeppninni þá sigr- uðu Oríon og Adolf í töltinu, Brynj- ar Stefánsson ög Víkingur frá Voðmúlastöðum komu næstir, Sig- urður Sigurðarson og Kappi frá Hörgshóli urðu í þriðja sæti, Gylfí Gunnarsson og Smári frá Borgar- hóli urðu í fjórða sæti og Sigurbjörn Bárðarson og Kópur frá Mykjunesi smaou mgar □ HLÍN 5996032619 IVA/ - 2 I.O.O.F. Rb. nr. 1 = 1453268 - 9.0 □ EDDA 5996032619 I 1 Atk. Dagsferðir sunnudaginn 31.mars Kl. 10.30 Skíðagönguferð: Blá- fjallaskáli - Grindarskörð. Kl. 10.30 Námskeið í gerð snjó- húsa. Kl. 10.30 Landnámsleiöin, 6. áfangi, elsta fornleið landsins, Vík að Úlfarsá. Unglingadeild, takið þátt i ferðinni. Páskaferðir Útivistar 1. 3.-8. apríl Skaftártunga - Alftavötn - Strútslaug - Básar, skíðaferð með allan útbúnað. 2. 4.-8. apríl Sigalda - Land- mannalaugar - Básar, skíðaferð, gist í skálum. 3. 4.-8. apríl NÝ FERÐ: Lakagíg- ar að vetri, skíöaferð um Laka- gígasvæðið. 4. 6.-8. apríl Básar um páska, fjölskylduferö. 5. 6.-8. apríl NÝ FERÐ: Páska- perlur í Skaftárhreppi. Göngu- ferðir um söguslóðir, fjöruferð, farið f Núpsstað, bóndabær heimsóttur og skemmtilegar kvöldvökur. Útivist. AD KFUK, Holtavegi Fundur í kvöld kl. 20.30. Merintun og starf djákna. Unnur Halldórsdóttir sér um efni fundarins. Allar konur velkomnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.