Morgunblaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA argttttMit&iíb B 1996 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ BLAÐ JUDO Vernharð vann brons í Róm VEKNHARÐ Þorleifsson, júdó- kappi frá Akureyri, hafnaði í þriðja sæti á A-móti í júdó sem fram fór í Róm á Itaiíu um helgina. Þetta er annað A-mót- ið í röð sem hann kemst á verð- launapall. Hann er nú í sjöunda sæti á styrkleikalista Evrópu í -95 kg flokki og hafa möguleik- ar hans á að komast á ólympíu- leikana í Atlanta því aukist til muna. „Ég er i sjöunda himni. Það er frábært að ná brons- verðlaunum tvö A-mót í röð. Það má mikið breytast ef ég á ekki komast á Ólympíuleikana. Ætli ég sé ekki kominn með annan fótinn og þrjár tær til viðbótar á Ólympíuleikana,“ sagði Vernharð. Bjarni Friðriksson úr Ár- manni tók einnig þátt í mótinu. i Róm og lenti í 7. sæti. Hann vann m.a. Ólympíumeistarann Kovacs frá Ungverjalandi i uppreisnarglímu. ■ í sjöunda... B5 SKYLMINGAR H KNATTSPYRNA Kári Freyr með gull í Edinborg Kári Freyr Björnsson sigraði á Opna skoska meistara- mótinu í skylmingum með höggsverði sem fram fór um helgina í Edinborg, þar sem samankomnir voru 58 keppendur frá sex löndum. Þetta er stærsta mót sem Kári hefur tekið þátt í, hann er átján ára og Norðurlanda- meistarr unglinga. Árangur Kára er ekki síður athygl- isverður þegar tek- ið er tillit til þess að hann var yngsti keppandinn á mót- inu og með litla alþjóðlega keppnisreynslu. I undakeppninni sigraði Kári í sínum riðli og komst þar með í átta manna úrslit þar sem hann átti fyrst í höggi við Nor- man Jiirgensen frá Danmörku. „Ég hef oft keppt við hann á Norðurlandamótum og viður- eignir okkar hafa verið jafnar, en mér tókst vel til að þessu sinni og sigraði hann sannfær- andi, 15:7," sagði Kári í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Þess má geta að Jiirgensen er fertugur að aldri og fyrirliði danska landsliðsins í skylming- um með höggsverði. Englend- ingurinn Robb Partridge var andstæðingur Kára í undanúr- slitum og var það jöfn viðureign en Kári knúði fram sigur í lok- in, 15:12.1 úrslitum sigraði Kári heima- manninn Michale Hoenigmann, 15:10. Kári var undir framan af en tókst að snúa við taflinu sér i hag og sigra. „Ég var svo himinlifandi að vera kominn í úrslit að ég lagði allt und- ir og mér tókst að sigra. Pressan var öll á honum.“ „Fyrirfram hafði ég gert mér vonir um að korn- ast inn í átta manna úrslit. Ár- angurinn en þess vegna mun betri en ég hafði gert mér von- ir um og má segja að ég hafi komið sjálfum mér á óvart.“ Sigrún Erna Geirsdóttir keppti einnig á mótinu og hafn- aði í 3. til 4. sæti í kvenna- flokki. Þá hafnaði íslenska sveitin í sama sæti í sveita- keppni sex landa. Næsta verk- efni skylmingamanna er í lok apríl en þá fer Norðurlandamót- ið fram. Kárl Freyr Reuter PAUL Furlong, lelkmaður Chelsea, svífur tll lendlngar á Stamford Brldge, eftlr að hafa barlst um knöttlnn vlð lan Holloway, QPR, í Jafntefllslelk 1:1. Enska knattspyrnan / B3 FIMLEIKAR: RÚIMAR MEÐ TVEIMN GULLVERÐLAUN í ÓSLÓ / B4 Vertu vióbúln(n) vinningi 1. vinningur er áætlaður 44 milljónir kr. VINNINGSTÓLUR MIÐVIKUDAGINN AÐALTÖLUR BÓNUSTOLUR Heildnrvinningsupphæð: • Rúmlega tvær milljónir króna fóru óskiptar til heppins lottó-þátttakanda á laugardaginn. Vinningsmidinn var seldur í Sogaveri viö Sogaveg i Reykjavik. • Bónusvinningurinn kr. 146.140, skiptist ó tvo. Vinningsmiðarnir voru seldir i Happahúsinu og Framheimilinu í Reykjavik. Lj Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð 1 1,58(5 1 2.030.660 I 2. 146.140 | 3.4»16 55 9.160 M 4. 3af5 2.079 560 ÍjSamtals: 2.137 3.990.980 Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð 1 . 6at6 3 17.176.600 O 5 af 6 • + bónus 0 538.801 3. 5al6 4 52.270 4. 4 af 6 203 1.630 r- 3 af 6 O. + bónus 671 210 Samtals: 881 52.749.481

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.