Morgunblaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1996 B 3 íuémR FOLK ■ LES Ferdinand, sóknarleik- maður Newcastle, var útnefndur leikmaður ársins í úrvalsdeildinni af leikmönnum deildarinnar um helgina. Alan Shearer, Blackburn, var í öðru sæti og Frakkinn David Ginola, Newcastle, í því þriðja. ■ ÞAÐ vakti athygli að Ginola var eini útlendingurinn, sem var í efstu sex sætunum. Ruud Gullit, Chelsea, sem talinn er besti leik- maðurinn í deildinni, komst ekki á blað. ■ PELE var heiðursgestur á sam- komunni og var honum veitt viður- kenning. Gordon Banks, fyrrum markvörður Englands, færði hon- um viðurkenninguna. ■ ERIC Cantona hefur leikið með öllum fjórum liðunum, sem leika í undanúrslitum frönsku bikar- keppninnar. Marseille mætir Aux- erre og 3. deildarliðið Nimes mæt- ir Montpellier 12. apríl. ■ FRANSKI landsliðsmaðurinn Jean-Pierre Papin, sem leikur með Bayern, hefur verið orðaður við Man. Utd. Eric Cantona, sem lék við hlið Papin með franska lands- liðinu, hefur rætt við Papin, sem er tilbúinn að fara til United. ■ CELTIC hefur gert Leverkusen tilboð í þýska landsliðsmanninn Ulf Kirsten. Með Celtic leikur annar Þjóðverji, Andreas Thom, fyrrum félagi Kirsten hjá Leverkusen. ■ BRIAN O’NeiI, sem leikur með varaliði Celtic, var um helgina val- inn í landsliðshóp_ Skotlands fyrir vináttuleik gegn Astralíu á morg- un. Þar sem mikið er um meiðsli í skoska landsliðshópnum, kallaði landsliðsþjálfarinn Craig Brown á O’Neil, sem hefur hefur aðeins leik- ið fjóra leiki með aðalliði Celtic í tíu mánuði. ■ O’NEIL, sem er 23 ára, meidd- ist illa fyrir sl. keppnistímabil. Hann var settur út úr liði Celtic gegn Motherwell um helgina. „Þetta er óvænt en skemmtilegt," sagði O’NeiI. ■ FINNINN Jari Litmanen og Patrick Kluivert tryggðu Ajax sig- ur gegn Feyenoord. Ajax hefur nú fímm stiga forskot á Eindhoven í Ilollandi, þar sem Eindhoven tap- aði, 0:1, fyrir Groningen. ■ MARCIO Santos, landsliðsmað- ur Brasilíu, sem hefur verið lengi frá vegna meiðsla, lék síðustu þrett- án mín. fyrir Ajax. . ■ JOHAN Cruyff, þjálfari Barc- elona, sagði fyrir helgina, að hann væri ekki búinn að gafa frá sér meistaratitilinn á Spáni, þó að At- litico Madrid væri með átta stiga forskot. „Það eru margir leikir eftir og leikmenn Atlitico eiga erfíða leiki fyrir höndum," sagði Cruyff. ■ EFTIR leiki helgarinnar er for- skot Atletico aðeins sex stig — lið- ið gerði jafntefli heima, 1:1, við Real Zaragoza á sama tíma og Barcelona vann Salamanca 3:1. Tíu umferðir eru eftir. ■ „ÞETTA var lélegasti leikur okkar á heimavelli í vetur,“ sagði Radomir Antic, þjálfari Atletico Madrid, sem var með ellefu stiga forskot fyrir mánuði. ■ AC Milan styrkti stöðu sína á Ítalíu með því að leggja Parma að velli, 3:0, með mörkum Roberto Baggio, Roberto Donadoni og Dejan Savicevic. AC Milan er með átta stiga forskot á Juventus og níu á Fiorentína. ■ FIORENTÍNA varð fyrir áfalli, þegar liðið tapaði á heimavelli, eftir að hafa leikið fímmtán leiki án taps. Lorenzo Amoruso varð fyrir því óhappi að skora sjálfsmark á 28. mín., sem var sigurmark Juventus. Þá var Michele Serena rekinn af leikvelli skömmu síðar. ■ INTER Mílanó heldur sigur- göngu sinni áfram undir stjóm Roy Hodgson. Inter vann Udinese, 2:1, með mörkum frá Davide Fontolan og Roberto Carlos. Newcastle að missa flugið - tapaði fyrir Arsenal á Highbury. Eric Cantona tryggði Manchester Utd. enn einn sigurinn og hefur United náð þriggja stiga forskoti ■NEWCASTLE mátti þola tap fyrir Arsenal, 0:2, á Highbury í London - sjötti tapleikur liðsins í vetur. ■Kevin Keegan, knattspyrnustjóri liðsins, veit manna best að ef Newcastle ætlar sér meistaratitilinn má liðið ekki tapa fleiri leikjum. ■Hann veit einnig að lið sem hefur tapað þremur af síðustu fimm leikjum sfnum, er ekki lið sem er að sýna meistaratakta. ■Þetta er að gerast hjá Newcastle þó svo að Keegan hafi keypt Kólumbíumanninn Faustino Asprilla á 6,7 millj. sterlingspunda. Mætti með skotskóna á Ibrox DANSKI landsliðsmaðurinn Erik Bo Andersen mætti með skotskóna á Ibrox í Glasgow, þar sem hann skoraði tvö mörk í fyrsta leik sínum með Glasgow Rangers - gegn Fal- kirk, 3:2. Rangers nálgast óðfluga áttunda meistaratitil sinn í röð. Andersen skoraði á 27. og 79. Paul Gascoigne skoraði þriðja markið - hans sjöunda í síðustu átta leikjum og fimmtánda í vetur. Rang- ers hefur fimm stiga forskot á Celtic, sem varð að sætta sig við jafntefli við Mother- well, 0:0. „Það var stórkostlegt að skora tvö mörk í mínum fyrsta leik,“ sagði Andersen, sem var keyptur frá Álaborg á 1,5 millj. punda. Auðvelt hjá Aston Villa „VIÐ vorum ailan tímann betri,“ sagði Brían Little, knattspyrnu- stjóri Aston ViUa, eftír að liðið varð deildarbikarmeistari með því að leggja Leeds að velli á Wembley, 3:0. „Við lékum ekki vel,“ sagði Howard Wilkinson, knattspyrnustjóri Leeds. Lið undir hans stjórn hafa ekki ver- ið fræg fyrir fagurkeraknatt- spyrnu. Serbinn Savo Milosevic opnaði leikinn með góðu marki af 25 m færi, sfðan bætti Ian Taylor, eini leikmaðurinn sem er fæddur og uppalinn I Birm- ingham, og Dwight Yorke mörkum við. Yorke skoraði sitt 23. mark I vetur og sigurinn var sætur fyrir hann, þvi að hann náði ekki að leika með Astou Villa í úrslitaleik deildarbikar- keppninnar 1994 — þegar Villa lagði Man. Utd. 3:1. Aston Villa vann deildar- bikarinn f fimmta skipti og jafn- aði met Liverpool. Þrír leUt- menn Aston Villa sem léku gegn Leeds, voru einnig f sigurliðinu gegn Man. Utd., Mark Bosnich, Paul McGrath og Andy Towns- end. Aðeins einn leikmaður Leeds sýndi góðan leik, hinn átján ára Andy Gray, sonur Frank, fyrr- um leikmanns liðsins og frændi Eddie, sem lék einnig með Leeds. Keegan var langt frá því að vera ánægður eftir leikinn á Highbury. „Ég sagði við leikmenn mína eftir leikinn, að þeir vissu manna best, að flestir gætu leikið miklu betur en þeir gerðu - og þeir væru færir til að gera meira. Það getur komið upp að einn eða tveir leikmenn falli niður á plan meðalmennskunnar - en ekkert lið hefur efni á að fímm til sex leikmenn falli niður á svo lágt plan. Ég get gefið ykkur lista yfir þá leikmenn sem léku ekki vel gegn Arsenal - á honum má finna nöfn eins og Les Ferdinand, Faustino Asprilla, Rob Lee, David Ginola og Peter Beardsley. Á listanum eru einnig fleiri nöfn, þetta er langur listi. Það er enginn sem kemur til með að færa okkur meistaratitilinn á silfurfati. Ég þekki það vel fá þeim tíma sem ég var leikmaður hjá Liverpool, þá urðu menn að hafa fyrir hlutun- um.“ Man. Utd. með þriggja stiga forskot Eftir tap Newcastle á Highbury skaust Manchester United í efsta sætið á listanum hjá veðbönkum í London, sem Englandsmeistari. Manchester United lagði Totten- ham að velli á sunnudaginn, 1:0, á Old Trafford og hefur náð þriggja stiga forskoti á Newcastle, sem á tvo leiki til góða á United. Það var enginn annar en Frakkinn Eric Cantona sem skoraði sigur- mark United með góðu skoti á 51. mín. við mikinn fögnuð 50.157 áhorfenda. Cantona hefur verið United dýrmætur að undanförnu - hann skoraði t.d. sigurmark liðs- ins gegn Arsenal, 1:0, í sl. viku, jafnaði 1:1 gegn QPR á elleftu stundu helgina á undan, skoraði sigurmarkið gegn West Ham á dögunum. Cantona hefur skorað fímmtán mörk síðan hann kom úr átta mánaða banni í október og fimm mörk í síðustu fímm leikjum United - hann skoraði markið gegn Tottenham þegar engin hætta virtist á ferð, fékk knöttinn 40 m frá marki og þegar varnar- menn Tottenham bökkuðu, lék Cantona áfram og við vítateig sendi hann knöttinn út við fjær- stöng, án þess að Ian Walker kæmi vörnum við. Ryan Giggs gat bætt marki við tveimur mín. fyrir leikslok, skot hans hafnaði á þverslá. „Ég sé ekki að United eigi að vera í miklum vandræðum með að tryggja sér meistaratitlinn,” sagði Gerry Francis, knattspymu- stjóri Tottenham. Ekki hægt að kaupa meistaratitil Förum aftur til Newcastle. Kevin Keegan hefur verið iðinn Þeir settu mörkin Reuter MARKASKORARAR Aston Vllla á Wembley; Dwight Yorke, Savo Mllosevlc og lan Taylor, með blkarinn. við að snara fram peningabudd- unni að undanförnu, til að kaupa leikmenn í kapphlaupinu um Eng- landsmeistaratitilinn. Er hægt að kaupa meistaratitil? Menn renna huganum aftur til ársins 1972, þegar Manchester City var í efsta sæti þegar liðið keypti Rodney Marsh frá QPR á lokasprettinum. Þegar upp var staðið hafnaði liðið í fjórða sæti - leikmenn Derby fögnuðu meistaratitlinum, er þeir voru komnir til Mallorca - með 58 stig, Leeds varð í öðru sæti, Liverpool i því þriðja með 57 stig eins og City. Þegar Keegan keypti Asprilla 10. febrúar, var Newcastle með níu stiga forskot á Manchester United og átti auk þess einn leik til góða. Asprilla hefur skorað tvö mörk í sex leikjum sem hann hef- ur verið í byrjunarliðinu. Arsenal gerði út um leikinn gegn Newcastle strax í byijun, var komið í 2:0 eftir sautján mín. Scott Marshall, 22 ára, skoraði fyrst á þriðju mín. með glæsileg- um skalla - hans fyrsta mark fyr- ir Arsenal, og síðan bætti Ian Wright marki við, hans tuttugasta í vetur og 142. mark fyrir Ars- enal. Stuðningsmenn Newcastle voru ekki ánægðir eftir leikinn á Highbury og sendu þeir Kevin Keegan háðsgiósur: „Keegan, taktu fram ávísanaheftið þitt.“ Newcastle þarf að bíða í átta daga eftir sínum næsta leik, gegn Liverpool. Það er ljóst að ekki er pláss fyrir margar stjörnur í hveiju liði. Þegar Asprilla var keyptur, var Peter Beardsley sett- ur út á kant og Keith Gillespie settur út úr liðinu. Það er einmitt Gillespie sem hefur átt flestar sendingar fyrir markið — utan af kanti, þannig að Les Ferdinand hefur skorað. Beardsley er svipað- ur leikmaður og Asprilla, þannig að réttast hefði verið að setja Beardsley út, halda Gillespie inni. Draumur Liverpool um að skjótast fram úr Newcastle og Manchester United á lokasprett- inum rætist eflaust ekki - Liv- erpool mátti þola tap, 1:0, á City Ground í Nottingham, þar sem liðið hefur ekki fagnað sigri í tólf ár. Steve Stone skoraði sigur- markið rétt fyrir leikhlé, eftir að markvörður Liverpool, David James, náði ekki að halda knettin- um eftir skot frá Stuart Pearce. Stan Collymore, sem fór frá For- est til Liverpool fyrir metfé - 8,5 millj. punda, fékk lögregluvernd og áhorfendur tóku honum ekki vel, bauluðu á hann. Hann var bókaður fyrir stimpingar við Stone tveimur mín. eftir leikhlé. Guðni Bergsson og félagar hjá Bolton fóru af botninum í úrvals- deildinni í fyrsta skipti frá því 12. desember, er þeir unnu Sheff. Wed. 2:1 - fyrsti heimasigurinn í meira en tvo mánuði. Guy Whittingham skoraði fyrst fyrir Wednesday á 37. mín. Scott Sell- ars jafnaði fyrir Bolton og Serb- inn Sasa Curcic skoraði sigur- markið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.