Morgunblaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 5
4 B ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ BORÐTENNIS / ISLANDSMOTIÐ KNATTSPYRNA ÍÞRÓTTIR Eyjamenn sigruðu á Kýpur ÍBV sigraði á alþjóðlegu móti í knattspyrnu sem lauk á Kýpur á laugardaginn. Eyjamenn unnu sænska liðið Sirius í úrslitaleik mótsins 3:1. Skagamenn höfnuðu í þriðja sæti eftir 1:0 sigur á Flora frá Tallinn. Mörk Eyja- manna í úrslitaleiknum gerðu Ingi Sigurðsson, Bjarnólfur Lár- usson og Tryggvi Guðmundsson. Á myndinni er Hlynur Stefáns- son, fyrirliði ÍBV, með sigurlaun- in. Við hlið hans er fulltrúi skipu- lagsnefndar mótsins, sem afhenti honum bikarinn. Morgunblaðið/Ásdís LILIA Rós Jóhannesdóttir náði íslandsmeistaratitlinum af Evu Jósteins- dóttur! einliðaleik kvenna eftir spennandi viðureign. iviurgunuictuiu/ otcnipui \juuujai tsaun Þriðji sigur Guðmundar brons Brynja Þorsteinsdóttir frá Akur- eyri varð í þriðja sæti í stór- svigi á norska unglingameistaramót- inu sem fram fór í Grong í Noregi um síðustu helgi. Brynja fékk tímann 2.09,34 mín. og hlaut 51,42 punkta. Sigur- vegari í stórsvig- inu var Ingrid Björdal frá Nor- egi á 2.05,68 mín. Brynja hafn- aði síðan í 5. sæti í sviginu daginn eftir. Brynja Hún fór braut- irnar á 1.25,50 mín. samanlagt og hlaut 45,12 punkta (FlS-stig). Bente Giljarhus frá Noregi sigraði á 1.23,59 mín. Brynja bætti punktastöðu sína í báðum greinunum. Jóhann Haukur Hafstein úr Ár- manni keppti einnig á mótinu. Hann hafnaði í 29. sæti í stórsvigi en keyrði út úr í sviginu. Theódóra Mathiesen úr KR bætti punktastöðu sína um helgina. Hún keppti í tveimur svigmótum í Dombás. Hún hafnaði í 3. sæti í fyrra sviginu og hlaut 43,43 punkta og í seinna sviginu varð hún í 4. sæti og hlaut 47,16 punkta. Haukur Arnórsson úr Armanni keppti í stórsvigi í Solda á Ífalíu um helgina og varð í 17. sæti og bætti stöðu sína, hlaut 34 punkta. Sigur- vegari í stórsviginu var Thomas Bergamelli frá Italíu. HANDKNATTLEIKUR Stjömustúlkur í úrslK „BETRA liðið vann þennan hörkuleik en gaman hefði verið ef þessi tvö lið hefðu mæst f úrslitum. Það var fyrst og fremst góð vörn og markvarsla í síðari hálfleik ásamt öguðum sóknarleik sem tryggði okkur þennan sigur,“ sagði Ólafur Lárusson, þjálfari Stjörnunnar eftir að lið hans hafði sigrað ÍBV 22:17 í öðrum leik liðanna íVest- mannaeyjum í gærkvöldi og tryggt sér um leið sæti í úrslitum. Sigfús G. Guðmundsson skrifar frá Eyjum IBV stúlkumar höfðu betur lengst af fyrri hálfleik og voru tveimur mörkum yfír í hálfleik, 10:8. Heima- stúlkur skoruðu fyrsta markið í síðari hálfleik en þá tóku Stjömustúlkur sig til og jöfnuðu leikinn og eftir það gáfu þær engin grið. Sigldu fram úr og héldu öruggri forystu allt til leiksloka. Það var einkum góð vöm og frábær leikur Sóleyjar Halldórs- dóttur í markinu sem skóp sigurinn. Þórunn Jörgensen varði vel í marki ÍBV í fyrri hálfleik og Malin Lake átti einnig prýðisleik, en botninn datt algjörlega úr leik heimastúlkna í síðari hálfleik. Herdís Sigurbergs- dóttir var best í liði Stjörnunnar sem annað árið í röð sigraði ÍBV í undan- úrslitum. Guðný lék lausum hala m Ífyrri leik liðanna sem fór fram í Garðabæ á laugardaginn höfðu Garðbæingar nauman sigur, 22:21. Stjörnustúlkur byrj- uðu betur en gestim- ir komust yfir eftir 22 mínútur. I síðari hálfleik náðu Stjörn- ustúlkur að spila eins og þeim hent- ar, juku forskotið jafnt og þétt á meðan Vestmannaeyingar fóru illa með færi sín en náðu samt að jafna þegar fimm mínútur voru eftir. Þá skomðu Stjörnustúlkur tvö mörk í röð Stefán Stefánsson skrifar en Malin Lake minnkaði muninn í eitt mark þegar mínúta var eftir. Hinu megin misstu Garðbæingar bolt- ann og Guðný var síðan rekin útaf. Malin skoraði en markið ekki gilt því dómarar dæmdu skref og slök send- ing þeirra beint útaf þegar 10 sekúnd- ur voru eftir, slökktu endanlega vonir þeirra um framlengingu. Guðný Gunnsteinsdóttir, línumað- urinn snjalli, fékk að leika lausum hala lengi vel og gerði 9 mörk. Það munaði líká mikið um að Fanney Rúnarsdóttir varði frábærlega í byrj- un og hafði þegar yfir lauk varið 16 skot, þar af 2 vítaskot. Þær tvær ásamt Ragnheiði Stephensen voru bestar Stjörnustúlkna en Malin og Andrea í liði ÍBV. Góð vöm færði Haukum sigur ■ m Oflug vörn Haukastúlkna á upp- hafsmínútum í leik þeirra gegn Fram í Safamýrinni á sunnudaginn, þegar liðin léku fyrsta leik sinn í und- anúrslitum, lagði grunn að 17:13 sigri þeirra og segir markatalan nokkuð um sóknir og varnir í leiknum. Haukastúlkur lokuðu leiðinni að marki sínu fyrstu tuttugu mínúturn- ar svo að sóknarlotur Framstúlkna voru endasleppar og annað mark þeirra kom á nítjándu mínútu. Á meðan skoruðu Hafnfirðingar sjö mörk. Staðan í leikhléi var 5:8. Hauk- ar héldu í horfinu fram í miðjan síð- ari hálfleik og náðu þá helmings markamun, 8:16. Þátóku Framstúlk- ur við sér með fimm mörkum í röð en tíminn var of naumur fyrir þær. „Við byrjuðum hræðilega og það var erfitt að ná þessum mun upp,“ sagði Hafdís Guðjónsdóttir, „en við mætum dýrvitlausar í næsta leik og gefum allt í hann því við erum alls ekki tilbúnar til að fara í sumarfrí.“ Haukastúlkur spiluðu bestu vörn í kvennaleik sem undirritaður hefur séð í vetur og uppskáru sigur. „Við vinnum ef við gerum eins og fyrir okkur er lagt en höfum verið að missa niður leiki. Við unnum á liðs- heildinni og vörninni, en stuðningur Haukafólks á áhorfendapöllunum var líka mikilvægur," sagði Hulda Bjarnadóttir, sem var ásamt Auði Hermannsdóttur og Judit Eztergal, best af Hafnfirðingum. Lilja Rós sigraði Evu í spennandi úrslitaleik LÍTIÐ var um óvænt úrslit á íslands- mótinu í borðtennis, sem fram fór um helgina. Guðmundur E. Steph- ensen, Víkingi, sigraði í öllum sínum flokkum. Eina breytingin frá síðasta íslandsmóti var að Víkingarnir Lilja Rós Jóhannesdóttir og Eva Jósteins- dóttir skiptu um sæti eftir að Lilja Rós vann Evu í æsispennandi úrslita- leik þar sem þurfti 5 loturtil að knýja fram úrslit. Guðrhundur og Eva unnu nokkuð ör- ugglega í tvenndarleiknum á föstu- daginn. I meistaraflokki karla léku til úrslita Guðmundur og Stefán Kjartan Briem, KR, sem Stefánsson er við nám í Danmörku og skrifar leikur með liði þar. Kjartan sló út Ingólf Ingólfsson, Víkingi, í undanúrslitunum í spennandi 5 lotu leik. Guðmundur vann fyrstu lotu gegn Kjartani 21:16 en Kjartan jafnaði með 20:22 sigri í næstu. Guðmundur sigr- aði næst 21:12 en aftur náði Kjartan að jafna 21:18 þannig að leika varð odda- lotu. Þar hafði Guðmundur tögl og hagld- ir og sigraði örugglega, 21:11. Stöllurnar Eva og Lilja Rós hafa lengi barist á toppnum en Eva yfirleitt haft betur. Lilja Rós hefur hins vegar æft vel í vetur og er punktahæst af kvenfólkinu. Hún vann fyrstu lotu 21:19 og næstu 21:18 en Eva lagði ekki árar í bát, vann næstu tvær lotur 21:18 og 21:9. í odda- Iotu sigraði Lilja Rós, 21:17, á Iokasprett- inum. „Ég átti alveg eins von á að sigra í einliðaleiknum en hélt að sú von væri úti þegar hún jafnaði," sagði Lilja Rós, örþreytt eftir sigurleikinn gegn Evu. „Ég held að ég hafi unnið á meiri þolinmæði ef eitthvað er. Mér gengur best ef ég fæ að spila eins og mér hentar best og fer ekki út í einhveija vitleysu," bætti Lilja Rós við. Guðmundur og Ingólfur áttu ekki í vandræðum með félaga sína úr Víkingi, Markús Árnason og Sigurð Jónsson, í tví- liðaleik en þar kom skemmtilega á óvart endurkoma Hilmars Konráðssonar og Bjarna Bjarnasonar, sem settu Kjartan Briem og Kristján Viðar Haraldsson út í kuldann í undanúrslitum. í tvíliðaleik kvenna sigruðu Lilja Rós og Eva auðveld- lega_ Ingibjörgu S. Árnadóttur úr Víkingi og Ástu Urbancic úr Erninum. Framkvæmdin ekki í lagi í Garðabæ Stefán Stefánsson skrifar STIGATAFLANI Garðabænum var biluð er fyrri leikur Stjörnunn- ar og ÍBV í undanúrslitum 1. deild- ar kvenna fór fram á laugardag- inn. Hvorki var hægt að sjá hvern- ig staðan var í leiknum hverju sinni né né hvað leiktimanum leið. Þulur sagði alltaf frá hvaða leik- menn Stjörnunnar skoruðu og hvernig staðan var í leiknum - þegar Stjarnan var yfir, annars ekki. Þegar ÍBV skoraði sagði þulurinn stundum frá því, en ekki alltaf. Gleðihljómsveitin Stalla-Hú frá Vestamannaeyjum mætti á leikinn en forráðamenn Stjörn- unnar bönnuðu henni að spila, sögðu það óskrifaðar húsreglur að hvort lið mætti vera með eina trommu á leikjum í Ásgarði. Á leik Stjörnunnar og UMFA í úr- slitakeppni karla á dögunum voru stuðningmenn Stjörnunnar hins vegar með þrjár trommur. Eyjamenniruir gáfu sig hins vegar ekki og hófu leik með hljóð- færum sínum, bassa- og snerilt- rommu, túbu, horni ogtrompetti, en létu síðan undan eftir fortölur Sljömumanna. Leikmenn Stjörn- unnar fengu einnig að hafa áhrif á hvort Stalla-Hú léki því þeir voru spurðir hvort þeim þætti það í lagi og voru nokkrir alfarið á móti því. FIMLEIKAR Góður árangur Rúnars í Noregi RÚNAR Alexandersson, fim- leikamaður úr Gerplu, náði mjög góðum árangri á sterku móti í Noregi um helgina. í fjöl- þrautinni lenti hann í fimmta sæti og gerði sér síðan lítið fyrir og sigraði i keppni á tveimur áhöldum, bogahesti og átvíslá. Rúnar fékk 9,7 fyrir æfingar sínar á bogahestinum, en það er hans sterkasta grein, og er það mjög góður árangur. Sérstaklega er árangur Rúnars eftirtektarverður þegar haft er í huga að á mótinu keppti með- al annarra Kínveiji sem var í efstu sætum á kínverska meist- aramótinu. Á tvíslánni fékk Rúnar 9,3 fyrir æfingar sínar og er það einnig mjög góður árangur. í fjölþrautiimi stóð Rúnar sig einnig vel en gerði smávægileg mistök i gólfæfingunum og i hríngjunum, mistök sem kost- uðu hann verðlaunasæti. Það var Norðmaðurinn Flemming Solberg sem sigraði í fjölþraut- inni en eins og staðan er núna lítur út fyrir að hann verði eini keppandinn frá Norðurlöndum sem tekur þátt í fimleikakeppni Ólympíuleikanna í sumar, þótt ekki sé öll nótt úti enn um að Rúnar komist á leikana. SNOKER Öruggur sigur Is- lendinga ÍSLENSKA landsliðið í snóker sigraði nokkuð örugglega í sínum riðli í undankeppni Heimsbik- arkeppninnar, en leikið var í Belg- íu um helgina. Með sigrinum tryggði landsliðið sér rétt til að taka þátt í Iokakeppninni sem verð- ur í Tævan í haust, en þar leika tuttugu bestu þjóðirnar til úrslita. Islendingar voru í riðli með Dön- um, Pólveijum og Svíum og gerðu sér lítið fyrir og sigruðu alla mót- herja sína. Pólverjar voru lagðir að velli 9:0, Svíar lágu 6:3 og loks voru Danir lagðir að velli 8:1. Lið íslands skipuðu þeir Kristján Helgason, Jóhannes B. Jóhannes- son og Edward Matthíasson. SKÍÐI Brynja nældi í ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1996 B 5 ÍÞRÓTTIR JUDO Vernharð Þorleifsson þriðji í Róm og er kominn með annan fótinn til Atlanta Er i sjounda himni Mórgunblaðið/RAX VERNHARÐ varð í þriðja sæti á 'sterku móti í Róm og er kominn með annan fótinn á Ólympíuleikana. VERNHARÐ Þorleifsson, júdó- kappi f rá Akureyri, varð í þriðja sæti á einu af hinum svoköll- uðu A-mótum, sem fram fór í Róm á Ítalíu, um helgina. Árangur Vernharðs færir hann enn nær markmiði sínu, að komast á Ólympíuleikana í Atl- anta í sumar, en hann er nú í sjöunda sæti á Evrópulistanum en níu efstu á þeim lista kom- ast á Ólympiuleikana. „Ég er i sjöunda himni yfir árangri mín- um. Það er frábært að ná bronsverðlaunum tvö A-mót í röð. Það má mikið breytast ef ég á ekki að komast á Óiympíu- leikana. Ætli ég sé ekki kominn þangað með annan fótinn og þrjár tær til viðbótar," sagði Vernharð, sem er 22 ára. Vernharð byijaði á því að leggja Spánverjann Alcibar, fékk fimm stig (Yuko) fyrir að kasta honum í gólfið. Jikulauri frá Georg- íu var næstur í röðinni og Vernharð náði armlás í þeirri viðureign og fékk Ippon. í þriðju viðureigninni fékk Vernharð Yuko fyrir að kasta Pantic frá Júgóslavíu og dugði það til sigurs. „Þetta var rosalega erfið glíma því hann gaf mér þungt höf- uðhögg og við það efldist ég til muna og náði að sigra.“ Þjóðverjinn Knorrek, sem sigraði í þyngdarflokknum, vann Vernharð í undanúrslitum þar sem hann fékk þijú refsistig. „Ég var nálægt því að sigra Knorrek, sem er efstur á Evrópulistanum, enda glíman mjög BLAK jöfn og spennandi." í glímunni um þriðja sætið lagði Vernharð síðan Borisenko frá Úkraínu á Ippon. „Það sýnir styrk að vinna úrslita- glímur eins og þessa. Áður fyrr tapaði ég yfirleitt úrslitaglímum. Þegar ég stóð á verðlaunapallinum og horfði á hina júdómennina á pallinum hugsaði ég með mér, að fyrir nokkrum árum hefði ég ekki getað látið mig dreyma um að standa í þessum sporum. Þetta eru svo stór nöfn í júdóinu. Þessi tvö síðustu mót gefa mér mikið sjálfs- traust og ég veit að á góðum degi ætti ég að geta staðið á efsta þrep- inu,“ sagði Vernharð. Bjarni Friðriksson tók einnig þátt í mótinu í Róm og lenti í 7. sæti. Hann tapaði fyrstu viðureign- inni gegn Soares frá Portúgal, Yuko, en lagði síðan Hassine frá Túnis á Ippon og mætti næst Kov- avs fráUngverjalandi, en hann sigr- aði á Ólympíuleiknunum í Barcel- ona. Bjarni sýndi mikla baráttu og var þetta ein af bestu viðureignum hans, meistarinn gafst upp þegar Bjarni náði armlás á hann. Ippon. Úkraínumaðurinn Borisenko vann Bjarna síðan á Ippon. Eiríkur Kristinsson keppti einnig á mótinu en tapaði í fýrstu umferð fyrir Úkraínumanni. Nú er aðeins eitt A-mót eftir fram að Evrópumeistaramótinu sem verður í byijun maí. Bjarni Friðriksson fer til Hollands á síð- asta A-mótið og verður það síðasta tækifæri hans til að komast á Evr- ópumótið því þangað fer aðeins einn íslendingur í þessum þyngdar- flokki og þar hefur Vernharð bet- ur. Bjarni þarf að ná fyrsta eða öðru sæti í Hollandi til að fara upp fyrir Vernharð á styrkleikalistan- um. Vernharð sagðist ekki ætla á mótið í Hollandi. „Ég ætla að hvíla aðeins því þetta er búið að vera mikið álag að undanförnu. Við erum búnir að keppa á sjö mótum erlendis frá því í byijun febrúar, nánast um hverja helgi. Nú ætla ég að búa mig undir Evrópumót- ið,“ sagði Vernharð. Þróttur stendur vel að vígi ÞRÓTTUR skellti Stjörnunni í þriðja leik liðanna um íslands- meistaratitilinn íkarlaflokki og hefur 2:1 yfir. Þróttur getur tryggt sér titilinn annað kvöld er liðin mætast fjórða sinni. ^að leit ekki út fyrir að Reykja- víkurliðið myndi fara með sig- ur af hólmi í viðureigninni á sunnu- daginn. Stjarnan vann fyrstu hrin- una 15:10 og hafði undirtökin, 7:2, framan af annarri hrinu. Þá gaf móttakan sig hvað eftir annað hjá Garðbæingum og sóknirnar voru því bitlausar þrátt fyrir að búlg- arski galdramaðurinn Hristo Sto- ianov, uppspilari Stjörnunnar, reyndi sitt besta til að vinna úr hlut- unum. Fram að þeim tíma höfðu leikmenn Þróttar átt í verulegum erfiðleikum með Stjörnuna þrátt fyrir að Gottskálk Gizurarson, einn af fastamönnum liðsins, væri fjarri góðu gamni, þar sem hann er farinn utan vegna vinnu og leikur ekki meira með liðinu í úrslitakeppninni. Stjarnan fékk ekki nema eitt stig þar sem eftir var af annarri hrinu og Þróttarinn Ólafur Heimir Guð- mundsson fór að skila skellunum í gólfið eftir að hafa verið dapur framan af leiknum. Þróttur vann 15:8. Þróttur drottnaði yfír Stjörn- unni það sem eftir var. Vann þriðju hrinuna 15:11 og þá síðustu 15:4. Emil Gunnarsson fékk það erfiða hlutverk í Stjörnuliðinu að sjá um móttökuna mestallan leikinn og fórst það vel úr hendi en hann og Hristo voru bestu menn liðsins. Ól- afur Heimir náði sér vel á strik í Þróttaraliðinu þegar líða tók á leik- inn og Áki Thoroddsen var afger- andi á miðjunni og illviðráðanlegur. Þrórtarstúlkur jöfnuðu Það voru grimmar Þróttarastúlk- ur sem mættu til annars úrslitaleiks- ins gegn HK í Neskaupstað á sunnu- daginn, minnugar þess að þær töp- uðu í fimm hrinu leik á föstudags- kvöldið eftir að hafa verið yfir 12:9 í oddahrinunni. Stemmningin í Nes- kaupstað var með ólíkindum en um 15% íbúanna mættu og hvöttu sitt lið ákaflega til sigurs. Fyrsta hrinan gekk líka vel hjá heimaliðinu sem vann 15:8. HK stúlkur hristu af sér slenið í annarri hrinu og höfðu 11:7 yfir þegar sóknin fór í gang hjá Þróttarstúlkum svo um rnunaði og hávörnin hjá HK réð ekki við neitt. Þróttarstúlkur náðu að hrista HK liðið af sér á lokakaflanum og sigra 16:14. Þriðja hrinan var í járnum, jafnt var á flestum tölum en hun- grið var meira hjá Þróttarstúlkum sem kórónuðu frábæra frammistöðu með því að klára þriðju hrinuna 15:11. Þróttarstúlkur léku flestar hveij- ar mjög vel en Miglena Apostolova þó sýnu best. Elín Guðmundsdóttir var skæð í sókninni hjá HK en hún og Elva Rut Helgadóttir léku best fyrir HK í leiknum. Morgunblaðið/Bjami ÞRÓTTARINN Ólafur Heimir Guðmundsson skelllr hér í hávörn Stjörnunnar en þar eru fyrir nafnarnir Eíríkur B. Þorsteinsson og Eiríkur R. Eiríksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.