Morgunblaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 8
V fWtrp»M«Srt]§> HANDKNATTLEIKUR / URSLITAKEPPNIN Valsmenn vöknuðu við fyrsta hanagal MEISTARAR Valsmanna tryggðu sér rétt til að leikagegn deildarmeisturum KA um ís- landsmeistaratitilinn í ár. Sag- an verður því endurtekin frá því í fyrra. Valsmenn vöknuðu við fyrsta hanagal gegn Aftur- eldingu að Hlíðarenda — fóru heldur betur að bíta frá sér eft- ir að Ingimundur Helgason hafði skorað fyrsta mark Aftur- eldingar úr vítakasti. í kjölfarið komu sjö mörk í röð hjá Vals- mönnum, 7:1, og eftir það var aðeins skylduverkefni hjá þeim að Ijúka leiknum, 27:21. Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar Valsmenn léku geysilega sterkan varnarleik strax í byrjun, höfðu vakandi augu á Bjarka Sig- urðssyni, sem hafði verið þeim erfiður, og lokuðu línunni, þannig að Róbert Sighvatsson fékk iít- ið athafnasvæði. Þegar staðan var orðin 6:1 fyrir Valsmenn og Aftur- eldingarmenn búnir að klúðra fimm sóknum bað Einar Þorvarðarson, þjálfari Aftureldingar, um leikhlé. Olafur Stefánsson bætti við marki, 7:1, síðan misstu Valsmenn Sigfús Sigurðsson útaf í tvær mín. Ingi- mundur minnkaði muninn í 7:2 úr vítakasti á 13. mín. og þegar fimmt- án mín. voru búnar af leiknum skor- uðu leikmenn Aftureldingar fyrsta mark sitt utan af velli, Bjarki með langskoti — eina mark hans með langskoti í leiknum. Afurelding náði að minnka muninn í 8:6 á 19. mín. Tvö síð- ustu mörk fyrri hálf- leiksins skoraði Sigfús Sigurðsson fyrir Val úr hraða- upphlaupum, 15:10. Valsmenn fóru því með gott veganesti í seinni hálf- leikinn, fimm marka forskot. Mest náðu þeir niu marka forskoti, 23:14 og 24:15, lokatölur 27:21. Það kom í ljós í þessum leik hvað breiddin hefur mikið að segja — Valsmenn eru með miklu öflugri leikmannahóp en Afturelding og þá búa þeir yfir mikilli reynslu, meistarar þriggja síðustu ára. Dagur Sigurðsson lék mjög vel fyrir Valsmenn í fyrri hálf- leik, skoraði þá mörg glæsileg mörk — sex af sjö mörkum sínum, og var sterkur í vörn. Vörn Valsmanna er ekki árennileg með Dag, Sigfús, Jón Kristjánsson og Ólaf Stefánsson, sem var tekinn úr umferð í sóknar- leiknum í seinni hálfleik. Jóhann Samúelsson og Páll Þórólfsson voru atkvæðamestir í liði Aftureldingar. Nokkra athygli vakti í leiknum hvað landsliðsmarkverðirnir Bergsveinn Bergsveinsson, Aftureldingu, og Guðmundur Hrafnkelsson, Val, voru daprir. Guðmundur hresstist lítillega þegar á leikinn leið, Bergsveinn var heillum horfínn. Þannig vörðu þeir Guðmundur Hrafnkelsson, Val 10 (Þar af þrjú skot, þar sem knötturinn fór aiftur til mótheija). 8(2) langskot, 1(1) úr horni og 1 eftir hraðaupphlaup. Bergsveinn Bergsveinsson, Aftureldingu 5 (2). 2(1) af línu, 1 langskot, 1 úr horni, 1(1) eftir hraðaupphlaup. Sebastían Alexanderson, Aftureldingu 6 (1). 2 Iangskot, 2 úr homi, 1 af línu, 1(1) eft- ir hraðaupphlaup. ÞETTA er búlð...Elnar Þorvarðarson, Björn Sigurðsson, liðsstjóri, urðu að Morgunblaöiö/Bjarni þjálfarl Aftureldlngar, og Davíð játa slg sigraða að Hlíðarenda. og hörð bar- átta fram- undan11 „ÞAÐ var þó nokkur pressa á okkur, enda alltaf erfitt að leika úrslitaleiki. Við mættum grimm- ir til leiks/vörn okkar var sterk, Guðmundur varði ágætlega og sóknarleikurinn gekk vel,“ sagði Jón Kristjánsson, þjálfari og leikmaður með Val, eftir auð- veldan Valssigur gegn Aftureld- ingu. „Það var ákveðinn léttir að ná þessum áfanga. Við byrjum nú að undirbúa okkur fyrir leik- ina gegn KA og að verja meist- Úrslitakeppnin í handknattleik Þriðji leikur liðanna í undanúrslitum íslandsmótsins, leikinn að Hlíðarenda laugardaginn 23. mars 1996. SOKNARNYTING Valur Mörk Sóknir % v~' Aftureiding Mörk Sóknir % 15 24 62 F.h 10 23 43 12 27 44 S.h 11 27 41 27 51 53 Alls 21 50 42 7 Langskot 9 5 Gegnumbrot 2 3 Hraðaupphlaup 1 5 Horn 3 6 Lína 2 1 Viti 4 aratitil okkar. Við mætum óhræddir til leiks gegn KA, við höfum góða reynslu að lcika gegn KA-liðinu á Akureyri og höfum náð að aðlaga okkur að- stæðum þar. Mikil og hörð bar- átta er framundan," sagði Jón Kristjánsson. Fyrsti leikur liðanna verður á Akureyri á fimmtudaginn, að Hlíðarenda á laugardag, á Akur- eyri þriðjudaginn 2. apríl. Ef með þarf fleiri leiki verður leik- ið að Hlíðarenda fimmtudaginn 4. apríl og á Akureyri laugar- daginn 6. april. Markaregn í Dortmund MEISTARAR Dortmund unnu enn einn stórsigurinn á laug- ardaginn, þrátt fyrir að nokkr- ir lykibnenn gátu ekki leikið með liðinu vegna meiðsla. Dortmund, sem skellti Stutt- gart fyrir viku 5:0, skoraði sex mörk gegn Frankfurt, 6:0. Karlheinz Riedle skoraði tvö mörk, Michael Zorc, Steffen Freund, Jörg Heinrich og Stephane Chapuisat eitt hver. •Lothar MatthSus tryggði Bayern Miinchen sigur, 1:2, á Leverkusen með marki níu mín. eftir leikhlé. •Friedel Rausch, þjálfari Kais- erslautern, sagði starfi sinu lausu eftir að liðið hafði gert markalaust jafutefli á heima- velli gegn Werder Bremen. „Ég vil ekki tjá mig um leikinn - þetta var minn sfðasti dagur í vinnunni hér. Ég vil nota tækifærið til að óska þeim sem tekur við starfi mínu meiri gæfu en ég hef orðið aðnjót- andi í vetur,“ sagði hinn 56 ára Rausch, sem tók við þjálfun Kaiserslautern 1993. Á sunnu- daginn var síðan Rainer Geye, framkvæmdasijóri, rekinn frá félaginu en margir t.elja að slakt gengi liðsins sé mest hon- um að kenna. Benfica stöðv- aði Porto BENFICA stöðvaði sautján mánaða sigurgöngu Porto í Portúgal, þegar liðið vann á heimaveUi, 2:1, á laugardags- kvöldið. Porto, sem leikur und- ir sljórn Bobby Robson, fyrrum landsliðsþjálfara Englands, hafði leikið 53 deildarleiki í röð án taps síðan í október 1994. Þrátt fyrir þennan ósigur get- ur fátt komið í veg fyrir að Porto verði meistari - þegar sjö leikir eru eftir hefur liðið þrettán stiga forskot. í leikn- um gegn Benfica varð liðið fyrir blóðtöku, eftir aðeins tvær min. fór markvörður liðs- ins, Silvino Louro, meiddur af leikvelii - og verður frá keppni í fimm vikur. Porto verður þá með aðeins einn leikhæfan markvörð í herbúðum sinum. Silvino, sem hefur verið 12 ár þjá Benfica, kom til Porto til að taka stöðu Vitor Baia, sem var dæmdur í tveggja mánaða leikbann með Porto, fyrir að ráðast að starfsmanni portú- galska knattspyrnusambands- ins í leik fyrir stuttu. Evrópumögu- leikar Á ársþingi HSÍ í Vestmanna- eyjum 1994 voru gerðar breytingar á reglum um hvaða lið ættu rétt á Evrópusætum. 1. deildin gefur alltaf tvö Evr- ópusæti — EHF og Borgar- keppni Evrópu. Þegar Valur og KA eru eftir eru möguleikarnir þessir: 1. Ef Valur verður íslands- meistari fer liðið í Evrópu- keppni meistaraliða, KA í Evrópukeppni bikarhafa, Stjarnan (3. sæti 1. deild) í EHF-keppnina og Haukar (4. sæti í 1. deild) í Borgakeppni Evrópu. 2. Ef KA verður íslandsmeist- ari fer liðið í Evrópukeppni meistaraliða, Víkingur í Evr- ópukeppni bikarhafa, Valur (2. sæti í 1. deild) í EHA- keppnina og Stjarnan (3. sæti) í Borgakeppni Evrópu. ENGLAND: 112 X11 111 1 1 1 X ITALIA: 122 112 111 X122

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.