Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 1
u •'J )(<l)};\ i\ l. JHerjaittiliI&feifc SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1996 BLAÐ B -i> Aflabrögð 4 Aflayf irlit og staösetning fiskiskipanna Fiskmarkaðir 3 Gódurkostur bæði fyrir kaupendur og seljendur fVJarkaðsmál 13 Eftirspurn eftir kræklingi er vaxandi um allan heim Greinar |/| UnnurStein- grímsdóttir líf- fræðingur hjá Rf ÝSAIM FLÖKUÐ • VINNSLA á ferskum ýsuflSk- um til útflutnings hefur vax ið mikið á Suðurnesjum á undan- förniun misserum. Góðir mark- aðir hafa verið fyrir ýsuna í Bandaríkjunum, en þa ngað hefur hún farið í flugi. Til að ná sem beztrí nýtingii og réttu útiití á fl ök i n gripa verkendur gjarnan til handflökunar. Hér er verið að hanðflaka ýsuna hjá Trosi hf. í Sandgerði. Hagnaðurinn hjá FMS jókst um 48% milli ára REKSTUR Fiskmarkaðs Suðurnesja gekk vel á síðasta ári. Hagnaður af starfsemi hans og hlutdeild í hagnaði Reiknistofu fískmarkaða varð rúmar 23 milljónir króna, sem er aukning um tæp 50% milli ára. Rekstrartekjur Fiskmarkaðs Suðurnesja hf. á árinu 1995 námu 139,5 millj. kr. Tekjur af beinni starfsemi fiskmarkaðsins námu 113,8 milljjónum. Tekjur ársins 1994 voru 126,1 milljón króna og er aukning milli ára 10,6%. Selt fyrir rúman 2,1 milljarð í fyrra Hagnaður af reglulegri starfsemi félagsins var 25,5 millj. kr. samanborið við 18,8 millj. kr. árið áður. Hagnaður af rekstri Fiskmarkaðs Suðurnesja hf. á árinu 1995 var 20,8 millj. kr. sem er 14,9% af rekstrartekj- um. Hagnaður varð á rekstri dótturfé- lagsins Reiknistofu fiskmarkaða hf. árið 1995 sem nam 3,5 millj. kr. og er hlutdeild FMS í hagnaðinum 3,1 millj. kr. Hagnaður af rekstri FMS á árinu 1995 var því 23,9 milljónir. Árið 1994 nam hagnaðurinn 16,1 milljónum króna og er aukingin tæp 50%. Árið 1995 seldust á FMS samtals 27.891 tonn fyrir rúmlega 2,1 milljarð króna Meðalverð var 76,57 krónur á hvert kíló. Þar af voru síld og loðna 2.000 tonn. Meðalverð á bolfiski var kr. 82,77. Hækkun meðalverðs var 1,5% en 8,3% ef einungis er miðað við bolfisk. Meðalverð á síld og loðnu var kr. 9,08 árið 1995 samanborið við kr. 27,75 árið áður eða 67,3% lækkun. Mlkll auknlng á þessu árl Breyting milli áranna 1994 og 1995 var sú að magnið jókst um 8% en verð- mæti jukust um 7%. Það sem af er þessu ári hafa selst 12.777 tonn fyrir 753 millj. kr. Meðal- verð var kr. 58,92. Magnið hefur auk- ist um 40%, verðmætin um 12,9% en meðalverðið hefur lækkað um 19,4%. Stærstu breytingar eru að sala loðnu hefur aukist um 250%, sem orsakar lækkunina á meðalverðinu, þorsks um 54%, ýsu um 32% en sala á ufsa minnk- að um 24%. „Þetta er umtalsverð aukning og ég tel að nú í fyrsta skipti sé bjart fram- undan hjá FMS. Það hafa alltaf verið blikur á lofti og margir sem hafa verið tilbúnir að telja kjark úr mönnum. Nú sýnist mér vera sóknarfæri og það byggi ég á því að fleiri og fleiri sjá sér hag í því að skipta við FMS og jafn- framt líta starfandi aðilar í sjávarút- vegi á fiskmarkað sem hjálpartæki til að ná betri árangri í sínum rekstri, en ekki kýli eða afætu á greininni sem alltof margir gerðu í upphafi," segir Ólafur Þór Jóhannson, framkvæmda- stjóri FMS. Fréttir Ætla að auka fiskflutninga • FLUGLEIÐIRfluttu 3.600 tonn af ferskum fiski til Bandaríkjanna í fyrra. Reiknað er með að þessir flutningar verði 1.200 tonn fyrstu þrjá mánuði þessa árs. í fyrra fluttu Flugleiðir hinsvegar 6 þúsund tonn af ferskum fiski til Evrópu og áætlað er að fyrstu þrjá mánuði ársins verði þeir flutningar 1.800 tonn. Aætl- að er að á árinu í heild muni Flugleiðir flytja út milli 11 og 12 þúsund tonn af fiski./2 Allir reyna að forðast þorskinn • HVERNIGtókstþérað sleppa frá þeim gula? Það er spurning dagsins," segir Hrefna Björg Oskarsdóttir hjá Hafnarvigtinni í Sand- gerði. „Það eru allir að reyna að forðast þorskinn eins og hægt er vegna þess að kvótinn er búinn hjá flestum. Menn eru að reyna að fá ufsa og ýsu og snur- voðabátarnir eru að reyna við kola. Þetta er svona dúllhjáflestum."/5 Kínverjar auka aflann • S JÁVARÚTVEGUR og fiskeldi í Kína náði hámarki á síðasta ári í 23,5 miUjón- um tonna. Kínverjar eru langumsvifamesta þjóð ver- <ild.tr í framleiðslu á fisk- meti. Aukningin frá árinu áður er 10%, en verð á fiski hækkað minna en 15% ár- inu, sem þykir Iágt þar eystra. Stjórnvöld stefna að enn frekari aukningu þar sem eldi af ýmsu tagi muni skila um 85% alls fiskmetis og sjávargróðurs./13 Vinsælar fiskbollur • HRÖNN Kristjánsdóttir framleiðir fiskbollur í nokkurra fermetra húnæði á efri hæð Fiskmarkaðs Suðurnesja í Grindavík. Fyrirtækið heitir Silfra ehf. og framleiðir bollurnar undir merkinu Nýtt og gott. Áherzlan er lögð á gæðin og hreinlæti og árangurinn hefur ekki látið á sér standa, enda annar Hrönií ekki eftirspurn./16 Markaðir Mikill afli á Suðurnesjum • BOLFISKAFLI, sem landað hefur verið Suður- nesjum hefur verið á bilinu 61.000 til 71.000 tonn síð- ustu fimm ár. Þetta magn hefur ekki fyllilega verið í samræmi við breytingar á bolfiskkvóta, en yóst virðist þó vera að lækkunin frá árinu 1994 til 1995 stafi af minnkandi þorskkvóta. Þá var ufsaafli einig með minna móti í fyrra og karfa- afli dróst einnig saman. Þó er Ijósl að tiltölulega hátt hlutfall botnfiskaflans kem- ur á líind á þessu svæði. Hlutfall þess magns sem selt er á Fiskmarkaði Suðurnesja af lönduðum bolf iski á Suðurnesjum. 45% 40 1991 1992 1993 1994 1995 Mest á markað í Grindavík Magn bolfiskafla Iðnduðum á Suðurnesjum árín 1991 til 1995 75 1991 1992 1993 1994 1995 • HLUTFALL þess afla, sem kem á land kemur og fer um Fiskmarkað Suður- nesja hefur verið nokkuð stöðugt undanfarin ár í tæplega 40% að meðaltali. Hæst varð hlutfallið 1993, 45%. Mörg fiskvinnslufyrir- tæki eru á svæðinu eru með eigin útgerð og taka fisk af eigin bátum og togurum beint til sín, en einnig er eitthvað um að þau bæði selji og kaupi á markaðn- um. Hlutfallslega mest af þeim afla sem landað er í Grindavík fer um fiskmark- aðinn, en minnst af því, sem landað er í Reykjanesbæ./6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.