Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „Hefur gengið alveg þokkalega“ ■■■■■■■■■■^■■■■■■■i EINA rækjuvinnslan á Suður- Öfl 11 cr r*íf»kinvinn«la nesjum er starfrækt ‘ Njarðvík Wllllg I æKJUVIIlIIÍ5ld og heitir Saltver hf. Eigendur Qalfi7aT>c í Miopríi^íL- hennar eru athafnabræðurnir öairvers l iVjarOVlK Þorsteinn og Öm Erlingssynir en Þorsteinn er einn aðaleigenda í fiskimjölsverksmiðjunni í Helguvík og var valinn maður Suðumesja í fyrra. Örn á einnig eigin útgerð, Sól- bakka, sem gerir út loðnuskipið Órn og snurvoðarbátinn Haförn. Þær bræður hófu að vinna rækju í Saltveri hf. árið 1990. Þeir gera út rækjubátana Erling og Hafberg auk þess sem þeir kaupa rækju af viðskiptabátum og selja afurðir sínar í gegnum SH á markaði í Evrópu. Rækjuvinnsl- an er mjög fullkomin og getur afkastað allt að 6.000 tonnum af rækju á ári. „Við höfum hinsveg- ar ekki unnið svo mikið ennþá og höfum mest farið í um 2.700 tonn á ári,“ segir Þorsteinn, „en þetta hefur samt Þorsteinn Erlingsson gengið þokkalega og vinnan hefur verið mikil. Við höfum að mestu unnið á einni vakt allt árið en ein- staka sinnum unnið á tveimur vökt- um svona þegar mest hefur verið að gera.“ Stutt í öll aðföng Hjá Saltveri vinna um 50 að jafnaði allt árið að sjómönnunum meðtöldum. ,Fólkið hér í Reykjanesbæ er yfir- leitt mjög gott og harð- duglegt til vinnu. Hér er líka þægilegt að vera með vinnslu, héðan er stutt í öll aðföng, gjöld- in eru ekki há og raf- magnsverðið er tiltölu- lega lágt. En einna stærsti kosturinn er sá að héðan er stutt að fara allt,“ segir Þorsteinn. Óbreytt stj órn hjá FMS STJÓRN Fiskmarkaðs Suðurnesja var öll enduriqörin á aðalfundi félagsins siðastliðinn föstudag. Engar tillögur komu breytingar og því verður stjórnin áfram skipuð eftirtöldum mönnum: Formað- ur er Logi Þormóðsson og aðrir i stjóm Pétur H. Pálsson, Dag- bjartur Einarsson, Sigurður Garðarsson og Sigurjón Jónsson. Varastjórn skipa þeir Þorsteinn Erlingsson, Stefán Árnason og Sævar Gunnarsson. Félagslegur endurskoðandi er Ragnar Hall- dórsson og löggiltur endurskoðandi Davið Einarsson. Fram- kvæmdastjóri er Ólafur Þór Jóhannsson. Axel kaupir Garðar II GENGIÐ hefur verið frá samningum um kaup Axels Jónssonar, Höfn í Horna- firði, á bátnum Garðari II í lok febrúar. Það er 142 tonna bátur sem var smíðaður á Akureyri árið 1974. Hann hefur þegar verið afhentur nýjum eig- anda. Garðar II er 31 metra langur og 6,70 metrar á breidd. Hann er byijaður á trollveiðum, en mun verða breytt í snurvoðabát eftir um það bil mánuð. „Það er verið að bjóða breytingarnar út,“ segir Axel. Hann segir að fimm tonn af kola og tvö tonn af síld hafi fylgt með í kaupunum. Fyrir átti hann um 300 tonna kvóta í þorski, ýsu, ufsa og karfa. Kaupverðið fékkst ekki uppgefið. „Veiðarnar hafa ekki gengið nógu vel hingað til,“ segir Axel. „Það er allt- af bijálað veður þannig að ég kemst aldrei á sjó. Auk þess er ekki lúsugan ugga að hafa nema þorsk og hann má alls ekki veiða.“ VIÐHALDINU SINNTÁ SUÐURNESJUM • ÞAD er að mörgu að huga í sjávarútveginum. Ekki er nóg að hugsa aðeins um að veiða og vinna f ískinn og svo framvegis. Viðhaldinu verð- ur einnig að sinna. Þar skip- ar Skipasmíðastöð Njarðvík- Morgunblaðið/Ásdís ur stóran sess á Suðurnesj- unum, þegar viðhalda þarf öflugum Hotanum. Flugleiðir auka getuna til fiskflutninga um 40% FLUGLEIÐIR fluttu 3.600 tonn af ferskum fiski til Bandaríkjanna í fyrra. Reiknað er með að þessir flutningar verði 1.200_tonn fyrstu þijá mánuði þessa árs. í fyrra fluttu Flugleiðir hinsvegar 6 þúsund tonn af ferskum fiski til Evrópu og áætl- að er að fyrstu þijá mánuði ársins verði þeir flutningar 1.800 tonn. Áætlað er að á árinu í heild muni Flugleiðir flytja út milli 11 og 12 þúsund tonn af fiski. „Við stöndum fyrir daglegum flutningum til Bandaríkjanna," seg- ir Arngeir Lúðvíksson, forstöðu- maður flugfraktar Flugleiða. „Fisk- urinn er fluttur til Baltimore og New York með farþegaflugvélum. Við erum að bæta verulega við flugáætlun okkar til Bandaríkj- anna, sem þýðir að á næstu mánuð- um mun flutningsgeta okkar aukast um um það bil 40%. Þetta gerist með nýrri áætlun til Boston og við- bótarflugi til New York.“ Veruleg aukning á undanförnum árum Arngeir segir að ferskfiskflutn- ingar Flugleiða hafi aukist verulega á undanförnum árum. Auk þess að flytja út fisk sjái Flugleiðir um flutninga á um 200 tonnum af ígul- kerahrognum. „Við erum með fraktafgreiðslu í Keflavík þar sem vinna átta manns, en aftur á móti er móttaka á vörum og hleðsla flug- véla í höndum verktaka. Síðan erum við með söludeild í Reykjavík," seg- ir hann. Útflutningur á ferskum fiski og fiskafurðum með flugi hefur aukizt hratt undanfarin ár. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið ræð- ur þar miklu vegna lækkunar tolla á ferskum fiskafurðum. Flugleiðir eru nánast eina flugfélagið, sem stundar fiskflutninga frá landinu, en Cargolúx, flýgur einnig með fisk til Bandaríkjanna. FOsdsúkids S KRÓKHÁLSI 6 • P.O. BOX 10280 • SÍMI 567 1900 • FAX 567 1901 • 110 REYKJAVÍK Mokafli Hornafirði - Mokveiði hefur verið hjá netabátum og smábátum það sem af er vertíð á Hornafirði. Dæmi eru um að 50 tonn hafi komið af smábátaflotanum á einum degi og eru það yfir 2 tonn á bát að meðal- tali, einnig hefur verið mjög góð veiði hjá netabátum og urðu við- skiptabátar Borgeyjar að taka upp netin á tímabili. Höfum fýrirliggjandi á lager allar stærðir af bremsuborðaefni fýrir togsþil.Vélazinkstengur, vélazinkplötur og ál-forskaut, margar stærðir. KLIF 'Y. 30t "Vfi % V:V í-y0 ÞJÓNUSTA VIÐ MALMIÐNABINN INNFLUTNINGSVERSLUN Fyrir:Vatn,feiti, lofc, olíu, rafmagn.gas og súr. Grandagarði 13, Reykjavík. Símar 552 3300 & 552 9155, fax: 552 6061

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.