Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 8
8 B MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1996 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA MORGUNBLAÐIÐ „Góður kostur bæði fyrir seljendur og kaupendur“ Morgunblaðið/Ásdís ÓLAFUR Þór Jóhannsson, framkvæmdastjóri FMS. „SALA fisks á fiskmörkuðum hafði mikil áhrif fyrir útgerðina, ekki sízt smábátana og þá, sem ekki voru með eigin fiskvinnslu og þurftu að selja aflann til annarra,“ segir Ólaf- ur. „Mesta breytingin var auðvitað mun hærra verð, greiðslutryggingin og að fá borgað vikulega fyrir afl- ann. Menn þekktu slíkt hreinlega ekki fyrir tilkomu fiskmarkaðanna. Að auki var uppgjör við þá mjög skýrt og menn vissu nákvæmlega hvað þeir voru að fá fyrir fiskinn. Menn voru reyndar hikandi við að koma inn á markaðinu í fyrstu, en þeir nýjungagjörnu ruddu hinum brautina. Nú er nánast enginn smá- bátur í föstum viðskiptum við fisk- vinnsluna. Þeir fara allir með afla sinn inn á markaðinn. Elnnig góður kostur fyrir vinnsluna Þá var það mikill kostur fyrir fiskvinnsluna, að selja hluta afla síns inn á markaðinn. Þeir sem voru til dæmis að salta, gátu aðeins notað þorsk, ufsa, löngu og keilu. Bátarnir voru kannski að reka í hellings ýsuafla, fá karfa, rauð: maga og ýmsar fleiri tegundir. I stuttu máli var gangurinn sá, að þessum fiski var fyrst mokað út í horn í móttökunni. Síðan var honum mokað upp á bíl og sturtað inn hjá frystingunni, sem lét plata sig til að kaupa hálfónýtt hráefni. Það hefði hreinlega verið miklu nær að að fara með þetta beint í bræðslu. Þegar menn voru á humri þurfti að selja skötuselinn, lúðuna og ýs- una, sem ekki hentaði vinnslunni, og svona mætti lengi telja. Þetta var líka ein stærsta breytingin fyrir fiskseljendur, því nú komu þeir meðaflanum í gott verð og höfðu trygga greiðslu fyrir hann. Það breytti gífurlega miklu þegar menn fóru að fá verð fyrir fisk, sem var ýmist hent beint í sjóinn eða eyði- lagður í landi.“ Sérhæflng Hvað með kaupendur? Sátu þeir þá bara uppi með mun hærra físk- verð en áður? Lagenlœri jjr\? vönbretH ■ Með þessu stórkostlega fyrir- komulagi næst hámarksnýting á lagersvæði. Mjög hentugt kerfi og sveigjanlegt við mis- munandi aðstæður. Greiður aðgangur fyrir lyftara og vöru- vagna. Ávallt fyrirliggjandi. Leitið upplýsinga. SMIÐJUVEGI 70, KÓP. • SÍMI564 4711 • FAX 564 4725 „Fyrir kaupendur voru fískmark- aðamir líka mikil breyting til batn- aðar. Þeir, sem voru að reyna að sérhæfa sig, til dæmis í vinnslu á ýsu, áttu í vandræðum meða að fá bara ýsu. Þeir voru píndir til að taka allt mögulegt með, sem þeir kærðu sig ekkert um og vom í vand- ræðum með að gera einhver verð- mæti úr. Væru menn að kaupa þorsk af einhveijum báti, var það gjarnan skilyrði að taka keiluna með og svo framvegis. Nú geta kaupendur einfaldlega keypt þær físktegundir sem þá vantar og oft- ast í því magni, sem þeir helzt vilja. í upphafí var sagt við okkur, að það væri enginn vandi að selja þorsk og ýsu, en fullyrt að enginn myndi kaupa keilu og löngu, hvað þá ann- að „drasl“ eins og skrápa og sköt- ur. Það var reyndar rétt. Við vorum í vandræðum með að selja löngu, keilu og steinbít í upphafi. Við vor- um að klappa mönnum á bakið og biðja þá um að taka þessar fískteg- undir fyrir 10 krónur eða eitthvað svoleiðis. Þetta breyttist reyndar mjög fljótt, því þorskurinn varð fljótt mjög hár í verði og því leituðu menn annarra leiða í vinnslunni. Aukin tækifæri í útflutningl Þá kom það einnig til að töluvert var um að útflytjendur hefðu mögu- leika á að selja steinbít og aðrar tegundir, en gekk illa að fá þessar fisktegundir til útflutnings. I stóru frystihúsunum voru þessar tegundir látnar mæta afgangi, rennt seinna í gegn og gæðin því ekki í lagi. Að auki voru þessi hús bara að selja SH eða Sambandinu og vildu heldur láta sína menn fá þetta á lágu verði frekar en svíkja þá og selja öðrum. Með fiskmörkuðunum breyttist þetta mjög fljótt. Þá kom útflytj- andinn til framleiðanda, sem hann treysti, og benti honum á að fara á markaðinn og kaupa allan stein- bítinn. Hann fengist á lágu verði, en hægt væri að flytja hann út á fínu verði. Þannig fannst farvegur fyrir þessar áður vannýttu tegund- ir. Smærri úytflytjendum fjölgaði við hlið þeirra stóru. Þeir smáu ein- beittu sér að þessum físktegundum og um leið spruttu upp margir minni framleiðendur, sem voru til í að vinna steinbít, keilu, flatfísk og jafnvel tindabikkju, sem þeir fengu gott afurðaverð fyrir. Þetta hefur skilað gífurlegum verðmætum fyrir þjóðarbúið, skapað sjómönnum og fískverkafólki góðar tekjur. Söfnunarstöðvar Fisktegundir eins og keila, langa, steinbítur, skarkoli, langlúra og fleira seljast nú á allt að 100 krón- um eða meira á mörkuðum og skila samt sem áður þeim, sem vinna þær bærilegri afkomu. Áður döguðu þessar fisktegundir uppi í físk- vinnslustöðvunum og enduðu í beinakassanum. Nú eru fiskmark- aðirnir orðnir söfnunarstöðvar fyrir þessar fisktegundir. Þeir taka allt niður í nokkur kíló af hverjum bát, sem saman verða kannski tvö til þijú tonn, sem dugar einum verk- anda til lifibrauðs. Þarf að auka flokkun Kaupandinn hefur nú meiri möguleika á að sérhæfa sig. Við erum ekki komnir á endapunktinn þar. Það er hægt að gera betur með aukinni stærðarflokkun um borð í bátunum, flokkun eftir veiði- dögum og svo framvegis. Sumir kaupendur leita að smáum þorski, aðrir millistærðum og loks eru enn aðrir sem vilja bara stærsta fískinn í salt. Þetta er reyndar vinna, sem einhver verður að borga fyrir og það gerir bara þorskurinn sjálfur. Vandamálið hefur einnig verið það, að þetta hefur fyrst og fremst ver- ið seljendamarkaður, þannig að kaupandinn hefur ekki borgað nógu mikið fyrir flokkun. Við höfum séð það að bátamir hafa komið inn með flokkað í lif- andi blóðgað og dauðblóðgað. Þeir hafa kannski fengið 120 krónur fyrir lifandi blóðgað en 80 fyrir bitt. Aðrir komu svo inn með lif- andi blóðgað og dauðblógðað saman og sögðu bara að það væri til helm- inga. Þeir fengu kannski 120 fyrir allt. Þannig var þeim hampað sem ekki flokkuðu um borð, en kaupand- inn keypti köttinn í sekknum. Síðan breytist þetta þegar markaðurinn verður að kaupendamarkaði. Þá fá menn umbun fyrir flokkun. Það er einn bátur hjá okkur, Skarfur GK, sem hefur flokkað físk- inn eftir veiðidögum frá upphafi. Maður dáist að þeim fyrir það, því framan af fengu þeir það ekki borg- að. Nú hefur það breytzt og það fæst töluvert hærra fyrir nýjasta fiskinn en þann eldri. Pétur Jó- hannsson, skipstjóri, vill einfaldlega að hlutirnir séu gerðir eins vel og hægt er,“ segir Olafur Þór. Verðið á mörkuðunum raunhæft Margir hafa haldið því fram að verðið á mörkuðunum sé allt of hátt. Það sé ómögulegt að borga þetta verð eigi vinnslan að ganga. Með þessu sé einfaldlega verið að auka kostnað við físksölu og færa auknar tekjur til útgerðar og sjó- manna á kostnað vinnslunnar. „Ég held að nú sé hægt að tala um að verð á mörkuðunum sé raun- hæft. Fyrst í stað var töluvert um að kaupendur kynnu fótum sínum ekki forráð. Kaupendahópurinn nú er orðinn jafnari en áður og ævin- týramenn eru ekkert fleiri á þessum vettvangi en öðrum í atvinnulífinu. Við erum bara með rétt verð. Hins vegar held ég að það sé miklu síður rétt verð, sem verið er að greiða þegar togari kemur að landi með stóran farm af eins til sjö daga gömlum fiski og áhöfnin heimtar markaðstengt verð. Það þýðir ekkert að vera að bera saman verð á 10 tonnum af þorski inn á markað, þegar gífurleg eftirspurn er eftir honum ferskum í flugið daginn eftir og á disk neytandans daginn þar á eftir, og verð á heilum Fiskmarkaður Suður- nesja er stærsti físk- markaður landsins og einn af brautryðjendun- um í markaðssetningu á físki. Sala físks á mörk- uðum hefur breytt miklu, bæði fyrir útgerð og sjómenn annars veg- ar og fiskvinnsluna hins vegar. Hjörtur Gísla- -----------------^--------- son ræddi við Olaf Þór Jóhannsson, fram- kvæmdastjóra FMS, um þessar breytingar. togarafarmi úti á landi, þar sem eftirspurnin er lítil og mikið af físk- inum mun eldra en á markaðnum. Það er miklu nær að segja að verð- ið á togarafarminum sé of hátt. Því væri það bezta sem stóru fyrirtæk- in gerðu, að setja fískinn inn á markaðinn. Það eru ekkert margir sem geta keppt við þá. Þeir, sem ættu möguleika á flugi, gætu þá kannski keypt bezta fiskinn á háu verði, hitt keyptu stóru fyrirtækin á raunhæfu verði. Þá væri heldur enginn að vinna eldri fisk en skyn- samlegt er. Lækkandi verö með auknum kvóta Þá er eðlilegt að verðið lækki, þegar þorskkvótinn eykst. Það er líka eðlilegt að verð á ýsu hafi lækk- að á mörkuðunum. Verð á ýsu í Bandaríkjunum var orðið svo hátt, að allir vildu framleiða fyrir þann markað og birgðir hafa hlaðizt upp. Fólkið fer að borða ódýrari fisk. Því verða menn að klára að selja þessar birgðir, sem fyrir eru og fara síðan að vinna á eðlilegu verði á ný. Þá fer fólkið að borða ýsu á ný. Ferski fiskurinn heldur uppi verðinu á mörkuðunum, en þegar mikið er á þeim, fellur verðið ekk- ert niður úr öllu valdi, því að á ákveðnu stigi kemur frystingin inn og kaupir það sem til boða er. Hún virkar svona eins og yfirfall á mark- aðinn. Svona má einnig segja um landið. Þegar eitt svæði er mettað, tekur annað svæði við. En það gengi ekki nema að boðið væri upp á mörgum stöðum í einu og ábyrgð væri á öllum greiðslum. Aukin f iskvinnsla á svæðinu Það er ljóst að fiskmarkaðarnir hafa leitt af sér aukna fiskvinnslu á svæðinu, einkum minni og sér- hæfðari verkendur. Það er líka orð- in eftirspurn eftir framleiðendum af afurðasölunum, því vegna físk- markaðanna hefur tekizt að afla fleiri markaða en áður. Þannig styð- ur þetta hvort annað og eykur verð- mætasköpun verulega. Það eru ný fyrirtæki að koma inn á svæðið og þessi smærri eru að eflast. Saltfisk- vinnslan hér er orðin mjög öflug og kaupir físk víða að, en frysting- in á erfitt uppdráttar í nábýli við ferska fiskinn og saltfiskinn. Meira af fiski inn á svæðið Það er ekki nokkur vafí á því að fiskmarkaðamir hafa dregið töluvert af físki inn á svæðið. Sérstaklega var það áberandi áður en markaðirn- ir úti á landi tóku til starfa. Mikið af þessum fiski verður svo eftir á svæðinu og fer í ýmiss konar vinnslu. Flotinn færir sig meira milli land- svæða eftir því hvar aflast mest, vegna þess að bátarnir geta landað nánast hvar sem er, fengið gott verð fyrir fiskinn og góða þjónustu. Þá hefur öll flutningatækni tekið miklum framförum með mörkuðun- um og það er hreinlega ekkert mál að flytja fiskinn landshorna á milli. Fiskmarkaðarnir hafa breytt miklu og eiga eftir að breyta enn meiru,“ segir Ólafur Þór Jóhannsson. Minna af þorski „Ef skoðað er hve hátt hlutfall helstu tegundirnar, þorskur, ýsa, ufsi og karfi, eru í heildaraölu FMS á hverju ári kemur eink- um tvennt i ljós,“ segir Ólafur Þór. „í fyrsta lagi að þarna eru talsverðar sveiflur sem má skýra með sveiflum í veiðum og veðr- áttu, þó ég hafi ekki rannsakað það sérstaklega. Og í öðru lagi er athyglisverð mikil lækkun á hlutfalli þorsks úr því að vera um ogjyfir 50% til ársins 1993 niður i að vera 29% á síðasta ári. A þessu eru eflaust margar skýringar en þyngst vegur kvóta- skerðing sem átt hefur sér stað á tímanum, og um leið hefur þorskur færst í föst viðskipti milli útgerðar og fiskvinnslu. Fisk- vinnsian útvegar kvóta, sem reyndar kostar sitt, en kosturinn cr sá að það kemur hvergi fram. Þetta hefur komið sér illa fyrir FMS í tekjumissi, og ekki síður fyrir marga af okkar ágætu kaupendum sem ekki geta lengur treyst á að kaupa þann þorsk scm þcir þurfa á FMS. Útgerðarmönnum og sjómönnum líka þessi viðskipti ekki heldur þar sem þeir geta ekki verið á frjálsum markaði með sinn fisk og fá hæsta mögulega verð, þar sem þeim er nauðugur einn kostur eigi þeir að geta róið áfram. Reynt hefur verið að bregðast við þessu á ýmsan hátt við misjafnar undirtektir.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.