Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 10
10 B MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ _______________________________SAIMPGERÐI______________________________ Miðnes hf. í Sandgerði einbeitir sér að útflutningi ferskra karfaflaka MIÐNES hf. í Sandgerði hefur eins og önnur sjávarútvegsfyrirtæki á Suðurnesjum lent í hremmingum, en hefur staðið þær af sér eftir mætti með aðlögun og aðgerðum. Varnaraðgerðir hafa m.a. falið í sér aukna hagræðingu, fækkun starfs- fólks í samræmi við aflasamdrátt, sölu á eignum og hlutabréfum í öðrum fyrirtækjum, breytingu ís- fisktogara yfir í frystitogara til betri nýtingar kvótans og sóknar í úthafsveiði og síðast en ekki síst samruna hlutafélaganna Keflavíkur og Miðness. „Þetta hefur allt saman skilað sínu, en fyrirtækið er fyrst og fremst til í dag vegna þess hversu stöndug þessi fyrirtæki voru áður en þessar þrengingar hófust," segir Ólafur Baldur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Miðness, sem jafn- framt er eigandi fyrirtækisins ásamt bræðrum sínum þremur, þeim Jóni Ægi, Gunnari Þór og Ásgeiri. Miðnes hf. var ekki stofnað fyrr en árið 1941, en upphafið átti sér lengri aðdraganda, eða allt frá árinu 1927 þegar Ólafur Jónsson hóf að starfa með Haraldi Böðvarssyni, sem hóf sína útgerð og fiskvinnslu í Sandgerði árið 1913. Leiðir skildu fyrir um 60 árum þegar félagarnir Ólafur Jónsson og Sveinn Jónsson tóku yfir reksturinn í Sandgerði. Fyrir þann tíma hafði Haraldur Böðvarsson flutt meginhluta starf- semi sinnar til Akraness. Allar göt- ur síðan hafa fyrirtækin tvö haft með sér góð tengsl og samstarf. Sameining við HB í athugun Aðspurður um hvort til standi að sameina þessi fyrirtæki á ný segir Ólafur Baldur að ekkert sé hægt að segja um það. „Sambandið hefur verið mjög gott á milli þess- arra tveggja fyrirtækja alla tið, m.a. í aflaskiptum og fleiru, þannig að það hefur legið mjög beint við að menn skoðuðu möguleika á frek- ara samstarfi. Menn eru að minnsta kosti sammála um að nýta alla þá möguleika, sem geta verið báðum fyrirtækjunum til góðs.“ Miðnes er eitt stærsta sjávarút- vegsfyrirtæki á Suðurnesjum og er í hópi tíu stærstu kvótaeigenda með ársveltu á annan milljarð króna. „Sterk staða gerði gæfumuninn“ Fyrirtækið skilaði 175 milljóna kr. hagnaði árið 1994 en í fyrra var reksturinn rétt í járnum. Starfs- menn Miðness eru að jafnaði um 200 sem skila um 160 ársverkum. Fyrirtækið á einn 719 brúttórúm- lesta frystitogara, Ólaf Jónsson GK, sem keyptur var frá Póllandi árið 1977 sem ísfisktogari og breytt í frystitogara á síðasta ári. Skuttog- arinn Sveinn Jónsson GK, 300 brúttórúmlesta, var smíðaður í Nor- egi árið 1973 og fluttur til landsins sem Dagstjarnan og keypti Miðnes hann af Sjöstjörnunni í Njarðvík árið 1977. Þá á Miðnes hf. tvo vertiðarbáta, Jón Gunnlaugs og Geir Goða, og nótaveiðiskipið Keflvíking, en tveir hinir síðastnefndu munu fara í úr- eldingu á móti nótaveiðiskipi, sem Miðnes hefur fest kaup á frá Skot- landi og er væntanlegt til landsins í næsta mánuði. Það mun halda í síldarsmuguna þegar veiðar hefjast þar og síðan nýtt til loðnu- og síld- veiða. Skipið er fimmtán ára gam- alt, búið kælitönkum og burðargeta þess er um 850 tonn. „Það má segja að þetta sé liður í þeirri endurnýj- un, sem hafín er á íslenska loðnu- flotanum, en það lýsir því kannski best hvað við höfum dregist mikið aftur úr að við þurfum að end- urnýja skip okkar með fimmtán ára gömlu skipi, en þess má geta að Keflvíkingur, sem fer í úreldingu, verður 32 ára á þessu ári. Þetta er svo sem ágætis stökk fram á við, heldur stutt þó, en aðstæður bjóða bara ekki upp á neitt betra.“ Flugfiskur í stað gámafisks Heildarbolfiskkvóti Miðness nemur um fjögur þúsund þorskígild- istonnum og munar mest um karf- ann sem er um 40% botnfiskmagns- ins. Að auki hefur fyrirtækið tæp- lega 30.000 tonna loðnukvóta og ALLT TIL NETAVEIÐA ÞORSKANET, ÝSUNET og GRÁSLEPPUNET Frábær net frá stærsta netaframleibanda í heimi, Momoi Fishing Net. Japönsk gæöi - frábært verð Eigum ávallt fyrirliggjandi net í flestum stærðum. BLÝTEINAR, FLOTTEINAR, FÆRAEFNI O.FL. FYRIR NETAVERKSTÆÐI: BÆTIGARN, BENSLAGARN, TÓG OG LANDFESTATÓG. Marco Langholtsvegi 111 sími 533 3500 ÓLAFUR Baldur Ólafsson, framkvæmdastjóri Miðness hf. 2.700 tonna síldarkvóta. Lengi vel flutti Miðnes mikið af karfa út óunninn í gámum og nam sá út- flutningur á annað þúsund tonn árlega. „Með EES-samningunum tókum við þá stefnu að reyna að hasla okkur enn frekar völl í ferskfiskút- flutningi og nýta okkur tollalækk- anir á unnum ferskum karfaflökum á Evrópumarkaði. Við höfum reynd- ar síðustu tuttugu árin haft mikinn áhuga á ferskfiskútflutningi, en með EES færðust aðstæður mjög til betri vegar. Markmiðið hjá okkur í fyrra var að komast upp í 1.000 tonn í flugi. Það gekk ekki eftir sem skyldi, m.a. vegna sjómannaverk- fallsins í maí, en við náðum engu að síður að flytja út með þessum hætti tæp 900 tonn kæld. Það hef- ur verið ágætis stígandi í þessum ferskútflutningi og við teljum að þarna séu möguleikar, sem er ágæt- is framtíð í, bæði í karfa og öðrum tegundum líka. Verð á kældum fiski er mun hærra á mörkuðum erlendis en á frosnum, en þess ber einnig Storfor lylöri IprAnrteskr Framúrskarandi hönnun með þægindi ökumanns í fyrirrúmi. Gámagengur lyftari. 2,2'Á og 3 tonna lyftigeta. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN SMIÐJUVEGI 70, KÓP. • SÍMI564 4711 • FAX 564 4725 að geta að kostnaður samfara flutn- ingnum er einnig hærri,“ segir Ólaf- ur Baldur. 38,5% samdráttur afla á einu ári Allt fram yfir 1970 var sjávarút- vegur blómlegri á Suðurnesjum en flestum öðrum landssvæðum, skv. opinberum tölum. Ólafur segir að kaflaskipti hafi orðið í sjávarútvegi á Suðurnesjum árið 1974 þegar vertíðarafli dróst þar saman um 38,5% frá árinu á undan. „Ég man þá tölu mjög vel og þetta var mjög afgerandi byijun á þeim hremming- um, sem á eftir komu. Við héldum því fram þegar við urðum fyrst fyr- ir aflasamdrætti að rekstraraðstæð- urnar, sem við þá bjuggum við og gerðu afkomu okkar lakari en ann- arra, væru af manna völdum og lögðum því ofuráherlsu á að fá leið- réttingu þannig að við sætum við sama borð og önnur landssvæði. Þetta gilti ekki aðeins um Suðurnes- in sem slík, heldur um allt suðvest- urhornið frá Vestmannaeyjum og vestur á land. Vælið fékk ekki hljómgrunn enda höfðu stjórnmála- menn þá aðrar áherslur í atvinnu- vandamálum þjóðarinnar sem fólust í því að byggja ætti upp útgerð og fiskvinnslu á allt öðrum stöðum á landinu til þess að leysa aðsteðjandi atvinhuvanda þar. Við sjáum nú árangurinn. Hrun fyrirtækja á þessu svæði hefur ver- ið yfirgengilegt. En síðan eftir að fijálsræðið hófst, eðlilegar og sam- bærilegar aðstæður urðu ríkjandi um land allt, hafa menn á þessu svæði fundið leiðir til þess að bjarga sér og byggja upp á rústunum. Miðstýring gengur ekki. Menn verða að fá að gera hlutina í friði,“ segir Ólafur Baldur. Að mati hans varð svo megin- breytingin til hins betra með loðn- unni fyrir tveimur árum. „Það vill gleymast í umræðunni nú að sjávar- útvegurinn hefur búið við síminnk- andi aflaheimildir frá því á fyrri áratug. Þessi svokallaði bati er fyrst og fremst aðlögun fyrirtækjanna að aðstæðum þannig að þegar koma tilfallandi happdrættisvinningar á borð við góðar loðnuvertíðir, eins og þá fyrir tveimur árum, er það algjör vítamínssprauta fyrir svæði sem þetta. Saman fór gott hráefni og markaðsaðstæður, sem ekki hafa síst fyrr eða síðar. Meginvandinn í dag felst í of litl- um aflamöguleikum og verðið dug- ar ekki til þess að dæmið gangi upp. Það er ekkert minni vandi en það. Það þarf því eitthvað annað til þess að bjarga hluta af rekstrar- dæminu yfir núllið og til þess erum við m.a. nú að kaupa nótaveiðiskip, sem við hyggjumst gera út á loðnu- og síldveiðar. Með hinni nýju kæli- tankatækni vonumst við til að geta flutt til okkar meira hráefni til vinnslu. Við höfum haft ágætis af- komu af loðnuveiðinni undanfarin ár og vorum mjög stórir í loðnu- bræðslunni. Við erum því að gera okkur vonir um að sá þáttur haldi áfram að vera ein af stoðununum undir þessu fyrirtæki." Fiskmarkaðir opna möguleika Ólafur segir að fyrirtækið taki vaxandi þátt í innlendum fiskmark- aðsviðskiptum, bæði með sölu og kaupum. Tilkoma fiskmarkaðanna hafi sömuleiðis örvað smærri út- gerðaraðila að stunda róðra frá Suðurnesjum enda liggi svæðið mjög vel við miðunum. Þeir veiti jafnframt Suðurnesjamönnum möguleika á því að keppa við aðra í fiski, en áður fyrr hafi sá mögu- leiki síður verið fyrir hendi. Að- gangur að mörkuðunum hjálpi vissulega minni fyrirtækjum, sem ekki hafa eigin útgerð, að byggja sigupp. Á hinn bóginn telur Ólafur að þetta byijunarskeið markaðanna sýni að margir kaupendur hafi ver- ið að kaupa fisk á verði, sem er langt umfram getu þeirra. Mörg dæmi séu um gjaldþrot af þessum völdum og margir byiji síðan aftur upp á nýtt. „Það er mjög erfitt að keppa við menn, sem ætla sér að fara á hausinn, og hefur þetta að vissu leyti ruglað verðþróunina. Þegar markaðirnir voru upphaflega settir á stofn, var ekki farið mjög ítarlega í það að setja þeim starfs- reglur. Það átti m.ö.o. að gera það síðar í ljósi reynslu. En kappið var svo mikið, markaðir eru komnir út um allt og síðan hafa menn ekki gefið sér tíma til að þróa reglurnar nema að takmörkuðu leyti. Á þess- um aðlögunartíma hefði fyrr mátt fara í það að betrumbæta kerfið og bæta vinnubrögðin og sömuleið- is er kostnaðurinn samfara öllum þessum mörkuðum allt of rnikill." „GróAlnn í fólklö" „Við hljótum að vona, eins og við reyndar gerum á hveiju ári, að botninum hafi nú loksins verið náð i þorskveiðum þannig að við getum farið að auka kvóta og afla á ný hér eftir,“ segir Ólafur aðspurður um framtíðarhorfur. „Aftur á móti hafa menn áhyggjur af karfanum og fiskifræðingar segja að fara þurfi með gát í sókn i hann. Við vitum að veiðiárangur hefur minnk- að talsvert mikið og vandinn til við- bótar er sá að miklu minna er vitað um karfann en þorskinn. „Við vitum ekki hvort það aflamark, sem við lifum við í dag, verði til frambúðar, minnkar eða muni aukast." Fyrir utan það að stýra einu öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki á Suðurnesjum, er Ólafur Baldur sömuleiðis nýr formaður Vinnuveit- endasambands íslands. Inntur eftir því hvenær almennir launþegar í landinu gætu átt von á bættum hag, svarar hann: Við höfum átt í kreppu á undanförnum árum og í varnarbaráttu, en erum að byija að rétta úr kútnum. Mörg merki sjást um að fyrirtækin eru að styrkj- ast almennt og staðreyndin er líka sú að ísland er með meiri kaupmátt- araukningu en löndin í kringum okkur á þessu samningstímabili. Sameiginlegt markmið VSÍ og ASÍ er að skapa aðstæður til þess að kjör launþega geti batnað," segir Ölafur Baldur um leið og hann tók fleyg orð Soffaníasar Cecilssonar, útgerðarmanns í Grundarfirði, sér í munn og sagði: „Eitt af stóru markmiðum vinnuveitenda er að nudda gróðanum í fólkið."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.