Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1996 B 11 FRÉTTIR Flugflutningar flytja físk til Bandaríkjanna FLUGFLUTNINGAR ehf. sáu um flutninga á Hampiðjutrolli og toghlerum fyrir skömmu. „AÐALVERTIÐIN er frá hausti og fram yfir páska,“ segir Skúli Skúlason, stöðv- arstjóri Flugflutninga ehf., sem er umboðsaðili Cargo- lux á íslandi. „Það má segja að það sé einna mest að gera núna fyrir föstuna. Síðan dettur eftirspurnin niður eftir páska og er nánast engin yfir sumarmánuðina." Taka þann fisk sem Flugleiðir flytja ekki En eru Flugflutningar ehf. í sam- keppni við Flugleiðir? „í raun erum við að taka það umframmagn sem Flugleiðir flytja ekki,“ segir hann. „Flugleiðir hafa tíðnina fram yfir okkur. Cargolux kemur aðeins einu sinni í viku við hérna á áætlunarleið sinni frá Lúxemborg og heldur svo áfram til New York og Houston. Allur fiskurinn fer af í New York og er keyrður inn á Boston-svæðið." 20 til 35 tonn á viku Skúli segir að yfir mesta annatím- ann flytji Flugflutningar ehf. 20 til 35 tonn á viku yfir á Bandaríkin, en magnið hafí farið allt upp í sex- tíu tonn. Hann segir ekkert sam- starf á milli fraktdeilda Flugleiða 'og Flugflutninga ehf. um að nýta pláss hjá hvorum öðrum. Hinsvegar sjái Flugleiðir um hluta af afgreiðsl- unni í Keflavík. „Þeir eru með tækin í hleðsluna og það hefur gengið mjög vel. Það er gott að vinna með starfsfólki þeirra þar,“ segir hann. „Við höfum ekki hugsað okkur að breyta ferskfiskflutningum okkar á Bandaríkin. Við erum hinsvegar alltaf að reyna að auka við okkur í almennri frakt líka. í því sambandi má nefna að við höfum verið að flytja fyrir Hampiðjuna, J. Hinriksson, Marel, Formax og fleiri fyrirtæki tengd sjávarútvegi. Við tókum t.d. Hampiðjutroll og tvo toghlera fyrir skömmu." Ber 100 tonn af vörum Jám & skip með málningu og hreinsiefni frá Intemational KAUPFÉLAG Suðurnesja, Járn & skip, við Víkurbraut hefur hafið sölu á smábátamáJningu og hreinsiefnum frá Internati- onal Paints, svonefnda Yacht Line. Um er að ræða alhliða málningarviðhaldsvörur fyrir smábáta, bæði fiski- og skemmti- báta. Járn & skip kappkosta að veita viðskiptavinum sinum sérhæfða þjónustu, m.a. ráðleggingar frá málara sem starfar I versluninni. Umboðsaðili Intemational á íslandi er Málningarverksmiðjan Harpa hf. í Reykjavík. Hann segir að Flugflutningar ehf. hafi getu til að taka stóra hluti. Vélin beri í heild rúm 100 tonn í frakt. Hún geti tekið hluti sem séu allt upp í tíu metra langir, 3 metra háir og 2,40 metrar á breiddina. Hann segir að fyrirtækið hafi skapað sjö stöðugildi á ársgrundvelli. „Það er af því að við erum með það marga sem vinna hjá okkur í hverju flugi,“ segir hann. „Það eru fjórir fastráðn- ir, en fólk af Suðurnesjum kemur til að vinna hjá okkur. Þá borguðum við um 100 milljónir króna í fyrra í ýmsa þjónustu, s.s. lendingargjöld, bensín, þjónustu Flugleiða o.fl.“ Þaö birtir yfir ísiensku atvinnulífi, viö ieggjum okkar af mörkum. HF. KÆLISMIÐJAN FROST REYKJAVÍK SÍMI: 551-5200 - AKUREYRI SÍMI: 461-1700 ÖRUGG HEILDARLAUSW í RAFSUÐU 0G L0GSUÐU. BETRI RAFSUÐU- 0G L0GSUÐUVÖRUR HÁGÆÐA RAFSUÐUVÉLAR Castalm BETRI 0G SLITSUÐUEFNI TÆKNILEG ÞJÓNUSTA ® Istasknl hf, NethyI 2 Ártúnsholti Sími: 587-9100 Grænt nr: 800-6891 .blabib - kjarni málsins! Skútahrauni 11 • fax: (354) 565 2069 • símar (354) 565 1670 & 565 1850 • Pósthólf 186 • 222 Hafnarfirði. Víkingur 800 krókaleyfisbátur Víkingur 1000 kvótabátur Víkingur sameinar línur, krók og snurvoð. 7434 p Gusnímpu stbs VOLVO PENTA Yvmmi 800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.