Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1996 Steikir fiskbollumar á fiskmarkaðsloftinu Hrönn Kristjánsdóttir í Silfru í Grindavík heimsótt PLÁSSIÐ og starfs- mannafjöldinn þarf ekki alltaf að vera mikill, til að árangur náist. Hrönn Kristj- ánsdóttir framleiðir fiskbollur í nokkurra fermetra húnæði á efri hæð Fiskmark- aðs Suðurnesja í Grindavík. Fyrirtækið heitir Silfra ehf. og framleiðir bollurn- ar undir merkinu Nýtt og gott. Aherzlan er lögð á gæðin og hreinlæti og árangurinn hefur ekki látið á sér standa, enda annar Hrönn ekki eftirpurn. Silfra framleiðir ekki aðeins fisk- bollur, því á döfinni er að setja á markaðinn marineringarlög fyrir fisk, kjöt og pasta. Lögurinn verður seld- ur, eins og fiskbollurnar, undir nafn- inu Nýtt og gott, en þar var fyrirtæki sem Hrönn keypti á sínum tíma og framleiddi majones, remúlaði og fleira af því tagi. Nota aðeins glænýja ýsu „Framleiðsan á fiskbollunum ræðst að mestu leyti af hráefn- inu. Ég nota aðeins ýsu og sæki hana til vinkonu minnar í fisk- verkuninni Eldhamri hér í Grindavík. Þar er aðeins um glænýja gæðaýsu að ræða. Ég legg mikla áherzlu á hreinlæti við vinnsluna og að bollumar komist sem minnst í snertingu við andrúmsloftið við vinnsluna. Ég vinn bollurnar strax. Flökin fara beint í hökkun, fars, steikingu, for- soðningu og loks pökkun í_ lofttæmdar umbúðir. Ég nota eng- in rotvarnarefni, en geymsluþol er éngu að síður að minnsta kosti þijár vikur í kæli. Uppskriftin er leyndarmál, en áherzl- an er lögð á hreinlæti og að vinna aðeins úr bezta fáanlega hráefninu. Það ræður úrslitum og ég anna varla eftirspurn," segir Hrönn. Morgunblaðið/HG HRÖNN Kristjánsdóttir pakkar fiskbollunum á fiskmarkaðsloftinu í Grindavik. Byrjaði að selja í Keflavík Hrönn byijaði að selja fiskbollurnar sínar í Keflavík, enda taldi hún að máltækið að enginn væri spámaður í eigin heimabyggð ætti eins við í Grindavík og annars staðar. „Ég þorði ekki að byija hérna, en það hefði greinilega verið alveg óhætt. Það er mikið keypt af bollunum'hér í Grinda- vík.“ Hrönn selur bollurnar í öllum helztu verzlunum á Suðumesjum og völdum verzlunum á höfuðborgarsvæðinu, svo sem Hagkaupum, Fjarðarkaupum og 10-11 verzlununum. Hún sinnir auglýsing- um ekki á annan hátt en svo að vanda fram- leiðsluna og markaðs- setningin gengur að miklu leyti þannig að verzlanir hringja og biðja um að fá að selja bollurnar. Reyndar kynnti Hrönn bollum- ar á vömkynningunni íðir í Perlunni í fyrra. „Ég steikti bollur í þijá daga ofan í gestina og það er eiginlega eina markaðssetningin, sem unnin hefur ver- ið.“ Engin yfirbygging Hrönn hefur eina stúlku til aðstoðar við vinnuna á morgnana og útkeyrslumann á höfuðborgarsvæðinu. Yfírbyggingin er engin og fyrirtækið lætur lít- ið yfír sér. Hún vill heldur fara sér hægt í stað þess að reyna að gleypa markaðinn og lítur framtíðina björt- um augum. FÓLK Pétur maður mánaðarins • PÉTUR Stefánsson, skip- stjóri og útgerðarmaður á Pétri Jónssyni RE, er maður mánað- arins í tímarit- inu Ægji, en nýlega fréttist að samið hefði verið um smíði á nýjum rækjutogara í stað núver- Pétur andi Péturs Stefánsson Jónssonar, sem kom nýsmíðaður til lands- ins fyrir einu og hálfu ári. í fyrra fiskaði Pétur Jónsson RE 2.300 tonn af rækju fyrir 540 milljónir króna og var þó einn mánuð frá veiðum í árskiössun. Pétur Stefánsson fæddist á Húsavík 14. október. Hann er sonur Stefáns Péturssonar sjómanns og útgerðarmanns þar og í Sandgerði. Hann út- skrifaðist úr Stýrimannaskól- anum 1962 og var stýrimaður og skipstjóri á Náttfara ÞH. Árið 1967 keypti Pétur Nátt- fara og þar hófst hans útgerð- arferill, en jafnframt var hann skipstjóri. Næsta skip, Eldey KE, keypti Pétur ásamt Júlíusi bróður sínum og nefndi það Pétur Jónsson í höfuðið á afa sínum. Pétur er enn skipstjóri á Pétri Jónssyni RE og tekur annan hvern túr á móti Bjarna Sveinssyni. „Löglegt en siðlaust“ • AÐALSTEINN Einars- son, skipstjóri og útgerðar- maður á Hring GK, segir frá dæmi um sér- stæða mis- munun milli landshluta í nýjasta tölu- blaðið Ægis. Mismununin felst í því hve- nær aflinn er vigtaður. „Við látum vigta aflann hér á hafnarvoginni og fáum svo að senda ísprufu þegar búið er að tæma körin í Hafnarfirði og ísinn er yfirleitt um 7%,“ segir hann. „Þetta á við um útileguveiðar. Þeir sem aka með aflann héðan af bryggj- unni í Grindavík til dæmis norður á Siglufjörð vigta hann auðvitað hér og fá svo að senda ísprufu eftir viku að norðan eftir að fiskurinn er búinn að skakast alla þessa leið og vatnið sigið úr.“ Hann heldur áfram: „Þeirra hlutfall er yfirleitt í kringum 16-17%. Ég hef margoft bent á þessa hluti en það er eins og enginn vilji hlusta. Sjómannafélögin, LÍÚ, ráðuneytið, það vill eng- inn hlusta á neitt. Þetta þýðir, miðað við 100 tonn, að ég fæ 7 tonn í uppbót fyrir ísinn en útgerðarmaðurinn fyrir norð- an 16 eða 17 tonn og þetta finnst mér ekki sanngjarnt. Þetta getur vel verið löglegt en þetta er sannariega sið- Iaust.“ Aðalsteinn Einarsson Pönnusteikt loðna með hollandaisesósu Soðningin EINA leiðin til að koniast að því hve ioðna er mikill herramannsmatur er að srnakka hana. Annars veistu aldrei af hverju þú hefur misst. Marg- ir verða sér úti um niðursoðna loðnu í dósum og hafa aldrei smakkað hana öðruvísi. Stefán Úlfarsson, matreiðsiumeistari á Þremur frökkum, veit hinsvegar hvemig á að mati-eiða í næsta matarboði þegar mikið liggur við. Hann gefur iesendum Versins uppskrift að forrétt fyrir fjóra. í réttinn þarf: 20 ioðnur (hængur) 3 egg 3 tsk salt 100 gr smjör 40 gr smjörlíki 1 msk edik hveiti Skerið hrygginn úr og hausinn af loðnunni þannig að loðnan hangi saman á maganum. Setjið saltið í 2 dl af köldu vatni og leggið loðnuna { salt vatnið og látið iiggja í 30 mín. Takið fiskinn og þerrið, veltið upp úr hveiti og síðan 2 eggjum sem eru sieghi út. Fiökunum er siðan raðað á heita pönnuna með bræddu smjörliki, steikið létt á hvorri hlið. Sósa: Bræðið snyörið á vægum hita, ski(jið eggjarauðuna frá hvitunni og seljið rauðuna i skál, 1 msk. edik, 2 msk. vatn, þeytið yfir heitu vatnsbaði þar til það þykknar, hellið smjörinu varlega út i. Bragðbætið með salti og pipar. Berið fram með ristuðu brauði. GÆBAKERFI ÍST ISO 9001 Gœði styrkur ending BORG MÓTAÐAR PLASTVÖRUR I Kerin frá Borí>arplusti eru þekkt fyrir styrk og endingu, enda hönnuö strax i upphafi meö þaö í huga. Borgarplast hagar öllum rckstri sinum on vöruf'ramleiöslu samkvæmt alþjöölega gæöastaölinum ISO 'JOOl og lcggur áhcrslu á aö mæta kriifum viöskiptavina um umsamin gxöi, samkeppnishæft verð oji afgreiösluöryggi. Ilafii) samhand viO sölumcnn og fáiO botn i máliO. 2S - Af/r/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.