Morgunblaðið - 27.03.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 27.03.1996, Qupperneq 1
KORFUKNATTLEIKUR Gunnar Berg í landsliðshópinn GUNNAR Berg Viktorsson, ieikmaður úr ÍBV, verður eini nýliðinn i íslenska landsliðinu í hand- knattleik sem tekur þátt í boðsmótinu í Japan í næsta mánuði, Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálf- ari, hefur ekki tilkynnt hópinn en samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins er Gunnar Berg í honum. Gunnar Berg var markahæsti leikmaður ÍBV í vetur og skoraði 125 mörk og var níundi marka- hæsti leikmaður deildarinnar. Hann er 19 ára og tæpir tveir metrar á hæð. Þorbergur áfram með ÍBV ÞORBERGUR Aðalsteinsson, handknattleiksþjálf- ari, endurnýjaði í gær samning sinn við ÍBV til eins árs. Hann sagði að allir leikmennirnir sem léku meo liðinu S vetur yrðu áfram með þvi næsta vetur. Eins hafa þeir Erlingur Richardsson, sem lék með Selfossi, og Guðfinnur Kristmannsson, sem lék með ÍR, ákveðið að snúa heim til Eyja og leika með ÍBV næsta tímabil. Þorbergur sagði einnig hugmynd uppi um að styrkja liðið með útlendingi. Landsleikir í Eistlandi? MIKLAR líkur eru á að íslenska landsliðið í knatt- spyrnu spili landsleik gegn Eistlandi í Tallinn 24. apríl. KSÍ hefur haft samband við knattspyrnu- samband Eistlands og óskað eftir leik þennan dag. Eistlehdingar hafa tekið vel í að leika gegn íslendingum. Þess má geta að Teitur Þórðarson, fyrrum landsliðsmaður frá Akranesi, er landsliðs- þjálfari Eistlands, þannig að það yrði fyrsta verk- efni hans að stjórna landsliði Eistlands gegn ís- lendingum. Leikurinn yrði upphitunarleikur ís- lenska liðsins fyrir fyrsta leikinn í undankeppni HM, gegn Makedóníu á Laugardalsvellinum 1. júní. Ef af Eistlandsferðinni verður, mun 21 árs landsliðið einnig fara með og leika einu leik. Logi „njósnar" í Makedóníu LOGI Ólafsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, er í Makedóníu, til að „njósua" um heimamenn, sem verða fyrstu mótheijar íslendinga í undankeppni HM í knattspymu — á Laugardalsvellinum 1. júní. Logi sér Makedóniu leika gegn Möltu á Gradski- leikvellinum i Skopje í kvöld, í gærkvöldi sá hann leik 21 árs liða þjóðanna. HANDKNATTLEIKUR: HAUKAR OG STJARNAN LEIKA TIL ÚRSLITA / C3 Ince á ný í byrjunarliðið TERRY Venables, landsliðsem- valdui- Englendinga, tilkynnti i gær byijunarliðið sem mætir Búlgörum í vináttuleik á Wembley í kvöld. Paul Ince, sem leikur með Inter Milan, er í byijunarliðinu í fyrsta sinn í meira en ár, eða síð- an hann lék gegn írum í febrúar á síðasta ári. Robbie Fowler, Liv- erpool, varð fyrir vonbrigðum, þvi hann var ekki valinn í byijun- arliðið þó svo aö Alan Sherer, Blackbum, sé meiddur. Venables tók Sheringham og Ferdinand fram yfír Fowler og verða þeir i fremstu víglínu. Byrjunarliðið er þannig skipað: David Seaman (Areenal); Gary Nevillc (Man. United), Steve Howey (New- castle), Gareth Southgate (Aston Villa), Stuart Pearcc (Nott. Forest); Steve Stone (Nott. Forest), Paul Gasco- igne (Rangers), Paul Ince (Inter), Steve McManaman (Liverpool); Teddy Sher- ingham (Tottenham), Les Ferdinand (Newcastle). fMqrigiimMaititífr 1996 MIDVIKUDAGUR 27. MARZ BLAÐ Landsliðsþjálfannn safn ar fyrir Japansférðinni Keflavík sigraði aftur KEFLAVÍK sigraði KR öðru sinni í ein- vígi liðanna um ís- landsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna í Hagaskóla í gærkvöldi, 63:60, eft- ir að hafa verið einu stigi undir í hálfleik. Næsti leikur liðanna verður í Keflavík á föstudagskvöldið og gætu heimastúlkur þá tryggt sér íslands- meistaratitilinn með sigri. Guðbjörg Norð- fjörð var best í liði KR í gærkvöldi, skor- aði 26 stig, þar af fimm þriggja stiga körfur. Hér sækir hún að þeim Erlu Þorsteinsdóttur og Önnu Maríu Sveins- dóttur í vörn Kefla- víkur. Erla og Anna María léku stórt hlut- verk í sínu liði í leikn- um. ■ Nánar/ C3 Morgunblaðið/Sverrir Islenska landsliðið í handknatt- leik karla tekur þátt í boðsmóti í Japan í byrjun apríl. Japanska handknattleikssambandið greiðir fargjöld fyrir leikmenn og fylgdar- lið frá London til Tókýó og til baka. íslenska liðið verður að'sjá um sig sjálft til London. Þar sem litlir sem engir peningar eru til í sjóðum HSÍ hefur landsliðsnefndin undir forystu landsliðsþjálfarans, Þorbjörns Jenssonar, tekið að sér að fjármagna ferðina til London sem mun kosta um 800 þúsurid krónur. Liðið á að fara út 7. apríl og koma heim aftur 16. apríl. Þor- björn sagði í samtali við Morgunblaðið að það gengi vel að safna fyrir ferðinni. „Við höfum fengið góðar móttökur hjá fyrirtækjum og ein- staklingum. Það eru ekki allir sem hafa snúið við okkur baki. Viðbrögðin hafa satt að segja komið mér á óvart eftir nei: kvætt umtal í garð HSÍ eftir heimsmeistara- Þorbjörn keppnina. Margir eru til- búnir að leggja sitt af mörkum svo „Já, íslenskur handbolti komist í fyrsta fremstu röð aftur. Handboltinn er þarf að sú flokkaíþrótt sem hefur verið flaggskip íslands undanfarin ár og menn vilja leggja sitt á vogar- skálarnar þannig að svo verði áfram. Ég hef trú á því að við náum að safna því sem upp á vantar á næstu dögum.“ - Er það í verkahring landsliðsþjálfarans að safna peningum til að geta tekið þátt í mótum erlendis? alveg eins. Þetta er ekki í sinn sem landsliðsþjálfari standa í fjáröflun. Það er líka ágætt að fara aðeins út fyrir völlinn og kynnast öðrum hliðum á íþróttastarfinu,“ sagði landsliðs- þjálfarinn. 14 leikmenn fara til Japans ásamt sjö manna fylgdarliði, eða alls 21, Þorbjörn segist enn ekki endanlega hafa ákveðið leik- mannahópinn. Það er þó ljóst að Bjarki Sigurðsson kemst ekki með vegna vinnu og Jason Ólafsson, sem leikur með Brixen á Ítalíu, er í miðri úrslitakeppni á þessum tíma og verður því ekki með. Einnig er óvíst hvort Geir Sveinsson og Júl- íus Jónasson fá sig lausa frá félög- um sínum í Frakklandi og Sviss. HANDKNATTLEIKUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.