Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 4
BADMINTON SKAUTAR Jóhanna Sara fyrsti íslandsmeistarinn 36 þátttakendur á lyrsta íslandsmeistaramótinu ílisthlaupi Fyrsta íslandsmótið í listhlaupi fór fram á skautasvellinu í Laugardal um síðustu hegli. Kepp- endur 36 talsins. í elsta flokki súlkna, 16 ára og eldri, sigraði Jó- hanna Sara Kristjánsdóttir úr SR, Ólöf Ólafsdóttir úr SR varð önnur og Steinvör Þöll Árnadóttir, SR, þriðja. Aðeins tveir drengir tóku þátt í mótinu, einn í hvorum aldursflokki og urðu þeir því að sjálfsögðu ís- landsmeistarar í sínum flokki, Peter Wagner úr SR í flokki 11 ára og yngri og Ingólfur Þorsteinsson, SA, í flokki 13-14 ára. Keppnin hjá stúlkunum var harð- ari. Inga Fanney Gunnarsdóttir úr SA sigraði í flokki stúlkna 11 ára og yngri, Ásta Bjarndís Bjarnadótt- ir úr SR varð í öðru sæti og þriðja varð Sólveig Gunnarsdóttir, SR. Sigurlaug Árnadóttir úr SR sigr- aði í 12-13 ára flokki stúlkna, Vig- dís Ósk Sveinsdóttir úr SR varð önnur og Berglind Rós Einarsdóttir úr SA þriðja. Linda Viðarsdóttir úr SR sigraði í flokki 14-15 ára stúlkna, Anný Rut Hauksdóttir úr SR varð önnur og Sigrún Þ. Run- ólfsdóttir, SR, þriðja. Bresku meistararnir í listhlaupi á skautum, Andrew Seabrook og Marsha Potulechnko, sýndu listir sínar á skautasvellinu í Laugardal á sunnudagjnn, en sýning þeirra var liður í Islandsmeistaramótinu. Natasha Mooney og Andrew sýndu einnig glæsilegar æfingar en sýning Andrew og Marsha bar þó af enda frábært par þar á ferð og kæmi ekki á óvart þótt þau ættu eftir að sjást á Ólympíuleikum og heims- meistaramótum í framtíðinni. Andrew er 17 ára og Marsha 14 ára og hafa æft saman í tvö ár. „Eg er frá Ukraínu en hef búið í En- iandi undanfarin ár og áeft með Andrew síðustu tvö árin,“ sagði Marsha við Morgunblaðið eftir sýn- inguna á sunnudaginn. „Það var mjög erfitt að sýna hérna, ferlega kalt og ísinn er ekki alveg nógu góður þannig að við urðum að sleppa öllu því erfiðasta úr æfingum okkar," sagði Marsha, sem fór fyrst á skauta þegar hún var þriggja ára. „Við urðum Bretlandsmeistar- ar í nóvember og stefnan hjá okkur er að komast á Ölympíuleikana eft- ir tvö ár,“ sagði Marsha sem skalf af kulda enda er sýningarbúningur hennar vart gerður fyrir íslenskar aðstæður. Hingað til lands kom John Alan Seabrook, faðir Andrew og fulltrúi í evrópska skautasambandinu, Sea- brook, og var hann mjög ánægður með alla framkvæmd mótsins. Hann sagði nauðsynlegt fyrir vöxt íþróttarinnar hér að byggt yrði yfir skautasvellið. „Mér skilst að það komi um 16.000 manns hingað á ári og það er mjög gott miðað við hversu stuttan tíma svellið er notað ár hvert. Ég á og rek skautahöll í Swansea í Englandi og þar kemur rúmlega ein milljón manna á ári. Við opnum klukkan 5.30 á morgn- anna og það er opið til klukkan tvö eftir miðnætti. Við erum með eitt af sex bestu íshokkíliðum Eng- lands, við eigum eina sjö meistara í listhlaupi og þarna æfir almenn- ingur einnig, þannig að svellið nýt- ist vel. Yfirbyggingin þarf ekki að vera flott, það þarf bara að fá skjól og koma 5 veg fyrir að mismunandi hitastig úti ráði hitastiginu í svell- inu. Það er mjög vont fyrir svellið ef það er mikið frost,“ sagði Seabro- ok. Hann vildi endilega bæta því við að hann væri mjög ánægður með það sem hann hefði séð til íslensku krákkanna í keppninni. „Miðað við hversu stuttan tíma krakkarnir hafa æft Og hvemig aðstæðurnar Morgunblaðið/Jón Svavarsson eru hér, viðrðist mér þetta býsna JÓHANNA Sara Kristjánsdóttir sigraði í elsta flokknum og gott,“ sagði Seabrook. varð þar með fyrsti Islandsmeistarinn í listhlaupi kvenna. Sæt hefnd Brodda Broddi Kristjánsson sigraði ör- ugglega í einliðaleik karla á Opnu badmintonmóti sem haldið var ■■Mi á Akureyri um helg- Stefán Þór ina. Tiyggvi Nieisen Sæmundsson lék á móti Brodda í skrifar frá úrslitaleiknum, en Akureyn Tryggvi hafði sigrað hann á tveimur stórmótum í vetur. Nú sýndi Broddi sínar bestu hliðar og vann í tveimur lotum, 15:0 og 15:9. í einliðaleik kvenna vann Jo- hanna Holgersson frá Svíþjóð stöllu sína Tove Hol frá Noregi 11:8 og 11:0. Julian og Nathan Robertson frá Englandi unnu Brodda og Árna Þór Hallgrímsson í tvíliðaleik karla, 15:9 og 15:9. Þá sigruðu Elsa Nielsen og Vigdís B. Ásgeirsdóttir í tvíliðaleik kvenna, þær lögðu Guðrúnu Júlíusdóttur og Brynju K. Pétursdóttur 15:12 og 15:10. Loks var tilþrifamikill tvennd- arleikur. Johanna Holgersson og Jo- han Tholinson frá Svíþjóð unnu Elsu og Brodda 17:14 og 15:8. Tvíliðaleikur karla var býsna fjör- ugur. Englendingarnir mættu sterkir til leiks og byijuðú á því að vinna 15:9. í annarri lotu hresstust Broddi og Árni Þór. Þeir komust í 5:1 en þá komu sex stig_ í röð hjá þeim ensku. Broddi og Árni Þór jöfnuðu í 7:7 en misstu dampinn eftir það. Julian og Nathan gengu á lagið, gerðu sjö stig í röð og unnu aftur 15:9. „Við náðum okkur ekki nógu vel á strik og þeir voru sterkari núna,“ sagði Broddi eftir tvíliðaleikinn. En hann var ánægður með einliðaleik- inn. „Já, ég var ákveðinn í því að setja allt í botn og Tryggvi náði ekki að komast inn í leikinn. Það kom mér samt á óvart að ég skyldi vinna svona stórt,“ sagði Broddi. SNOKER Saheed til íslands FYRRVERANDI varaforseti al- þjóðasnókersambandsins, Frouse Saheed frá Sri Lanka, hefur boðað komu sína ásamt 7 manna föru- neyti til íslands 8. apríl og mun hópurinn dvelja hér í sex daga. Saheed hefur boðist til að aðstoða við uppbyggingu snókers á íslandi og vill í leiðinni sjá íslenska spil- ara, en snókermenn telja hann jafnvel á höttunum eftir efnileg- um spilurum til að fjármagna. Broddi Reuter MICHELLE Kwan og þjálfarinn hennar, Frank Carroll, fagna þegar tvelr dómarar gáfu hennl 6,0 fyrlr frjálsu æfingarnar. Aldrei verið meiri spenna á heimsmeistaramóti ílisthlaupi kvenna Draumurinn að veruleika Bandariska stúlkan Michelle Kwan, sem er af kínversk- um ættum, sigraði heimsmeist- arann Lu Chen frá Kína með naumindum í einni tvísýnustu keppni sem fram hefur farið í lishlaupi kvenna. Eftir skylduæf- ingarnar voru stúlkurnar jafnar og því mikil spenna fyrir frjálsu æfingarnar. Chen sýndi listir sínar 20 mínútum á undan og áhorfendur stóðu upp og heimt- uðu að hún fengi 6,0 í einkunn, en það er hæsta einkunn sem gefin er. Tveir af niu dómurum voru á sama máli og áhorfendur enda voru æfingar Chen stór- brotnar og hefðu ballerínur verið fullsæmdar af glæsileika hennar. Kwan, sem er 15 ára, vissi að Chen, 19 ára, hafði staðið sig vel og að hún mátti ekki við neinum mistökum ætlaði hún sér að ná heimsmeistaratitlinum af Chen. Þegar hún kom á svellið beygði hún sig niður, tók snjó og bar á hálsinn á sér. „Þetta var bara til að vekja mig al- mennilega," sagði hún eftir sýn- ingu sína. Hún stóðst álagið og líklegt er að sjö þrefaldir snún- ingar hafi gert gæfumuninn, en Chen gerði aðeins sex slíka. Kwan sýndi mikinn styrk og sterkar taugar þegar hún gerði æfíngar sínar af virðugleik og krafti. Þegar hún hafði lokið æfing- unum tók hún fyrir andlitið og grét. Áhorfendur heimtuðu hæstu einkunn og tveir dómarar gáfu 6,0 og það dugði. „Þetta er ótrúlegt! Mig hefur dreymt þetta síðan ég var lítil," sagði Kwan. „Mér gekk mjög vel og Mic- helle einnig," sagði Chen eftir ósigurinn. „Og það voru engir kínverskir dómarar að þessu sinni,“ bætti hún við. Irina Slutskaya frá Rússlandi varð í þriðja sæti. Æfingar henn- ar voru einnig mjög áhrifami- klar, en hún datt í þreföldum snúningi snemma í sýningu sinni og átti því vart möguleika á sigri. Peningaverðlaun voru veitt í fyrsta sinn á HM og fékk Chen sem nemur 3,3 milljónum króna fyrir sigurinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.