Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 1
. LOÐDYR Feitt ár eftir mörg mögur/4 OLÍUrÉLÖCIN Betri afkoma en slök arösemi /6 FJÁRMÁL Geta hlutabréf hækkaö áfram? /9 vrosrapn/AnmNULfr PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 BLAÐ B Lánasýslan LITLAR breytingar urðu á ávöxt- unarkröfu spariskirteina rikissjóðs til 10 og 20 ára í útboði Lánasýslu ríkisins í gær. Lækkaði krafan í hvoru tilviki um 0,01% og nam 5,71% á 10 ára bréfum en 5,66% á 20 ára bréfum. Ávöxtunarkrafa 10 ára árgreiðsluskírteina lækkaði hins vegar um 0,09% í 5,76%. Alls var tekið tilboðum að fjárhæð 549 milljónir króna í þessa flokka. Nýherji Gunnar Hansson, forstjóri Ný- herja hf., hefur ákveðið að hætta störfum hjá fyrirtækinu á þessu ári. Hann sagðist á aðalfundi Ný- herja í gær vijja reyna að hægja á ferðinni. Gunnar hefur starfað hjá IBM frá árinu 1969, en frá þeim tíma hafa sex fyrirtækið runnið saman og mynda nú Ný- herja. Sjá einnig bls. 2b. Vífilfell Þorsteinn M. Jónsson, sem verið hefur hagfræðingur hjá Samtök- um iðnaðarins, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Vífilfells hf. og tekur hann við starfinu á morgun, föstudag. Sérstakur fram- kvæmdastjóri hefur ekki verið hjá fyrirtækinu sl. tvö ár og hefur Pétur Guðmundarson, lögmaður, verið starfandi sljórnarformaður. SÖLUGENGI DOLLARS Kr. Síðustu fjórar vikur 69,00-----------------:------------------------ 68,50 ..... 68,00------------------------------------------- 67,50------—---------—---------—— 67,00- 66,50.1 66,59. 66,0' 65,50- 65,00- 64,50- 64.00H -4- 28, feb. 6. mars 13. 27. GENGI NOKKURRA GJALDMIÐLA frá 1. mars 1995(söiugengi) DOLLARI +1,68% breyting frá áramótum Dönsk KRÓNA ti ----------------------------------------------13,01 -12,5 -11,772- 12,0 -1,27% breyting frá áramótum 1995 *—I—i.l .1 .1 ,11,5 -11,0 -10,5 -10,0 9,5 19% MAMJJASONDJFM •¦^9,0 Japanskt YEN -0,37% breyting frá áramótum Kr. -0,80 STERLINGSPUND -0,29% breyting frá áramótum Kr. -120 Þýskt MARK Kr. 50 48 45,56 -1,49% breyting frá áramótum 42 40 M A M J J Á S 0 N D J F M Franskur FRANKI -1,60% breyting frá áramótum 13,352 I..I . I..I ,l I , I .' I. I Kr. 15 14 12 MAMJJÁSONDJFM 11 Plastprent á leið á hluta- bréfamarkað EIGENDUR Plastprents hf. hafa tekið ákvörðun um að breyta fyrirtækinu í almenningshlutafé- lag og verður efnt til hlutafjárút- boðs í apríl um leið og' félagið verður skráð á Opna tilboðsmark- aðnum. Plastprent var stofnað árið 1957 og var lengst af hreint fjöl- skyldufyrirtæki í eigu Hauks Eg- gertssonar og fjölskyldu hans. Fyrirtækið er í hópi stærstu iðnfyrirtækja landsins og fram- leiðir plastumbúðir fyrir margar atvinnugreinar. Veltan á síðasta ári nam um 930 milljónum króna og þar starfa nú 106 manns. SH, Skeljungur og Sjóvá meðal stærstu hluthafa Fyrir nokkrum árum bættust nokkrir nýir hluthafar í hópinn og við það lækkaði hlutdeild fjölskyld- unnar niður fyrir 50% af hluta- fénu. Auk fjölskyldunnar eru helstu hluthafar Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, Skeljungur hf. og Sjóvá-Almennar hf. Að sögn Eysteins Helgasonar, forstjóra Plastprents, var algjör eining meðal hluthafanna um þessa ákvörðun. Markmiðið nú er að skrá félagið á Verðbréfaþingi íslands fyrir lok ársins. Til að uppfylla skilyrði þingsins þarf að fjölga hluthöfum um u.þ.b. 170 þannig að þeir verði 200 talsins. Mun Kaupþing annast fram- kvæmdina á útboðinu og umsókn um skráningu. Eigum fullt erindi inn á hlutabréfamarkað „Ástæðan fyrir þessari tíma- mótaákvörðun er sú að Plastprent vill nýta sér þá kosti sem felast í því að vera þátttakandi á hluta- bréfamarkaði og núverandi hlut- hafar sjá hagsmuni sína best tryggða með því móti," segir Ey- steinn. „Að mati sérfræðinga á verðbréfamarkaði á Plastprent fullt erindi á hlutabréfamarkað. Arðsemin hefur verið góð undanf- arin 3 ár og reksturinn er kominn í nokkuð jafnan farveg. Eins hefur hlutabréfamarkaðurinn á íslandi þroskast heilmikið undanfarin þrjú ár og ljóst að það er gott pláss fyrir ný og álitleg félög á þeim markaði. Plastprent hefur ákveðið að nýta þann meðbyr sem er á mark- aðnum til þess að ýta úr vör. Við teljum hyggilegra að opna félög þegar vel árar, enda þótt núver- andi hluthafar hafí ávaxtað sitt pund mjög vel að undanförnu og framtíðaráætlanir séu bjartar." Af þeim 27 fyrirtækjum sem nú eru skráð hjá Verðbréfaþingi eru fjögur hrein iðnfyrirtæki þ.e. Hampiðjan, Marel, Skinnaiðnaður og Sæplast. Átján fyrirtæki eru á Opna tilboðsmarkaðnum og eru þar af tvö hrein iðnfyrirtæki. Hafa Samtök iðnaðarins mjög hvatt iðnfyrirtæki til að nýta sér hlutabréfamarkaðinn til að styrkja eiginfjárstöðu sína. ISLANDSBREF LANDSBREFHF. ^yÁ&fo - Löggilt veróbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. Traust fjárfesting íslandsbréf hafa gefiö 6)o4:/o raunávöxtun (10,03% nafnávöxtun) á ári s.l. 5 ár (1991 - 1995). Þetta er besta raunávöxtun sambærilegra verðbréfasjóða á þessu tímabili. Hagstæð innlausnarkjör gera íslandsbréfin að ákjósanlegum kosti fyrir þá sem vilja geta leyst verðbréf út með skömmum fyrirvara án kostnaðar. Kynntu þér kosti íslandsbréfa og berðu saman við sambærileg verðbréf. Landsbréf hf. og umboðsmenn í Landsbankanum um ailt land. SUÐUBLANDSBRAUT 7 4 . 108 REYKJAVIK, SIMI S83 'J200. BREFASIMI 8 5 9 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.