Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Reglur um opinber útboð endurskoðaðar og samhæfðar Kærunefnd útboðsmála sett á fót FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ vinnur nú að nýrri reglugerð um fyrirkomulag opinberra útboða hér á landi. Er reglugerðinni ætlað að kom í stað fjölda laga, reglugerða og vinnureglna sem um þessi mál hafa gilt til þessa, m.a. þær regiur sem gilda um útboð á EES-svæðinu. í reglugerðardrögunum er m.a. gert ráð fyrir að sett verði á fót kærunefnd útboðsmála, en henni er ætlað að fjalla um þau ágreiningsmál sem upp kunna að koma í tengsl- um við opinber útboð. Á morgunverðarfundi Sem Versl- unarráð efndi til í gær til að kynna reglugerðardrögin sagði Skarphéð- inn Steinarsson, deildarstjóri í íjár- málaráðuneytinu, að ákærunefnd sú sem reglugerðin kvæði á um yrði skipuð á næstu dögum, en auk þess að skera úr um ágreiningsefni milli bjóðenda og seljenda væri henni ætl- að að ijalla um kærur er varða brot á reglum EES um opinber útboð. Skarphéðinn sagði að einnig væri gert ráð fyrir því að flárhagslegar kröfur til bjóðenda yrðu auknar og yrði þeim m.a. gert skylt að að veita ýmsar upplýsingar um íjárhagsstöðu sína til þess að sanna að þeir hefðu bolmagn til að inna viðkomandi verk af hendi. Þá væri skv. drögunum skylt að vísa bjóðanda frá ef hann hefði verið úrskurðaður gjaldþrota, beiðni um slíkan úrskurð’lægi fyrir, nauðasamningar stæðu yfir eða að viðkomandi væri í vanskilum með opinber gjöld eða lífeyrisiðgjald starfsmanna. Tekið á gerviverktöku Þá sagði Skarphéðinn að í reglu- gerðinni vrði að finna sérstök ákvæði um gerviverktök. Þannig yrði verk- taka verktaka og undirverktaka er óheimilt að gera samning við ein- staka starfsmenn um undirverktöku í þeim tilvikum þar sem um ráðning- arsamband á við samkvæmt venju og eðli máls. „Stemma verður stigu við þeirri óheillaþróun sem kölluð er gerviverktaka,“ sagði Skarphéðinn. „Undirverktaka á oft við og skapar sveigjanleika í rekstri. Það hefur hins vegar viljað brenna við að fyrirtæki geri almenna starfsmenn sína að undirverktökum til að losna við samningsbundnar skuldbindingar sínar gagnvart þeim og komast hjá að greiða skatta og lífeyrisgreiðslur vegna þeirra.“ Aukin áhersla lögð á rekstrarútboð Þórhallur Arason, skrifstofustjóri í fjármálaráðunejftinu, sagði að auk- in áhersla yrði nú lögð á útboð á rekstrarverkum og þjónustu fyrir hið opinbera. I því samhengi væri eðli- legt að ríkið drægi úr starfsemi sinni þar sem einkarekstur væri fyrir. Hins vegar væri spurning hvort rétt væri að kasta þeirri fjárfestingu á glæ sem þar lægi. Þess í stað kæmi til greina að heimila opinberum stofnunum, sem hingað til hafi veitt ríkinu þjón- ustu, að taka þátt í útboðum á henni, að undangengnum ijárhagslegum aðskilnaði frá hinu opinbera. Birgir Ármannsson, hjá Verslun- arráði Islands, sagði að þar á bæ fögnuðu menn þessari endurskoðun þó svo að þeir hefðu ýmislegt við einstök atriði að athuga. Hins vegar hefðu félagsmenn Verslunarráðsins einna mest kvartað yfir framkvæmd útboða i gegnum tíðina og því væri vonandi að þessi endurskoðun og skipan kærunefndar myndi bæta úr því. Morgunblaðið/Sverrir GLAÐKLAKKALEGIR Nýheijar buðu upp á pönnukökur á aðalfundinum. F.v. Niels Christian Furu, stjórnarmaður frá IBM í Danmörku, Árni Vilhjálmsson, sljórnarformaður og Gunnar Hansson, forstjóri. Nýheiji hf. býst við góðri afkomu á þessu ári Markaðssetning hugbún- aðar æ ríkari þáttur SALA á hugbúnaði hefur á síðustu misserum orðið æ ríkari þáttur í starfsemi Nýheija hf. og hefur fyr- irtækið nú ákveðið að setja á fót sérstaka hugbúnaðardeild sem mun sérhæfa sig í þróun og markaðs- setninug á Lotus Notes, Concorde og launakerfum. Þetta kom m.a. fram á aðalfundi Nýheija sem hald- inn var í gær. Gunnar Hansson, forstjóri, skýrði frá því í ræðu sinni að nettó- rekstrartekjur sl. árs hefðu numið um 1.489 milljónum og aukist um 14,8% milli ára. Brúttóvelta sem ekki kæmi fram næmi hins vegar 1.701 milljón, en mismunurinn fælist í því að aðeins væru bókfærð umboðslaun frá Nýheija en ekki söluverð IBM búnaðarins. „Nýheiji er því enn stærsta fyrirtækið á sínu sviði á íslenskum markaði, hvað sem aðrir reyna að eigna sér,“ sagði hann. Hagnaður Nýheija nam á sl. ári al'is um 34 milljónum króna og jókst um 11% frá árinu á undan. Rekstr- aráætlun fyrir árið 1996 gerir ráð fyrir góðri afkomu í ár. Eigið fé í árslok var 376 milljónir og eigin- fjárhlutfall 39%. Gunnar vék að því að Nýheiji gæti nú boðið tengingu milli tölvu- kerfa með örbylgjusambandi sem kæmi í stað leigulína frá Pósti og síma. Þetta kæmi til með að spara noetendum mikinn rekstrarkostnað á tölvukerfi þeirra. „Háskóli ís- lands og Almannavarnir riðu á vað- ið. Vestmannaeyjabær er nýbúinn að ákveða að fara þessa leið með stofnanir sínar og nú síðast er Póstur og sími búinn að festa kaup á þessari lausn frá Nýheija,“ sagði hann. Áætlanir um gagnvirka margmiðlun hjá Stöð 3 Nýheiji varð fyrir valinu ásamt Pósti og síma og Háskóla íslands hjá Evrópusambandinu til að taka þátt í svokölluðu AMUSE verkefni ásamt 19 öðrum evrópskum fyrir- tækjum og stofnunum. Markmið AMUSE verkefnisins er að gera tilraunir með gagnvirka margmiðl- un yfir ATM breiðbandsnet. „Þar sem við teljum þessa tækni eiga bjarta framtíð fyrir sér var einnig ákveðið að taka þátt í stofnun Stöðvar 3 þar sem áætlanir eru uppi um að taka slíka tækni í notk- un þegar hún verður fullmótuð. Til að gefa ykkur hugmynd um með hveiju þróunarsvið Nýheija er að fylgjast í dag, er væntanleg- ur á þessu ári ný staðall sem nefn- ist DECT eða Digital Enhanced Cordless Telephon sem þýða mætti sem þráðlausan stafrænan síma. Með tilkomu þessarar tækni verður allur sá símastrengur sem Póstur og sími hefur lagt í jörð í raun og veru óþarfur fyrir símflutning. Mögulegt verður að bjóða þráð- lausa símaþjónustu, þar sem fólk gengur með á sér um 100 gramma síma og þiggur alla þá þjónustu sem það þekkir í dag.“ Samþykkt v_ar að greiða hluthöf- um 10% arð. í stjórn voru kjörnir þeir Árni Vilhjálmsson, Niels Christian Furu og Benedikt Jó- hannesson. Pappírslaus viðskipti hjá Búr BÚR ehf., innkaupafyrirtæki kaup- félaganna, Nóatúns og Olíufélagsins, hefur gert samning við Netverk um kaup á sérstökum hugbúnaði til þess að gera pappírslaus viðskipti mögu- leg við allar verslanir sem tengjast fyrirtækinu, auk þess sem þær fá tölvupóstsamband sín á milli. Gert er ráð fyrir að uppsetningu hjá Búr og um 100 viðskiptavinum þess verði lokið innan tveggja mánaða. Hugbúnaðurinn nefnist ISOCOR pósthús og Personal Isotrade með OPEN EDI samskiptahugbúnaði. Að sögn Ólafs Sveins Guðmundssonar, hjá Netverki, sameinar kerfið marga kosti sem ekki hafi verið mögulegt hingað til nema með mun dýrari kerfum. Mikilvægast sé þó að hér sé um að ræða mjög fullkomið skeytakerfi sem hannað hafi verið sérstaklega með tilliti til þess að geta mætt miklum kröfum viðskipta- lífsins, þar sem miklar kröfur eru gerðar hvað varðar öryggi, ná- kvæmni, einfaldleika og áreiðan- leika. Innkaup komin í fullan gang Sigúrður Á. Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Búrs, segir að starf- semin sé nú komin í fullan gang og fyrirtækið annist nú innkaup á rúm- lega helmingi af þeim fjölda vöruteg- unda sem fyrirhugað sé að vera með. „Veltan í þessum mánuði fer fram úr því sem við áætluðum." Afkomutölur GKS ehf. birtar í fyrsta sinn 43 milljóna hagnaður í fyrra HAGNAÐUR húsgagnafyrirtækis- ins GKS ehf. á síðasta ári nam rúm- lega 43 milljónum króna, samanbor- ið við 21 milljón árið 1994. Stór hluti hagnaðarins eða 28,6 milljónir er tilkominn vegna sölu eigna. Velta fyrirtækisins dróst saman um 13% á árinu og nam 321 milljón króna í fyrra samanborið við 363 milljónir árið áður. Þá batnaði eiginfjárstaða fyrirtækisins verulega og var eigið fé þess tæpar 48 millj. í árslok. Þetta er í fyrsta sinn sem afkomutölur GKS eru birtar opinberlega en fyrir- tækið varð til við sameiningu Bíro- Steinars og GKS árið 1992. Rafn Rafnsson, framkvæmda- stjóri GKS, segist vera vel sáttur við útkomuna í fyrra þrátt fyrir að rekstrartekjur hafi dregist saman. „1994 var óvenju gott ár hjá fyrir- tækinu og þá sinnti það ýmsum stór- verkefnum eins og Þjóðarbókhlöð- unni, sem gáfu vel í aðra hönd. Við áttum aldrei von á að 1995 yrði okkur jafn gjöfult og tekjurnar urðu reyndar meiri en við höfðum áætlað. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 15 milljónum króna í fyrra sam- anborið við 21 milljón árið 1994.“ Rafn segir að mikið hagræðingar- starf, sem unnið hafi verið í fyrir- tækinu á síðustu árum, sé nú farið að skila sér. „Fyrirtækið var stofnað á miklum þrengingartímum og iðn- GKS ehf. - úr reikningum 1995 Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1995 1994 Breyt. Rekstrartekjur 321,2 364,7 -11,9% Rekstrargjöld 297,8 323,4 -7,9% Hagnaður án fjármagnskostnaðar 23,3 41,3 -43,6% Fjármagnsgjöld (8,6) (20,1) -57,2% Hagnaður af reglulegri starfsemi 14,8 21,3 -30,5% Aðrar tekjur 28.6 0 0% Hagnaður ársins 43,1 21.3 +102.4% Efnahagsreikningur 31. des.: I Eignir: | Mílliónir króna Veltufjármunir 145,0 135,5 +7,0% Fastafjármunir 18,8 119,0 -84,2% Eignir samtals 163,8 254,5 -35,6% I Skuldir OU eipiO fé: | Milliónir króna Skammtímaskuldir 101,4 114,8 -11,7% Langtímaskuldir 14.6 136,2 -89.3% Skuldir samtals 116.0 251.0 -53.8% Hlutalé 37,7 81,4 53,7% Eigið fé samtals 47,8 3,5 +1265,7% Skuldir og eigiö fé samtals 163,8 254,5 -35,6% Sióðstrevmi Veltufé frá rekstri 20,9 37,3 -44,0% Handbært fé frá rekstri 2,3 30,0 ■92,3% aðurinn fór ekki varhluta af því. Fyrsta starfsárið einkenndist af slæmum ytri aðstæðum og miklum kostnaði vegna sameiningar og var þá nokkurt tap á rekstrinum. Nú erum við búnir að laga okkur að markaðnum og höfum þannig skap- að forsendur fyrir bættum rekstri. Afkomutölurnar nú sýna að við erum á réttri leið og við erum því bjartsýn- ir á framhaldið." Hlutafé fært niður Skuldir fyrirtækisins lækkuðu verulega á síðasta ári eða úr 251 í 116 milljónir króna. Meginástæða þess er sú að í ársbyijun seldi fyrir- tækið húseign sína að Smiðjuvegi 2 í Kópavogi og söluhagnaður vegna þess nam um 28 milljónum króna. „Með því að selja húsnæðið gátum við lækkað skuldir og fjármagns- gjöld verulega. Við leigjum nú sama húsnæði og er það mun hagkvæm- ari kostur.“ Á árinu var hlutafé félagsins fært niður um helming til jöfnunar á uppsöfnuðum töpum fyrri ára. Hlut- afé félagsins nam í árslok 37,6 millj- ónum króna og skiptist á níu hlut- hafa. Þrír eiga yfir 10% i félaginu, Hömlur hf. með 22,11%, Rafn Rafnsson með 22,05% og Árstíðirnar hf. með 19,67%. Ákveðið var að greiða ekki út arð vegna ársins 1995.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.