Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 B 3 VIÐSKIPTI Ekkert lát á aukinni notkun alnetsins hér á landi Reiknað með að bandvídd þurfi að 17-faldast fram til aldamóta Þróun alnetsins er hraðari en flestir ná að fylgjast með og kröfur um aukna fiutnings- getu aukast eftir því sem upplýsingaflæðið eykst. INTIS hefur séð um rekstur alnetsins hér á landi og er þar gert ráð fyrir því að auka þurfi bandvíddina milli landa í 34 Mb fyrir aldamót til að mæta þessari þörf. MEÐ sívaxandi áhuga al- mennings á alnetinu hefur umferðin um tenginguna til útlanda aukist til muna. Hér á landi hefur fyrirtækið Internet á ís- landi hf. (INTIS) annast rekstur þessarar tengingar frá miðju síðasta ári, en fyrirtækið var hins vegar stofnað upp úr Surís, samtökum sem annast höfðu þennan rekstur í u.þ.b. 7 ár þar á undan. INTIS er ekki stórt fyrirtæki þrátt fyrir mikla útbreiðslu. Starfsmenn fyrirtækisins eru þrír, þeir Helgi Jónsson framkvæmdastjóri, Sigurður Jónsson markaðsstjóri og Maríus Ólafsson netstjóri. Helgi segir hins vegar að það hafi verið talið nauðsyn- legt að stofna hlutafélag um þennan rekstur sökum þess hve umfangs- mikill hann hafi verið orðinn. Ófært hefði verið talið að láta félagasamtök sjá um rekstur sem stefndi í um 100 milljóna króna veltu á ári. Verð á tengingu við útlönd of hátt Helgi segir að notkunin hafi auk- ist jafnt og þétt á undanförnum miss- erum. Um miðjan næsta mánuð verði bandvídd tengingarinnar við útlönd komin í 2 megabit (Mb), en áætlanir fyrirtækisins geri ráð fyrir því að þörf verði á 34Mb tengingu um næstu aldamót. „Það er hins vegar mjög mikilvægt að verðlagning á þessari línu verði með eðlilegu móti ef íslendingar ætli að standa öðrum þjóðum jafnfætis í þessari þróun,“ segir Helgi. Hann bendir á að fyrirtækið muni koma til með að greiða um 45-50 milljónir króna fyrir notkun á 2Mb sambandi til Svíþjóðar, til Pósts og síma og Telia símafyrirtækisins í Svíþjóð. Miðað við óbreytta verðskrá muni 34Mb samband því kosta um 550 milljónir króna. Að teknu tilliti til annars kostnaður muni rekstur þessa sambands því kosta um 6-700 milljónir króna á ári. Til samanburð- ar sé sænskur samstarfsaðili að greiða um 400 milljónir króna á ári fyrir afnot af 34Mb sambandi til Bandaríkjanna, sem sé talsvert lengri leið. Helgi segir verðið einnig nokkuð blóðugt í ljósi þess að stofnkostnaður Pósts og síma við þessa tengingu hafi verið um 2 milljarðar króna eft- ir því sem næst verði komist. Miðað við þann kostnað verði INTIS búið að greiða stóran hluta þess kostnað- ar upp árið 2001 miðað við spá um aukna bandvídd. „Þá má einnig nefna að áætlanir NORDUnet, norræna háskóla- og rannsóknanetinu, gera ráð fyrir því að kostnaður af bandvídd muni lækka um á bilinu 30-35% á ári fram til aldamóta. Samkvæmt þeirri þróun myndi 34Mb samband kosta um 132 milljónir króna á ári, árið 2000. Það er nauðsynlegt að verðþróunin hér á Morgunblaðið/Sverrir HELGI Jónsson, framkvæmdastjóri INTIS, og Sigurður Jónsson, markaðsstjóri. Burðargeta á útlandasambandi INTIS landi fylgi þessari þróun erlendis, ef við ætlum að vera samkeppnishæfir á þessu sviði.“ Helgi segir að tæknilega séð sé engin fyrirstaða fyrir aukningu í 34Mb. í dag sé Póstur og sími með 155Mb samband til útlanda og Cant- at 3 strengurinn sé mun stærri og frekari aukning sé einungis samn- ingsatriði. Óljóst um áhrif af samkeppni við Póst og síma Póstur og sími hefur boðað að hann hyggist bjóða upp á alnetsþjón- ustu á næstunni og að fyrirtækið muni opna eigin gátt til Bandaríkj- anna í tengslum við þá þjónustu. Bandvídd þeirrar gáttar á að vera 2Mb, eftir því sem haft var eftir Sérverslun með vörur úr hrauni og íslenskum náttúrusteinum opnuð Óþrjótandi möguleikar í steinaframleiðslu SÉRKENNILEG verslun hefur verið opnuð í kjallara Miðbæjar- markaðarins, Aðalstrætis 9, eða verslun með íslenska náttúru- steina og vörur unnar úr þeim. Eigendurnir eru þeir Pálí Þ. Páls- son og Freyr Baldursson ásamt eiginkonum sínum en þeir hafa á undanförnum árum unnið og þró- að ýmsa listmuni og aðra gjafa- vöru úr íslenskum steinum. Sam- hliða versluninni reka þeir verk- stæði við Tangarhöfða þar sem öll hönnun og vinnsla fer fram. Páll er 41 árs. Hann lauk prófi í útgerðartækni frá Tækniskóla íslands 1982 og hefur verið sjálf- stæður atvinnurekandi síðan. Hann rekur Heildverslunina Múr- kem ehf. sem er með innflutning á múrviðgerðar- og íblöndunar- efni fyrir steypu. Freyr er 32 ára og múrari að mennt. Meðan á náminu stóð komst hann í kynni við Martein heitinn Davíðsson, mikinn áliuga- mann um steina. Þá kviknaði áhuginn hjá Frey að vinna list- muni og aðra gripi úr steinum og hefur þetta áhugamál síðan undið upp á sig. Fyrir tveimur árum fékk hann Pál í lið með sér og fóru þeir í leiðangra víðs vegar um landið til að safna fallegum steinum. Páll segir að fljótlega hafi þeim orðið ljóst að þeir þyrftu vélar til að saga og slípa gijótið. „Við komumst hins vegar að því að slíkar vélar eru mjög dýrar og því var brugðið á það ráð að smíða bæði sög og slipivélar með aðstoð vina. Síðan höfum við verið óstöðvandi við að hanna listmuni og gjafavörur úr ýmsum tegund- um úr steinasafni íslands. Við erum með vinnsluna í verkstæði á Tangarhöfðanum en höfum nú opnað verslun í miðbænum. Auk þess se(jum við framleiðsluvörur okkar til listmuna- og gjafavöru- verslana víðs vegar um landið og hefur þeim verið vel tekið.“ íslenskir steinar til Danmerkur í versluninni fást listmunir og gjafavörur af ýmsu tagi, t.d. vegg- klukkur, standklukkur og klukkur á hraunsteinum. „Viðframleiðum einnig borð og fólk getur nánast pantað þau í þeirri stærð sem hentar því. Þá seljum við einnig steina, sem handunnið silfur hefur verið fagurlega greipt í af Davíð Jóhannessyni gullsmið.“ Páll og Freyr eru bjartsýnir á FREYR Baldursson og Páll Þ. Pálsson eru eigendur verslunarinnar Náttúrusteina í Aðalstræti. að vinnsla úr íslenskum hraunmol- um og steinum sé að verða að arðbærum smáiðnaði og benda á að spurn sé eftir þessari fram- leiðslu erlendis frá. „Við höfum selt töluvert af miniagripum eða steinum með klukku á til tölvufyr- irtækisins „Tulip Comput.ers" í Danmörku. Vörumerki þeirra er límt á vöruna og þeir gefa hana síðan til viðskiptavina. Við erum að sjálfsögðu ánægðir með að er- lent fyrirtæki skuli velja vöru frá okkur til að vekja athygli á sér en þetta er ekki síður góð land- kynning fyrir Island." Hyggjast framleiða hellur og gólfflísar Möguleikarnir á að vinna vörur úr íslenskum steinum eru óþijót- andi að sögn Páls. Þeir félagar hafa lagt mesta áherslu á listmuni °g gjafavöru og borð úr steinum eru einn af fáum hagnýtum hlut- um, sem þeir hafa framleitt. „Við erum nú að íhuga að framleiða gólfflísar úr íslenskum steinum og einnig steina fyrir arinhleðsl- ur, vatnsbretti utan húss og sól- bekki. Fólk hefur koinið til okkar með hugmyndir, sem við höfum síðan unnið eftir og bent á ýmsa möguleika. Þá hefur fólk komið með steina, sem það sjálft hefur safnað og beðið okkur um að saga þá niður eða smiða úr þeim. Siikir þjónusta hefur verið vaxandi þátt- ur í starfseminni og með opnun verslunarinnar erum við að bæta hana til muna.“ Haraldi Sigurðssyni, framkvæmda- stjóra samkeppnissviðs P&S í Morg- unblaðinu þann 2. desember sl. Helgi segir að enn sé alveg óljóst hvaða áhrif þessi áform P&S muni hafa þar sem tæknileg útfærsla sé alveg óljós. Hins vegar snúist starf- semi INTIS ekki um einstaklings- þjónustu heldur rekstur Internets hér á landi og þjónustu við þær stofnan- ir og þau fyrirtæki sem því tengjast. Þar á meðal séu fyrirtæki sem sér- hæfi sig í einstaklingsþjónustu. „Það er alveg skýr stefna hjá okkur að vera ekki í samkeppni við samstarfs- aðila okkar og því sinnum við ekki þessari einstaklingsþjónustu og mun- um ekki gera það. Við viljum aðeins fá frið til þess að halda starfi okkar áfram á okkar sviði," segir Helgi. Maríus bætir því við að það skipti í sjálfu sér litlu máli hvaða Internet- þjónustu P&S komi til með að reka. Það sem mestu máli skipti sé að grunnþjónusta fyrirtækisins, þ.e. ieigan í línunni út úr landinu, sem og afnot af línum hér innanlands, sé rétt verðlögð. Lítill áhugi á samstarfi hjá P&S? Helgi bendir hins vegar á að skyn- samlegra kunni að vera að reka að- eins eina slíka tengingu og hafi INT- IS oftar en einu sinni ljáð máls á samstarfi við Póst og síma á slíku. „Um áramótin 1994/95 buðum við þeim t.d. slíkt samstarf og stóðum í viðræðum við einkaleyfissvið P&S um það. Þeirra skilmálar voru hins vegar með þeim hætti að það hefði ekki þýtt neitt annað en yfírtöku og það gátum við ekki sætt okkur við. Þá var samkeppnissviði P&S boðið samstarf um rekstur gáttar til Sví- þjóðar í janúar á þessu ári, en ekk- ert hefur heyrst frá samkeppnissviði varðandi hugsanlega samvinnu á þessu sviði.“ Maríus bætir við að sér lína P&S hafi í för með sér að á íslandi verði tvö aðskilin Internet og þeir notendur sem tengdir verða neti P&S'og þurfi að hafa samband við notendur á neti INTIS þurfi að fara með þau samskipti um net P&S til Bandaríkj- anna, þaðan til Evrópu og síðan hing- að heim. Svar þyrfti síðan að fara hinn hringinn. „Við vitum einnig hvernig ástand línanna frá Bandaríkjunum til Evr- ópu er. Þær eru mun þrengri en lín- ur NORDUnet til Bandaríkjanna og því væru notendurnir í raun að kaupa sér lakari tengingu til Evrópu." Þá yrði rekstur tengingarinnar helmingi dýrari fyrir báða aðila auk þess sem nýtingin á burðargetunni yrði lakari. Borgar- ráð selur hlutí Mætti hf. BORGARRÁÐ hefur samþykkt að selja hlut Reykjavíkurborgar í Mætti hf., fýrir 3,5 milljónir. Kaupandi er Verslunarmanna- félag Reykjavíkur, Iðja, félag verksmiðjufólks, Verkamanna- félagið Dagsbrún og Rafiðnað- arsamband Islands. í erindi borgarlögmanns til borgarráðs kemur fram að borgarráð hafi samþykkt árið 1991 að kaupa hlutafé í Mætti hf. fyrir 7 millj. Helmingur hlutafjárins eða 3,5 millj. voru í Mætti hf., sem er rekstrarfé- lagið en hinn helmingurinn er i Máttarstólpum hf., sem er eigandi húsnæðisins í Faxafeni 14. Tilgangur kaupanna var að tryggja borgarstarfsmönn- um afsláttarkjör hjá Mætti hf., með sama hætti og ýmis verka- lýðsfélög buðu félagsmönnum sínum. Jafnframt segir í erindi borg- arlögmanns að hlutafjáreign borgarinnar í Máttarstólpum hf. muni tryggja borgarstarfs- mönnum óbreytt afsláttarkjör hjá Mætti hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.