Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 B 9 Thurow og svarar síðan spurning- unni sjálfur. „Svarið liggur í græðgi. Menn vita alveg nákvæm- lega hvað líklegast er að gerist en þeir standast ekki freistinguna. Þegar verðið er að hækka og hækka er hægt að græða mikla peninga á skömmum tíma jafnvel þótt mönn- um sé fullljóst að verðið sé orðið alltof hátt, fái engan veginn stað- ist, og á endanum komi til hruns. Allir hlaupa til og kaupa og kaupa, og hver og einn er sannfærður um að hann verði nógu snjali og snögg- ur til að selja áður en hrunið kem- ur. Ef maður selur of snemma tap- ar maður miklum peningum sem maður annars gæti grætt. Mikilvægt er að halda áttum eftir tvöföldun hlutabréfaverðs En það er engin leið að vita ná- kvæmlega hvenær verð á markaði rís hæst vegna þess að eitthvert smáatriðið sem aldrei er hægt að sjá fyrir kemur til með að ráða úrslitum um það hvenær belgurinn springur. Enginn veit til dæmis enn í dag nákvæmlega hvers vegna hlutabréfaverð í Bandaríkjunum byijaði að lækka 29. október 1929 - en ekki fáeinum mánuðum fyrr eða fáeinum mánuðum síðar.“ Eng- inn veit heldur ennþá hvers vegna verð á hlutabréfum á íslandi tók skyndilega að lækka 22. ágúst 1991 en þann dag náði hlutabréfavísital- an hæsta gildi sínu áður en hún tók að lækka úr 821 stigi í um 600 stig um mitt árið 1993. Hugleiðingar Thurows sem greint er frá hér að framan eru ágætar til að hjálpa manni að halda áttum þegar hlutabréfaverð er orðið allhátt. I Bandaríkjunum kom til nokkurs taugatitrings á Wall Street föstudaginn 8. mars sl. en þá lækk- aði Dow Jones vísitalan um meira en 170 stig eða yfir 3%. Ástæðan var að fregnir sem bárust úr banda- ríska þjóðarbúskapnum þann dag- inn reyndust ívið jákvæðari en menn höfðu reiknað með. Meiri gróska í efnahagslífinu, meiri tekjur og meiri atvinna auka líkur á verð- bólgu og því að gripið verði til hækkunar á vöxtum en hvort tveggja gæti gert út af við hækkun á hlutabréfaverði sem stendur í sögulegu hámarki. En taugatitring- urinn reyndist ónauðsynlegur á Wall Street í það skiptið, markaður- inn jafnaði sig eftir lækkunina og er nú enn á ný búinn að setja nýtt met. Hlutabréf í Bandaríkjunum hafa fimmtánfaldast í verði síðan 1976 Lárétta súluritið á hægri hluta myndarinnar er einnig gagnlegt til að fá yfirsýn um íjárfestingu og ávöxtun en heimildin er The Ec- onomist (23. mars sl.) og verðbréfa- fyrirtækið Morgan Stanley. Ef stjórnvöldum í helstu iðnríkjum tekst að halda verðbólgu lágri næstu árin er tveggja stafa ávöxtun verðbréfa úr sögunni að dómi sér- fræðinga verðbréfafyrirtækisins. Lóðrétta línan á myndinni við 5,2% sýnir árlega meðalverðbólgu síð- ustu tvo áratugina. Myndin sýnir ávöxtun sem í boði var fyrir banda- ríska fjárfesta að jafnaði síðustu tuttugu árin 1976 til 1995. Hluta- bréf í Standard & Poor’s 500 hluta- bréfavísitölunni báru t.d. 14,6% nafnávöxtun á ári að jafnaði öll árin (15-földun verðmætis á 20 árum). Bandarísk ríkiaskuldabréf til langs tfma báru 10,6% nafn- ávöxtun eða 5,1% raunávöxtun. En áhætta helst að jafnaði í hendur við ávöxtun. Ávöxtun bandarfskra ríkisvíxla er stöðugri en annarra kosta sem í boði eru í súluritinu en staðalfrávik ávöxtunar þeirra er 3% og ávöxtun 7,3% sem svarar til 2% raunávöxtunar. Gull sker sig úr f þessum samanburði. Allar götur síðan 1976 hefur verð- hækkun gulls aðeins verið 6,2% á ári að jafnaði. Að teknu tilliti til verðbólgu hefur því verð haldist óbreytt í tuttugu ár og raunávöxtun er því engin. En sveiflur í verði eða ávöxtun hafa þó verið meiri en á nokkurri annarri tegund sem tölur VIÐSKIPTI eru um í töflunni frá Morgan Stan- ley. Gull virðist því ekki vera væn- legur kostur fyrir fjárfesta að öllu óbreyttu. Ef verðbólga verður lítil sem engin á næstu árum eru líkur á því að kaup á fasteignum, lista- verkum, eðalmálmum o.þ.h. komi jafnvel enn lakar út en raunin varð síðustu tvo áratugina. Lakari nafnávöxtun en góð raunávöxtun ef verðbólga verður lítil Ávöxtun hlutabréfa og skulda- bréfa hefur verið með afbrigðum góð síðan verðbólga minnkaði seint á níunda áratugnum. Það er að hluta til vegna þess að verð á hluta- bréfum og skuldabréfum var óvenjulega lágt á árunum þegar verðbólga var í hámarki. Á næstu árum er líklegt að hlutabréf beri hærri ávöxtun en skuldabréf eins og þau hafa gert næstum því hvert einasta ár síðan í lok síðari heims- styijaldarinnar. Barton Biggs hjá Morgan Stanley telur að fjárfestar verði að sætta sig við lága ávöxtun á næstu árum, e.t.v. um 7% af skuldabréfum til langs tíma (þ.e. ef verðbólga lækkar í nánast ekki neitt) og 4% af hlutabréfum. Til að ná hærri ávöxtun verður að taka meiri áhættu, t.d. með beinni áhættufj árfestingu (ávöxtun 10% að hans mati, áhætta 25%) eða með kaupum á hlutabréfum í nýju lönd- unum („emerging markets") en þar gæti ávöxtun orðið um 15% og áhætta er 28%. Ávöxtun skuldabréfa hefur verið afar góð eftir því sem verðbólga minnkar vegna þess að nafnvextir hafa þá lækkað og skapað gengis- hagnað og góða raunávöxtun af skuldabréfum. Lækkandi vextir hafa einnig að jafnaði góð áhrif á afkomu fyrirtækja og ávöxtun hlutabréfa. Á íslandi er saga form- legra viðskipta með hlutabréf stutt og enn sem komið er eru viðskipti á eftirmarkaði, þ.e. kaup og sala hlutabréfa á markaði eftir að þau hafa verið seld í frumsölu, lítil. Í síðasta tbl. Vísbendingar, vikurits um viðskipti og efnahagsmál (22. mars sl.), er vikið að því að algengt er í útlöndum að álíka mikil við- skipti verði með hlutabréf hvers félags á einum mánuði eins og hér verða á einu ári. Á næstu árum munu viðskipti á eftirmarkaði án efa aukast en það er mikilvægt til þess að myndun verðs í viðskiptum verði styrkari. Sjaldan kemur til lækkunar á verði hlutabréfa á markaði nema einhvers staðar sjáist óveðursský á himni. Hafa verður þó í huga út- skýringar Thurows hér að framan á því að smáatriðin sem valda straumhvörfum í viðskiptum með hlutabréf eru oftast ekki sjáanleg fyrirfram né heldur skiljanleg eft- irá. Jafnvel að þessu sögðu er líkleg- ast að verð á hlutabréfum í Reykja- vík haldi áfram að hækka eitthvað fram eftir árinu 1996 eða svo lengi sem horfur í efnahagslífi lands- manna og rekstri fyrirtækja teljast góðar. Höfundur er framkvæmdasljóri VÍB - Verðbréfamarkaðs íslands- banka hf. AÐALFUN DUR íslenskra sjávarafurða hf. verður haldinn föstudaginn 29. mars 1996 í Súlnasal Hótel Sögu, og hefst fundurinn kl. 900. DAGSKRÁ 1. Ávarp Þorsteins Pálssonar, sjávarútvegsráðherra. 2. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 8. grein samþykkta félagsins. 3. Breytingar á samþykktum. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Arsreikningur félagsins mun liggja fyrir á skrifstofu fyrirtækisins að Sigtúni 42, Reykjavík, viku fyrir fundinn. Fundargögn verða aflient á fundarstað. Stjórn íslenskra sjávarafurða hf. HRA ÐLESTRA RNÁMSKEIÐ fyrir fólk í atvinnulífínu ✓ Langar þig á gott námskeið þar sem þú margfaldar lestrar- hraðann og eykur vinnuafköst stórkostlega? / Vissir þú að rúmur helmingur stjómenda 50 stærstu fyrir- tækja höfúðborgarsvæðisins hefúr komið á námskeið? Skráðu þig strax í dag á síðasta námskeið vetrarins sem hefst miðvikudaginn 10. apríl. Kennt verður þijá miðvikudaga í röð. Skráning er í símum 564-2100 og 564-1091. I n:ÍAJDl-l^n:tAI^KCl)LJUNN Ert þú með lánshæfa hugmynd til eflingar atvinnulífi? Við veitum góðri hugmynd brautargengi! Við veitum fúslega nánari upplýsingar um lán til atvinnuskapandi verkefna í öllum greinum. LANASTOÐUR VESTUR-NORÐURLANDA ENGJATEIGI 3 - PÓSTHÓLF 5410, 125 REYKJAVÍK, SÍMI: 560 54 00 FAX: 588 29 04 - kjarni málsins! - Vlrk þjónusta á lánstín * Milliliðalaus lánveitlng fgrelðslutíml IÐN L ANASJOÐUR Á R M Ú LA 13 a • 155 R E Y K J A V í K • S í M I 588 6400

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.