Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 10
10 B FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Danfoss eykur ~ sölu um 19% Kaupmannahöfn. SCHIPHOL-flugvöllur í Amsterdam féll niður í þriðja sæti í könnuninni. Genf. Reuter. I SALA danska fjölgreinafyrirtækis- 1 ins Danfoss jókst um 19% í fyrra, ' tvisvar sinnum meir en búizt hafði ■ verið við, eða um 1.731 milljón danskra króna í 11.087 milljónir, í samkvæmt ársskýrslu fyrirtækis- i ins. Danfoss segir að þessi jákvæða , þróun" stafi af hagstæðari við- í skiptaskilyrðum og bættri sam- | keppnisstöðu. Tekjur fyrir skatta i jukust um 59% í 893 milljónir dan- skra króna miðað við árið á undan. Tekjur að frádregnum sköttum námu 579 milljónum danskra króna. Útflutningar frá fyrirtækjum Danfoss í Danmörku jókst um 18% í 4.544 milljónir danskra króna, en sala til danskra viðskiptavina jókst um 5%. Sala Danfoss á alþjóðamörkuðum var betri en gert hafði verið ráð fyrir. í ESB-löndum öðrum en Dan- mörku jókst salan um 18%. í Aust- ur-Evrópu að Rússlandi meðtöldu jókst hún um 72%. í Norður-Amer- íku nam söluaukningin 13% og í LUFTHANSA flugfélagið hefur gert samstarfssamning við Air Canada og sameiginlegt hefst í júní. Sameiginleg flugnúmer verða tek- in upp 15. júní á leiðunum Frank- furt, Calgary og Vancouver og hefur Lufthansa þar með lokið gerð samn- inga við nokkur erlend flugfélög — United Airlines i Bandaríkjunum, SAS, Thai Airways Intemational, South African Airways og Varig í Suður-Ameríku — að því er stjórnar- formaður Lufthansa, Júrgen Weber, sagði í yfirlýsingu. Samningurinn leysir af hólmi nú- verandi samning við Canadian Airli- nes, sem rennur út 14. júní, og mun að lokum ná til vöruafgreiðslu, sam- eiginlegra innkaupa, viðhalds og far- þegaafgreiðslu. I Kanada sr sagt að Air Canada kanni möguleika á sameiginlegu fragtflugi, þar sem vöruflutnings- Suður-Aneríku 90%. Sala til Aust- ur-Asíu og Miðausturlanda jókst um 20% og heildarsala Danfoss í öðrum heimshlutum jókst um 13% að meðaltali. Á árinu eignaðist Danfoss öll hlutabréf í Concordia Fluidtechnik GmbH í Þýzkalandi og 76% hluta- bréfa í Trata d.d. í Slóveníu. Fyr- irtæinu Danfoss Industries Sdn. Bhd. var komið á fót í Malajsíu. í Bretlandi tók Danfoss við rekstri W.F. Refrigeration Ltd. og W.F. Air Conditionaing Ltd. og í Bandaríkjunum eignaðist Danfoss Graham Company Inc. í Wisconsin. í Mexíkó var stofnað dótturfyrir- tækið Danfoss Compressors S.A. de C.V. og það tók við rekstri mexí- kósks fyrirtækis í Monterrey í Kali- forníu. Loks tók Danfoss við sölu og framleiðslu hitastilla af dreifiaði- lanum Climatic S.r.l. á Ítalíu. í ársskýrslu Danfoss segir að útlitið á þessu ári sýni nokkur merki þess að söluskilyrði verði heldur óhagstæðari og viðskiptahorfur virðist óvissara en á síðasta ári. gesta muni minnka þegar Boeing 747-200 verði teknar úr notkun 1997. Að auki hefur Air Canada tryggt sér rétt til að fljúga til nokkurra borga Austur-Evrópu, þar á meðal Prag og Moskvu, og þar kunna félag- ið og Lufthansa að taka upp sameig- inleg flugnúmer. Lufthansa sagði í yfirlýsingunni að í ráði væri að taka upp dagiegar ferðir án viðkomu frá Frankfurt til Vancouver með Boeing B747. Air Canada mun sjá um daglegt flug án viðkomu milli Calgary og Frankfurt með Boeing B767. Veturinn 1996/97 verður þjónust- an aukin þannig að farnar verða tvær daglegar ferðir á sama númeri frá Frankfurt til Toronto. Lufthansa og Air Canada munu halda uppi sjö ferð- um hvort félag á sama númeri á þeirri leið. MANCHESTER á Norð- vestur-Englandi og Changi í Singapore eru beztu flugvellir heims samkvæmt könnun á skoð- unum farþega stóru flugfélag- anna að sögn Alþjóðasamtaka flugfélaga, IATA. Schiphol-flugvöllur í Amster- dam lenti í þriðja sæti í könnun- inni, sem náði til 43 stórra flug- valla í Evrópu, Norður-Ameríku, Miðausturlöndum og á Asíu- Kyrrahafssvæðinu. Langneðst á blaði var fiugvöll- urinn I Aþenu, sem ferðaþjón- ustufólk hefur lengi gagnrýnt fyrir slæma aðstöðu farþega og seina farangursafgreiðslu. Sami flugvöllur var einnig óvinsælast- ur í svipaðrikönnun í fyrra, en hún var ekki eins ítarleg. Kennedy í 40. sæti Narita-flugvöllur í Tókýó er talinn lítið eitt skárri og skipar 42. sæti í könnuninni. Orly flug- völlur hjá París er í 41. sæti og Kennedy flugvöllur við New York — sem hundruð þúsunda ferðamanna fara um á hverju ári þegar þeir koma til Bandaríkj- anna — hafnaði í 40. sæti. Tölur IATA er úr ársritinu Airport Monitor, sem safnar upp- lýsingum úr könnunum á skoðun- um um 45.000 farþega í flugvél- um eða flughöfnum. Farþegar eru beðnir að raða flugvöllum eftir gæðum með hliðsjón af aðstöðu og þjónustu Manchester og Changi beztu flug- vellir heims og eru þeir meðal annars spurðir um þægindi þegar beðið er eftir flugferð, hvort starfsfólk sé vin- gjarnlegt og hvort seinlegt sé að komast út á flugvöll eða inn í borg. Hópar skemmtiferðamanna hafa löngum farið um Manchest- er, en flugvöllurinn hefur í vax- andi mæli orðið miðstöð alþjóða- flugs til Norður-Englands og Suðvestu-Skotlands að sögn IATA. Flugvöllurinn í Singapore var tekinn með í könnuninni í fyrsta sinn nú að ósk yfirvalda þar. Hæsta einkunn var 10 í könn- uninni og fékk Manchester 8,32 og Singapore 8,26, en Amster- dam -- sem sigraði í fyrra — kom fast á eftir með 8,12. Sáralítill munur er á þessum flugvöllum að sögn eins starfsmanns IATA. Til samanburðar fékk Aþena aðeins 5,37, Narita 5,91, Orly 6,18 og Kennedy 6,19. Starfsmenn IATA segja beinan samanburð við útkomuna í fyrra erfiðan, þar sem 12 nýir flugvell- ir voru með í könnuninni í fyrsta skipti nú auk flugvallanna í Manchester og Singapore. Þó segir IATA að betri frammistaða Cincinatti í Banda- ríkjunum og Mirabel flugvallar í Montreal í Kanada sýni að þeg- ar aðstaða sé bætt á flugvöllum taki farþegar eftir því. Orlando í 4. sæti Beztu flugvellirnir í Norður- Ameríku samkvæmt könnuninni eru Orlando á Florida, sem hafn- aði í fjórða sæti með einkunnina 7,9, rétt fyrir ofan Sydney í Ástr- alíu, sem fékk 7,88, Raleigh-Dur- ham í Norður-Karólínu, sem fékk 7,84, og Melbourne í Ástralíu, sem varð í sjöunda sæti og fékk 7,76. í áttunda sæti varð Calgary í Kanada með 7,76, en síðan komu Cincinatti með 7,71 og Montreal- Mirabel með 7,68 í tíunda sæti. Sérstök könnun var gerð með- al farþega á vildarfarrými og völdu þeir Singapore í 1. sæti, en Manchester fékk atkvæði flestra skemmtifarþega. Schip- hol fékk beztu einkunn vegna greiðra ferða til og frá Amster- dam og góðrar aðstöðu til að verzla. Manchester og Orlando fengu flest stig fyrir vingjarnlega framkomu starfsfólks og góða hreinlætisaðstöðu, en vildarþjón- usta var talin bezt í Sydney og Amsterdam. Melbourne og Sydn- ey fengu mest lof fyrir veitinga- þjónustu. Lufthansa ísamstarf með Air Canada Frankfurt. Reuter. Ný lög um bókhald og ársreikninga munu fyrirsjáanlega hafa víðtæk áhrif Inýjum lögum um bókhald og ársreikninga eru ákvæði um þær kröfur sem gerðar eru til stjórnenda félaga. Þar er einnig að finna ítarleg ákvæði um skyldu til að upplýsa í ársreikning- um um ýmis atriði tengd samskipt- um stjórnenda við félögin. Bæði er um að ræða kröfur sem áður voru gerðar til stjórnenda sam- kvæmt lögum, en einnig er hér að finna atriði sem áður var ekki lagaskylda að geta um. Rétt er >' að vekja athygli á að lög þau sem hér er vísað til tóku gildi 1. janúar 1995 og hefur verið gefin út reglu- gerð á grundvelli þeirra en ekki er komin reynsla á framkvæmd laganna. Ábyrgð stjórnenda Fram kemur í lögunum að stjórnendur félaga, sjóða og stofn- ana bera ábyrgð á því að ákvæðum laga um bókhald sé fullnægt og þeim ber að semja og undirrita ársreikninga viðkomandi félaga. ~ Ársreikningar skulu hafa að geyma rekstrarreikning, efna- hagsreikning, fjárstreymisyfirlit og skýringar. Einnig skal samin skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár og skal hún vera hluti ársreikn- ings. í eldri lögum var ekki gerð krafa um að ársreikningur hefði Auknar kröfur til stj órnenda Sjónarhorn Síðustu daga o g vikur hafa félög veríð að birta ársreikninga sína fyrir árið 1995 og framundan eru aðalfundir þeirra fyrir árið 1995. Alexander G. Eðvardsson segir í fyrrí grein sinni að í þessu sambandi getur verið upplýsandi fyrir stjómendur félaga að kynna sér þau ákvæði í nýjum lögum um ársreikninga sem varða störf þeirra og þær ábyrgðir sem á þeim hvíla vegna starfa í þágu félaganna. að geyma fjárstreymisyfirlit og er hér um nýjung að ræða. Hins veg- ar hafa langflestir ársreikningar félaga undanfarin ár innifalið fjár- streymisyfirlit. Skýrsla stjórnar í lögunum er tiltekið að veita beri eftirfarandi upplýsingar í skýrslu stjórnar: * Atriði, sem mikilvæg eru við mat á fjárhagslegri stöðu félags og afkomu þess á reikningsárinu og ekki koma fram í efnahags- reikningi eða rekstrarreikningi eða skýringum, nema sérstakar ástæður séu til að ætla að slíkt geti skaðað félagið. Ef veruleg óvissa ríkir um einstaka liði í ársreikningi eða ársreikninginn í heild skal veita upplýsingar um slíkt. * Gera- skal grein fyrir tillögu stjórnar um ráðstöfun á hagnaði félags eða jöfnun taps. * í hlutafélögum skal upplýsa um fjölda hluthafa.í upphafi og lok reikningsárs. Þá skal upplýst um hundraðshluta hlutafjár þeirra hiuthafa sem eiga a.m.k. 10% hlutafjár félagsins í lok ársins. í samvinnufélögum, sameignarfélögum og samlags- félögum skal upplýsa um fjölda félagsaðila í upphafi og lok reikningsárs og fjölda eigenda að B-hluta stofnsjóðs ef stofn- sjóður samvinnufélaga er þann- ig tvískiptur. Ef atkvæðavægi er mismunandi skal það skýrt. * í skýrslu stjórnar með ársreikn- ingi móðurfélags skal veita upp- lýsingar um félagasamstæðuna í heild. * I skýrslu stjórnar skal enn frem- ur fjallað um, eftir því sem við á, mikilvæg atvik sem orðið hafa eftir lok reikningsársins; framtíðarhorfur félagsins; rann- sókna- og þróunarstarfsemi; og útibú félagsins erlendis ef ein- hver eru. Upplýsingar í skýringum Að auki eru atriði sem ber að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.