Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 12
TEYMI teymi@oracle.isi mtmammm OBACÍl HUGBÚNAÐUR Á ÍSIANDI VIÐSKIPTIAIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 StBBRBBtBSIUHHUHBWHHHBi jpammm (R) Enabling the Information Age™ Fólk Manna- breytingar hjá Plast- prenti PLASTPRENT hf. hefur ákveðið að breyta áherslum í sölustarfi fyr- irtækisins. Auk núverandi sölusviða, sjávarútvegs-, matvæla-, iðnaðar- og verslunarsviðs verða stofnuð tvö ný svið; útflutningssvið og heildsölu- svið. Skipulagsbreytingarnar hafa leitt til eftirfarandi manna- og stöðu- breytinga: • OTTO Þormar hefur verið ráðinn sem sölustjóri útflutningssviðs. Ottó lauk gagnfræðaprófi frá Gagn- fræðaskóla Akur- eyrar 1975 og dvaldi í eitt ár í Bandaríkjunum eftir það. Hann lauk námi úr Fisk- vinnsluskólanum 1979 pg starfaði við verk- og fram- leiðslustjórn hjá Fiskvinnslu KEA á Dalvík, Hraðfrystihúsi Fá- skrúðsfjarðar og Hf. Miðnesi Sandgerði. í ársbyijun 1989 hóf hann störf í söludeild hjá Plast- prenti hf., sem sölustjóri sjávarút- vegssviðs. Ottó er í sambúð með Hrafnhildi Geirharðsdóttur og eiga þau 3 börn. • JÓHANN Jón ísleifsson hefur verið ráðinn sölustjóri sjávarútvegs- sviðs. Jóhann Jón útskrifaðist sem rekstrarfræðingur frá Samvinnu- háskólanum á Bifröst 1994. Með námi starfaði hann m.a. sem sjómaður hjá Guðmundi Runólfssyni hf. í Grundarfirði. Hann kom til starfa í söludeild Plast- prents hf. 1994. Jó- hann Jón er kvænt- ur Ásthildi Elvu Kristjánsdóttur, rekstrarfræðingi og eiga þau eina dóttur. • ÞORÐUR Bachmann hefur verið ráðinn forstöðumaður heildsölusviðs. Þórður varð stúdent frá Samvinnuskó- lanum 1985 og stundaði eftir það nám í markaðs- og sölufræðum við FHWE Pforzheim í Þýskalandi. Hann hóf störf hjá mat- vælafyrirtækinu ETO Nahrungsmittel í Þýskalandi árið 1991 sem framkvæmdastjóri vörusviðs og hópstjóri í markaðsde- ild. 1994 tók hann til starfa hjá Stochmeyer GmbH og Co. og var hann þar framkvæmdastjóri vöru- sviðs. Þórður er kvæntur Claudiu M. Luckas og eiga þau tvö börn. • SIGRÚN Rósa Björnsdóttir hef- ur verið ráðin markaðsstjóri heild- sölusviðs. Sigrún Rósa lauk stúd- entsprófi af viðskipta- og málabraut Fjölbrautaskóia Suðumesja árið 1992 og útskrifað- ist síðan sem rekstrarfræðingur frá Samvinnu- háskólanum á Bi- fröst 1994. Hún fékkst við ýmis störf með námi en réð sig til Plastprents hf. árið 1994. Sigrún Rósa er í sambúð með Jó- hanni Birgissyni og eiga þau einn son. Elísabet til Athygli • ELÍSABET M. Jónasdóttir hef- ur verið ráðin til Athygli ehf., Lágmúla 5. Hún mun einkum ann- ast útgáfu bækl- inga, blaða og ann- ars kynningarefn- is. Elísabet hefur starfað að undan- förnu sem upplýs- ingafulltrúi Ferðamálaráðs íslands. Elísabet lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum í Reykjavík 1978, BA-prófi í frönsku og al- mennum málvísindum frá Háskóla íslands 1982 og prófi frá Blaða- mannaháskólanum í Ósló 1985. Hún var blaðamaður á Morgun- blaðinu frá 1982-1987, samhliða námi frá 1983-1985. Hún starfaði hjá Upplýsingamiðstöð ferða- mála frá 1987-1990 og hefur verið upplýsingafulltrúi Ferðamálaráðs íslands frá 1992. Eiginmaður El- ísabetar er Pétur Ástvaldsson ís- lenskufræðingur og eiga þau tvö börn. Fræðslu- og gæðastjóri Hótels Sögu • INGA Sólnes hefur verið ráðin fræðslu- og gæðastjóri á Hótel Sögu. Starfið felst í því að hafa umsjón með gæða- og fræðslumál- um fyrir starfsfólk hótelsins jafn- framt því að vinna að stöðugu umbótastarfi og samvinnu starfs- fólks að bættri þjónustu og bættum gæðum. Hér er um nýtt starf að ræða til að fyigja eftir undir- búningi Höskuldar Frímannssonar, ráðgjafa, við að taka upp altæka gæðastjórnun í starfsemi hótelsins. Inga starfaði áður sem verkefnisstjóri hjá Ferða- málaráði Vestnorden og sem upp- lýsingafulltrúi hjá Ferðamálaráði Islands. Hún er með BA-gráðu í félagsvísindum frá Kingston Po- lytechnic í London og próf í uppeld- is- og kennslufræðum frá Háskóla íslands. Áður stundaði hún tungu- málanám við HÍ og Grenoble, eink- um í dönsku og frönsku. Hún hefur stundað kennslu í fé- lagsfræði m.a. við Fjölbrautaskól- ann í Breiðholti og á ýmsum nám- skeiðum á vegum Iðntæknistofnun- ar. Inga er formaður ferðamálahóps á vegum Gæðastjórnunarfélags Is- lands. Ráðinn forstjóri Reiknistofu bankanna • HELGI H. Steingrímsson hefur verið ráðinn forstjóri Reiknistofu bankanna frá 1. júlí nk., en þá hættir Þórður B. Sigurðsson, nú- verandi forstjóri eftir langt og far- sælt starf. Helgi er fæddur 13. mars 1944. Hann hóf störf hjá Landsbanka Is- lands í árslok 1961, fyrst í Austurbæjarútibúi, þar sem hann starfaði í 10 ár, m.a. sem deildarstjóri innlánsdeildar frá 1967. Árið 1971 tók hann við starfi deildarstjóra víxladeildar aðalbank- ans og gegndi því starfi til ársins 1974 er hann var ráðinn aðstoðar- maður bankastjórnar. Helgi veitti hagræðingardeild höfuðstöðva for- stöðu 1978 til 1984, er hann tók við starfi framkvæmdastjóra rekstrarsviðs, sem hann hefur gegnt síðan. Samhliða störfum sín- um í Landsbankanum hefur Helgi starfað í ýmsum starfsnefndum bankanna, m.a. Samstarfsnefnd um Reiknistofu bankanna frá 1974 og var formaður þeirrar nefndar frá 1983, Samvinnunefnd banka og sparisjóða frá 1988, Samstarfs- nefnd um gíróþjónustu frá 1991 og formaður hennar frá 1994 og verk- efnisstjóri debetkortanefndar frá 1992-1995. Eiginkona Helga er Valgerður Halldórsdóttir hjúkr- unarfræðingur og eiga þau fimm börn. Forstöðumaður tölvudeildar Landsbankans • ÁGÚST Hrafnkelsson hefur verið settur til tveggja ára í stöðu forstöðumanns tölvudeildar bank- ans. Ágúst er fæddur 29. apríl 1967 og útskrifað- ist með Cand. oec- on gráðu frá Há- skóla íslands árið 1989. Hann starf- aði sumarið 1986 í Múlaútibúi bank- ans. Hóf störf í júní 1988 á alþjóðasviði og hefur starfað þar síðan, lengst af sem sérfræðingur. Eiginkona Ágústs er Helga Stefánsdóttir bygginga- verkfræðingur og eiga þau eina dóttur. AÐALFUNDUR Fundurinri'verður í Ársal á 2. hæð og hefst kl. 16.00 síðdegis. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 17. grein félagssamþykkta. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Önnur mál löglega borin upp. Aðgöngumiðar verða afhentir á aðalskrifstofu félagsins Kringlunni 5,2. hæð, frá 25. mars til kl. 12.00 á fundardag. .< OT * Sjóvá-Almennar tryggingar hf. • Kringlunni 5 • Sími 569 2500 Torgið Allir vildu Lilju kveðið hafa YFIRLÝSING frá formannl banka- stjórnar Landsbankans á ársfundi bankans fyrir skemmstu um að sameina beri rekstur ríkisbank- anna tveggja vakti að vonum mikla athygli. Flann lýsti þar þeirri skoð- un sinni að með sameiningu bank- anna mætti ná fram nauðsynlegri hagræðingu í bankakerfinu og til yrði öflugur banki sem gæti sinn þörfum fyrirtækja og einstaklinga hvar sem væri á landinu. Þessi ummæli hafa komið tölu- verðu róti á þá umræðu sem nú fer fram um hlutafélagsvæðingu og hugsanlega einkavæðingu ríkisbankanna eins og glöggt mátti heyra á aðalfundi íslandsbanka á mánudag. Þar gagnrýndi Kristján Ragnarsson, formaður bankaráðs, þessar hugmyndir bankastjóra Landsbankans og benti á að sam- einaður ríkisbanki hefði yfirburða- stöðu me_ð um 60% á markaðnum á móti íslandsbanka og spari- sjóðunum. Ennfremur myndi sam- eining tefja fyrir því að að ríkið gæti losað sig út úr bankarekstri vegna stærðar hins sameinaða banka. Kristján taldi hins vegar að sameining Búnaðarbanka og ís- landsbanka mun vænlegri kost til að ná fram hagræðingu í banka- kerfinu. Hjá íslandsbanka væri samankomin mikil reynsla í sam- einingu banka og mun jafnari sam- keppni skapaðist á þann hátt en með sameiningu ríkisbankanna. Hann undirstrikaði þó að þessar vangaveltur hefðu takmarkaða þýðingu, þar sem ríkisstjórnin hefði ekki önnur áform uppi en að breyta ríkisbönkunum í hlutafélög. Sparisjóðir enn með áhuga á Búnaðarbankanum Stjórnendur sparisjóðanna hafa ennjóá ekki látið í Ijós álit sitt á þessum hugmyndum. Vitað er að þeir hafa um langt skeið talið það vænlegan kost fyrir sparisjóðina að kaupa Búnaðarbankann og eft- ir því sem næst verður komist er áhugi þeirra ennþá fyrir hendi. Það er a.m.k. Ijóst að þeir hefðu fjár- hagslegt bolmagn til að kaupa bankann þar sem samanlagt eigið fé sjóðanna er alls um 6 milljarðar króna. Bent er á að útibúanet sparisjóðanna myndi falla afar vel að útibúaneti Búnaðarbankans og sameining þvi skila mikilli hagræð- ingu. Þessar hugmyndir um hagræð- ingu í bankakerfinu hljóta að verða hafðar til hliðsjónar við stefnumót- un ríkisins í bankamálum á næst- unni. Finnur Ingólfsson, viðskipta- ráðherra, skýrði frá því á ársfundi Landsbankans að ríkisstjórnin myndi gera grein fyrir því hvernig hún sæi þær breytingar sem gætu orðið á eignarhaldi bankanna í framtíðinni þegar frumvarpið um hlutafélagsvæðingu þeirra yrði lagt fram. Fyrirhugað var að leggja frumvarpið fram nú á vorþinginu þannig að breytingin gæti tekið gildi um næstu áramót. Töf hefur orðið á því vegna nýfallins dóms í héraðsdómi um biðlaunarétt fyrr- um starfsmanns hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins. Það þarf ekki að koma á óvart að svo mikill áhugi sé á samein- ingu við Búnaðarbankann um þessar mundir. Bankinn hefur reyndar glímt við töluvert útlánatöp á undanförnum árum eins og hinir bankarnir en þau eru hlutfallslega mun minni. Afskriftir bankans á tímabilinu 1990-1994 er einungis um 14% af heildarafskriftum í bankakerfinu en bankinn hefur hins vegar haft um 20% markaðs- hlutdeild. Afkoma af rekstri hans hefur verið mun betri en íslands- banka og Landsbankans. Sést það best á því að Búnaðarbankinn hefur greitt yfir hálfan milljarð í tekju- og eignarskatta á árunum 1990-1995 meðan hinir bankarnir hafa litla sem enga skatta greitt vegna taprekstrar. Búnaðarbankinn er nú að kom- ast yfir erfiðasta hjallann í afskrift- um og útlit fyrir að á þessu eða næsta ári þurfi einungis að leggja 1% af útlánum í afskriftarreikning sem telst eðlilegt miðað við éhættu í bankarekstri. Á sama hátt hefur bankinn lagt drjúgar fjárhæðir til að mæta lífeyr- isskuldbindingum og mun væntan- lega ná þvi marki á þessu ári að eftirlaunasjóðurinn standi undir þeim. Með hliðsjón af þessu má ætla að afkoman eigi eftir að batna verulega á næstu misserum og hagnaðurinn gæti auðveldlega tvöfaldast á næsta ári. KB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.