Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA Sigurður íhugar tilboð Stjörnunnar STJARNAN í Garðabæ hefur áhuga á að fá Sig- urð Gunnarsson, sem þjálfaði norska liði Bodð í vetur, sem þjálfara fyrir meistaraflokk karla næsta vetur. Bodö féll niður í 2. deild og Sigurð- ur er laus allra mála hjá félaginu og hefur hug á að flytjast heim í vor. Októ Einarsson, formaður handknattleiksdeild- ar Stjörnunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að Sigurður væri að skoða tilboð sem félag- ið sendi honum út til Noregs í gær. „Við bjóðum honum þjálfarasamning til tveggja ára,“ sagði Októ. Hann sagði að einhveijar brej'tingar yrðu á leikmannahópnum, en ljóst væri að Sigurður Bjarnason yrði áfram því búið er að endurnýja leikmannasamning við hann. Rússinn Dimitri Filippov fer með Viggó Sig- urðssyni, þjálfara, til Wuppertal í Þýskalandi ásamt Valsmönnunum Ólafi Stefánssyni og Degi Sigurðssyni. Magnús Sigurðsson heldur til Þýska- lands í dag tíl að skoða aðstæður hjá þýska 3. deildarliðinu Willstadt. Konráð Olavson hefur einnig áhuga á að leika erlendis og hefur svissneskt félag sýnt áhuga á honum. Makedónía með gott lið LOGI Ólafsson, landsliðsþjálfari í knatt- spyrnu, fylgdist með leik Makedóníu og Möltu í bænum Skopje í Makedóníu í gær. Heimamenn sigruðu 1:0 og sagði Logi að Makedónía væri með gott lið og hefði átta að vinna með miklu meiri mun. „Þjálfari Makedóníu tefldi fram sex nýliðum í leiknum, þar af voru þrír í byijunarliðinu. Leikmenn liðsins eru sterkir, fljótir og leiknir, spila frá öftustu vörn og upp miðjuna. Það var hægt að sjá svona júgóslavneska takta. Það reyndi ekki mikið á vömina þyí mótspyma Möltu- manna var ekki mikil. Á góðum degi ættum við að eiga ágæta möguleika gegn þessu liði, en þess ber að geta að í gær vantaði fjóra iykilmenn sem leika með liðum í Þýskalandi, Grikklandi og Syiss,“ sagði Logi. Fyrsti leikur íslands í undankeppni HM verður einmitt gegn Makedóníu á Laugar- dalsvelii 1. júní í sumar. Tvær umferðir í forkeppni UEFA VEGNA þess hve fjöldi liða er mikill, eða 117 talsins, hefur Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, ákveðið að það fari fram tvær umferðir í forkeppni Evrópumóts félagsliða, UEFA-keppn- inni, næsta tímabil. Lið frá þeim Evrópuþjóðum sem náð hafa lökustum árangri síðustu flmm árin fara í fyrstu umferð forkcppninnar. Þetta þýðir að ÍB V mun að öllum lfkindum þurfa að fara í fyrri forkeppnina og verður dregið í hana í Genf í Sviss 6. júlí. Leikið verður siðan heima og heiman, 17. og 24. júlí. Síðan verður dregið í aðra umferð forkeppninnar 26. júlí og þá má búast við að Skagamenn verði i hattinum. Sama dag verður dregið í forkeppni Evrópumóts bikar- hafa og Evrópumóts meistaraliða. JKttrglmttbitoito 1996 FIMMTUDAGUR 28. MARZ BLAD íslandsmeistarar Þróttar 1996 MorgunDiaoio/PorKen ÞRÓTTUR frá Reykjavík tryggðl sér íslandsmeistaratltilinn í blakl karla með því að slgra Stjörnuna í fjórða leik liðanna í gærkvöldi. Neðrl röð frá vinstrl: Magnús Aðalsteinsson, Ólafur D. Jóhannesson, Einar Hilmarsson, Áki Thoroddsen, Matthías Bjarki Guðmundsson og Arngrímur Arngrímsson. Fremst frá vinstri: Fannar Örn Þórðar- son, Valur Guðjón Valsson, Ólafur Helmir Guðmundsson, fyrirliði og Jón Árnason. Aftast frá vlnstri eru: Tryggvl E. Geirsson, form. Þróttar, Leifur Harðarson, þjálfari og Gunnlaugur Jóhannsson, formaður blakdeildar Þróttar. Þróttarar full- komnuðu þrennuna ÞRÓTTUR úr Reykjavík fullkomnaði þrennuna á þessari leiktíð þegar fé- lagið tryggði sér íslandsmeistaratitil karla í Asgarði í gærkvöldi með 3:1 sigri á Stjörnunni ífjórða úrslitaleik liðanna. Þetta er tíundi meistaratitill liðsins frá upphafi. Þróttur þurfti sannarlega að hafa fyrir sigrinum og Garðabæjarliðið átti alla möguleika á að kría út oddahrinu, en það var yfir 14:9 í fjórðu hrinunni, en þá tók Þrótt- ur öll völd og sigraði. aðeins 14 mínútum. Það virtist sem leik- menn Þróttar væru vel einbeittir og ætluðu að selja sig dýrt. Þrátt fyrir litla mótspymu Stjömunnar í fyrstu hrinunni þá var allt annað upp á teningnum í annarri hrinu. í henni gekk flest upp hjá Stjömumönnum. Góð frammistaða Lárusar Blöndal vakti athygli. Lárus tók sæti Gottskálks Gizurar- sonar í liði Stjömunnar í þessum leik, en Gottskálk er erlendis. Lárus skellti grimmt í gólfið hjá Þrótti og átti hvað stærstan þátt í að Stjarnan jafnaði metin með því vinna hrinuna 15:8. Þriðja hrinan náði aldrei að verða spenn- andi. Mestu skipti að móttakan var léleg hjá Stjörnunni og lítill broddur var í sókn- inni. Þrátt fyrir að leikmenn liðsins væm að reyna sitt besta þá gekk ekkert upp hjá þeim. Þróttarar léku við hvurn sinn fingur og höfðu betur, 15:6. Spennan magnaðist hins vegar í fjórðu hrinunni sem var mjög jöfn þar til Stjarnan náði að sigla framúr í stöðunni 9:9 og kom- beggja vegna netsins. Leikmenn Stjörnunnar hófu ákafa baráttu við að reyna að vinna fimmtánda stigið en leikmenn Þróttar reyndu að sama skapi að jafna leikinn. Ef hægt er að tala um að heilladísirnar hafi fylgt öðru liðinu þá voru þær svo sannarlega á bandi Þróttar. Þeim tókst að snúa á Stjömuna á ögurstundu. Með frábæmm kafla í lokin kom styrkur leikmanna Þróttar í Ijós sem kræktu í hvert stigið á fætur öðm á sama tíma og geðshræring og kjarkleysi tók völdin í sókn- inni hjá Stjömunni. Leikmenn Þróttar gerðu sex síðustu stigin í hrinunni og Stjarnan sat eftir með sárt ennið og varð mörgum hugs- að til undanúrslitaleiksins í bikarkeppninni þar sem Stjarnan tapaði 16:14 eftir að hafa verið yfir 14:9. „Úrslitin í svona leikjum geta oft ráðist af heppni og Þróttarar höfðu hana sín meg- in í dag. Ég er ekki sár þrátt fyrir tapið. Við getum verið sáttir við árangurinn í vet- ur,“ sagði Einar Sigurðsson fyrirliði Stjörn- unnar eftir leikinn en hann, Emil Gunnars- son og Hristo Stoianov voru bestu menn liðsins. Leifur Harðarson þjálfari Þróttar var hæstánægður eftir leikinn enda höfðu læri- sveinar hans skilaði fullkomnu verki í vet- ur. „Mér fannst þetta góður leikur tveggja bestu blakliða landsins. Dagskipunin hjá mér var að hætta aldrei hvort sem við værum yfir eða undir og það sýndi sig á lokakaflanum að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Liðsheildin hefur verið okkar sterkasta vopn í vetur og það var hún í kvöld,“ sagði Leifur. Byijunin lofaði góðu fyrir Reykjavíkur- ast í 14:9. Eftir það var framhaldið lyginni liðið sem vann fyrstu hrinuna 15:2 á líkast og hreint ótrúleg barátta tók við Keflvíkingar með fyrsta golfmótið FORRÁÐAMENN Golfklúbbs Suðurnesja hafa ákveðið að halda opið golfmót í Leirunni á laug- ardaginn. Þar sem stutt er til mánaðamóta skal tekið fram að þetta er ekki aprilgabb. Þar sem veturinn hefur verið kylfingum ótrúlega hagstæð- ur og ekkert frost er í jörðu þessa dagana könn- uðu GS-menn málið. Einar Jónsson vallarstjóri segir jarðveginn vel lagstan og telur því að flat- irnar muni ckki skaðast þó hleypt verði inná þær. Það verður því leikið á sumarflötum í Leir- unni á laugardaginn. í fyrra var frost farið úr jörðu í Leirunni í byijun maí og það má því segja að vellirnir séu tveimur mánuðum á undan áætiun. Einar Guð- berg, framkvæmdastjóri GS, sagði að það hefði verið hægur vandi að halda mót fyrir hálfum mánuði því veðrið hefði verið þannig, en nú ætl- uðu menn að láta til skarar skríða. KNATTSPYRNA: LES FERDINAND GERDISIGURMARK ENGLENDINGA / D5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.