Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 8
Sterkustu vígi eiga eftir ad falla BARÁTTAN um íslandsmeistaratitilinn hefst á Akureyri í kvöld, þegar bikar- og deildarmeistarar KA fá íslandsmeist- ara Vals í heimsókn. Leikurinn fá því í fyrra verður enduftek- inn, þó með einni breytingu - það kemur nú í hlut KA- manna að bjóða upp í fyrsta dansinn í rimmunni, í KA-hús- inu. Sigmundur Ó. Steinarsson spáir í spilin. JHtjri0imÍJfaí>íís Morgunblaðið/Bjami Eiríksson Dagur sterkur DAGUR Sigurðsson hef- ur leikíð vel með Valsllð- Inu að undanförnu. Hann getur orðið þriðji fyrirliði Vals til að taka vlð meistarabikarnum á fjórum árum. Geir Sveinsson tók vlð bik- arnum 1993 og 1995, Guðmundur Hrafnkels- son 1994. HANDKNATTLEIKUR Árangur liðanna í úrslitakeppninni fram til þessa: Bæði lið hafa leikið 5 leiki, meðaltal i leik er innan sviga. KA Mðfk Sóknir % Valur Mðrk Sóknir % 148 264 56% 125 249 50% 42 (9,0) Langskot 42 (9,0) 21 (4,2) Gegnumbrot 21 (4,2) 19 (3,8) Hraðaupphlaup 22 (4,4) 21 (4,2) Horn 21 (4,2) 18 (3,6) Lfna 11 (2,2) 27 (5,4) Víti 8 (1,6) 81/2(16,2) Varið 49/2 (9,8) km®w Oitamffia 0 Mfflmaoílfeiffl Ba Ite í WMQpöOfflaö 1 | \ Guðmundur Hrafnkelsson 48/21 1 Guðmundur A. Jónsson 62 I TT IHlI Valaarð Thoroddsen 13 oVcinn oiQiinnsoun il §? Björgvin Björqvinsson 23 r í Jóhann G. Jóhannss. 19 Urslitaleikirnir 1995: Valur-KA 23:21 KA-Valur 23:22* Valur - KA 24:23 KA - Valur 23:22 Valur-KA 30:27* * Framlengdur leikur Árangur liðanna i viðureignununí urslitunum í fyrra, 1995: KA Mörk Sóknir % Valur Mörk Sóknir % 117 224 52% 121 224 54% 35 Langskot 51 21 Gegnumbrot 17 11 Hraðaupphiaup 7 12 Horn 14 12 Lfna 16 26 Vfti 16 70/3 Variö 69/3 egar liðin mættust í úrslitarim- munni í fyrra, voru síðustu danssporin stigin að Hlíðarenda, í fimmtu viðureign þeirra — sigurdans Valsmanna, eftir að KA-menn höfðu fært þeim meistaratitilinn á silfur- fati. Dagur Sigurðsson náði að jafna fyrir Val, eftir aukakast, um leið og flautað var til leiksloka og síðan voru Valsmenn sterkari í framleng- ingu. Leikmenn KA nöguðu sig lengi í handarbökin eftir mistökin á Hlíð- arenda, ákveðnir að láta þau ekki endurtaka sig. Valsmenn verða ör- ugglega ekki á þeim buxunum að gefa eftir frekar en fyrri daginn, þeir hafa fagnað meistaratitlinum sl. þrjú ár. 1993 eftir að hafa lagt FH-inga að velli í úrslitarimmu, síð- an Hauka 1994 og þá KA 1995. Bæði liðin eru sterk, með lands- liðsmenn í nær öllum stöðum. Það tekur mikið á leikmenn að leika svo ört eins og verður gert í úrslitarimm- unni og þá er spurningin hvort liðið heldur út. Ef baráttan fer í fimm leiki, vinnur það með Valsliðinu að það er með yngri leikmenn en KA- liðið og breiddin er mun meiri, KA- liðið teflir fram nokkrum eldri leik- mönnum, sem eru mjög sterkir, en þurfa lengri tíma til að jafna sig á milli leikja. Vamarleikur og markvarsla hefur mikið að segja í þeirri baráttu sem framundan er. Bæði liðin geta leikið mjög sterkan varnarleik og er „múr“ þeirra ekki árennilegur þegar hann er sem öflugastur. Markverðir lið- anna eru „stuðmenn“ sem geta leikið vel, dottið niður þess á milli. Það getur verið erfitt fyrir markverði að leika leik eftir leik gegn sömu and- stæðingunum — það er erfítt að halda jafnvægi í þannig baráttu. Guðmund- ur A. Jónsson, markvörður KA, hefur varið betur en Valsmaðurinn Guð- mundur Hrafnkelsson, sem hefur yfir meiri reynslu að ráða en nafni hans hjá KA. Sú reynsla getur ráðið úrslit- um þegar upp verður staðið. Bæði liðin geta leikið fjölbreyttan sóknarleik, leikmenn eru fljótir fram í hraðaupphlaup, þar sem hornamennirnir ráða ferðinni. Horna- menn KA, Björgvin Björgvinsson og Jó- hann G. Jóhannsson eru öflugri en horna- menn Vals, Valgarð Thoroddsen og Sveinn Sigfinnsson, sem eru aftur á móti nettari og fljótari. Bæði liðin tefla fram sterkum línumönnum — Leó Örn Þorleifsson hjá KA og Sigfús Sigurðs- son hjá Val. Leik- stjórnendur liðanna eru áþekkir, góðir skotmenn og hafa næmt auga fyrir gegnumbrotum. Pat- rekur Jóhannesson stjórnar leik KA og Dagur Sigurðsson leik Vals. KA er með sterkari leikmann á vinstri vængnum, þar sem Julian Duranona er. Duranona er mesta langskytta landsins — skotkraftur hans er ógnvekjandi og þá er hann öruggur í vítaskotum. Jón Kristjánsson vegur upp kraft Duranona með útsjónar- sömum leik, er góður gegnumbrots- maður og skytta. Jón er leikmaður sem tvíeflist á örlagastundu. Valsmenn hafa sterkari vopn á hægri vængnum; þar sem vinstri- handarskyttan Olafur Stefánsson er — leikmaður með mikla hæfi- leika, sem getur gert ótrúlegustu hluti. Ólafur er skytta góð, hefur næmt auka fyrir línusendingum og gegnmbrotum og bregður sér í hornið, ef með þarf. Erlingur Krist- jánsson, bróðir Jóns þjá Val, leikur hægra megin hjá KA — hann er rétthentur. Erlingur er mikill bar- áttumaður, sem er ekki þekktur fyrir að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Bæði liðin eiga sterka leikmenn á bekknum, sem eru tilbúnir í slag- inn ef með þarf, breiddin er meiri hjá Val. Alfreð Gíslason, þjálfari KA, er þekktur baráttumaður og Atli Þór Samúelsson getur gert góða hluti. Á bekknum hjá Val eru landsliðsmenn eins og Júlíus Gunn- arsson, Skúli Gunnsteinsson, Davíð Ólafsson og Ingi Rafn Jónsson. Það er ómögulegt að spá um úr- slit viðureigna liðanna fyrirfram, því að það er dagsformið sem skiptir máli og hvað leikmenn eru vel and- lega tilbúnir í slaginn. í rimmum eins og framundan eru, geta jafnvel sterkustu vígi fallið. Þáttur dómara í baráttunni, sem er framundan, er mikili. Það hefur sýnt sig að undanförnu að dómarar eru tilbúnir í slaginn — við eigum dómara sem meta leikinn rétt og hafa þor til að dæma eftir eigin sam- visku. Morgunblaðið/Kristján JÓHANN G. Jóhannsson átti stórlelk með KA í síðasta lelk llðslns á Akureyrl — eitt af sjö mörkum hans gegn FH er hér í uppsiglingu. VÍKINGALOTTO: 1 3 7 20 21 27 / 15 24 40

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.