Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 1
i'ttjirthjif. r ~ % í|é ■SKRAFAÐ OG HLEGIÐ YFIR GÖMLU DÓTI/2HKYNGETA KARLA/2HDAUÐINN SKEMMTILEG RÁÐGÁTA/4HLEIRKERASMÍÐI/4HMENNTASMIÐJA KVENNA/6 ■SÆLUREITUR/7HHANDVERKSSÝNING/8HAFVÖTNUN MEÐ GLAÐLOFTI/8 Páskaskraut þykir ómissandi á hverju heimili Morgunblaðið/Ásdís í HUGUM flestra er gult litur pásk- anna. Samkvæmt kirkjulegum hefðum er hvíti liturinn þó tákn páska, gleðidaganna fjörutíu og uppstigningardagsins, en hvítt er tákn gleði, hins ei- lífa ljóss og hinnar eilífu gleði sem Kristur gefur. Guli liturinn hefur smám saman orðið ríkjandi í páskaskreytingum, sem nú þykja ómissandi á hvetju heimili. Sam- kvæmt Táknmáli trúarinnar eftir séra Karl Sigurbjörnsson, getur guli liturinn ýmist verið litur sann- leikans og himinsins, en oftar litur fals og svika. Séra Karl segir að guli liturinn minni á lit dýrðarinn- ar; gyllta litinn, sem sé tákn himins og eilífðar og oft notaður sem bak- grunnur helgra manna og á geisla- baugum. Séra Karl telur fráleitt að guli liturinn, sem víða megi sjá í páskaskreyt- ingum, hafi upphaflega átt að tákna fals og svik. Mun fremur sé guli liturinn áber- andi vegna þess að hann sé ríkj- andi í náttúrunni á þessum árstíma. Litur vors og blóma Aðspurður tók Arni Björnsson þjóðháttafræðingur í sama streng. Gula litinn telur hann einfaldlega hafa orðið ríkjandi og táknræn- an fyrir páskana vegna þess að hann sé litur vors og blóma í suðlægum löndum, auk þess sem ungarnir séu gulir. Páskaskreyt- ingar ýmiss konar segir hann hafa aukist mikið undanfarna áratugi og hafi slyngir kaupmenn ráðið nokkru um þann sið. Til marks um hversu páska- skraut og páskaföndur á miklum vinsældum að fagna sagði Hjördís Jónsdóttir, skreytingarmeistari hjá Blómavali, að 150 manns hefðu mætt á sýnikennslu í gerð páska- skreytinga í versluninni síðastliðið þriðjudagskvöld. Greinar úr görðum til skrauts „Gult með grænu í páskaskreyt- ingar og rautt með grænu í jóla- skreytingar," segir Hjördís nokkuð algilda reglu. Líkt og híasintur selj-. ist aðeins í fjóra daga á ári og þá fyrir jólin, segir Hjördís að páska- liljur seljist einungis í fjóra daga fyrir páska. „Auk páskaeggja úr súkkulaði, eru páskaliljur, gul kerti, gular servéttur, gulir ungar, borð- ar, greinar og skraut nú á hvers manns heimili um páskana og æ fleiri tína til greinar úr görðum sínum og skreyta þær á allra handa máta.“ ■ / PASKAKJOTIÐ A TILBOÐSVERÐI ■fj i Ferskur ananas 79 kr. stk ■ 1 >ss Gular melónur 99 kr. kg —jg? Bökunarkartöflur 99 kr. kg ---------———------------------- skírda9ur °p>ð w-11 -23 Föstudagurinn langi lokaö Laugardagur opiö kl. 11 -23 Páskadagur lokað , Annar í páskum opið kl. 11 -23 Alfaskeiði • Eddufelli • Grensásvegi • Rofabæ • Þverbrekku 4"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.