Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 5
4 B FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 B 5 DAGLEGT LIF DAUÐINN Skemmtileg ráðgáta en alls ekkert lamb að leika við DAGUR dauðans nálgast: Föstudag- urinn langi. Myrkrið grúfir yfir og einsemdin ríkir. Fáir dagar henta betur til að hugsa um dauðann vegna þess að minna er hægt að gera til að komast hjá því að takast á við einsemdina; engin vinna og ekkert skemmtanahald. Hér verður hugsað um dauðann. Dauðinn er ráðgáta og lausnin er ekki til í mannheimum. Flestum er illa við dauðann og hræðast tilhugs- unina að eyðast endanlega. Hug- myndin um að láta frysta sig um- svifalaust eftir líkamsdauðann er til að mynda falin von um að vísindin beri sigurorð af dauðanum. Aðrir gæla við hugmyndina að ná stjórn á hrörnunargeni líkamans, þannig að náttúran hætti að gefa fyrirskipanir um eðlilegt lífsskeið mannsins. Kristni snýst meðal ann- ars um að Jesús hafi sigrað dauð- ann, vísindin á hinn bóginn hafa ekki enn sigrað hann. Dauðinn fyrr á öldum Hinn sýnilegi dauði á sér nú at- hvarf á sjúkrahúsum og líkhúsum. Margir nútíma íslendingar hafa af þessum sökum aldrei séð mannslík eða mann deyja. Dauðinn var forfeð- rum okkar á hinn bóginn daglegt brauð. Það var á tímum drepsótta og barnadauða, fyrir uppgang læknavísihdanna á þessari öld. Barnadauði var landlægur langt fram á 19. öld og algengt að fá böm hjóna kæmust á legg og var meðalævi íslendinga af þeim sökum ekki nema 35 ár um miðja 19. öldina. Dauðinn var hluti af daglegri hugsun í þá daga og gamlar heimild- ir sýna að rætt var um hann hispurs- laust og vom sjálfsvíg ekki undan- skilin þeirri umræðu. Hann var til að mynda algengasta predikanaefni presta og ráðleggingin var að vera ævinlega viðbúinn dauðanum. Það hljómar ef til vill undarlega að segja: „Gleymið ekki dauðanum!" En í raun er hollt að hugsa um hann því vitundin um endalok hvers manns varpar nefnilega ljósi á það sem hefur gildi i lífinu, og setningin þýð- ir í raun: „Metið lífið.“ Dauðinn horfinn af sjónarsviðinu Dauðinn er orðinn fjarlægur og flestir gera ráð fyrir að lifa lengi. Dauðinn er handa sérfræðingum og óraunverulegur venjulegu fólki, jafn- vel eins og goðsögn. En áður fyrr dó fólk heima hjá sér og var oft mikið umstang í kringum hinn dauð- vona. Eftir andlátið var vakað yfir líkinu á heimilinu við kertaljós. Dauðinn er horfmn úr hversdags- lífinu vegna þess að það er hægt að fara undir græna torfu án þess að ættingjar þurfi að koma þar nálægt. Öllum er hlíft við afleiðingum dauð- ans, sérstaklega börnum og margt fullorðið fólk hefur aldrei séð lík. Til að dauðinn verði ekki eins og óljós tilgáta í stað einu staðreyndar- innar í lífinu þarf hann að hætta að vera feimnismál. Ástæðurnar eru augljósar: 1) Ungt fólk, sem foreldrar hafa hlíft við umræðu um dauðann og að fara til dæmis í kistulagningu ná- inna, getur gert sér ranghugmyndir um hann. Ef fræðsla um dauðann fer ekki fram á heimilinu verður auðveldara fyrir utanaðkomandi öfl að komast að. 2) Þegar ástvinur deyr skapast oft vandræði vegna þess að enginn veit hvað hann á að segja eða hvern- ig að bregðast við. Samræður verða ekki beinlínis opinskáar. Þegar dauð- inn heggur skarð í vinahóp ung- menna er brýnt að þau hafi hugsað markvisst um dauðann áður og fái hjálp til að glíma við sorgina. 3) Eldri borgarar standa frammi fyrir því að þeirra kynslóð er að deyja og vinirnir kveðja hver á fætur öðrum. Þessi ár krefjast sterkra beina og vísa á að það þarf að búa sig undir dauðann, sinn og annarra, frá byijun. Óttinn við dauðann Að hugsa um dauðann þarf síður en svo að vera leiðinlegt, því hugsun- in vekur upp margar mikilvægar spurningar um lífið, eins og hver er tilgangurinn með því? Hvaða erindi á sérhver persóna í heiminn? Skiptir máli hvernig fólk hagar sér í lífinu? Og er ástæða til að óttast dauðann? Óttinn við dauðann hefur sótt á menn frá örófi alda. Flestir óttast sennilega mest að persóna þeirra þurrkist eilíflega út, aðrir að þjáning taki við af lífi loknu. Aragrúi bæði einfaldra og flókinna kenninga um lífið eftir dauðann er til, ein er til dæmis svona: „Fyrir líf mitt var ekkert og það var gott, eft- ir líf mitt verður ekkert og það er líka gott.“ ■ Gunnar Hersveinn DAGLEGT LIF LIFUM við aðeins einu sinni? Hauskúpa greypt í silfur. Mismunandi manngerðir endurspeglast í mósaíkborðunum Morgunblaðið/Árni Sæberg RAGNA Ingimundardóttir leirkerasmiður MÓSAÍKBORÐIN þijú sem eru til sýnis í Gallerí List um þess- Sar mundir hafa vakið óskipta athygli og margir falast eftir þeim til kaups. En þau eru ekki til sölu. „Þetta eru fyrstu borðin 53 sem ég geri, það liggur mikil 53 vinna að baki hveiju þeirra og ■ ég tími einfaldlega ekki að Ui láta þau af hendi“, segir Ragna Ingimundardóttir, leir- kerasmiður, sem á heiðurinn að þessum sérstöku mósaík borðum. Ragna er listamaður mánaðarins í Gallerí List. „Hugmyndina að mósaíkborðun- um fékk ég fyrir mörgum árum þar sem ég var að skoða verk arkitekts- ins Gaude. Turnar á húsum hans voru gjarnan með mósaíki og ég lofaði sjálfri mér að einn daginn skyldi ég prófa að gera mósaík- hluti. Mér hefur síðan ekki gefist tími til að láta þetta verða að veru- leika fyrr en núna“ segir hún. Vinn- an við hvert borð tekur mikinn tíma, Ragna þarf að búa til bitana, mála hvern þeirra fyrir sig, raða í ofn, brenna og líma þá síðan á plötu í það mynstur sem hún hefur teikn- að. „Þetta er eins og að flísaleggja, það er síðan fúað á milli bitanna", segir hún. Ragna teiknaði sjálí' borðin, Haraldur Sveinsson smíðaði grindurnar úr smíðajárni sem Ragna setti síðan í sýrubað í garðin- um, úðaði á þær sjó og lakkaði að lokum. Dauðlangar í mósaíkgólf „Þrátt fyrir vinnuna að baki hveiju borði var þetta mjög skemmtilegt og ég ætla að halda áfram að vinna með þessari aðferð. Mig vantar núna borðstofuborð og er alveg með í koll- inum hvernig það á að vera og það væri ekki verra að fá einhvern tíma tækifæri til að leggja svona gólf eða veggi“ segir hún og bætir við eftir nokkra stund að sig dauðlangi reynd- ar í svona gólf.“. Ragna er með verkstæði í bílskúr við húsið Strönd við Nesveg. Hún lærði við Myndlista- og handíðaskóla íslands en hélt að því loknu til Hol- lands þar sem hún nam leirkerasmíði við Gerrit Rietveld akademíuna. Ragna hefur haldið nokkrar sýningar hérlendis og tekið þátt í samsýning- um í Hollandi, þíoregi og á íslandi. Hún var ekki há í loftinu þegar hún byijaði að föndra og dunda sér með handavinnu. „Ég man ekki eft- ir mér öðruvísi en hafa áhuga fyrir allri vinnu sem gerð er í höndum og byrjaði fljótt að sauma á mig föt úr hveitipokum, föndra við hitt og þetta sem ég gat fundið mér til dund- KARL Sigurbjörnsson Dauðinn fæðing til lífs KARL Sigurbjörnsson sóknarprestur í Hallgrímskirkjusókn segir að við eigum að hugsa um dauðann í ljósi Krists sem sigraði dauðann. „Hann gekk alla leið í dauðann til þess að gefa okkur hlutdeild í eilífu lífi sínu,“ segir hann. En hvað tekur við þegar við deyjum ? „Eg sé svarið við þessari spurningu í Kristi og er hugstætt svar sem hann gaf Mörtu við gröf Lazar- usar: „Eg er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa þótt, hann deyi. Hver sem lifir og trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja.“ Karl segir að í þess- um orðum birtist trúin sem samfélag, traust og tiltrú, en ekki skoðun. Að lifa í því samfélagi er að lifa þótt maður deyi. I því ljósi getum við iit- ið á dauðann sem fæðingu til eilífs lífs. „Dauðinn er fæðing til nýs lífs, en ekki eyðing og upplausn. Ekki bara að vera lagður í mold, heldur að vera lagður í arma eilífa lífsins," segir hann. „Þetta er ekki svar sem fullnægir öllum rökum skynseminnar eða leysir lífsgátuna, en svar sem sefar og huggar eins og raun- verulegt samfélag gerir. Þegar við glímum við sorgina og við óttumst það sem við þekkjum ekki, leitum við ekki útskýringa, heldur handleiðslu og huggunar. Það er hið kristna svar,“ segir Karl og það er á tilvistarlegum og persónulegum nótum, en ekki almennum. Karl Sigurbjörnsson. Fer sálin til himna eða rísa menn upp á dómsdegiílíkömum? „Biblían gefur ólík svör um það. Stund- um er dauðanum líkt við grafarsvefn og að menn rísi upp við efsta lúðurhljóm. Aðrar myndir Biblíunnar segja engla bera sálir hinna réttlátu til himins, en hinn rangláti vaknar upp í helju.“ Karl segir þetta vera táknmyndir en ekki landa- fræði eða leiðarlýsingu. Heldur myndir sem varpi ljósi á hið ólýsanlega, því um- ræða um dauðann og eilífðina er utan sviðs mannlegrar hugsunar. „Frá sjónarhóli tímans er dauðinn eins og svefn eða að sofna frá jarðarhörmum. Þannig lítur dauðinn út héðanfrá eða með augum þeirra sem vaka hér. Hinumegin frá, úr eilífðinni, er dauðinn eins og andrá, er maðurinn stígur úr dauðanum inn í ómælanlega eilífðina, þrungna lífi. Þessar myndir eru að segja hið sama frá andstæðum sjónarhornum, með aug- um timans og augum eilífðar." Karl segir upprisuna burðarás í krist- inni hugsun um dauðann. Hún er endur- sköpun og verk Guðs. Niðurlag trúaijátn- ingarinnar er „fyrirgefning syndanna, upprisa mannsins og eilíft líf“. „Fyrirgefning syndanna er játuð í sömu setningu vegna þess að hún er endursköp- un. Hið gamla verður að engu og nýtt verður til: Lif í samræmi við vilja Guðs,“ segir Karl að lokum. ■ HREINN Hreinn Pálsson. Pálsson Endur- vinnsla vit- undarinnar HREINN Pálsson heimspekingur segist fylgja afstöðu Sókratesar um að rétt sé að búa sig í lífinu undir dauðann. „Ráðgát- an um dauðann er eitt af því sem krydd- ar tilveruna," segir hann. „Það hljómar kannski fjarstæðukennt að búa sig undir eitthvað sem ekki verð- ur,“ segir hann ef niðurstaðan er að ekk- ert er eftir dauðann. „Ég held það hverjum manni hollt að huga að stöðu sinni í lífinu og rannsaka lífsviðhorfin. Það skemmir ekki að ganga út frá þeim möguleika að það sem verður sé í hlutfalli við það sem gert er í þessu lífi.“ Hann segir suma haga sér vel í þessu lífi af ótta við næsta líf og finnst það ódýr af- staða. „Því auðvitað er hægt að haga sér vel í þessu lífi með tilliti til barna sinna, án þess að gera ráð fyrir framhaldslífi. Hinsvegar ef það fer á þann veg að maður viti af sjálfum sér áfram eftir jarð- neskan dauða, hlýtur það að vera mjög spennandi,“ segir hann ogtelur menn búa sig ósjálfrátt undir dauðann eftir því sem þeir þroskast, því enginn getur þroskast eðlilega ef hann áttar sig ekki á því að dauðinn bíður, að hans mati. „Með því að reyna að kryfja dauðann er maður að hugleiða stöðu sína sem manneskju. Við höfum engar áhyggjur af því hvort tré eiga sér framhaldslíf. Þau deyja en deyja þó ekki þvi þau eru líf- rænt efni. Spyrja má út frá þessu um stöðu mannsins í alheiminum og hvort vitund hans sé svo merkileg að það sem er líf- rænt í henni fari í einhveija endurvinnslu eins og þegar tréð fellur ög fúnar. Við gætum farið í einhverja alheims- andaendurvinnslu. Svo er spurning hvort vitundin fer í endurnýtingu sem felst í því að fara á annað stig og liggja öðru lífi til grundvallar, hvort sem er án um- búða eða í nýjum umbúðum, vegna þess að líf á öðru plani er ekki framhaldslíf ef við vitum ekki af sjálfum okkur sem vitund." Hreinn segir að það þurfi nefnilega að gera greinarmun á öðru Iífi og framhalds- lífi. Annað líf er þá án persónuvitundar- innar en framhaldslífið gerir ráð fyrir sömu vitund eftir líkamsdauðann. „Það eru eðlileg takmörk á þessu lífi,“ segir hann „Og það hlýtur að koma að því að hver maður verði saddur sinna líf- daga í heimi sem er hvorki algóður, als- annur eða alfagur. Annars vona ég það besta, en býst við því versta." ■ REYNIR Haróarson Enginn himneskur lífeyris- sjóður * REYNIR Harðarson þýðandi segist hafa kynnt sér niðurstöður trúarbragða og dulhyggjumanna um hvað taki við eftir dauðann, en ekki látið sannfærast. „Ég held að það verði algjör slokknum við dauðann. Vitundin hættir að vera til, eða eins og Sókrates sagði: „Dauðinn er draum- laus svefn.“ Og ég tel það ekkert til að ótt- ast.“ Hann vill þó taka það fram að hann viti þetta ekki sökum þess að hann hefur ekki reynt dauðann. Hins vegar trúir hann ekki sögum miðla og ann- arra um reynslu þeirra af dauðanum. Hann hefur kynnt sér trúar- brögð og vísindalegar rannsóknir um þetta efni, en ekki sigrað efann. „Margir halda,“ segir Reynir, „að vegna þessa hljóti lífið að vera tilgangs- laust og fánýtt. Ég held hinsvegar að inaður eigi að reyna að njóta hvers dags, því lífið er allt sem ég á og ef ég hef það hugfast reyni ég að njóta lífsins enn-* þá betur. Ég á engan lífeyrissjóð þarna uppi.“ Reynir bætir við að ekki sé lítils virði að skilja eftir spor sín hjá fólki sem maður kynnist og líka í afkvæmum sín- um. En eftir nokkur þúsundir milljónir ára gleypir sólin jörðina og allt hverfur. Þannig lítur hann á eilífðarmálin og seg- ir daginn í dag ágætan. ■ Reynir Harðarson urs“. Hún var svo tólf ára þegar hún tók þá afdrífaríku ákvörðun að verða leirkerasmiður. Þá dró hún vinkonu sína með sér í starfskynningu hjá Glit og enn eiga foreldrarnir safn hluta sem hún gerði þá. Aldrei hvarflað að henni að söðla um „Leirkerasmíðin hefur alltaf heillað mig og það hefur aldrei hvarflað að mér að söðla um eða fara að vinna með önnur efni“, segir hún. „Það er eftir Rögnu betra að vera skikkanlegur í einu fagi en vera að vasast í mörgu og ná aldr- ei viðunandi árangii í neinu þeirra." Þegar vinnudegi lýkur í leirkerasmíð- inni leggur hún ekki hendur í skaut, enda segir hún að sér líði undarlega ef hún hafi ekkert fyrir stafni í hönd- unum. Hún málar til dæmis á glugga- tjöld og á meðan eiginmaðurinn var í framhaldsnámi skellti hún sér í klæð- skeranám og fjölskylda og vinir njóta góðs af. „Mér finnst mjög skemmti- legt að hanna og sauma samkvæmi- MÓS AÍKBORÐIN hennar Rögnu hafa vakið athygli en þau eru til sýnis í Gallerí List þar sem hún er listamaður mánaðarins skjóla og brúðarkjóla og á reyndar fyrir höndum að sauma einn slíkan. Þó að ég hafi saumað á fjölskyldu og vini þá hefur mér aldrei dottið í hug að vinna sem klæðskeri, ég er of hug- fangin af leirnum." Grófir og jarðbundnir hlutir - Er ekki einmanalegt að vinna alltaf ein? „Nei öðruvísi gæti ég ekki hugsað mér að starfa. Eg vil geta stokkið frá vinnunni þegar mér hentar og geta gengið að henni eins og ég skildi við hana. Þar að auki fæ ég félags- skap þegar viðskiptavinir koma til mín á vinnustofuna", segi r hún. Ragna er að byija að leggja grunn að sýningu sem hún verður með í ágúst á næsta ári í Gerðarsafni í Kópavogi. Hún hefur auk þess meira en nóg að gera sem leirkerasmiður. Hlutirnir hennar seljast jafn óðum og hún á þá sjaldan á lager. „Það er auðvitað mjög gaman þegar maður finnur að hlutirnir höfða til fólks. Ég vil helst gera sígilda muni sem standa tímans tönn og hef alltaf verið fyrir frekar grófa og jarðbundna hluti.“ Það kemur heim og saman við þá hluti sem hún er að vinna að þessa dagana. Á vinnustofunni hennar blasa við stór útiker fyrir blóm, gólf- vasar, stórar skálar og lampi. - Hvaðan koma hugmyndirnar að verkum þínum? „Þær verða alls staðar til. Verkin endurspegla samferðafólk mitt, manngerðir eru daufar, mjúkar, sterkar, frekar og í mismunandi skapi. Þessar manngerðir eru í verk- unum mínum og náttúran er lika uppspretta hugmynda.“ ■ grg E-vítamín er öflug vörn fyrir frumur líkamans Skortur á E-vítamíni veldur sjúkdómum og ófrjósemi hjá dýrum. Vitneskja um þetta hefúr gert E-vítamín þekkt sem kynorkuvítamínið. Yfirgripsmiklar rannsóknir benda til að E-vítamín sé mikilvæg vörn gegn alvarlegum sjúkdómum. E-vítamín er öflugt andoxunarefni (þráarvarnarefni) sem ver frumur líkamans með því að hemja skaðleg sindurefni. E-víta- mín vinnur þannig gegn hrörnun frumanna. Rannsóknir hafa undanfarið einkum beinst að E-vítamíni til viðhalds heilbrigðu hjarta og starfsemi þess. Fæst í heilsubúðum, apótekum og heilsuhillum matvörubúða Éh. lEilsuhúsið Kringlunni & Skólavörðustíg GULI MIÐINN TRYGGIR GÆÐIN!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.