Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA yttotgmibUútíb 1996 ¦ FÖSTUDAGUR 29. MARZ BLAÐ c HANDKNATTLEIKUR / URSLITAKEPPNIN Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson Kolbeinn framkvæmda- stjóri hjá (BR Hættir sem formaður Körfu- knattleikssambandsins ívor KOLBEINN Pálsson, formaður Körfuknattleiks- sambands íslands, hefur veríð ráðinn fram- kvæmdastjóri Iþróttabandalags Reykjavikur. Hann tekur formlega við starfinu 1. júní í sumar af Sigurgeir Guðmannssyni. I framhaldi af uýja starfinu hefur Kolbeinn tilkynnt stjórn KKÍ að hann gefi ekki kost á sér tii endurkjðrs á ársþing- inu í vor, en hann hefur verið formaður KKI i áttaár. „Það samrýmist ekki að vera bæði formaður sérsambands og framkvæmdastjóri ÍBR og því tók ég þessa ákvörðun, að hætta hjá KKÍ. Ég er mjbg ánægður með að hafa fengið þetta nýja starf og var valinn úr hópi 35 umsækjenda. Eg þekki orð- ið vel tíl hjá ÍBR enda hef ég verið starfsmaður þess í níu ár. Ég tel mig hafa góða og víðtæka þekkingu á íþróttamálum, sem kemur til með að nýtast mér í starfi framkvæmdastjóra í BR," sagði Kolbeinn við Morgunblaðið. Kolbeinn á einnig sæti í í'ramk væmdast j órn Ólympiunefndar tslands. Hann sagði ekki nauð- synlegt að hætta st&rfum í Olympíunefndinni að svo stöddu, því þar væri hann fulltrúi Körfuknatt- leikssambandsins fram að áramótum. „Það verður kosning næst um áramótin og þá kemur Körf u- knattleikssambandið til með að tílnefna mann í Ólympíunefndina," sagði Kolbeinn. Framarar sigruðu í fyrsta grasleiknum PYRSTI knattspyrnuleikur ársins á grasi fór fram í Garði í gærkvöldi en þar mættust Víðir og Fram í deildabikarkeppninni. Fram sigraði með þremur mörkuin gegn einu. Mörk Fram skoruðu Hólm- steinn Jónasson, tvö, og Þorvaldur Ásgeirsson Elíassonar þjálfara, eitt. Steinar Inghnundarson klóraði í bakkann fyrir heimamenn í stöðunni 3:0. Þess má tíl gamans geta að fyrstí grasleikur- inn í fyrra var leikinn á Akranesi 4. maí. Drammen í úrslit Borgakeppninnar NORSKA liðið Ðrammen sem sló Aftureldingu út í Borgakeppni Evrópu i handknattleik komst í gærkvðldi í úrslit keppninnar. Ðrammen lagði sænska félagið Skðvde í seinni leik liðanna i Drammen með 20 mörkum gegn 12. Skóvde sigr- aði fyrri leikinn 23:17. Drammen vann því saman- lagt 37:36. Fyrri hálfleikur í leiknum í gærkvöldi var jafn og Drammen var marki yfir í hálfleik 7:6 en í siðari hálfleik hrundi sðknarleikur Skövde algjörlega. Sigfúsfór á kostum SIGFÚS Sigurðsson, Iínumaður- inn ungi og efnilegi í Val, lék mjög vel gegn KA á Akureyri í gær. Á myndinni er Sigfús í þann mund að gera eitt sjö marka sinna í leiknum en hann skoraði fimm sinn um af línunni qa tvisvar eftir hraðaupphlaup. Örvæntingarsvipurinn á Alfreð Gíslasyni, leikmanni og þjálfara KA, er lýsandi fyrir leikinn - lið hans, sem hefur þegar fagnað bikar- og deildarmeistaratitli í vetur, haf ði ekkert í Valsmenn að segja og verður aldeílis að taka sig saman í andlitinu ef það ætlar að sigra að Hlíðar- enda á morgun. _ Jón Kristjánsson þjálfari Vals ánægður en varkár eftir sigur á KA á Akureyri f? Stríðið ekki búið" Valsmenn voru að vonum kátir í búningsklefanum eftir glæst- an sigur á KA á Akureyri, 31:26, í fyrsta úrslitaleik Iiðanna um íslands- meistaratitilinn í handknattleik í gær- kvöldi, og þjálfarinn Kristjánsson upplitsdjarfur. Stefán Þór Sæmundsson skrífar frá Akureyri Jón Hann sagði þetta vissulega gott vegarnesti fyrir leikinn á Hlíðar- enda á laugardaginn. „Við vissum að við þyrftum að vinna í það minnsta einn leik á Akureyri og það tókst í fyrstu til- raun. Stríðið er samt ekki búið þótt þessi orrusta hafi unnist. Sóknin gekk mjög vel hjá okkur núna og vömin alveg þokkalega. Markvarsl- an skilaði líka miklu í seinni hálf- leik. Við klipptum á hornamennina þeirra en það var aðeins einn þáttur af mörgum í þessu samspili. Ég held að dagsformið hjá okkur hafi einfaldlega verið mun betra en hjá KA," sagði Jón Kristjánsson. „Þurfum að spila miklu betur" Alfreð Gíslason, þjálfari KA, var niðurlútur eins og félagar hans í búningsklefa heimamanna. „Vals- arar spiluðu mun betur en við í dag, svo einfalt er það. Þeir unnu verð- skuldaðan sigur. Við þurfum að spila miklu betur á Hlíðarenda ef við eig- um að geta jafnað metin þar. Það var ekkert sem kom okkur á óvart, við áttum að ráða við leikaðferð þeirra en þetta var slæmur dagur," sagði Alfreð sem lék mikið með og var að vanda sterkur í vörninni. „Upphafið að endinum" Annar sterkur jaxl er Sigfús Sig- urðsson, línumaður Vals. Hann var öflugur í vörn og skoraði að auki sjö mörk. Stórleikur hjá piltinum. Sigfús, nú heíur þú oft komist lítið áfram gegn Alfreð en þér tókst að sleppa úr stálgreipum hans núna, eða hvað? „Já, hann hefur haft betur í síð- ustu þrem leikjum en ég hafði bet- ur núna. Annars var þetta sigur liðsheildarinnar. Andinn er mjög góður í liðinu og þetta var aðeins upphafið að endinum," sagði Sigfús Sigurðsson. ¦ Sælkerakvöld / C2 KÖRFUKNATTLEIKUR: ÖRUGGUR SIGUR KEFLVÍKIINiGA í GRINDAVÍK / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.