Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 C 3 URSLIT IÞROTTIR IÞROTTIR KA-Valur 26:31 KA-luisið á Akureyri, íslandsmótið í hand- knattleik, leikið til úrslita - fyrsti leikur, fimmtudagur 28. mars 1995. Gangur leiksins: 0:1, 1:1, 2:1, 2:5, 4:6, 6:6, 9:9, 10:12, 11:13, 13:13. 13:14, 15:15, 15:17, 16:19, 17:20, 18:20, 18:24, 20:24, 21:27, 22:28, 24:29, 26:31. Mörk KA: Julinan Duranona 11/8, Patrek- ur Jóhannesson 8, Jóhann G. Jóhannsson 3', Leó Örn Þorleifsson 2, Björgvin Björg- vinsson 1, Helgi Þ. Arason 1. Utan vallar: 4 mín. Mörk Vals: Sigfús Sigurðsson 7, Ólafur Stefánsson 6, Dagur Sigurðsson 6/1, Jón Kristjánsson 6, Davíð Ólafsson 3, Ingi Rafn Jónsson 1, Valgarð Thoroddsen 1, Sveinn Sigfinnsson 1. Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Gunnar Viðarsson og Sigurgeir Sveinsson, komu vel frá leiknum. Áhorfendur: 1.046. UMFG - Keflavík 66:75 íþróttahúsið í Grindavík 1. úrslitaieikurinn í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, fimmtu- daginn 28. mars 1996. Gangur leiksins: 0:4, 4:4, 9:8, 16:13, 22:16, 22:26, 26:26, 28:32, 32:32, 32:38, 36:38, 36:47, 38:52, 44:52, 44:57, 45:61, 49:67, 58:69, 66:75. Stig Grindavíkur: Rodney Dobard 21, Guðmundur Bragason 12, Helgi Jónas Guð- fmnsson 11, Hjörtur Harðarson 10, Marel Guðlaugsson 9, Unndór Sigurðsson 3. Stig Keflavíkur: Falur Harðarson 21, Guð- jón Skúlason 21, Dwight Stewart 14, Sig- urður Ingimundarson 7, Davíð Grissom 5, Albert Óskarsson 5, Jón Kr. Gíslason 2. Dómarar: Leifur Garðarsson og Kristján Möller. Dæmdu fremur lítið og vel. Áhorfendur: Um 1.000. IMBA-deildin Miami - LA Lakers.............95:106 Philadelphia - Toronto........103:94 Washington - Indiana...........93:99 Minnesota - Boston...........116:121 San Antonio - New York.........90:84 Dallas - Houston.............117:114 Utah - Milwaukee...............98:82 Seattle - Charlotte...........132:95 Knattspyrna Deildarbikarinn Víðir - Fram.....................1:3 Steinar Ingimundarson - Hólmsteinn Jónas- son 2, Þorvaldur Ásgeirsson. Þróttur R. - Þróttur N...........4:2 Einar Jörundsson 2, Gunnar Gunnarsson, Sigfús Kárason - Hlynur Eiríksson, Vilberg Jónsson. Handknattleikur Evrópukeppni bikarhafa Undanúrslit Fyrri leikir: Teka Santander - Rauða Stjarnan.25:19 Lemgo - Pelister Bitola (Makedóníu) ...25:23 EHF-keppnin Undanúrslit Flensburg - Granollers.........27:22 Granollers - Flensburg.........25:17 ■ Granollers vann samanlagt 47:44. Shaktyor (Úkr.) - Zadar Gortan (Kró.)29:14 Korgarkeppni ..Evrópu:......... Drammen - Skövde...............17:24 Skövde - Drammen.................... Hameln - Pick Szeged (Ungveijal.).26:22 Pick Szeged - Hameln...........26:27 ■ Hameln vann samanlagt 53:48. Erópukeppni meistaraliða Lokastaðan A-riðill: Bidasoa........... Kiel.............. HANDKNATTLEIKUR / URSLITAKEPPNIN .....6 .....6 .....6 .....6 Fotex Vestprem..... ABC Braga.......... Markahæstir Calos Resende, Braga.................43 Nennad Perunicic, Bidasoa............33 Holger Menke, Kiel...................28 B-rðiIl: Barcelona...................6 4 11 9 Winterthur..................6 3 0 3 6 KróatíaBanka................6 2 13 5 GOG.........................6 12 3 4 Markahæstir 1 Jae Won Kang, Winterthur.............42 Roman Brunner, Winterthur............41 Nikolaj Jackobsen, GOG...............35 ■ Barcelona og Bidasoa leika til úrslita um Evrópumeistaratitiiinn. Fyrri leikur lið- anna verður 20. apríl og síðari viku síðar. Leikið er heima og heiman. Sælkerakvöld áAkureyri RAFMAGNAÐ andrúmsloft var í KA-húsinu, þar sem Valsmenn komu, sáu og sigruðu. Boðið var upp á aliar þær krásir sem handknattleikur getur boðið upp á - glæsileg mörk, markvörslu, leikfléttur, einstaklingsframtak, spennandi augnablik og óvæntar uppákomur. Þessar kræsingar kunnu áhorfendur að meta, enda fengu þær þá til að standa upp úr sætunum og hrópa. Stuðnings- menn KA kyrjuðu fyrir leikinn: „Valsarar ... nammi, nammi, namm ..." Valsmenn voru ekki í skapi tii að láta smjatta á sér, þeir sýndu tennurnar og bitu allhressilega frá sér, glefsuðu held- ur betur íleikmenn KA, einsog sætabrauðsdrengir væru. Þó að KA-menn væru stórir og sterkir, fóru þeir vel í gómi Vals- manna, sem léku við hvern sinn fingur og fögnuðu óvæntum stórsigri, 26:31. Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar Strax í byijun var ljóst hver dags- skipun Valsmanna var - að gefa allt sem þeir áttu í leikinn. Þeir komu grimmir til leiks, léku mjög öflugan varnarleik, þar sem þeir klipptu hina kviku horna- menn KA, Björgvin Björgvinsson og Jóhann G. Jóhannsson, algjörlega út úr leiknum, þannig að Julian Duran- ona og Patrekur Jóhannesson þurftu að vera í aðalhlutverkunum fyrir framan vörn Valsmanna, þar sem hún var sterkust - á miðjunni. Þeg- ar staðan var 2:5 fyrir Valsmenn fór Alfreð Gíslason að taka þátt í sóknar- leiknum, nokkuð sem hann er ekki vanur að gera. Það eitt sýndi í hvað stefndi. Alfreð hætti því fljótlega, KA-menn jöfnuðu og síðan var jafn- ræði með liðunum fram að hálfleik, 13:13. Gerðu út um leikinn Þegar staðan var 15:15 í byijun seinni hálfleiks, skildu leiðir - Vals- menn juku hraðann í sókninni og þéttu vörnina fyrir framan Guðmund Hrafnkelsson, sem kunni svo sannar- lega að meta það, varði hvað eftir annað glæsilega og meira að segja virtust þrumuskot Duranona sem sendingar, þegar Guðmundur varði þau. Það sýnir styrk Valsliðsins best, að þegar staðan var 16:17 og þeir einum leikmanni færri, skoruðu þeir tvö mörk - Dagur Sigurðsson með gegnumbroti og langskoti, 16:19, og eins og hendi væri veifað var staðan orðin 18:22. Valsmenn léku þá sjö sóknarlotur í röð á tólf min., sem gáfu þeim mörk. Síðan komu tvö mörk til viðbótar úr þremur sóknar- lotum, 18:24. KA-menn játuðu sig þá sigraða, reyndu þó að klóra í bakkann en án árangurs. KA-liðið breytti um varnarleikaðferð, Duran- ona fór framar á völlinn í „indíánale- ik“ - 5-1 vörn. Valsmenn sáu við því, léku knettinum þvert fyrir aftan hann, sýndu allt sem þeir kunna í göldrum handknattleiksins og fögn- uðu síðan geysilega sigri sínum. Frábært Valslið Valsliðið lék hreint frábærlega í þessum leik. Varnarleikur iiðsins var öflugur, markvarslan góð og sóknar- leikurinn mjög hugmyndaríkur. Jón Kristjánsson gaf mönnum sínum tón- inn, með þremur af fyrstu fjórum mörkum þeirra - frábær foringi þar á ferð. Dagur Sigurðsson og Olafur Stefánsson voru mjög ógnandi og mennirnir á bak við snjallar sóknar- fléttur, sem sundurtættu vörn KA. Þeir eru báðir frábærar skyttur og skoruðu glæsimörk utan af velli. Sigfús Sigurðsson fór á kostum á línunni, kunni svo sannarlega að meta línusendingar Dags og Olafs - hann skoraði sjö mörk, tvö eftir hrað- aupphlaup og fimm af línu. Horna- menn Vals voru ógnandi og leystu oft skemmtilega inn á línu, með snöggum hreyfingum. Sveinn Sigf- innsson meiddist um miðjan fyrri hálfleikinn, Davíð Óiafsson tók stöðu hans og stóð sig mjög vel. Guðmund- BLAK ur Hrafnkelsson fór á kostum í mark- inu, sérstaklega í seinni hálfleik - varði alls flórtán skot. Eins og Valsl- iðið lék í gærkvöldi, eru fá lið sem ráða við það. Breiddin er mjög mikil hjá liðinu, sem kemur því til góða í úrslitarimmu, þegar margir leikir eru leiknir á stuttum tíma. KA-liðið náði sér aldrei vel á strik, enda leikur enginn betur en andstæð- ingurinn leyfir. Julian Duranona og Patrekur Jóhannesson héldu liðinu lengstum á floti - skoruðu tólf af þrettán mörkum liðsins í fyrri hálf- leik, þar af Duranona fimm úr víta- köstum, sem flest fengust eftir gegn- umbrot þeirra félaga. Hornamenn KA voru ekki með í leiknum og held- ur ekki línumaðurinn Leó Örn Þor- leifsson, svo sterk var vörn Vals- manna. Guðmundur A. Jónsson, markvörður KA, átti erfitt uppdrátt- ar gegn skotvissum leikmönnum Vals, hann varði sex skot, þar af aðeins eitt í seinni hálfleik og þá varði Björn Björnsson annað. Úrslitakeppnin í handknattleik Fyrsti leikur liðanna í úrslitum íslandsmótsins, leikinn á Akureyri fimmtudaginn 28. mars 1996. KA Valur Mörk Sóknir % Mörk Sóknir % 13 22 57 F.h 13 23 57 13 25 52 S.h 18 26 69 26 48 55 Alls 31 49 63 SOKNARNYTING 10 1 1 5 1 8 Langskot Gegnumbrot Hraðaupphlaup Horn Lína Víti 11 3 6 4 6 1 Formaður í upphitun BRYNJAR Harðarson, formaður handknattleiksdeildar Vals, sem stjórnaði Valsliðinu af bekknum, tók virkan þátt í upphitun Vals- manna fyrir leikinn. Hann stóð á miðjum velli í sparifötunum og kastaði knettinum í allar áttir til leikmanna Vals. Jón mætti veikur TVEIR fyrrum fyrirliðar Vals og landsliðsins, Jón H. Karlsson og Gunnsteinn Skúlason voru mættir norður, til að kvetja sína menn. Jón H. lét það ekki á sig fá þó að hann væri veikur og með hita. „Ég hefði ekki vilja missa af þessum leik, sem þróað- ist í að verða hálfgerður æfinga- leikur,“ sagði Jón. Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson DAVÍÐ Ólafsson er kominn framhjá Alfreð Gíslasyni þjálfara og leikmanni KA, sem stendur álútur eftir, svífur inn úr vinstra horninu og skorar eitt þriggja marka sinni í leiknum á Akureyri. Davíð kom inná um miðjan fyrri hálfleikinn eftir að Sveinn Sigfinnsson meiddist og stóð sig vel. KA-strákar fögnuðu fyr- ir leikinn FYRIR leik KA og Vals í gærkvöldi voru ungir strákar úr 5. flokki KA kallaðir fram á gólfið, til að taka á móti þremur Islandsmeistara- bikurum — fyrir sigur a, b og c liða. Ungu strákarnir hlupu tvo sigurhringi á vellin- um með bikarana við mikinn fögnuð áhorfenda. Þjálfari þeirra er Einvarður Jóhanns- son, fyrrum leikmaður KA og KR, sonur Jóhanns Einvarðs- sonar, fyrrum bæjarstjóra í Keflavík og alþingismanns. .Þróttarstúlkur íslandsmeistar- ar í fyrsta sinn TÍMAMÓT urðu í íþróttasögu Austurlands í gærkvöldi þegar kvennalið Þróttar í Neskaup- staðlagði HKaðvelli íþremur hrinum ífjórða úrslitaleik lið- anna. Þróttur varð þar með fyrstur austfirskra félaga til að vinna íslandsmeistaratitil í flokkaíþrótt. Stemmningin í Neskaupstað var einstök á sig- urstundinni í gærkvöldi og það var vel við hæfi að forseti bæj- arstjórnar Neskaupstaðar, Guðmundur Bjarnason, afhenti Petrúnu Jónsdóttur fyrirliða gripinn góða sem að margir forystumenn íþróttarinnar á staðnum höfðu ekki séð nema hillingum allt þar til í gær- kvöldi. Það kom strax i ljós á Neskaup- stað að HK stúlkur áttu í veru- legum erfiðleikum enda var við sannkallað ofurefli að etja þar sem heimaliðið var ákaft hvatt af rúm- lega 600 áhorfendum. Hið nýja íþróttahús staðarins var troðfullt og áhorfendur, sem voru allir á bandi heimaliðsins, voru eins og grenjandi ljón allan tímann. Fjöldi áhorfenda er líkast til íslandsmet í greininni og nokkuð sem fáir hafa upplifað á blakleikjum hérlendis, en það var vel við hæfi í gærkvöldi þar sem að allt var lagt í sölurnar í sjálfri „vöggu“ blakíþróttarinnar til margra ára. Yfirburðir heimaliðsins komu fljótt í ljós i fyrstu hrinunni sem vannst, 15:8. Önnur hrinan var nánast einstefna þar sem að ekkert gekk hjá HK og leikmenn liðsins voni ekki með á nótunum langtím- um saman. Heimamenn unnu 15:3 og voru nú langt komnir með ætlun- arverkið. í þriðju hrinunni náðu HK stúlk- ur loksins að sýna sitt rétta andlit og aðlagast aðstæðunum en sprett- urinn kom alltof seint. HK komst þó yfir, 12:11. Síðan var jafnt á öllum tölum en kvöldið var Þróttar og því fengu HK stúlkur ekki hagg- að. Þær máttu sjá á eftir íslands- meistarabikarnum, sem þær unnu í fyrsta skipti í fyrra, í hendur heimaliðsins á lokakaflanum og þegar síðasti skellurinn í gólfið kvað við leyndu vonbrigði Kópavogs- stúlkna sér ekki, en allt ætlaði um koll að keyra af fögnuði hjá heimal- iðinu og áhorfendum sem voru í sigurvímu. Sigur Þróttar í gærkvöldi gerði félaginu einnig gott fjárhagslega því blakdeildin fékk í leikslok af- henta ávísun frá bæjarstjórn upp á 250.000 kr. og nærri 200.000 feng- ust í aðgangseyri, en ferðakostnað- urinn er búinn að vera mikill und- anfarinn mánuð og féð kemur því væntanlega í góðar þarfir. „Það viija allir kyssa mig“ Ólafur Sigurðsson, formaður blakdeildar Þróttar lék við hvern sinn fingur eftir leikinn í gærkvöldi enda búinn að bíða eftir íslands- meistaratitli til handa félaginu í mörg herrans árs. „Þetta er einstök upplifun og sú stærsta á mínum blakferli. Eg er búinn að bíða eftir þessari stund vel á annan áratug og það er vel þess virði þegar mað- ur upplifir stemmninguna eins og í kvöld. Ég get ekki haft mörg orð um þetta núna en það vilja gjörsam- lega allir kyssa mig núna og það segir allt sem segja þarf“. „Tek frí í vinnunni á morgun“ „Þetta er búinn að vera frábær vetur hjá okkur og við sýndum það í úrslitakeppninni að við erum með besta liðið og spilum besta blakið. Við erum búnar að leggja mikið í þetta og æfa geysilega vel, jafnt þrek sem tækni, og það er að skila sér af fullum þunga. Það er Svetl- önu þjálfara okkar að þakka að við erum í fínu formi. Allur bærinn er einnig búinn að styðja frábærlega vel við bakið á okkur undanfarið og það er yndislegt að standa í þessu þegar maður finnur slíkan stuðning og líðanin er hreint frá- bær. Sigurinn á líka eftir að hjálpa okkur í að rífa yngri flokkana upp aftur. Ég ætla að taka þessu rólega á morgun og átta mig á hlutunum. Það er alveg á hreinu að ég tek mér frí í vinnunni á morgun", sagði Petrún Jónsdóttir, fyrirliði íslands- meistara Þróttar frá Neskaupstað. Gunnar farinn ífrí GUNNAR Gunuarsson, sem þjálfaði og lék með Hauk- um í Hafnarfirði í vetur, hefur ákveðið að taka sér frí frá handknattleiksþjálf- un. „Já, það er rétt, ég hef ákveðið að taka mér frá frá þjálfun um óákveðinn tíma. Þetta er af persónulegum ástæðum, ég hef hug á að sinna vinnu minni hjá Scan- dia betur en ég hef getað gert hingað til og svo á ég fjölskyldu sem ég ætla að gefa meiri tíma,“ sagði Gunnar í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi. Gunnar var spurður hvort hann ætlaði einnig að leggja keppnisskónum. „Ég loka ekkert á að ég haldi áfram að spila eitt- hvað, en það verður varla af sama krafti og verið hefur. Ég held það hljóti að vera erfitt að hætta al- veg,“ sagði Gunnar. í kvöld Körfuknattleikur Úrslit kvenna, 3. leikur: Keflavík: Keflavík - KR 20 Handknattleikur Úrslitakeppni 2. deildar: Strandgata: ÍH-Fylkir 20 Knattspyrna Deildarbikarkeppni KSÍ Ásvellir: Valur - FH ...18.30 Kópav.: Leiftur - Þróttur N... ...18.30 Leiknisv.: Víkingur-Viðir.... ...18.30 Ásvellir: Haukar - ÍBV ...20.30 Kópavogsv.: Selfoss-ÍA ...20.30 Leiknisvöllur: KS-Keflavík.. ...20.30 Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson ATLI Þór Samúelsson KA-maður brýst í gegnum sterka vörn Vals, er hér kominn framhjá Degi Sigurðssyni og Jóni Kristjánssyni. Honum tókst þó ekki ætlunarverkið að þessu sinni - Atli skoraði ekki í leiknum. Þjálfaramenntun KSÍ C-stig Fræðsiunefnd KSÍ heldur C-stigs þjálfaranámskeið dagana I I.—14. apríl nk. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. Námskeiðsþættir eru: Leikfræði, kennslufræði, þjálffræði, sálarfræði, næringarfræði og íþróttarneiðsl. Skráning er hafin á skrifstofu KSI sem veitir allar nánari upplýsingar í síma 581 4444. Góð þjálfun — betri knattspyrna Fræðslunefnd KSÍ Sigurður Sveinsson þjálfari og leikmaður HK sem sigraði Fram í toppslag 2. deildar Ætli maður skrölti ekki með Lið HK og Pram standa best að vígi í úrslitakeppni 2. deildar karla í handknattleik þegar þtjár umferðir eru eftir, hafa hvort um sig 14 stig. Fylkir er í þriðja sæti með 8 stig og á enn fræðilega möguleika á fyrstu deildar sæti. I fyrrakvöld lagði HK Fram með 29 mörkum gegn 26 á beimavelli sínum í Digranesi og komst þar með upp að hlið Framara. „Við höfðum forystu allan leiktím- ann og sigurinn var síst of stór því við vorum með sjö marka forystu á tímabili. í lokin kom upp nokkurt kæruleysi hjá okkur og þeim tókst að minnka rnuninn," sagði Sigurður Sveinsson þjálfari og leikmaður HK og fyrrum landsliðsmaður. „Framliðið var mun slakara i þessum leik en ég átti von á en það hefur aðeins verið að gefa eftir upp á síðkastið og gert jafntefli við Þór og Breiðablik. Það ásamt sigri okkar í fyrrakvöld hefur opnað fyrir mögulegum sigri okkar í deildinni, en eins og staðan er í dag gæti markatalan skipt máli þegar upp verður staðið.“ Sigurður sagði ennfremur að 2. deildin væri slakari en hann hefði gert ráð fyrir og fáir hörkuleikir sök- um þess að munurinn á liðunum væri mikill. HK og Fram væru með bestu liðin en Fylkir, Breiðablik og Þór hefðu á milli sýnt ágætis leiki en hefðu ekki náð jafnvægi í leik sinn. „Það er erfitt að halda einbeitingu leik- manna þegar svona er auk þess sem liðin eru svo fá í deildinni og leikirnir því fáir fyrir vikið.“ „Það er ljóst að við verðum að styrkja okkur fyrir næsta vetur í fyrstu deild. Hins vegar ætlum við ekki að fara út í neina vitleysu í þeim efnum. I liðinu eru ungir strákar sem eru tilbúnir að leggja mikið á sig og með einum eða tveimur leikmönnum til viðbótar tel ég við ættum að standa vel. En hvað við gerum verður bara að koma í ljós. Við erum ekkert farn- ir að huga að þeim málum enn.“ Sigurður sagðist reikna með því að hann léki með HK í fyrstu deild á næsta vetri þrátt fyrir að vera orðinn 37 ára. „Mér sýnist flestir þeir bestu í fyrstu deildinni á leið til útlanda og þess vegna ætti deildin að verða jafn- ari en í vetur og ætli maður skrölti ekki með í fyrstu deildinni eitt ár til viðbótar. Eg sé ekkert sem ætti að standa í veginum fyrir því.“ KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN „Magic“ sýndi gamla takta EARWIN „Magic“ Johnson sýndi læriföður sínum, þjálfar- anum Pat Riley, að hann er enn í f remstu röð í körf uboltaheim- inum, þegar Lakers lék í Miami og sigraði, 106:95. Johnson átti stórleik, skoraði 27 stig og þar af 14 í fjórða leikhluta, tók níu fráköst og átti níu stoð- sendingar. Pat Riley, sem nú þjálfar Miami Heat, var þjálfari Lakers í sjö ár upp úr 1980 og undir stjórn hans varð liðið fjórum sinnum meistari. „Magic“ Johnson lék þá aðalhlutverkið eins og í leiknum í Miami í fyrrakvöld. Þess má geta að Riley hefur ekki náð meistara- titli síðan hann yfirgaf Lakers og Johnson árið 1990. „Pat er mér sem faðir eða stóri bróðir. Það er nú einu sinni þannig að menn vilja sanna sig fyrir föður sínum eða stóra bróður,“ sagði Johnson um leik sinn. Nick Van Exel lék einnig vel í liði Lakers og gerði 21 stig og Vlade Divac kom næstur með 16 stig og 12 fráköst. Alonzo Mourning var með 19 stig og 15 fráköst fyrir Miami, sem er að berjast við Charlotte um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppn- ina úr Austurdeildinni. San Antonio hélt áfram sigur- göngu sinni með því að vinna New York, 90:84. David Robinson var stigahæstur með 21 stig og tók 13 fráköst, Sean Elliott kom næstur með 18 stig. Patrick Ewing setti niður 20 stig fyrir New York og John Starks gerði 19. Reggie Miller var í miklu stuði er Indiana sigraði Washington 99:93. Hann skoraði 35 stig og þar af 11 stig á síðustu fjórum minútun- um. Rik Smits kom næstur með 27 stig en hann og Miller gerðu sam- tals 35 stig af 49 stigum Indiana í fyrri hálfleik. Indiana hefur nú tvo vinninga á New York í þriðja sæti Austurdeildar. Clarence Weatherspoon gerði 28 stig fyrir Philadelphiu sem sigraði Toronto 103:94. Jerry Stackhouse kom næstur með 26 stig. Zan Tab- ak jafnaði eigið stigamet á ferlinum með því að gera 26 stig fyrir Tor- onto, sem hefurtapað 17 af síðustu 21 leik sínum. Boston sigraði Minnesota á úti- velli, 121:116. Rick Fox gerði 26 stig og David Wesley 20 fyrir Celtic, sem gerði 99 stig í fyrstu þremur leikhlutunum. Kevin Garnett setti persónulegt stigamet, gerði 33 stig. Isaiah Rider kom næstur með 29 stig fyrir Timberwolves. Meistararnir í Houston töpuðu fyrir Dallas, 117:114. Tony Dumas gerði 13 af 15 stigum sínum í fjórða leikhluta. Jason Kidd gerði 22 stig og Jim Jackson 21 fyrir Dallas. Mark Bryant og Sam Mack voru stigahæstir í liði Houston með 30 og 21 stig og er það stigamet hjá þeim báðum. Meiðsli eru í herbúðum meistaranna. Hakeem Olajuwon, Clyde Drexler og Robert Horry eru allir meiddir og léku ekki með í þessum leik. Shawn Kemp gerði 21 stig og Gary Payton 19 og tók auk þess 17 fráköst er Seattle burstaði Charlotte, 132:95. Larry Johnson var atkvæðamestur í liði Charlotte j með 17 stig og Kenny Anderson gerði 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.