Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA flta^mWbifrifr 1996 LAUGARDAGUR 30. MARZ BLAÐ D KORFUKNATTLEIKUR KR-stúlkur fagna í Keflavík Morgunblaðið/Árni Sæberg GUÐBJÖRG Norðfjörð, Helga Þorvaldsdóttlr og stöllur þelrra í KR-llðlnu stlgu trylltan sigurdans að leikslokum í Keflavík og höfðu ekkl tíma til að bíða eftir því að þjálfarinn Óskar Kristjánsson kæmi f danslnn. En eins og sjá má í bakgrunni myndarinnar var að sama skapi dauft yflr heimastúlkum sem hefðu með sigri tryggt sér titilinn. Llðln eigast við að nýju í Hagaskóla á sunnudagskvöldið. Stefán og Rögnvald dæma úrslita- leik í Evrópu- keppninni STEFÁN Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson eiga að dæma síðari úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa í kar laflokki í vor. Leikið er heima og að heiman í úrslitum keppninnar og þeir verða að störf um í borginni Santander á Spáni 27. eða 28. aprfl þar sem heimamenn í Teka taka á móti Pelister Bitola frá Makedóniu eða TBV Lemgo frá Þýskalandi. Ekki er enn ljóst hvort liðið fer í úrslit. Þetta er i annað sinn sem Stefán og Rögnvald dæma í úrslitum Evrópukeppni bikarhafa, en i fyrra skiptið var um að ræða fyrri úrslitaleik Marseille og Barcelona í frönsku borginni, í apríl 1994. Eftir að í ljós kom að þeir félagarnir dæma ekki í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í Atlanta í sumar tilkynnti Rðgnvald að hann hefði ákveðið að skila inn alþjóða dómaraskírteini sítui, en það breytir engu um ákvörðun dómara- nefndar Handknattleikssambands Evrópu því skírteinið gildir út yfirstandandi keppnistímabil. Stefán hefur einnig sagt að hann hætti að dæma á alþjóða vettvangi eftir tímabilið - og leggi flautuna jafnvel endanlega á hilluna - þannig að ljóst er að leikurinn í Santander verður í það minnsta sá sí ðasti sem þeir dæma saman á er- lendri grundu. „Þetta kom skemmtilega á óvart. Það verður gaman að enda ferilinn með því að dæma þenn- an leik," sagði Stefán við Morgunblaðið i gær. Rögnvald var einnig ánægður. „Ég áttí reyndar hálft í hvoru von á að við fengjum einhvern svona kveðjuleik - þeir vita úti að við ætlum okkur að hætta, þannig að þeir hafa ákveðið að leyfa okkur að kveðja með stæl," sagði hann. Kristinn ráðinn framkvæmda- stjóriSKÍ KRISTINN Svanbergsson frá Akureyri hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Skíðasambands íslands ogtekur hann við starfinu 1. júní. Hann tekur við af Friðriki Einarssyni, sem hefur ver- ið framkvæmdastióri í t vö ár. Kristinn lýkur námi frá Boson íþróttaháskólanum í Stokkhól nii nú í vor þar sem hann hefur stundað nám i íþróttastjóraun, þjálf un og fræðsiu. Þá hefur Auður Ebenezersdóttír verið ráðin starfsmaður SKÍ í maí þar sem Friðrik hættír um mánaðamótin. KR-stúlkur komu, sáu og sigruðu í Keflavík og eiga enn von um meistaratitilinn Ætlum að ícoma aftur og sigra KEFLAVÍKURSTÚLKUM tókst ekki að tryggja sér íslands- meistaratitilinn í körfuknattleik í gærkvöldi. Eftir að hafa sigrað í tveimur fyrstu viðureignunum við KR íúrslitakeppninni urðu þær að játa sig sigraðar í þriðja leiknum á heimavelli, 56:55. Þar með tókst KR-stúlkum að kveikja á ný von um íslands- meistarabikarinn í brjósti sínu en fjórði leikur liðanna verður í Hagaskóla annað kvöld. Þetta var um leið fyrsta tap Kef lavíkur síðan bandaríska stúlkan Ver- oníka Cook kom liðs við liðið um síðastliðin áramót. B ?æði lið léku mjög góða vðrn í fyrri hálfleik og heimastúlkur höfðu frumkvæðið í upphafi en þeg- ^¦MHHi '"' um ;i" míriútur Gisii voru liðnar komust Blöndal KR-ingar yfir, skrifarfrá 17:16, og gáfu aldrei Keflavik eftir új forsytu það sem eftir lifði leiks. I síðari hálfleik léku KR-stúlkur mun betri vörn og Keflavíkurstúlkur áttu í basli í sókn- arleiknum. Leikmenn KR voru sjö til níu stigum yfir mestallan leikhlut- ann og voru greinilega staðráðnar í að sigra og veita ekki heiamstúikum þá ánægju að fagna titlinum he:ma að þessu sinni. Herslumuninn virt'st vanta hjá heimastúlkum sem tókst þó að lifna lítið eitt við á lokasprett- inum. Ásetningsvllla í lokin Þegar ein og hálf mínúta var eft- ir munaði einu stigi, 53:52, fyrir KR-stúlkur og þær voru með bolt- ann. Þá fengu Keflavíkurstúlkur dæmda á sig ásetningsvillu sem gerði útslagið. Leikmenn KR nýttu sér þetta til hins ýtrasta. Engu breytti þó Margrét Sturlaugsdóttir skoraði með þriggja stiga skoti fyrir Keflavík í lokin. KR-stúlkur fögnuðu verðskulduðum sigri. „Stelpurnar héldu að það yrði auðveldara að sigra en raun varð á. KR-stúlkur voru sterkari og betri og verðskulduðu sigurinn," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, að leikslokum. „Mitt lið lék ekki af skynsemi í sókninni og lauk sóknunum oft nokkuð snemma. Af þessu leik verðum við að læra." Anna María Sveinsdóttir skoraði átta stig í fyrri hálfleik og var þá stigahæst í liði Keflavíkur en náði sér ekki á strik í síðari hálfleik, gerði aðeins tvö stig og hafði það sitt að segja fyrir heimastúlkur. Björg og Erla voru langt frá sínu besta. Ver- onika Cook var sú eina sem lék af eðlilegri getu. Guðbjörg Norðfjörð var best KR- inga að vanda og bandaríska stúlkan Macjerica Rupe átti ágæta spretti. Annars var liðið nokkuð jafnt og vann vel fyrir sigrinum. Höfum engu að tapa „Lið mitt lék góða vörn sem sést best á því að Keflavíkurliðið náði ekki að skora nema fimmtíu og fimm stig sem er óvenjulítið. Við erum staðráðin í að koma á ný til Keflavík- ur með sama hugarfari og tryggja okkur titilinn þar. Við höfum engu að tapa," sagði glaðbeittur þjálfari KR-stúlkna, Oskar Kristjánsson. BLAK: ÓSVIKIN SIGURGLEÐI EFTIR SIGUR ÞRÓTTAR í NESKAUPSTAÐ / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.