Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 3
2 D LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 D 3 IÞROTTIR IÞROTTIR Þrír Nígeríu- menn féliu á lyfjaprófi ÞRÍR af bestu spretthlaupur- um Nígeríu féllu á lyfjaprófi og hafa verið dæmd I þriggja mánaða keppnisbann. Þetta eru Mary Onyali ogtvíbur- arnir Osmond og Davidson Ezinwa. íþróttamennirnir segjast hafa fengið lyf vegna kvefs hjá lækni og á umbúðum lyfs- ins hafi ekki komið fram að það innihéldi ephedrine. Ony- ali er Afrikumethafi í 100 og 200 metra hlaupi og komst í úrslit á HM í Gautaborg í fyrra. Hún var tekinn í lyfja- próf 4. febrúar í Stuttgart og þá kom í Ijós að hún hafði neytt ólöglegs lyfs og tíu dög- um síðar féUu tvíburarnir á prófi í Moskvu, eftir að Osm- ond hafði sigrað í 60 metra hlaupi og Davidson orðið þriðji. Hlauparamir æfa í Bandaríkjunum og voru allir teknir í lyfjapróf í Frakklandi 18. febrúar og þá kom ekkert óeðlilegt í Ijós. KNATTSPYRNA i FIMLEIKAR / NM 1 KÖRFUKNATTLEIKUR Lee lætur Kin- kladze ekki segist frekar munu segja af sér Eg myndi frekar segja af mér en selja Georgiou Kinkladze," sagði Francis Lee stjórnarformað- ur og aðaleigandi Manchester City. „Með kaupunum á Kinkladze tryggðum við okkur besta erlenda knattspyrnumanninn sem gengið hefur til liðs við enskt félag síðan Ossie Ardiles kom til Tottenham árið 1978. Hann hefur allt til að bera að verða besti knattspyrnu- maður Bretlandseyja og leikmaður sem við munum kjósa besta knatt- - spyrnumann Evrópu,“ bætti stjórnarformaðurinn við. Georgíumaðurinn Georgiou Kinkladze hefur sannað sig í vetur og skorað falleg mörk. Nú er svo komið að félög á Ítalíu, Spáni og í Japan hafa reynt að bera í hann víurnar. Japanskt félag hefur boð- ið honum 30.000 pund (3 milljónir króna) á viku í laun vilji hann ganga til liðs við það. Johan Cru- yff þjálfari Barcelona hefur lýst yfir að hann sé reiðubúinn að greiða 7 milljónir punda (um 700 milljónir króna) fyrir kappann. En allt kemur fyrir ekki. Það er ekki bara að Lee hafi ekki áhuga á að selja hann heldur vill Georgíumað- SKIÐAGANGA Æfingaáætlun í FYRSTU grein minni um skíða- göngu minntist ég á almennings- gönguna „Lava-loppet“ sem ákveðið hafði verið að halda á Nesjavöllum í apríl. Því miður, fyrir þá sem höfðu Ólafur hugsað sér að Björnsson ganga þá göngu, skrifar hefur nú þurft að aflýsa henni vegna snjóleysis. Enn á eftir að halda almenningsgöngur víða um land fram í maí, þannig að við höldum áfram með æfingarnar. Vikuáætlun (13): 1. dagur: Þessa viku eru æfíng- arnar aðeins hraðari en venjulega. Við byijum þó að ganga rólega í u.þ.b. 20 mínútur. Síðan finnið þið ykkur sléttu (100 m) þar sem þið gangið eða ýtið ykkur eins hratt og þið getið þessa 100 metra. Hvílið ykkur síðan nokkuð lengi með því að ganga rólega. Endur- takið þetta 4-6 sinnum. Æfingatími: 30-75 mínútur. 2. dagur: Frekar róleg æfing en gjarnan með kröftugum ýting- um með vissu millibili til þess að styrkja hendur. Æfingatími: 45-90 minutur. 3. dagur: Hitið rólega upp í 20 mínútur. Síðan takið þið tvo 10-15 mínútna spretti. Þetta er gert til þess að venja ykkur við að ganga aðeins hraðar yfir lengri tíma. Gangið samt ekki það hratt að þið stífnið í vöðvunum. Á milli sprettanna gangið þið rólega í u.þ.b. 10 mínútur. Æfingatími: 45-75 mínútur. Höfundur er iþróttakennari og skíðaþjálfari. N ORÐURLANDAMOT í FIMLEIKUM verður haldið í Laugardalshöll helgina 30.-31. mars. Keppnin hefst kl. 13.00 báða dagana. MEÐAL ÞATTTAKENDA VERÐA ALLIR BESTU FIMLEIKAMENN NORÐURLANDA Mót sem enginn fimleikaunnandi má láta fram hjá sér fara. Aðgangseyrir kr. 300 fyrir fullorðna, frítt fyrir böm. urinn ekki yfirgefa Maine Road. „Mér líkar vistin vel í Manchester og knattspyrnan í Englandi fellur mér í geð. Þá eru stuðningsmenn félagsins frábærir. Þess vegna hef ég ekki í hyggju að fara héðan,“ segir kappinn. Þess má geta að Manchester City og Bolton leika í sjónvarpsleik dagsins i dag á RÚV og verður spennandi að fylg- ast með hvernig Guðna Bergssyni og félögum tekst til í baráttunni við Kinkladze og samheija en bæði lið þurfa á sigri að halda. Bolton er í næstneðsta sæti með 26 stig en City er tveimur sætum ofar með 30 stig. í þessum leik gæti annar Georg- íumaður sett mark sitt á leikinn, það er Mikhail Kavelashvlia, sem nýlega gekk til liðs við Lee og félaga á Maine Road og leikur í fyrsta skipti með Manchesterliðinu í dag. „Kavelashvlia er betri leik- maður en ég,“ segir Kinkladze. Hann er talinn markaskorari af guðsnáð og vonast stuðningsmenn City til þess að hann finni sig fyr- ir framan landa sinn og saman geti þeir bjargað liðinu frá falli í 1. deild. ínénn FOLK ■ ASTRAÐUR Sigurðsson varð á dögunum fjórði Islendingurinn sem lýkur námi í golfkennslu. Fyrir hér heima eru Arnar Már Ólafsson og Sigurður Pétursson og í Þýska- landi er Jón Halldór Garðarsson golfkennari. Auk þessara manna eru tveir aðrir fullnuma golfkennarar starfandi hér, þeir Phil Hunter hjá GS og David Barnwell á Akureyri. ■ ÁSTRÁÐUR, sem er aðeins 22 ára og því yngsti kennarinn hér á landi, hefur verið ráðinn golfkennari hjá Oddfellowum og verður að vinna þar í sumar og einnig mun hann vera með golfkennslu í Mosfellsbæn- um. Hann hefur fullan hug á að fara til útlanda í haust og reyna fyrir sér sem golfkennari erlendis. Þess má geta að Jón Karlsson er að hefja nám í Svíþjóð, við sama skóla og Arnar Már, Sigurður og Ástráður voru í. ■ SIGURÐUR Sigurðsson kylfing- ur frá Keflavík og fyrrum íslands- meistari í golfi hefur ákveðið að reyna fyrir sér við kennslu. Hann hefur verið ráðinn hjá nafna sínum Péturssyni, hjá GR í sumar. Hann hefur hug á að læra til kennara ef honum líkar starfið. ■ GEIR Sveinsson og félagar hans hjá Montpellier töpuðu í vikunni fyrir nýkrýndum Frakklandsmeistur- um Marseille í 8-liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar í hand- knattleik, 18:22, í Montpellier. Geir skoraði þijú mörk. ■ MARK Foster, sundmaður frá Bretlandi, náði í vikunni bestum tíma ársins í 50 metra flugsundi, í 50 metra laug, á móti í Cardiff. Hann synti á 24,07 sekúndum og bætti tíma Svíans Jans Karlssons frá því í júlí 1994 um 0,20 sekúndur. ■ JERRY Stackhouse, leikmaður með Philadelphia 76ers í banda- rísku NBA-deildinni í körfuknattleik, var sektaður um 495 þús. ísl. kr. og settur í tveggja leikja bann fyrir að ráðast að Jeff Hornacek hjá Utah Jazz. Báðir leikmennimir voru reknir útaf í leiknum og fengu 66 þús. kr. í sekt. ÞAÐ verður eflaust hart barist í öllum greinum er besta fimleikafólkk Norðurlandanna kemur saman til keppni í Laugardalshöll í dag og á morgun. íslendingar tefla fram sínu fimasta liði og verður fróðlegt að fylgjast með árangri þess. AIR besta fimleikafólk Norðurlandanna í Höllinni Búist við spennandi keppni milli Rúnars og norska ólympíufarans NORÐURLANDAMÓTIÐ i áhalda- fimleikum fer fram í Laugardals- höll um helgina. Allt besta fim- leikafólk Norðurlandanna mætirtil keppni, þar á meðal norski ólymp- íufarinn Flemming Solberg. Það verður forvitnilegt og spennandi að fylgjast með Rúnari Alexand- erssyni etja kappi við Solberg. Idag verður keppt í fjölþraut karla og kvenna og er keppnin bæði í liða- og einstaklingskeppni. Fimm keppendur eru í hveiju liði, fjórir keppa og þrír bestu telja. Á morgun verður keppni á einstökum áhöldum og .keppa þá sex bestu einstaklingarnir frá fyrri keppnis- degi. Mótið hefst báða dagana kl. 13.00. I norska karlaliðinu eru þrír sem tóku þátt í síðasta heimsmeistaramóti sem fram fór í Japan í október á síðasta ári. Flemming Solberg er sá éini þeirra sem tryggði sér þátttökurétt á Ólympíu- leikunum í Atlanta. Á heimsmeistara- mótinu fékk hann 106,050 stig saman- lagt fyrir skyldu- og fijálsar æfingar, eða 53,02 að meðaltali. Það má búast við spennandi keppni í karlaflokki og er talið að þrír muni helst veita Solberg keppni. Það er okkar maður, Rúnar Alexandersson og svo Svíinn Magnus Rosengren og Finninn Jari Mönkkönen, en þeir voru báðir meðal keppanda á HM í Japan. í kvennaflokki er danska stúlkan Charlotte Andreasen sigurstrangleg. Hún er besta fimleikakona Dana í dag og komst í úrslit í ljölþraut á HM í Japan. Hún hlaut 71,948^ í einkunn sem er 35,97 að meðaltali. íslensku stúlk- urnar gætu veitt dönsku stúlkunni keppni. fslandsmeistarinn Nína Björg Magnúsdóttir hlaut 35,93 í meðalein- kunn í landskeppni á írlandi fyrir skömmu og Elva Rut Jónsdóttir hlaut 34,63. Islenska landsliðið verður þannig skipað: Lið kvenna:Nína Björg Magn- úsdóttir, Elva Rut Jónsdóttir, Elín Guð- mundsdóttir, Jóhanna Sigmundsdóttir og Sólveig Jónsdóttir. Varamaður er Þórey Edda Elíasdóttir. Lið karla: Rúnar Alexandersson, Guðjón Guð- mundsson, Jóhannes Níels Sigurðsson, Ómar Örn Ólafsson og Dýri Kristjáns- son. Varamaður er: Jón Trausti Sæ- mundsson. KORFUKNATTLEIKUR / NBA Chicago Bulls vann enn einn heimaleikinn CHICAGO Bulls hélt áfram sigur- göngu sinni á heimavelli ífyrri- nótt með því að bursta Atlanta Hawks 111:80. Jordan og félagar hafa unnið alla 35 heimaleiki sína í vetur. Toni Kukoc var stigahæstur í liði Chicago með 24 og Scottie Pippen kom næstur með 16 og tók auk þess 11 fráköst og átti átta stoðsendingar. Jordan gerði 13 stig í 61. sigri Bulls á tímabilinu. „Við komum í þennan leik til að sigra en sigurinn var auðveldari en við áttum von á,“ sagði Kukoc. Steve Smith var með 18 stig fyrir Atlanta og Stacey Augmon 12. Mookie Blaylock lék ekki með vegna meiðsla og munar um minna. „Án Blaylocks voru þeir eins og hauslausir kjúklingar ráfandi um völlinri og vissu ekkert hvað þeir áttu að gera,“ sagði Jordan um lið Atianta. Portland vann Golden State, 94:89, og var þetta áttundi sigur liðsins í síð- ustu níu leikjum. Arvydas Sabonis skor- aði 26 stig og tók 14 fráköst og Clif- ford Robinson gerði 17 stig. Latrell Sprewell var með 27 stig fyrir Golden State og Kevin Wiilis 18. Antonio McDyess setti niður 18 stig og tók 8 fráköst fyrir Denver sem sigr- aði Vancouver Grizzlies á útivelli, 92:88. Þetta var 20. tapieikur Vancouver í röð og jafnaði liðið þar með „met“ Phila- delphiu frá því 1973 sem var jafnað af Dallas 1993. Terrell Brandon gerði 17 stig og þar af sigurkörfuna þegar 2,3 sekúndur voru eftir fyrir Cleveland sem vann LA Clippers, 83:81. Bobby Phills var einnig með 17 stig og Chris Mills var með 14. Brent Barry gerði 20 stig og Terry Dehere 15 fyrir Clippers. Úrslitakeppni háskóladeildarinnarað Ijúka og bandaríska þjóðin erspennt Kentucky sigurstranglegast URSLITAKEPPNI bandarískra háskólaliða í körfuknattleik lýk- ur um helgina í New Jersey. Þessi keppni stendur yfir um þrjár helgar og á meðan er lít- ill áhugi á NBA-deildinni meðal íþróttaunnenda vestra. Liðin sem leika í undanúrslitunum í dag eru annars vegar lið Kentucky og Massachusetts og hins vegar lið Syracuse og Mississippi State. Háskóladeildiner þannig upp- byggð að um 300 lið heija keppni S 1. deildinni og leika þau í um 30 riðlum. Hvert lið í háskóla- deildinni leikur 30-36 leiki á tímabil- inu. 64 lið komst í úrslitakeppnina, þar er útsláttarfyrirkomulag og tek- ur hún aðeins 19 daga. Sigurvegar- ar hvers riðils komast í úrslita- keppnina en auk þess er sérstök valnefnd íþróttasambands háskóla (NCAA) sem velur 32 lið eftir áætl- uðum styrkleika þeirra. Á hverju ári eru deiiur um hvort vel hafi tek- ist með valið, en í raun komast lang- flest bestu liðin í keppnina. Eftir að nefndin hefur ákveðið hvaða lið komast í úrslitin raðar hún liðunum í 16 styrkleikaflokka eftir fjórum svæðum. Þess er gætt að fjögur bestu liðin, að mati nefndar- innar, lendi ekki á sama svæði. Það lið sem talið er best á hveiju svæði mætir því lakasta og svo framvegis. Þegar eitt lið er eftir á hveiju svæði hefst hátíðarhelgin sjáif, en þá koma liðin fjögur saman og leika fyrst undanúrslitaleikina og síðan úrslitaieikinn. Fyrir körfuknatt- leiksáhugafólk má líkja þessum 19 dögum við stórhátíð þvi alls fara fram 63 leikir á 19 dögum og fýrstu dagana eru 8 leikir á dag. , Valnefndin lauk störfum þann 10. mars, fjórum dögum áður en fyrsta umferðin var leikin. Massachusetts var valið besta liðið á austursvæð- inu, Connecticut á suðaustursvæð- inu, Kentucky á miðvestursvæðinu og Purdue á vestursvæðinu. Eins og venjulega hefur úrslitakeppnin verið mjög skemmtileg og nokkuð um óvænt úrslit. Massachusetts og Kentucky sigruðu á sínum svæðum en á hinum svæðunum gekk val nefndarinnar ekki eftir. Mississippi State hefur komið á óvart og lið skólans lagði meðal annars geysi- sterk lið Connecticut og Cincinnati að velli. Lykillinn að velgengninni er sterkur varnarleikur sem kemur best fram í því að liðið hefur aðeins fengið á sig 50 stig að meðaltali í keppninni. Syracuse hefur einnig komið á óvart, en liðið hefur ekki leikið eins sannfærandi og hin liðin þijú og verið nokkuð heppið. Liðið var meðal annars 10 stigum undir í einum leiknum þegar rúmar 2 mínútur voru eftir en náði að knýja fram framlengingu. Þar sigruðu þeir með þriggja stiga körfu þegar fjórar sekúndur voru eftir. Kentucky er með jafna leikmenn og liðið reynir mikið þriggja stiga skot og vörnin er oftast stif pressu- vöm. Tony Delk er áhugaverður leikmaður sem vert er að fylgjast með. Hjá Massachusetts er Marcus Camby, nýkjörinn besti leikmaður háskóladeildarinnar, sérlega skemmtilegur bakvörður. Oftast leikur liðið maður á mann vörn hálf- an völlinn og eru leikmenn gríðar- lega duglegir að hjálpa hver örðum. í liði Syracuse er John Wailace sterkur framvörður og snýst leikur liðsins meira og minna um hann. Liðið leikur oftast svæðisvörn og það er áberandi hversu slakir leik- menn eru í vítaskotum. Mikið er í húfi fyrir lið að komast í undanúrslit. Geysilegur áhugi er á keppninni og skólarnir ljórir fá mikla auglýsingu, auk þess að raka inn fé á sölu á fatnaði og minjagrip- um. Sérfræðingar hjá íþróttasam- EKKI er síður barátta í háskóladeildinni en í leikjum NBA-lið- anna. Hér eigast við Katu Davis hjá Georgia skólanum og Clemson, leikmaður Purdue. Hvorugt lið er í undanúrslitum. bandi háskóla áætla að hver þessara háskóla selji varning að verðmæti þriggja milljóna dala (tæpl. 200 millj. ísl. kr.) á meðan á keppninni stendur. Sem dæmi um mikilvægi keppninnar selur Michigan háskóli, sem vann keppnina 1989, minja- varning og föt fyrir 250 milljónir dala (16,5 milljarða ísl. kr.) á ári. Sem dæmi um áhugann segir forstöðumaður íþróttahallarinnar í New Jersey, sem einnig rekur íþróttaleikvanginn Giants Stadium, að þótt heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu, lokaúrslit NHL ís- hokkídeildarinnar, Rolling Stones tónleikar og messa páfans hafi farið þar fram á síðustu tveimur árum, komist áhuginn á þessum atburðum ekki nálægt áhuganum á úrslita- keppninni. Keppt hefur verið til úrslita í körfuknattleiksmóti háskólanna síð- an 1939. Þau lið sem oftast hafa komist í undanúrslit eru UCLA frá Los Angeles, 14 sinnum, og North Carolina, 12 sinnum. UCLA hefur oftast unnið titilinn, alls 11 sinnum, þar af tíu sinnum á tólf árum frá 1964 til 1975. Liðið vann síðan tólfta titilinn í fyrra. Kentucky kem- ur pæst með fimm titla. Óvæntustu úrslitin í ár komu strax í fyrstu umferð þegar Prince- ton sló út meistara UCLA. Princeton er mun þekktari háskóli fyrir fræði- mennsku en íþróttir og lið þess var ekki talið eiga möguleika gegn meisturunum. Því miður keppa tvö bestu liðin sem eftir eru saman í undanúrslitum, en það gerist oft þegar óvænt úrslit verða í fyrstu fjórum umferðunum. Tvö af þremur bestu liðum háskólanna, Kentucky og Massachusetts, mætast í öðrum leiknum, en lið Mississippi State og Syracuse (frá New York-fylki) mætast í hinum. Tvö síðamefndu liðin hafa komið mikið á óvart í keppninni, en Kentucky er hinsveg- ar almennt talið sigurstranglegast þessara liða. Þess má geta að þeir sem hafa aðgang að Fjölvarpi Stöðvar 2 geta fylgst með úrslitakeppninni á NBC Super Channel en þar hefst útsend- ing kl. 22.30 í kvöld og síðan kl. 2.30 aðfaranótt þriðjudagsins. Handknattleikur Laugardagur: Úrslit karla: Hlíðarendi: Valur-KA.............17.00 Úrslitakeppni 2. deildar karia: Framhús: Fram-ÞórAk..............15.00 Smárinn: Breiðablik - HK.........16.30 Sunnudagur: Úrslitaleikur í meistaraflokki B-liða: Seljaskóli: Haukar- Selfoss.....kl. 18.45 Fimleikar Norðurlandamótið í fimleikum verður haldið i Laugardalshöll um helgina. I dag verður liða- og einstaklingskeppni og hefst hún kl. 13.00. Á morgun verður keppni á ein- stökum áhöldum og hefst keppni kl. 13.00. Körfuknattleikur Sunnudagur: Úrslitaleikir karla, 2. leikur: Keflavik: Keflavik - UMFG.......kl. 16 Badminton Deildarkeppni Badmintonsambandsins verður í TBR-húsinu um helgina. Keppni hefst kl. 10 báða dagana. Keppt verður í . 1. og 2. deild. Liðin sem keppa í 1. deild eru; TBR-a, ÍA, Víkingur, TBA, HSK og UMSB. I 2. deild keppa; TBR-b, KR, BH og BS. Borðtennis Punktamót Stjörnunnar í borðtennis verður á morgun, sunnudag, í Hofstaðaskóla í Garðabæ og hefst mótið kl. 10. Knattspyrna Deildarbikarkeppni KSÍ Laugardagur: Ásvellir: KA -HK....................13 Kópavogur: ÍBV - Tindastóll.........15 Leiknisvöllur: Breiðablik - KS......15 Kópavogur: Skallagrímur - BÍ........17 Leiknisvöllur: Leiknir - Reynir S...17 Sunnudagur: Ásvellir: ÍR - Tindastóll...........11 Ásvellir: Ilaukar-KA ...............13 Akranes: ÍA-BÍ......................13 Ásvellir: Víkingur-UMFG.............15 Garðabær: Selfoss - Stjarnan........17 Leiknisvöllur: Leiftur - Léttir.....17 Þolfimi í tengslum við þolfimiráðstefnu sem haldin er í líkamsræktarstöðinni Þokkabót um helgina verður erlendi kennarinn á ráðstefn- unni, Peter Nielsen, með hóptfma í þolfimi í KR-heimilinu í dag, laugardag, kl. 17.30 Skíði • Unglingameistaramót Íslands verður framhaldið í Hlíðarfjalli við Akureyri í dag og lýkur á morgun. • Reykjavíkurmótið í alpagreinum 9-12 ' ára verður í Hamragili f dag. Hlaup Háskólahlaupið verður í dag, laugardag, og hefst við aðalbyggingu Háskóla Islands kl. * 14.00. Öllum er heimil þátttaka og ekkert ' þátttökugjald. Skráning fer fram milli kl. ; 12 og 14 á sama stað. Tvær vegalengdir' eru í boði, 3 og 7 km. Vélsleðamót íslandsmótið á vélsleðum verður haldið ivj Bláfjöllum um helgina. í dag verður keppt í fjallaralli kl. 11.00 og brautakeppni kl.| 14.00. Á morgun hefst keppni kl. 10.00 íf spyrnu og síðan verður snjókross kl. 14.00. f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.