Morgunblaðið - 31.03.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 31.03.1996, Síða 1
96 SÍÐUR B/C/D 77. TBL. 84. ÁRG. SUNNUDAGUR 31. MARZ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS ^ Morgunblaðið/Þorkell FRA HORNAFIRÐI Mannfall og vaxandi stjórnmálaólga í Bangladesh Stjórn Khaleda víkur fyrir bráðabirgðastj órn Dhaka. Reuter. Hert eftir- lit hjá BBC STJÓRNENDUR breska ríkisút- varpsins, BBC, ætla að herða vinnu- reglur til að draga úr slæmum munn- söfnuði, klámi og ofbeldi í útsend- ingum á útvarps- og sjónvarpsrásum fyrirtækisins. Veitt verða skýrari fyrirmæli til að sjá til þess að efni sem ætlað er fullorðnum verði síður aðgengilegt fyrir börn og unglinga. Framleiðendur verða m.a. hvattir til að fylgjast betur með framkomu skemmtikrafta í framhaldsþáttum. Talsmenn BBC sögðu að með þess- um aðgerðum væri verið að bregð- ast við „áhyggjum vegna Ijóts orð- bragðs og notkunar á klámi og of- beldi“, framvegis yrði hugtakið virð- ing haft að leiðarljósi. Fráfarandi stjórnarformaður BBC, Marmaduke Hussey, tók ákvörðun um að herða reglurnar er hann sat ráðstefnu deildarstjóra útvarpsins, rithöfunda, trúarleiðtoga og fulltrúa eftirlits- ráðs ljósvakamiðla í Bretlandi í nóv- ember síðastliðnum. Nikótíni lýst sem fíkniefni BANDARÍSKA blaðið The Wall Street Journal sagði í vikunni að í leynilegri innanhússkýrslu tóbaks- fyrirtækisins Philip Morris væri við- urkennt að efnafræðilega væru nik- ótín og kókaín mjög svipuð efni og aðalástæða þess að fólk reykti væri að það yrði sólgið í nikótínáhrifin, Iíkaminn kallaði á efnið. í skýrslunni, sem er 15 blaðsíður, er sagt að nikótín virki eins og fíkni- efnin kókaín, morfín, kínín og atrop- ín á heilann. Með síðarnefndu efna- samböndunum sé hægt „að hafa áhrif á líkamsstarfsemina en áhrif nikótíns eru sérstaklega víðtæk og margbrotin". Helstu tóbaksfyrirtæki Bandaríkj- anna hafa í málaferlum vegna meints heilsuljóns af völdum reyk- inga varið sig með því að ekki sé um raunverulegt fíkniefni að ræða. Nikótín sé ekki vanabindandi í sama skilningi og slík efni heldur sé um frjálst val neytenda að ræða. Talsmaður Philip Morris Ijáði The Wall Street Journal að skýrslan, sem er ódagsett, væri ekki rituð af vísindamanni og hún túlkaði ekki viðhorf fyrirtækisins til tóbaks og reykinga. ■ Hættuminni sígarettum stungið/13 FORSETI Bangladesh, Abdur Rahman Bisw- as, skýrði frá þvi í gær að hann hefði beðið fyrrverandi hæstaréttardómara, Habibur Rahman, að veita forstöðu bráðabirgðaríkis- stjórn í landinu og er henni ætlað að und- irbúa nýjar þingkosningar. Talið var að borg- arstjórinn í höfuðstaðnum Dhaka, sem er einn af leiðtogum stjórnarandstæðinga, myndi ávarpa mörg þúsund manns er safn- ast höfðu saman við forsetahöllina. Var þess krafist að Biswas viki þegar í stað Begum Khaleda Zia forsætisráðherra og stjórn henn- ar frá. Biswas hvatti almenning til rósemi en ljóst þótti að stuðningsmenn Khaleda myndu ekki taka því hljóðalaust að hún yrði látin víkja. Forsetinn sagðist reyna að leysa vandann eins hratt og hann gæti en ekki var ljóst hvenær Khaleda myndi fara frá. Mikil spenna var í landinu er síðast frétt- ist og þrír féllu í átökum stríðandi fylkinga á laugardag. Öryggissveitir voru með mikinn viðbúnað en her og lögregla hafa látið átök stjórnar og stjórnarandstæðinga að mestu afskiptalaus fram til þessa. Herlögreglulið var á verði við heimili ráð- herranna, margir þeirra voru sagðir hafa komið einkamunum sínum í öruggt skjól. Helsti flokkur stjórnarandstöðunnar er Awami-bandalagið undir forystu Sheikh Hasina og borgarstjórans, Mohammads Han- ifs, og hafa þau reynt í tvö ár að velta Khaleda úr sessi. Hasina hvatti fólk til að efna til umsáturs við forsetahöllina og sagði Khaleda enn ráðgera samsæri í von um að halda völdum. „Við munum sigra á næstu dögum,“ sagði hún. Stjórnarandstaðan hundsaði þingkosning- ar sem haldnar voru í febrúar. Fullyrti hún að Khaleda myndi misnota aðstöðu sína til að standa fyrir kosningasvikum. Krefst Has- ina þess að kosningarnar verði lýstar ógildar. Þingmenn láta undan Mótmæli og verkföll gegn ríkisstjórninni hafa verið um landið allt undanfarnar vikur, tugir manna hafa fallið og hundruð særst. Þingið er nú nær eingöngu skipað liðsmönn- um Khaleda forsætisráðherra en svo mjög er að henni þrengt að þingmenn samþykktu í vikunni að framvegis myndu kosningar í landinu ávallt fara fram undir stjórn sér- stakrar starfsstjórnar. Khaleda er sögð hafa látið undan á föstu- dag og hvatt forsetann til að skipa hlutlausa bráðabirgðastjórn en Hasina treystir ekki þeim sinnaskiptum. A þrúgxtm reiðinnar til íslands 20 VDDSKIPnAIVTNNULÍF Á SUNNUDEGI HEF VITFYRIR SJÁLFUM MÉR 24

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.