Morgunblaðið - 31.03.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.03.1996, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 31. MARZ 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Mannanafnalög jaðra við mannréttindabrot, segir Kólumbíumaður með íslenskt ríkisfang Eilífar Friður á Öldugötunni Morgunblaðið/Ámi Sæberg LILJA Berglind Sigurðardóttir, Freyja María Cabrera og Eilífur Friður Edgarsson, sem gengur undir nafninu Ricardo. JORGE Ricardo Cabrera Hid- algo, sem nú heitir Eilífur Frið- ur Edgarsson, kom hingað til lands frá Kólumbíu í Suður- Ameríku fyrir tæpum átta árum. Hann býr ásamt fjöl- skyldu sinni á Öldugötu í Reykjavík. Nýlega fékk hann íslenskan ríkisborgararétt og þurfti að skipta um nafn sam- kvæmt lögum. Ricardo, eins og hann er kall- aður af fjölskyldu og vinum, kom fyrst hingað í heimsókn til bróður síns. Sá hafði komið sem skiptinemi, kynnst hér stúlku og síðan ílenst. Ricardo kunni vel við sig, fór í Iðnskólann og síðan út á vinnumarkaðinn. Hann vann á veitingastað, rak skyndibitastað um tíma en hef- ur unnið sem meðferðarfulltrúi á sambýli fyrir einhverfa um tveggja ára skeið. Sífelldar umsóknir Það eru þrjú ár síðan Ricardo sótti um ríkisborgararétt. Hann var orðinn leiður á að vera sí- fellt að sækja um framlengt atvinnuleyfi. Þegar hann stofn- aði eigin rekstur var honum fjáð að sem útlendingur þyrfti hann sérstakt leyfi til atvinnurekst- urs. Ricardo þótti óeðlilegt að greiða aukalega fyrir slíkt leyfi í viðbót við skatta sem hann greiddi. Þá var honum bent á að sækja um ríkisborgararétt. Ricardo var búinn að stofna heimili með Lilju Berglindi Sig- urðardóttur og eignast með henni dótturina Freyju Maríu Cabrera. Hann lagði inn um- sókn og þegar dvalartíminn var fullnaður fékk hún afgreiðslu og var samþykkt. Þess var kraf- ist að Ricardo tæki upp íslenskt nafn. Ljótur Bolli „Ég vildi helst halda mínu nafni. Maður þarf hvorki að skipta um hárlit né augnlit, hvers vegna þá nafn,“ spyr Ric- ardo. „í dómsmálaráðuneytinu var mér sagt að þau væru með löglega nafnaskrá til sölu. Þau lögðu til að ég tæki upp nafnið Jörgen Ríkharður, en ég heiti hvorki Jörgen né Ríkharður! Þarna fann ég nöfn eins og Aage, Arent, Franz, Lauritz, Nicolai, Michael og Willard, sem mér er sagt að séu ekki íslensk. En nöfnin mín voru ekki í skránni. Ég ákvað að taka mér nafn sem sýndi fáránleika þessara laga. Ég var eiginlega búinn að ákveða að heita Ljótur Bolli eða Ljótur Drengur en var bent á að það gæti mögulega komið niður á bömum mínum. Það varð úr að ég valdi Eilífur Frið- ur. Pabbi minn heitir Edgar og það nafn er samþykkt svo ég er Edgarsson. Starfsmenn ráðu- neytisins urðu að taka sér frest í nokkra daga þegar ég lagði inn nafnið. Svo kom ég á skrif- stofuna og það var sagt: „Þetta var samþykkt Eilífur Friður!" Brot á mannréttindum Eilífum Friði þykir óréttlátt að eignist hann fleiri börn fá þau ekki sama nafn og Freyja María Cabrera dóttir hans en verða Eilífsbörn. „Þetta mun vekja spumingar ef við ferð- umst til útlanda og getur ekki gengið í Kólumbíu," segir Eilíf- ur Friður. „Mér finnst svona lög ekkert annað en mannréttinda- brot.“ Eilífur Friður segir að nafnið veki mikla athygli hvar sem hann kemur. Fólk flissar og verður vandræðalegt. „Tilgang- ur minn með því að taka þetta nafn er að vekja athygli alþing- ismanna og annarra á því hvort svona lög geta virkilega verið réttlát. Eg hlýði lögunum til- neyddur, en finnst ekki rétt að vera þvingaður til að skipta um nafn.“ Morgxinblaðið/Sverrir * Nýir framkvæmda- sijórar ráðnir hjá KA GENGIÐ hefur verið frá ráðningu kvæmdastjóra KÁ, og mynda framkvæmdastjóra ferðaþjónustu- framkvæmdastjórn KÁ ásamt Þor- og búrekstrardeilda KÁ á Selfossi. steini Pálssyni, Sigurði Teitssyni, Framkvæmdastjóri ferðaþjón- framkvæmdastjórum verslunar- ustudeildar verður Sigurður Jóns- deildar og Guðmundi Búasyni, son, kennari á Selfossi, og fram- framkvæmdastjóra fjármáladeild- kvæmdastjóri búrekstrardeildar ar. Garðar Halldórsson, starfandi Stjórn KA hefur markað þá kaupfélagsstjóri KR á Hvolsyelli. stefnu að leggja næstu ár megin- Stefnt er að sameiningu KÁ og áherslu á verslun, þjónustu við KR nú á vormánuðum. búrekstur í landbúnaði og ferða- Sigurður og Garðar heyra beint þjónustu. undir Þorstein Pálsson, fram- Séra Kristján Björnsson á Hvammstanga í blaðagrein Kirkjumálaráð- herra víki biskupi Urslit Mús- íktilrauna MÚSÍKTILRAUNUM Tónabæjar lauk á f östudagskvöld með sigri hljómsveitarinnar Stjörnukisa. Hljómsveitin Unun lék fyrir áheyrendur áður en úrslitin hóf- ust og á meðan atkvæði voru talin, en staddir í salnum voru útsendarar breskra plötufyrir- tækja sem komu til landsins á föstudag til þess að sjá Unun spila. ■ Stjörnukisi sigraði/16 ------»■*--------- Kærð fyrir rang- ar sakargiftir MENNIRNIR fjórir, sem 17 ára stúlka á Egilsstöðum hafði kært fyrir nauðgun, hafa kært kærandann til lögreglu fyrir rangar sakargiftir. Einn mannanna hefur sýnt fram á að hafa verið á Akureyri þegar atburðurinn á að hafa átt sér stað og talið er að fleiri þeirra kunni að hafa fjarvistarsannanir. Á fimmtudag kærðu þeir stúlkuna til lögreglunnar á Egilsstöðum og þar er rannsókn málsins hafin. í GREIN undir yfirskriftinni „Hreinsun pálmasunnudags" í helg- arblaði Dags á Akureyri segist séra Kristján Björnsson, sóknarprestur á Hvammstanga, hafa óskað eftir því við kirkjumálaráðherra að hann gerði viðeigandi ráðstafanir til að hr. Ólafi Skúlasyni, biskupi íslands, yrði vikið úr embætti. Hann segist hafa leitað til ráðherra eftir að ljést var orðið að hr. Ólafur ætlað: ekki að virða viðlits áskorun sína um að víkja þegar í stað úr embætti. I grein sinni íjallar sr. Kristján um málefni sem tengist kirkjunni og komist hafí í hámæli; deilumar í Langholtssókn og viðbrögð hr. ÓI- afs Skúlasonar við ásökunum um kynferðislega áreitni og nauðgunar- tilraun. Sr. Kristján Björnsson segir bæði máli bundin við ákveðnar per- sónur og ákveðna staði. Hann víkur að deilum á borð, við deilurnar í Langholtssókn. „Eitt helsta einkenni slíkra ósátta er jafnan að erfitt er að finna eiginleg deiluefni, því vani fólks er að setja niður ágreining og láta ekki sólina setjast á reiði sína. Vinir mínir í Langholtskirkju þurfa því að horfast í augu hver við annan og hlíta því sem Hólabiskup setti þeim fyrir.“ Viðbrögð auka ekki tiltrú Hann segist ekki vita hvað hafi verið verst í viðbrögðum hr. Ólafs síðan ásakanirnar komu fram. „Ef til vill er það sú staðreynd að hann vék ekki þegar úr stað úr embætti. Ef til vill eru það hörkuleg viðbrögð gegn konunum sem ásökuðu hann. Ef til vill er það framganga lög- manna háns er komu mér fyrir sjón- ir eins og hundarnir í Animal Farm, þegar þeir létu hæst. Líklega var það þegar hann sjálfur fékk starfs- fólk kirkju einnar til að rita sér trún- aðarbréf um það hver sótti viðtöl til prestsins. Það var ótrúlegt brot. Það var þó fullkomnað með því að rjúfa síðan trúnaðinn við þetta starfsfólk og senda bréfið inn á allar helstu fréttastofur landsins. Það var alvar- legt brot á þagnarskyldu og siðaregl- um presta," segir Kristján og tekur fram að hann ætli ekki að dæma í málinu. „Viðbrögð [biskups] á opin- berum vettvangi hafa þó verið þann- ig að þau eru ekki líkleg til að auka tiltrú á algjöru sakleysi hans.“ „Eina vonin til að [málinu] ljúki er að hann hverfi úr biskupsstofu," segir í greininni. „Með því að fara 5 gegnum smánina, þótt sár sé, nálg- umst við friðinn í kirkjunni að nýju.“ ► l-56 liðuveiki og kúafár ►Nátengt kúafárinu á Bretlandi er riðuveikin í sauðfé sem óvíða hefur verið rannsakað lengur og beturenhérálandi. /10 Öfgamenn á undan- íaldi ►Teikn eru á lofti um að öfga- menn í arabaheiminum eigi undir högg að sækja og vonir hafa vakn- að um að draga muni úr ofbeldis- verkum íslamskra bókstafstrúar- manna í Mið-Austurlöndum. /12 Á þrúgum reiðinnartil slands ►Terry Gunnell, doktor í íslensk- um fræðum, vinsæll kennari við Menntaskólann við Hamrahlíð, segir m.a. frá uppruna sínum, og ástinni sem flutti hann til íslands ísafirði. /20 Hef vit fyrir sjálfum mér ►í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Gunnar M. Hanssoh, forstjóra Nýherja, sem nú hefur lýst því yfir að hann ætli að draga sig í hlé. /24 B ► l-32 í Grjótnesi ►Gijótnes á Melrakkasléttu ber nafn með rentu, grjótið er hvergi langt undan. Þar bjuggu nær 40 manns þegar best lét. Rætt er við Hildi og Bjöm Bjömsson sem eru ein eftir i Grjótnesi með tvo hunda ogkött. /1 Plötulist ► í danstónlistinni hefur orðið til ný stétt tónlistarmanna, plötu- snúða, sem vinna með verk ann- arra, sniða þau til og breyta eftir því sem dansgólfið krefst. /10 Djöflaeyjan rís ► Braggahverfi hefur risið á Sel- tjarnarnesi og þar kvikmyndar Friðrik Þór Friðriksson Gulleyjuna sem byggir á sögum Einars. Fylgst var með upptökum fyrir skemmstu. /16 C FERÐALÖG ► 1-4 í fríið með fraktskipi ►í vor verða hafnar siglingar á svokallaðri norðurleið með nýju skipi Eimskips. /1 Ferðapistill ► Er ferðaþjónustan veikur þrýsti hópur. /4 D BILAR ► 1-4 RAV4 ►Orðinn þriðji söluhæsti bíll Toy- ota. /2 Reynsluakstur ►Rúmgóður og nýr Lancer á hag stæðuverði. /4 FASTIR ÞÆTTIR Leiðari Helgispjall Reykjavíkurbi Minningar Myndasögur Bréf til blaðsii ídag Brids Stjðmuspá INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6 bak Skák 44 28 Fólk í fréttum 46 28 Bíó/dans 48 28 Iþróttir 52 34 Útvarp/sjónvarp 53 42 Dagbók/veður 55 42 Mannlifsstr. 8b 44 Kvikmyndir 12b 44 44 Dægurtónlist 14b
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.