Morgunblaðið - 31.03.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.03.1996, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 31. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Forsetakosningar í Rússlandi: Hvað vakir fyrir Gorbatsjov? Sú ákvörðun Mikhails S. Gorbatsjovs, síðasta leiðtoga sovéskra kommúnista, að bjóða sig fram í forsetakosningunum í Rússlandi hefur vakið almenna furðu. Jón Ólafsson flallar um þetta óvænta framboð og stöðu Gorbatsjovs. Reuter MIKHAIL S. Gorbatsjov gerir grein fyrir framboði sínu á fréttamannafundi í Moskvu í byrjun mánaðarins. MIKHAIL Sergeievitsj Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna og af mörgum talinn merkasti maður aldarinnar, segist nú ætla að bjóða sig fram til forseta í Rússlandi. Það er ekki laust við að sú yfirlýs- ing komi á óvart, ekki síst í ljósi þess, að hvað svo sem maðurinn er merkur, þá eru möguleikar hans á að sigra í kosningunum nánast engir. Þegar gerðar eru skoðaná- kannanir í Rússlandi bendir allt til þess að fylgi hans sé í mesta Iagi fáein prósent. Það vita allir sem lítillega eru kunnugir rússneskri pólitík, að kraftaverk þyrfti til að Gorbatsjov ynni kosningarnar. En hvers vegna ætli maðurinn skilji þetta ekki sjálfur? í viðtölum sem birst hafa við Gorbatsjov heima fyrir en þó einkum erlendis kveðst hann eiga meira fylgi að fagna en skoðanakannanir gefa til kynna. Hann segist víðast hvar fá góðar viðtökur þegar hann fer um landið til að hitta fólk, hann segir að fólk fylli stóra samkomusali til að hlusta á sig. Hann kennir ill- vilja Borís Jeltsíns Rússlandsfor- seta um þegar bent er á að lítið beri á honum og fullyrðir að sér sé kerfisbundið haldið frá sjónvarpi og öðrum fjölmiðlum og ýmsum ráðum sé beitt til að hindra hann í að koma skoðunum sínum á fram- færi. Sjálfsblekking? Það fer ekki hjá því að mann gruni að hinn fallni leiðtogi hljóti að vera haldinn alvarlegum sjálfs- blekkingum. Og jafnvel þótt áhugi kunni enn að vera töluverður á að heyra og sjá Gorbatsjov, þá er ekki þar með sagt að fólk geti hugsað sér að kjósa hann. Því er stundum haldið fram að aðai- ástæðan sé sú að fólk hneigist til að kenna honum um afglöpin sem urðu Sovétríkjunum að falli. Að fólki finnist hann ekki bara hafa klúðrað því sem honum var treyst fyrir, heldur líka brugðist á örlaga- stundu. En í þeirri ormagryfju kaldhæðni og svartsýni sem rúss- nesk pólitík er, þyrftu tilfinningar af þessu tagi ekki að vera úrslita- atriði. Jeltsín vekur til dæmis ekki sérlega ljúfar tilfinningar með þegnum Rússlands núorðið. I skoðanakönnunum hefur Jelts- ín um langt skeið verið með mjög háan andúðarstuðul: Um helming- ur aðspurðra hefur þar til nýlega sagst vera á móti honum og telja landinu fyrir bestu að fá annan forseta. Samt virðist hann enn sem komið er vera sá eini sem á mögu- leika á því að sigra Gennadíj Zjúg- anov frambjóðanda kommúnista. Sérkenni Gorbatsjovs Kannski er vandi Gorbatsjovs ekki sá að hann veki með mönnum vondar tilfinningar eða sé óvinsæll í venjulegum skilningi þess orðs. Það er frekar að fölk sé tómlátt um hann. Þótt skoðanir sem hann lætur í ljósi geti jafnvel virst réttar og góðar þá vekja þær engan áhuga. Þær skortir vigt og þær gleymast jafnharðan í erli dagsins. En þetta hefur raunar alltaf verið einkenni Gorbatsjovs, svo einkennilegt sem það kann að virð- ast. Á meðan hann var enn aðalrit- ari og forseti hafði hann vissulega einhver seiðandi áhrif á fólk sem erfitt er að útskýra. En það var ekki vegna þess hvað hann sagði, heldur vegna þess hvernig hann sagði það. Þegar Gorbatsjov tók við völdum varð fólk bergnumið vegna þess að hann talaði ekki í steinrunnum frösum og orðalepp- um eins og hinir forystumenn flokksins. En þótt Gorbatsjov tal- aði mannamál þá var það sem hann sagði alltaf svo sérkennilega laustengt raunveruleikanum. Gorabtsjov talar jafnan um sjálf- an sig í þriðju persónu og hefur þetta sérstaka lag á að fara svo almennum orðum um allt, að það er alveg sama hvað hann talar mikið, þegar upp er staðið er eins og hann hafi alls ekki verið að tala um neitt. Þegar kemur að því að hasla sér völl í stjórnmálabar- áttum líðandi stundar eru það kannski þessi sérkenni Gorbatsjovs sem standa honum fyrir þrifum frekar en fortíðin. Þau nýttust honum á framagöngunni innan gamla Kommúnistaflokksins. En þegar þarf að höfða til kjósenda, segja ekki bara ýmislegt sem fólk gæti fallist á heldur segja það þannig að það hitti í mark og hvetji fólk til stuðnings og réttra að- gerða, er sagan önnur. í hlutverki áhorfandans Enn þann dag í dag er Gorbatsj- ov merkilegur i vanmætti sínum. Munurinn er þó sá að á meðan hann var leiðtogi Sovétríkjanna var vanmátturinn tragiskur. Núna er hann bara ofurlítið átakanlegur. Eftir að hlutirnir fóru að gerast sjálfkrafa í Sovétríkjunum var Gorbatsjov eins og skuggi. Allt frá úrsögn Litáiska Kommúnista- flokksins úr sovéska móðurflokkn- um til hruns ríkisins tæpum tveim- ur árum síðar var Gorbatsjov í rauninni aðeins áhorfandi að stór- kostlegum hamförum. Kannski honum hafi liðið einsog barni sem hefur óvart kveikt í stóru húsi. Hrun Sovétríkjanna gerðu Gorb- atsjov ekki bara valdalausan held- ur áhrifalausan með öllu. Hann var gerður útlægur úr öllum stjórnar- stöðvum ríkisins ásamt því liði sem ekki hafði haft vit á að yfirgefa hann áður en að fallinu kom. Enginn hinna nýju stjórnarherra í Rússlandi hafði minnsta áhuga á að ráðgast við hann um neitt. En þetta hefði alls ekki þurft að gera Gorbatsjov að því stórkostlega núlli sem hann hefur verið síðast- liðin ij'ögur ár. Aðrir fyrrum sovét- leiðtogar, svo sem forsætisráðherr- ann fyrrverandi Ryzhkov og hinn slóttugi Anatolíj Lúkjanov eru báð- ir áberandi í rússneskum stjórn- málum um þessar mundir. Gorb- atsjov hefði getað stofnað stjórn- málaflokk, eða boðið sig fram til þings utan flokka. En hann hefur ekki gert neitt af því tagi. Hann hefur velt vöngum, skrifað endur- minningar og heimsótt aðra fyrr- verandi leiðtoga á ferðum sínum um heiminn. Gat ekki byrjað á botninum í rauninni hefur Gorbatsjov aldr- ei tekist að kyngja niðurlægingu sinni þótt hann virðist allan tímann hafa þráð að vera gildandi í stjórn- málabaráttunni. En hann hefur ekki getað hugsað sér að byija á botninum eins og hans gömlu fé- lagar hafa þurft að gera. Þess- vegna hefur honum heldur ekki tekist að breyta sjálfum sér og ímynd sinni nægilega til þess að nokkur möguleiki sé á því að hann geti höfðað til fólks á nýjan leik. Og þess vegna er það líka alveg furðuleg hugmynd að halda að hann geti risið upp eins og draug- ur og heimtað að vera tekinn alvar- lega sem forsetaframbjóðandi. En vonandi er Gorbatsjov skarp- ari en virðist. Kannski gerir hann sér fulla grein fyrir því að hann á nánast engan séns í þessum kosn- ingum. Kannski þetta sé bara hans leið til að koma sér inn í pólitíkina á nýjan leik. Og betur ef svo væri, því það er sama hvað hann pirrar landa sína, og þó að Vestur- landabúar séu búnir að ákveða að hann hljóti að véra “tragisk fíg- úra.“ Auðvitað sakna allir Gorb- atsjovs. rM SHEAFFER fASmON Falleg fermingargjöf sem verður traustur Ufsförunautur. legt t setturn eða takir pennar. Frí álelrun fylgir. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík Tónleikar Kór Frikirkjunnar í Reykjavík heldur tónleika i kirkjunni þriðjudaginn 2. april kl. 20:30. Flutt verða verk eftir: Dvorók, Bach, Hiindel, Mendelssohn og Þorkel Sigurbjörnsson Einsöngvarar: Þuríður G. Sigurðardótfir Erla B. Einarsdóttir, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Elísabet Hermundardóttir, Svava Kristin Ingólfsdóttir, Soffía Stefónsdóttir og Orn Arnarson Stjórn og undirleikur: Pavel Smid f?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.