Morgunblaðið - 31.03.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.03.1996, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 31. MARZ 1996 ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ • • Ofgamenn á undan- haldi Teikn eru á lofti um að öfgamenn í araba- heiminum eigi undir högg að sækja og vonir hafa vaknað um að draga muni úr ofbeldisverkum íslamskra bókstafstrúar- manna í Mið-Austurlöndum. SPENNA hefur farið minnkandi í Kairó, höfuðborg Egyptalands, eftir hryðjuverkaöldu. bókstafstrú- armanna á undanförnum árum. Reuter ÖRYGGISGÆSLA við Lúxor. Ferðamenn eru teknir að flykkj- ast til Egyptalands á ný. SVO virðist sem sú ógn sem ríkis- stjórnum í arabaríkjum hefur stafað af íslömskum öfgamönnum sé held- ur í rénun. Þetta á við um Egypta- land og fleiri ríki í þessum heims- hluta, sem verið hafa vinveitt Vest- urlöndum. Sérfræðingar og erlendir sendimenn velta því nú ákaft fyrir sér hvort bylgja ofbeldis- og óhæfu- verka íslamskra bókstafstrúar- manna sé við það að hníga. Margvíslegar skýringar eru gefn- ar á þessari þróun. Nefnt er að í einhverjum tilfellum hafi tekist að hefta starfsemi öfgamanna með því að koma uppljóstrurum í raðir þeirra, almenningur í ríkjum þess- um hafi fyllst hryllingi yfir því full- komna miskunnarleysi sem bók- stafstrúarmenn hafi sýnt, rætt er um almenn vonbrigði vegna frammistöðu íslamskra ríkisstjórna í Súdan og íran og loks vísa menn til bættra samskipta ísraela og arabaríkja. Umskipti í Egyptalandi Þessi umskipti þykja sérlega skýr í Egyptalandi. Frá árinu 1992 og fram á mitt nýliðið ár stóðu öfga- menn fyrir fjölmörgum árásum á embættismenn og útlendinga í land- inu. Hafði þetta m.a. mjög skaðleg áhrif á ferðamannaþjónustu sem er mikilvæg tekjulind fyrir Egypta. Stjórnvöld gripu ti! mjög harkaiegra aðgerða og tugir þúsunda manna voru handteknir. Nú ríkir friður og ró á ný í Kairó og ferðamenn flykkj- ast til að skoða pýramídana og önnur stórvirki fornaldar sem er að finna í Egyptalandi. „Þessi hreyfing á undir högg að sækja,“ segir Walid Kazziha, kenn- ari í stjórnmálafræðum við Banda- ríska háskólann í Kairó. „Öfga- mennirnir eru að einangrast og flestar ríkisstjórnir reyna nú að hefta starfsemi þeirra.“ Þeir sem gerst þekkja til hika hins vegar við að lýsa því yfir að þetta hlé muni reynast varanlegt. Er þá vísað til sprengjutilræða múhameðstrúarmanna í Israel og ofbeldisverka trúbræðra þeirra í Saudi-Arabíu en það land hefur löngum verið talið hið friðsamasta í Mið-Austurlöndum. Á því er heldur enginn vafi að kennisetningar íslam hafa mikil áhrif á pólitíska og félagslega þróun í Egyptalandi sem annars staðar í ríkjum múhameðstrúarmanna. Á þetta við um flest öll svið mannlífs- ins. 25 ára hryðjuverkaalda En þegar horft er yfir sviðið telja margir sig sjá jákvæð teikn á lofti sem ef til vill gefi til kynna að of- beldisalda síðustu 25 ára sé í rén- un. Stórlega hefur dregið úr ofbeld- isverkum í Egyptalandi. í Alsír virð- ist ástandið heldur fara skánandi og pólitískur stöðugleiki vaxandi. í Jórdaníu og Líbanon meðal annara ríkja hefur tekist að fá réttnefnda öfgamenn til að breyta aðferðum sínum og þeir hafa færst nær miðju íslamskra stjórnmála. Heimildir herma að mikill meiri- hluti breskra sendiráða í þessum heimshluta hafi talið þróunina já- kvæða er breska utanríkisráðuneyt- ið beindi til þeirra spurningu í þessa veru í fyrra. Erindið mun hafa ver- ið borið upp eftir sigur ríkisstjórnar miðjumannsins Lamine Zeroual for- seta Alsír í kosningunum í nóvem- ber. Sú niðurstaða þótti til marks um að almenningur í Alsír hefði snúið baki við íslömskum öfga- mönnum sem farið hafa með of- beldi gegn ríkisstjórninni með þeim afleiðingum að um 50.000 manns hafa týnt lífi. íslam í sókn Milljarður manna játar múham- eðstrú og eru einungis kristnir menn fleiri. íslam hefur verið í mikilli sókn ekki síst eftir hrun Sovétríkjanna en kennisetningar múhameðstrúarmanna urðu að áhrifamiklu pólitísku afli á áttunda og níunda áratugnum. Ástæðurnar eru almennt einkum taldar þær að arabísk þjóðernishyggja hafi brugð- ist og margir hafi tekið að óttast vestræn áhrif á viðtekið gildismat múhameðstrúarmanna. Þá er og vísað til sigurs ísraela yfir fjendum sínum í sex daga stríðinu 1967. Einna lengst hefur þessi þróun gengið í íran þar sem íslamskir bókstafstrúarmenn tóku völdin í byltingunni árið 1979. Öfgamenn myrtu Anvar Sadat Egyptalands- forseta 1981 og það voru egypskir hryðjuverkamenn sem stóðu fyrir sprengjutilræðinu í World Trade Center í New York árið 1993. Ráðamenn á Vesturlöndum hafa fyllst hryliingi yfir uppgangi öfga- manna í Alsír og Egyptalandi og hafa vísað til íran í því samhengi. Margir hafa orðið til þess að spá því að ríkisstjórnir þessara landa væru við það að falla. Allsleysið og íslam Athyglin hefur löngum beinst sérstaklega að Egyptalandi, sem er fjölmennasta ríki araba og mikil- vægur bandamaður Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að hrakspárnar hafi ekki skort hefur ríkisstjórninni tekist að Deilur blossa upp í Þýskalandi um átökin í fyrrum Júgóslavíu „ Samferðarmaður “ eða skarpur gagnrýnandi? TUbingen. Morgunblaðið. HANN líkir fréttaflutningi evr- ópskra fjölmiðla af átökunum í Bosníu og Króatíu við stríðsglæpi hermannanna sjálfra. Hann sakar fréttamennina um einfaldanir og sleggjudóma. Til þess að komast að sannleikanum sjálfur, eða að minnsta kosti tíl að sjá hina hlið málsins, fór hann með konu sinni og tveimur serbneskum vinum í vetrarferð um Serbíu. Ferðalýs- ingin birtist í Suddeutsche Zeit- ung, stærsta dagblaði Þýska- lands, og kom stuttu seinna út í bókarformi. Síðan þá hefur verið heiftarlega deilt á austurríska rit- höfundinn Peter Handke í þýskum fjölmiðlum. Handke, sem er 53 ára, telst til fremstu þýskumælandi rithöf- unda sinnar kynslóðar. Ferðasaga hans er að stórum hluta Ijóðræn, persónuleg lýsing á fólki sem hann mætir á götum borga og bæja og á serbnesku vetrarlands- lagi. Það er einkum lýsing á að- draganda ferðalagsins og eftir- máli sem valdið hafa deilum. Þar fylgir hann einnig að nokkru lög- málum skáldskaparins og lætur tilfinningarnar ráða ferðinni en segir álit sitt á upplausn Júgó- slavíu og átökunum sem fylgdu henni og viðbrögðum annarra Evrópulanda og fjölmiðla. Vegna þess hversu viðkvæmt efnið er og nálægt samtíðinni og vegna þess að það birist upphaflega í greinarformi hefur það vakið hörð viðbrögð. Sekt og sakleysi þjóðanna Handke segir að evrópskir fjöl- miðlar hafi strax í upphafi átak- anna í Júgóslavíu ákveðið hverjir væru sekir og hveijir saklausir, Reuter Borislav Herak úr her Bosníu-Serba í fangelsi í Sarajevo. Stríðs- glæpadómstóllinn í Haag hefur mál hans til meðferðar en hann er ákærður fyrir fjöldamorð og nauðganir. hveijir árásaraðilar og hveijir fórnarlömb. Með villandi mynd- birtingum og fyrirsögnum og með ákveðnum áherslum í fréttaflutn- ingi hafi almenningi í Vestur-Evr- ópu verið talin trú um þessi mynd hafi verið sú eina rétta. Hann bendir meðal annars á að í upphafi átakanna, í Tíu daga stríðinu svonefnda í Slóveníu, hafi nær allir hinna föllnu verið hermenn júgóslavneska hersins. Þó hafi þeir verið stimplaðir upp- hafsmenn átakanna og sterkari aðilinn. Hann spyr einnig sjálfan sig að því, hvort hann hefði brugð- ist nokkuð öðruvísi við en serb- neskir íbúar Króatíu þegar ákveð- ið var að þeir yrðu ,annars flokks þjóð“ í nýju króatísku ríki. Dugar ekkiað hrópa „brjálæðingar11 Handke segist ekki efast um fjöldamorð Serba við Srebrenica en vill vita hvers vegna þau hafi verið framin, það dugi ekki að hrópa „brjálæðingar11. Í viðtali í tímaritinu Die Zeit þar sem Handke svaraði gagnrýni gegn sér sagði hann enn fremur: ,Eg dreg ekki það ekki í efa sem gerð- ist á markaðstorginu í Sarajevo. Ég spyr: Hvað gerðist í raun og veru? Sem blaðalesandi og þátt- takandi í gegnum sjónvarpið vil ég vita: Hvernig fór með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.