Morgunblaðið - 31.03.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.03.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT SUNNUDAGUR 31. MARZ 1996 13 Reuter HOSNI Mubarak forseti Egyptalands veifar til aðdáenda sinna eftir banatilræðið í júní í fyrra. standa af sér þennan þrýsting. Eft- ir umfangsmiklar aðgerðir og fjöldahandtökur - 12.000 manns ,hið minnsta, sitja enn á bak við lás og slá - er nú svo komið að póltísk- ir öfgamenn láta einkum til sín taka í þorpum í Nílardal eða erlendis líkt og tilræðið við Mubarak forseta í Eþíópíu í júnímánuði er til marks um. Teikn eru á lofti um að stjórn- völd telji sig hafa náð yfirhöndinni í baráttu þessari. Útgöngubanni hefur víða verið aflétt og egypsk stjórnvöld hafa leitast við að ná sáttum við flokk íslamskra bók- stafstrúarmanna sem bannað er að starfa í Egyptalandi en nýtur víð- tæks stuðnings. Hefur þetta orðið til þess að styrkja í sessi þau öfl sem vilja að flokkurinn breytist í eðlileg stjórnmálasamtök sem starfi fyrir opnum tjöldum. En því fer fjarri að stjórnvöld í Egyptalandi hafi unnið sigur. Það mikla fylgi sem flokkurinn, ísl- amska bræðralagið, nýtur má ekki síst rekja til þeirra hraklegu lífs- kjara sem mörgum Egyptum, ekki síst þeim sem koma til borga frá landsbyggðinni, eru búin. Atvinnu- leysi er mikið og þær raddir heyr- ast að „félagsleg sprenging" sé yfir- vofandi. íslam er afl sem hefur mikið aðdráttarafi og mikinn sameining- armátt. Fjölmargir múhameðstrú- armenn eru hallir undir þau félags- legu markmið sem íslam kveður á um en fordæma aðferðir þær sem öfgamenn hafa beitt. Tíminn einn mun leiða í ljós hvort framhald verð- ur á þessari þróun með tilheyrandi stöðugleika í þessum heimshluta. • Byggt á The International Heraid Tribune. Hættuminni sígarettum stungið undir stól BANDARÍSKIR tóbaksframleið- endur hafa um langan aldur.stung- ið undir stól nýjum uppgötvunum sem dregið hefðu úr skaðsemi sígarettureykinga. Þessu hafa vís- indamenn, sem hrökklast hafa úr þjónustu tóbaksrisanna, skýrt frá opinberlega að undanförnu. Ástæðuna fyrir því segja þeir vera ótta fyrirtækjanna við skaðabóta- kröfur reykingamanna. Vísindamaðurinn William A. Farone starfaði hjá Philip Morris- fyrirtækinu á áttunda áratugnum. Hann taldi sig hafa framleitt filter sem saug í sig nær allan kolsýring sígarettureyksins. Fyrirtækið fékk einkaleyfi á uppgötvunina en filter- inn komst þó aídrei út úr rannsókn- arstofunni. Þetta er lítið dæmi um þversögn í starfsemi bandarísku tóbaksfyrir- tækjanna sem velta 45 milljörðum dollara á ári, jafnvirði 2.970 millj- arða króna. Þau hafa herskara vís- indamanna í sinni þjónustu við að þróa aðferðir til að gera sígarettu- reykingar skaðminni og verja til þess milljónum dollara árlega. Afar sjaidan njóta neytendur hins vegar nýjunganna. Nú er þetta farið að koma tób- aksframleiðendunum í koll. Ekkert gert til að minnka nikótín Farone er meðal nokkurra fyrr- verandi vísindamanna tóbaksfyrir- tækjanna sem stigið hafa fram fyrir skjöldu síðustu mánuði og haldið því fram þau hafi ekkert gert til þess að draga úr nikótíni í vindlingum þrátt fyrir yfirlýsing- ar fyrirtækjanna um hið gagn- stæða. Allir unnu þeir að því, jafnvel um margra ára skeið, að þróa nýja framleiðslutækni sem gera átti síg- arettur skaðlausari. Árangur erfið- isins varð í öllum tilvikum sá, að stjórnendur fyrirtækjanna hunds- uðu nýjungarnar eða stungu upp- finningunum undir stól. Vonbrigð- in með hvernig vísindin voru ítrek- að virt að vettugi og hvernig tób- aksfyrirtækin lögðu á hilluna upp- götvanir sem vörðuðu heilsu fólks urðu þess valdandi að þeir ákváðu að fara fram gegn þeim. Að mati bandaríska heilbrigðisráðuneytis- ins deyja 425.000 reykingamenn árlega þar í landi af völdum sjúk- dóma sem rekja má beint til vindl- inganotkunar þeirra. Ótti við skaðabótakröfur stöðvar nýjungar Tóbaksframleiðendur hafa lengi áttað sig á hættunni á því að koma með nýjan og skaðlítinn vindíing. Það myndi óhjákvæmilega kalla fram spurningar um skaðsemi eldri tegunda og hugsanlega leiða til skaðabótakrafna. Óttinn við slíka málshöfðun hefur jafnan orðið til þess að nýjar og skaðminni sígar- ettur hafa ekki séð dagsins ljós, að sögn vísindamannanna. Þannig segir James Mold, fyrr- verandi aðstoðarforstjóri rann- sóknarstofu Liggett-fyrirtæksins, að er honum hafi tekist að þróa nýja sígarettu er dregið hefði veru- lega úr hættunni á krabbameini, hafi verkefnið verið lagt á hilluna. „Lögfræðingar fyrirtækisins tjáðu mér umbúðalaust, að yrði nýjungin opinberuð myndi það hafa slæm áhrif á dómsmál sem fyrirtækið væri að kljást við,“ saðgi Mold. Jeffrey Wigand tók atvinnuboði Brown & Williamson í janúar 1989 því honum skildist að hann ætti að vinna að þróun nýrrar skað- minni sígarettu. Árið var ekki liðið í aldanna skaut er hann var kallað- ur inn til forstjórans. „Hann stöðv- aði rannsóknirnar, sagði mér að ný og hættuminni sígaretta yrði einungis til að leiða í ljós að allar hinar tegundirnar væru hættuleg- ar og þar af leiðandi kalla skaða- bótaskyldu yfir fyrirtækið,“ sagði Wigand í eiðsvörnum vitnisburði vegna málshöfðunar Mississippi- ríkis á hendur tóbaksfyrirtækjun- um. Vilja að framleiðendur borgi til heilbrigðiskerfisins Sex ríki í Bandaríkjunum hafa stefnt tóbaksframleiðendum þar í landi í þeim tilgangi að endur- heimta af þeim hluta kostnaðar hins opinbera við heilbrigðiskerfið. Ríkin eru Flórída, Mississippi, Massachusetts, Vestur-Virginía, Louisiana og Minnesota. Fyrir skömmu tókst dómssátt milli þeirra og minnsta tóbaksfyrirtæk- isins, Liggett, sem féllst á að greiða kostnað af meðhöndlun sjúkra reykingamanna. Stríðið á hendur tóbaksframleið- endum á eftir að aukast að vöxtum því Maryland og Texas áforma málsókn af þessu tagi ásamt a.m.k átta ótilgreindum ríkjum öðrum. Hafa þau ásamt framangreindum ríkjum hafið formlegt samstarf um upplýsinga- og ráðgjöf vegna málshöfðunarinnar. • Heimildir: Wall Street JournaJ og Associated Press. Dubrovnik? Var borgin raunveru- lega lögð í rúst? Var varpað á hana sprengjum eða skotið á hluta hennar?“ Handke vill að spurning- in um sekt og sakleysi þjóðanna verði tekin upp að nýju. Milli línanna má lesa að hann getur ekki ímyndað sér að þessi þjóð, Serbar, sem hann sótti heim, geti verið sek. Samferðamaðurinn Handke hefur áður valdið deil- um með skrifum sínum en þá fyrst og fremst í heimi bókmenntanna. Nú er ekkert skeytt um gildi frá- sagnarinnar sem bókmennta- texta. Gagnrýnendur hans efast ekki hæfileika hans til skrifa en ráðast miskunnarlaust á hug- myndir hans um átökin í Júgó- slavíu. Hann er sakaður um rang- færslur, þjóðernishyggju, fávisku og sjálfsupphafningu. Bosníski rithöfundinn Dzevad Karahsan skrifaði svargrein í Die Zeit og benti á að Handke notaði gagnrýnislaust þær skilgreining- ar sem upphafsmenn átakanna hafa beitt sér til réttlætingar; að deilurnar standi milli þjóða sem hafi slæma reynslu hver af ann- arri. Sannleikurinn sé sá að ákveðnir menn hafi framið grimmdarverk í Júgóslavíu, ekki heilar þjóðir. Hann segir einnig að það hljóti að teljast undarleg sannleiksleit fáfróðs manns, að þegar stríð stendur í Bosníu, skuli hann ferð- ast til Serbíu með orðabók að vopni og ætla sér þar með að skilja, betur en aðrir, átökin í nágrannalandinu. I tímaritinu Der Spiegel er Handke líkt við svissneska rithöf- undinn Max Frisch sem fór um Þýskaland árið 1935, reiðubúinn til að skilja og fyrirgefa allt, og skrifaði jákvæðar greinar um reynslu sína í svissneskt dagblað. Þar er einnig minnt á „samferða- mennina“ svokölluðu, evrópska rithöfunda sem fóru til Sovétríkj- anna á þriðja og fjórða áratugnum og létu heillast af „framtíðarland- inu.“ Það hefur einnig verið gagn- rýnt að Handke geri lítið úr fréttamönnum sem sagt hafa frá atburðunum í Júgóslavíu og margir látið lífið við störf sin. Handke hefur svarað gagnrýn- endum sínum og segir þá lesa frásögn sína illa og túlka hana rangt, þetta sé tímabær friðar- boðskapur. Engu að síður virðist hann hafa tekið gagnrýnina að einhverju leyti til greina. Hann hefur farið um þýskar borgir og lesið stytta útgáfu ferðasögunnar fyrir áheyrendur. Við styttingu textans hurfu flestir þeir hlutar sem vald- ið hafa deilum. frá Ameríku Gott rúm Flestir eyða 1/3 ævinnar í rúminu. Rúmið þarf því að vera eitt það besta sem þú býður líkama þínum. Nýborg býðurvönduð amerísk rúm á viðráðanlegu verði. Handunnin Marshall og Kingsdown/Basett rúm framleidd frá 1900. Aðeins Marshall-rúmin eru með sjálfstæða fjöðrun þar sem hver einstakur gormur í dýnu aðlagar sig líkama þínum. Síðustu sendingar fengu góðar móttökur og seldust upp á skömmum tíma. Rúm 153x203 cm. frá kr. 49.940 stgr. Ókeypis þæklingur um svefn og leiðbeiningar um val á rúmum liggur frammi í versluninni. Ármúla 23, sími 568 6911. Nú bjóðum við einnig sófarúm í úrvali. Verð frá kr. 48.640. Fyrir fermingar- barnið, sjónvarpsholið eða einstaklinga. Nýborg;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.