Morgunblaðið - 31.03.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.03.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MARZ 1996 21 skemmtun og ég fækkaði ekki föt- um. Í hvert sinn sem ég sneri mér við á sviðinu, hvarf hópurinn, tveir og tveir saman, smám saman út úr salnum þangað til bara einn maður var eftir með lokuð augun. Og ég varð að halda áfram vegna þess að ég vissi ekki hvort hann var vakandi eða sofandi." Leiklist og kennsla En hvers vegna valdirðu þér upp- haflega leiklistarfræði? „Ég var búinn að vera í leiklist frá því ég var átta ára. Ég var í skóla, sem var eins og leiklistar- stúdíóið sem Gísli Rúnar og Edda Björgvins reka, þangað til ég var 19 ára. 14 ára fór ég í einkatíma og ákvað að leggja leiklistina fyrir mig. Upphaflega kom þetta þannig til að faðir minn var útvarpsstjóri og hann vildi ekki að sonur hans talaði hálf-cockney (London) mál- lýskuna sem er töluð í Brighton. Auðvitað þýddi ekkert fyrir mig að tala neina aðra mállýsku í skólanum og félagahópnum og kennarinn minn vissi alveg að ég gat talað með hvaða hreim sem er, en þetta var ástæðan fyrir því að ég fékk tækifæri til að nota tímana í leik- iist. Það voru hins vegar ekki sviðs- ljósin sem skiptu máli fyrir mig, heldur fannst mér leiklistin góð til að kynnast manneskjunni og þjóð- félaginu. Maður fer á leiksýningu og þegar henni lýkur hefur lífið breyst. Kennsla og leiklist eru mjög svip- aðar greinar. Maður hefur áhorf- Morgunblaðið/ Ásdís endur sem eru að dæma mann allan tímann; sem maður er að reyna að halda vakandi og reyna að opna dyr fyrir. Ég er samt ekki að segja að kennsla eigi að vera skemmtun. Sumir kennarar vilja ekki að nemendur komi nálægt þeim. Þeir eru í herklæðum. Ég vil hins vegar vera einlægur; ekki með grímu. Þá get ég opnað dyr. Ég er til dæmis að kenna á Shakespeare-námskeiði og mér finnst ekki vera neitt aðal- atriði að vita hvaða ár Shakespeare fæddist, heldur vil ég að nemend- urnir hafí áhuga á verkum hans þegar námskeiðinu lýkur. Þegar ég var í skóla drápu kennararnir mínir Shakespeare og ég var ákveðinn í að lesa hann aldrei... En ég er feginn að ég skipti um skoðun.“ íslenska skólakerfið í ljósi þeirra umræðna sem eiga sér stað um laun, réttindi og skyld- ur opinberra starfsmanna um þess- ar mundir, að ekki sé talað um stöðu kennara í flutningi skóla frá ríki til sveitarfélaga, er ekki hægt að láta hjá líða að spyija Terry hvem- ig honum finnist að vera kennari á Islandi. „Þegar ég kom hingað vora laun kennara tvöfalt hærri en í Bretlandi og verðlag var líka tvöfalt hærra. Núna eru kennaralaun lægri hér en í Bretlandi en verðlagið er ennþá tvöfalt hærra. Það er svo komið, að ef mér yrði boðið starf erlendis núna, mundi ég í fyrsta skipti, frá því ég kom hingað, hugsa mig tvisv- ar um áður en ég hafnaði því. Ég held að íslendingar verði að fara að gera það upp við sig hvers virði menntunin er. Þeir verða líka að ákveða hvers konar kennara þeir vilja hafa. Eru það kennarar sem era örþreyttir, kennarar sem vinna eins og þeir lifandi geta til að hafa í sig og á, með eins mikinn undirbúning fyrir tíma og þeir kom- ast yfir? Eða vilja þeir hafa kenn- ara sem geta sinnt hveijum nem- anda og bekkjarstarfinu. Þegar talað er um að kennarar eigi ekki að fá hærri laun en þeir hafa í dag, er ekki verið að hugsa um börnin. Afstaðan til skólastarfs og menntunar er mjög skrítin hér. Menntaskólinn við Hamrahlíð er tilraunaskóli, þar sem kennarar ættu að koma með hugmyndir og prófa hitt og þetta. En í dag spyr maður sig; hvers vegna? Það er engin hvatning og þess vegna mæta margir kennararnir bara, kenna og fara heim. Það er orðið afar sjaldgæft að kennarar hafi áhuga á söngvakeppninni, ræðu- keppninni og leiklistarstarfmu. Ég held ég geti fullyrt að það era inn- an við tíu manns af kennaraliðinu sem sýna þessu áhuga, reyndar talaði ég hér um frábæra söngva- keppni - (þá mættu aðeins 8 kenn- arar) eitthvað sem MH gerir mjög vel. (Það gæti verið að upp í 20-25 manns hafi séð Animal Farm) eða hafa tíma til þess. Og hvers vegna skyldu kennarar gera það? En auð- vitað verða krakkarnir fyrir von- brigðum." Álag kennara, ábyrgð foreldra „En þrátt fyrir vonbrigðin hlæja nemendur að okkur. Þeir fá hærri laun fyrir að vinna í bakaríi. Við skulum svo bara ekki tala um það að vera stundakennari við Háskóla íslands. Það er hreint hugsjónastarf. Það er aukavinna hjá mér hjá sama atvinnurekanda (ríkið) en ég fæ það ekki borgað sem aukavinnu, heldur sem dagvinnu. Síðan er ég í alls kyns aukastörfum að hluta til vegna þess að það er ekki hægt að lifa af kennslu á íslandi í dag. Maður hefur hreinlega ekki efni á því lengur að vera kennari. Enda hafa margir góð- ir kennarar gefist upp. Tveir bestu kennarar sem ég hef kynnst hér, Heimir Pálsson og Sigurður Svavars- son, eru báðir hættir. Kennarastéttin er búin að gefast upp, því eins og Ólafur Ragnar sýndi fram á fyrir örfáum árum, þá er ekki hægt að treysta samningum. Það er enginn vandi að þurrka þá út. Honum tókst það sem Thatcher reyndi að gera í mörg ár. Þegar samningar verða svona marklausir, geta foreldrar bama bara treyst á góðvilja kennara. Þeir geta ekki treyst þeim stjóm- málamönnum sem þeir kusu. ísland er menningarland á yfir- borðinu. En fólkið ber enga virðingu fyrir menntun. Þjóðin vill ekki leggja peninga í hana. Það má ekki leggja peninga í íþróttahús, til dæmis við MH. Það er virðisaukaskattur á bók- um og bækur skipta orðið minna máli en videomyndir.“ Nú ert þú með tvær dætur, átta og ijórtán ára. Hvemig finnst þér að vita af þeim fara í gegnum skóla- kerfið hérna? „Satt að segja finnst mér fram- haldsskólakerfið hér betra en í Bret- landi - og þá er ég að tala um ein- ingakerfið, sem framhaldsskólalög- in gætu eyðilagt vegna þess að þau fjalla um bekkjakerfi en ekki ein- ingakerfi. Grunnskólakerfið hér gæti lagast með einsetnum skólum, þar sem tryggt yrði að krakkarnir fengju máltíð í hádeginu og lærðu ýmislegt sem þau læra ekki í dag, eins og leiklist og myndlist. Hins vegar verður það ekkert betra ef íslendingar ætla bara að þykjast vera með heilsdagsskóla, þar sem börnin era í rauninni bara í geymslu hluta skóladagsins. Það verður að nýta tímann til kennslu. Núna er skóladagurinn of stuttur. Það er ekkert hægt að kenna í 1-4 kennslu- stundum. Eins og kerfið er í dag,“ bætir Terry við, „er mjög auðvelt fyrir foreldra að áfellast skólann fyrir það sem miður fer, en það gleymist kannski að það era foreldrarnir sem bera ábyrgð á börnum sínum og uppeldi þeirra. Það er ekki hægt að ætlast til að örþreyttir kennarar uppfylli uppeldishlutverk sem ör- þreyttir foreldrar treysta sér ekki til að standa undir. Það era ekki bara kennarar sem þurfa að vinna of mikið hérna. Þetta er komið út í einhveija vitleysú, þar sem foreldr- ar þurfa að vinna of mikið til að geta sinnt börnunum sínum af viti.“ Eddukvæðin og leiklistin Maður skyldi ætla að okkur ís- lendingum væri fengur að því að hafa hámenntað fólk, eins og Terry, við kennslu í framhaldsskólum okk- ar og það er dapurlegt til þess að vita að við erum einmitt að missa þannig kénnara út úr skólakerfinu. En hvort sem hann endist hér leng- ur eða skemur hefur hann skilið mark sitt eftir. Ekki bara sem góð- ur kennari, heldur einnig sem fræði- maður sem hefur kannað okkar eig- in leiklistararfleifð. Það er því ekki úr vegi að forvitnast aðeins nánar um doktorsritgerð hans i lokin. „Veturinn 1987-88, og aftur seinna, dvöldum við í Leeds og lifð- um þar á fæðingarorlofínu, fékk ekki styrk þá, og ekki heldur náms- lán, þar sem á þeim árum var ég ekki ennþá orðinn. íslenskur ríkis- borgari. Samt þurfti ég að borga skólagjald í Englandi eins og út- lendingur. Ég hafði búið of lengi erlendis ... reyndar landlaus. Fékk styrkinn seinna til að klára bókina. Þá byijaði ég að vinna úr þeim gögnum sem ég hafði um kaflann sem mér fannst vanta í BA-ritgerð- ina mína, það er að segja um skand- inavíska leiklist til forna. Þegar ég las Eddukvæðin, samtalskvæði eins og Skírnismál og Lokasennu, var ég sannfærður um að þau hefðu verið leiklesin, eða flutt; þau hefðu ekki bara verið bókmenntir. Árið 1920 hafði komið út bók eftir konu sem hét Bertha Phillpotts, þar sem hún var með kenningu um að Eddu- kvæðin væru leifar af leikritum. En þar sem hún var eini kvenmað- urinn í norrænum fræðum - og þótt hún hefði labbað frá Seyðis- firði til Reykjavíkur tvisvar, árið 1909 og 1910 - sieit teimur pöram af skóm á leiðinni - var þetta ekki talin merkileg bók. Ég vildi skoða kenningar hennar frekar. Niðurstaða mín var sú að það hafi þurft að flytja þessi sam- talskvæði á leikrænan hátt. Málið er að við vitum að fólk i Skandinav- íu notaði dýrabúninga við helgisiði frá bronsöld og upp í níundu öld (Oseberg veggteppið). Þá var ein- hvers konar leiklistarhefð, þó að það hafði verið frekar einfalt. - Dó leiklistin út með Eddukvæðum? - Sögumennirnir voru leikarar í vissum skilningi. Þeir fóru í bún- inga. Ég skoða verkin ekki sem texta, heldur eins og leikari mundi skoða þau frá sjónarhorni texta sem verður til við vissar kringumstæð- ur, rétt eins og verk Shakespeares urðu til við vissar kringumstæður. Ég skoðaði verkin út frá því hvort hægt væri að flytja þau þar sem menn stóðu, eða hvort þörf hefði verið á því að fara yfir strikið, út í leiklist. Þannig skoða leikarar texta. Og handritin sýna að þetta hafa verið leikrit." Í1U 1 H/JL JAJdA AKUREYRI KEFLAVÍK TUboð á gistíngu Ert þú á leiðinni til Akureyrar um páskana og gestaherbergið hjá skyldmennunum nú þegar frátekið? Því þá ekki að gista á einu glæsilegasta hóteli landsins. Verðum með sérstakt tilboð á gistingu um páskana. Verið velkomnin. HÖTEL KEA AKUREYRI KEFLAVÍK Sími 462 2200. Fax 461 2285. Full verslun af nýjum vörum. m RCWELLS í Húsi verslunarinnar Telpustærðir kr. 1.381 Dömustærðir kr. 1.381 w .. FYRIR ALLA í . ►FJOLSKYLDUNNI4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.