Morgunblaðið - 31.03.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.03.1996, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 31. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg GUNNAR Bjarki Björnsson, eins árs, ásamt afa sínum og nafna, Gunnari M. Hanssyni. HEF VIT FYRIR SJÁLFUM MÉR eftir Pétur Gunnarsson. VIÐSKIPn AIVINNULÍF ÁSUNNUDEGI ►Gunnar M. Hansson verður 52 ára í júlí. Hann lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla íslands vorið 1969 og réðist þá strax sem kerfisfræðingur til IBM á íslandi. 1973 fór Gunnar til starfa hjá IBM í Kaupmannahöfn og frá 1974 til 1976 starfaði hann að markaðsmálum í Evrópu-höfuð- stöðvum IBM í París. 1976 kom hann til starfa að nýju hjá IBM á íslandi og varð forstjóri fyrirtækisins 1982, þá yngst- ur IBM forstjóra í Evrópu. 4. apríl næstkomandi verða lið- in fjögur ár frá því að IBM á íslandi sameinaðist Skrifstofu- vélum og fyrirtækið Nýherji var stofnað. Gunnar M. Hans- son hefur verið forstjóri Nýherja frá upphafi. Jafnframt er hann stjórnarformaður Stöðvar 3 en Nýherji á 10% hlut í sjónvarpsstöðinni. Eiginkona Gunnars er Gunnhildur Sigurbjörg Jónsdóttir, skólasafnskennari. Þau eiga tvö uppkomin börn. GUNNAR M. Hansson til- kynnti í ávarpi sínu á aðalfundi Nýheija sið- astliðinn miðvikudag að hann hygðist láta af starfi for- stjóra fyrirtækisins síðar á árinu. „Astæðan er einföld. Eg ætla að reyna að hægja á ferðinni hjá sjálf- um mér,“ sagði Gunnar á aðal- fundinum. „Það er ekki auðvelt að taka ákvörðun sem þessa en maður verður stundum að reyna að hafa vit fyrir sjálfum sér.“ - Hvað áttirðu við með þessum ummælum? „Mér finnst kominn tími til að staldra við eftir 27 ára starf. Ég hef upplifað gífurlega öra þróun, örari en verið hefur í nokkurri annarri grein á sama tímabili. Þetta hefur verið mikil keyrsla allan tímann. Fyrst hjá IBM, al- þjóðlegu stórfyrirtæki, þar sem gerðar eru gríðarlegar kröfur til manna; kröfur sem ég hef haft mikla ánægju af að uppfylla. Síð- ustu fjögur ár hefur það verið mjög krefjandi og áhugavert verk- efni að móta þetta ört vaxandi fyrirtæki, Nýheija, eftir opinni forskrift frá IBM. I starfi eins og þessu er maður 24 tíma á sólarhring sjö daga vik- unnar vakandi yfir þeirri ábyrgð sem maður ber. Maður keyrir á hraðri ferð og er undir gífurlegu álagi. Ef maður getur leyft sér að hægja á eftir að hafa verið í slíku stress-starfi til fjölda ára þá tel ég að maður eigi að gera það fyrr en síðar. Það veit enginn sína ævina fyrr en öll er. Ég hef séð svo ijölmörg dæmi um það að menn hafa unnið frábært starf alla ævina og ekki hægt á fyrr en það var orðið of seint og þeir hafa þá ekki átt eftir neitt líf til að njóta. Menn eru ekki alltaf dómbærir á hvað þeir geta krafið sjálfa sig um mikið. Það er betra að reyna að sjást fyrir og stoppa í tíma. Það var það sem ég var að vísa til. Hef reynt að búa í haginn Nei, ég hef engan eftirlaunarétt frá IBM. Þetta er hlutur sem ég get gert vegna þess að ég hef reynt að búa þannig í haginn fyr- ir mig og fjölskyldu mína að geta leyft mér að hægja á. Ég heýekkert velt því fyrir mér hvað ég ætla að gera eftir að ég hætti hér. Það kemur í ljós. Ég ætla að ljúka mínu starfi með sóma og láta ekkert annað trufla það. Síðan kemur í ljós hvernig þróun nokkurra rekstrarstærða árin 1993-1995 miiij.kr. Eigið fé miiij.kr. Velta millj.kr. Hagnaður 1993 1994 1995 fjöidi Stöðugildi % Veltufé frá rekstri 100 1993 1994 1995 spilast úr spilunum. Ég mundi ekki fara frá þessu fyrirtæki ef ég gæti ekki litið stoltur um öxl. Það er hluti af lífshamingju að hafa skilað góðu dagsverki. Það gekk vel hjá IBM og ég er stoltur yfir árangrinum hjá Nýheija. Allir sem horfa á efnahags- reikning Nýheija sjá að þetta er mjög sterkt fyrirtæki. A fjórum árum hefur okkur tekist að slá saman sex fyrirtækjum og búa til eina sterka liðsheild. Það held ég að sé einstakt. Arðsemin er góð, ekki síst ef menn taka tillit til þess að við erum ungt fyrirtæki sem hefur verið að kaupa önnur fyrirtæki. Þess vegna eru afskriftir á stofn- kostnaði háar. Hagnaður ársins 1995 nam 34 milljónum en veltufé frá rekstri varð 84,1 m. kr. Arðsemi eigin fjár var 11,6% í fyrra og fyrirtæk- ið hefur greitt hluthöfum hæsta arð frá upphafi. Miklar væntingar Við erum og höfum verið stærsta fyrirtæki á þessu sviði á landinu. Veltan hefur vaxið ár frá ári og var í fyrra 1.489 milljónir króna. Þá eru aðeins tekjufærð um- boðslaun vegna þess IBM-tölvu- búnaðar sem við seljum en ekki útsöluverðið Ef útsöluverðið er tekið með í reikninginn er veltan 1.700 milljónir króna og þannig tel ég að raunhæft sé að gera samanburð við veltu annarra fyrir- tækja á þessum markaði. Væntingar okkar fyrir árið 1996 eru mjög miklar. Okkar áætlanir gera ráð fyrir góðri af- komu og við erum með mjög sam- hentan hóp starfsfólks." - Er það kostur eða galli hvað starfssvið Nýheija er víðtækt? „Við fórum af stað með ákveðna sýn; að skapa fyrirtæki, sem næði utan um alla þætti upplýsinga- þjónustunnar. Það réði þessari ákvörðun hvað markaðurinn hér er lítill. Við höfum talið að sú umgjörð sem við búum Nýheija sé sú rétta til að geta skilað eig- endum þeim arði sem þeir eiga kröfu á. Á markaði í örri þróun er fjöl- breytnin styrkur gagnvart því að fylgjast með nýjungum. Skipulag- ið er þannig að við getum tekist á við nýjungar þegar þær verða að veruleika. Vegna þess hvað fyrirtækið á mikinn mannauð hefur tekist að mennta fólkið jafnóðum á nýjum sviðum þannig að það geti sjálf- krafa flust inná áherslusviðin hveiju sinni. Það var auðvitað mjög erfitt starf að móta Nýheija. Okkar markmið var að vinna við að út- vega viðskiptavinum heildarlausn- ir og uppfylla kröfur þeirra um gæði vöru og þjónustu. Með heild- arlausnum er átt við að við bjóðum ekki aðeins tölvur af ýmsum stærðum og gerðum, auk hugbún- aðar, heldur einnig öryggis- og hússtjórnarkerfi, fjarskiptabúnað, hljóðkerfi, ljósastýringar, ráð- stefnubúnað, sjóðsvélar, prentara, skrifstofuvélar, rekstrarvörur, fræðslu, ráðgjöf og loks þjónustu sem tengist öllum þessum þáttum. Smám saman höfum við aflað okkur þekkingar, bæði með því að auka við okkar eigin þekkingu og með því að kaupa góð fyrir- tæki á viðkomandi sviðum. Ég hef skipt fyrirtækinu upp í ákveðnar einingar (profit-center). Hver yfirmaður hefur mikið sjálf- stæði til að reka sína einingu en bókhald og starfsmannahald er sameiginlegt. Þannig hefur verið hægt að gera sterka heild úr ólík- um og mismunandi einingum. 30 sinnum hraðvirkari á fjórum árum Við eigum í samkeppni við ýmis fyrirtæki á einstökum sviðum en það er ekkert fyrirtæki sem kepp- ir við okkur á sviði heildarlausn- anna.“ - Undanfarin 27 ár, á þinni t & I i I s i I I i I i í i i r í f í t f i § i i t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.