Morgunblaðið - 31.03.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.03.1996, Blaðsíða 29
28 SUNNUDAGUR 31. MARZ 1996 iitfgrtwiMijMi STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR STARFSMENN Slippstöðv- arinnar Odda hf. á Akur- eyri hafa undirritað nýjan vinnustaðasamning við fyrir- tækið. Samningurinn nær til um 130 starfsmanna í fimm stéttarfélögum. Þau eru Félag málmiðnaðarmanna, Félag byggingarmanna, Félag verzlunar- og skrifstofufólks, Verkalýðsfélagið Eining og Rafvirkjafélag Norðurlands. Ánægja er með hinn nýja samning meðal starfsmanna. Og báðir samningsaðilar lofa reynsluna af vinnustaðasamn- ingum í viðtölum við Morgun- blaðið, en slíkir samningar hafa verið viðhafðir á þessum vinnustað allar götur síðan 1987. Ingi Björnsson, fram- kvæmdastjóri Odda hf., segir það höfuðkost við þetta fyrir- komulag, að allir starfshópar fyrirtækisins séu samstiga, auk þess sem fulltrúar starfs- manna komi milliliðalaust að samningsgerðinni. Hákon Há- konarson, formaður Félags málmiðnaðarmanna, segir og Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. reynsluna af vinnustaðasamn- ingum „undantekningarlaust mjög góða“. Orðrétt segir hann: „í kjölfar okkar samn- inga voru gerðir samningar m.a. á Akranesi, í Vestmanna- eyjum og á Suðurnesjum, en þeir eru byggðir í öllum grundvallaratriðum á okkar samningum...“ Hann víkur og að hugmyndum um breytingar á lögunum um stéttarfélög og segir: „í stað þess að ræða þá um vinnustaðafélög, yrði rætt um vinnustaðasamninga, sem eru í grundvallaratriðum allt annað og ég tél að vanti í lögin.“ Björn Snæbjörnsson, for- maður Verkalýðsfélagsins Einingar, kemst svo að orði: „Vinnustaðasamningar eru því af hinu góða og það hefur sýnt sig að slíkir samningar eru betri en almennir samn- ingar.“ Guðmundur Ómar Guðmundsson, formaður Fé- lags byggingarmanna í Eyja- firði, segir það kost á vinnu- staðasamningnum, að allir vinni eftir sama samningi. Orðrétt segir Guðmundur Ómar: „Þetta auðveldar samningsgerð og kemur í veg fyrir innbyrðis átök vegna kjaradeilna. Staðan verður líka sterkari að ná fram bætt- um kjörum vegna sérstöðu fyrirtækisins." Þorsteinn Har- aldsson, trúnaðarmaður verkamanna, segir: „Það er mjög til hagsbóta að vera með sérstakan vinnustaðasamn- ing, bæði fyrir starfsfólk og fyrirtækið og breyting á því væri afturför." Morgunblaðið hefur ítrekað mælt með vinnustaðasamn- ingum og vinnustaðafélögum. Vinnustaðafélög eiga að geta starfað samhliða og í sátt við hefðbundin stéttarfélög, ef rétt er um hnúta búið. Merg- urinn málsins er samt sem áður vinnustaðasamningar, eins og þeir sem góð reynsla er af norður á Akureyri allar götur frá 1987. Þeir styrkja rekstraröryggi fyrirtækja, sem hafa margar starfsstéttir innan sinna vébanda. Þeir þjóna og hagsmunum starfs- manna betur, samanber fyrr- greind ummæli formanns Verkalýðsfélagsins Einingar, þess efnis, „að slíkir samning- ar séu betri en almennir samn- ingar“. Samningsaðilar eru sam- mála um ágæti vinnustaða- samninga, samanber tilvitnuð ummæli. Reynslan er á einn veg, að beggja mati. Og reynslan er jafnan ólygnust. Morgunblaðið hvetur alla, sem þessi mál varða og haft geta áhrif á framvindu þeirra, að taka þau til gagngerrar at- hugunar í ljósi fenginnar reynslu og sameiginlegra hagsmuna. VINNUSTAÐA- SAMNINGAR -j O pT ÞEGAR JL£ft)*ég var að skoða mig um á fom- sölu ekki alls fyrir löngu tók ég eftir því að þangað kom all- margt fólk sem ’átti ekki annað erindi við verzlunar- manninn en spyrja um gamlar bæk- ur eftir Guðrúnu frá Lundi. Ég fór að velta því fyrir mér hvort verið gæti að hún sé enn mest lesni skáld- sagnahöfundur landsins, en veit það að sjálfsögðu ekki. Hitt er víst að enginn skáldsagnahöfundur átti jafnmiklum vinsældum að fagna þegar ég var ungur blaðamaður en Guðrún frá Lundi. Hana rak á fjör- ur Gunnars í Isafold sem síðar stofnaði Leiftur og malaði gull fyr- ir hann árum saman. Hann átti það líka skilið vegna þess að hann tók henni tveimur höndum þegar aðrir höfðu ekki sinnt óskum hennar um útgáfu. Sem ég stóð þarna í fombóksöl- unni og handfjatlaði Bláljós eftir Siguijón kaupmann Sigurðsson fór ég að rifja það upp með sjálfum mér að leiðbeinendur mínir á Orða- bók Háskólans vitnuðu oft í þessa bók sem þá einstæðu leirgerði sem ætti sér engan sinn líka. Fór ég í huganum yfir bókmenntasvið þess- ara háskólaára minna og stað- næmdist að sjálfsögðu við Guðrúnu frá Lundi sem oft var höfð að háði og spotti meðal helztu fagurkera og talin hinn dæmigerði höfundur kerlingabóka en hefur enzt betur en margt annað á þessari andlegu vertíð. Enn kölluð til vitnis um smekk þjóðarinnar og sagna- skemmtun. Guðrún var yfirlætislaus kona og hampaði sízt af öllu afurðum sínum. Það á svo sannarlega ekki við hana þegar sagt er að dramb sé falli næst. Hún var auðmjúk al- þýðukona sem barst lítið á og hafði, að ég held, ofnæmi fyrir fjölmiðlum. Hún vildi fá að starfa í friði að hugðarefnum sínum, semja skáld- verk sín án auglýs- inga og þeirrar uppá- komu sem nú um stundir er einatt eftir- minnilegri en verkin sjálf. Þegar heim kom fór ég að huga að sam- tölum sem ég átti á sínum tíma við Guðrúnu og stöðvaðist við þessi orðaskipti okkar frá 1956. En hún hafði engan áhuga á að koma sér á framfæri. Þegar þetta samtal fór fram var Guðrún að gefa út nýja skáldsögu í framhaldi af Þar sem brimaldan brotnar (1955), Römm er sú taug. En hún var ekki betur að sér í útgáfumálum sínum en hún spurði hvort bókin hennar væri komin út. Hún sæti norður á Sauð- árkróki og fylgdist ekki með! Ég gat sagt henni að nýja skáldsagan væri ekki komin út en Gunnar í Leiftri hefði sagt mér að hennar væri von innan tíðar. Það er ágætt, svaraði Guðrún Árnadóttir, og bætti við „Annars held ég að mér hafi tekizt ver upp með þessa skáldsögu en þær fyrri. Hún gerist í Reykja- vík og ég er ekki eins kunnug þar og í sveitunum." En hvort henni þætti ekki vænt um að vera mest lesni skáldsagnahöfundur þjóðar- innar? „Ég hef nú ekki alltaf verið mest lesin“, svaraði hún, „annars veit ég það ekki. En ég neita því ekki að mér þætti náttúrulega þó- nokkur upphefð í því „ef svo væri. Mér þætti leiðinlegt ef fáir læsu bækurnar mínar, það þætti mér. En ég er ekki haldin neinu monti eða stærilæti, segi bara það sem mér finnst“. Hún sagði mér nú dálítið af sín- um högum og kvaðst hafa farið að skrifa fyrir alvöru þegar hún flutt- ist í kaupstaðinn, einsog hún komst að orði. Þá hafi hún átt talsvert í handritum „en það fór mest í rusla- körfuna, mikil ósköp. Annars byrj- aði ég að skrifa strax og ég gat valdið penna langt fyrir innan ferm- ingu. Áuðvitað var það tóm vitleysa allt saman en samt voru þarna drögin að Dalalífi, ég byijaði að skrifa þá sögu um fermingu. Sami dalurinn, sama fólkið en nú er langt síðan.“ Ég spurði hvort sögurnar væru byggðar á sannsögulegum atburðum? „Nei nei, ekki nokkur þeirra, ja — hérna!“, sagði Guðrún Árnadóttir. „Þetta verður allt til í huga mínum. Að vísu er lífinu lýst eins og það var í sveitinni þegar ég var stúlka en persónurnar hafa aldrei verið til utan þess veruleika sem er eigin ímyndun mín.“ Guðrún frá Lundi sagðist hafa verið að læra allt sitt.líf; hún hafi lært margt af lestri bóka og í þeim hafi hún legið alla sína ævi; hún hafi verið ósköp hrifin af því sem Kristín Sigfúsdóttir skrifaði svoað ekki sé nú talað um Jón Trausta. Henni þótti hann aðvísu heldur svartsýnn og það var Kristín nú eiginlega líka. Og svo bætti hún við, „En af þeim stóru höfundum held ég mér líki bezt við hann Krist- mann minn. Hann segir líka að ég sé ágætis kerling! Það er svosem bærilegt. Hann er prýðilega skemmtilegur og góður heim að sækja.“ Guðrún sagði að handritið að fyrstu skáldsögu sinni hefði hrakizt milli þriggja eða fjögurra útgefenda án þess nokkur hefði haft áhuga á að koma því á framfæri. Henni var semsagt hafnað(!) Þeir hafa ekki viljað gefa út eftir óþekktan höfund og svo bætti það víst ekki úr að í hlut átti ómenntuð sveitakona." Utgefendur hafi víst ekki verið hrifnir af því að gefa út bækur eft- ir konur. „En ég held nú að það séu góðir kaflar í okkar bókum ekki síður en karlanna" bætti Guð- rún við — og ég sé ekki betur en tíminn hafi leitt það í ljós. M. HELGI spjall MORGUNBLAÐIÐ # MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MARZ 1996 29 ÞAÐ KOM FJORKIPPUR í íslenzkt atvinnulíf seinni hluta árs 1995. Það má meðal annars ráða af þróun einka- neyslu og smásöluverzl- unár, eins og sú þróun verður lesin út úr virðis- aukaskattsskýrslum. „Þannig virðist einkaneyzla hafa verið 6,5% meiri síðustu fjóra mánuði ársins 1995,“ segir í Hagvís- um Þjóðhagsstofnunar, „en sömu mánuði árið á undan og veltan í smásöluverzlun var tæplega 4% meiri.“ Þetta er töluverð aukning, ekki sízt þegar þess er gætt, að einkaneyzla jókst gríðarlega mikið árið 1994, miðað við gengin samdráttarár. Hagvísar telja líklegt að hægt hafi á þessum vexti að undan- förnu. Engu að síður segir þessi fjörkippur sitt um byijandi bata í efnahagslífi okkar. Betra at- vinnuástand VINNUMÁLA- skrifstofa félags- málaráðuneytisins hefur sent frá sér yfirlit um atvinnu- ástand hér á landi í febrúarmánuði síðast- liðnum. Yfirlitið ber með sér að atvinnu- ástandið fer hægt batnandi, víðast hvar á landinu, þó sízt á höfuðborgarsvæðinu. Þar er atvinnustjgið lakara í febrúar 1996 en á sama tíma í fyrra. í febrúarmánuði voru skráðir tæplega 139 þúsund atvinnuleysisdagar á landinu öllu, tæplega 67 þúsund dagar hjá körlum og rúmlega 72 þúsund dagar hjá konum. Skráðum atvinnuleysisdögum hefur fækk- að um rúmlega 28 þúsund frá janúarmán- uði síðastliðnum og um rúmlega 18 þúsund frá febrúarmánuði 1995. Atvinnuleysisdagar í febrúar síðastliðn- um jafngilda því að um 6.400 manns hafi að meðaltali verið atvinnulausir í mánuðin- um, eða um 5% af landsfólki á vinnualdri. Þetta þýðir að meðaltali 1.300 (16,9%) færri atvinnulausir en í janúarmánuði síð- astliðnum og 856 (11,7%) færri en í febr- úar í fyrra. Atvinnuleysið minnkar talsvert frá janú- armánuði hvarvetna á landinu en hlutfalls- lega minnst á höfuðborgarsvæðinu. í yfir- liti Vinnumálaskrifstofu ráðuneytisins seg- ir svo um atvinnustigið í Reykjavík: „Meðalfjöldi atvinnulausra á höfuðborg- arsvæðinu er 4284 eða um 5,7% af áætluð- um mannafla en var 6,2% í janúar sl. og er það hvergi meira á landinu. Að meðal- tali eru nú 68% atvinnulausra á öllu land- inu á þessu svæði en voru um 56% á sama tíma í fyrra. Atvinnulausum hefur fækkað um 323 að meðaltali á öllu svæðinu frá janúarmánuði eða um 7%. Atvinnuleysið hefur hins vegar aukizt um 5,5% frá febrú- ar 1995.“ Atvinnuleysi hér á landi í marzmánuði verður trúlega á bilinu 4,8% til 5,3%, en endanlegar tölur þar um liggja ekki fyrir. Dýrt er at- vinnuleysið félaga og félagsmálastofnana við atvinnu- laust fólk. Máski er þó skaðinn mestur í vannýttri menntun, þekkingu og starfs- hæfni þúsunda manna, sem gengu atvinnu- lausir hér á landi á þessu árabili. Félagsmálaráðherra svaraði nýverið á Alþingi fyrirspurn um fjárhagslega aðstoð Félagsmálastofnunar’Reykjavíkurborgar. í svari ráðherra kom fram að heildarijárhæð aðstoðar Félagsmálastofnunar Reykjav- íkur nam 554 m.kr. árið 1994 (þar af endurgreiðslur 12,8 m.kr) og 674 m.kr. árið 1995 (þar af endurgeiðslur 15,8 m.kr.). Árið 1994 nutu meir en fimm þús- und heimili í Reykjavík fjárhagsaðstoðar Félagsmálastofnunar. í hópi skjólstæðinga stofnunarinnar það ár voru tæplega 1.400 atvinnulausir. Aukin at- vinnueft- irspurn SEM FYRR SEGIR samsvarar atvinnu- leysi í febrúarmán- uði síðastliðnum því að um 6.400 íslend- ingar á vinnualdri hafi að meðaltali verið án vinnu í þeim mánuði. í þjóðhagsáætlun fyrir árið 1996, sem forsætisráðherra lagði fram á Alþingi síðla liðins ár, segir m.a.: „Á árinu 1996 er gert ráð fyrir að vinnu- aflseftirspurn aukizt um 1,4%, sem jafn- gildir um 1.700 nýjum störfum. Gert er ráð fyrir að vinnuframboð aukizt um 1,1%. Samkvæmt því minnkar atvinnuleysi milli áranna 1995 og 1996 og verður 4,8% af áætluðum mannafla en atvinnuþátttaka verður óbreytt. í lauslegri spá til aldamóta er gert ráð fyrir að vinnuaflseftirspurn aukizt um 1.500 til 2.000 ný störf á ári, sem er held- ur meira en vinnuframboðið. Atvinnuleysið minnkar því hægum skrefum eftir 1996.“ í ljósi framansagðs eigum við íslending- ar brekku eftir, og hana bratta, að því æskilega marki að útrýma atvinnuleysi. Á síðastliðnu ári var haft eftir Hannesi G. Sigurðssyni, aðstoðarframkvæmdastjóra VSÍ, hér í blaðinu, að til þess eins að halda óbreyttu atvinnustigi þurfi 1,5 til 2% hag- vöxt á ári. Töluvert meira þarf til að tryggj^ vinnu handa öllum næstu árin. Það er á hinn bóginn huggun harmi gegn að víða má sjá batateikn í atvinnu- og efnahagslífi okkar, eins og vikið var að í upphafi þessa bréfs. Bætt starfs- umhverfi EKKERT BRÝTUR vinnufúsan og vinnufæran ein- stakling fyrr né ver niður en atvinnu- leysið. Atvinnuleysinu fylgja margþætt einstaklingsbundin og félagsleg vandamál. Þvi hefur raunar verið haldið fram að rétt- urinn til vinnu, rétturinn til að sjá sér og sínum farborða með hæfni hugar og handa, sé óaðskiljanlegur hluti mannrétt- inda. Ofan í kaupið kostar atvinnuleysið samfélagið meira en menn gera sér í fljótu bragði grein fyrir, bæði í verðmætatapi (vannýttri starfshæfni fólks) og í beinum kostnaði (atvinnuleysisbætur o.fl.). Útgjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs voru 954 m.kr. árið 1991, 1.822 m.kr. 1992, 2.560 m.kr, 1993, 2.800 m.kr. 1994 og 3.200 m.kr. 1995. Rúmlega 11 milljarð- ar króna á fimm ára tímabili. Og þá eru ótalin milljarðaútgjöld ríkis og sveitarfé- laga til átaksverkefna, svokallaðra, sem ætlað var að sporna gegn atvinnuleysinu. Einnig umtalsverð fjárhagsaðstoð sveitar- REYKJAVÍKLIRBREF Laugardagur 30. marz STARFSUM- hverfi atvinnuveg- anna er allt annað og betra en var fyr- ir fáeinum misser- um, fyrst og fremst vegna stöðugleikans í gengis-, launa- og verðlagsmálum, sem gjörbreytt hefur samkeppnisstöðu íslenzks atvinnulífs. Ekki má heldur gleyma ávinn- ingnum af aðild íslands að Evrópska efna- hagssvæðinu, sem auðveldar aðgengi út- flutningsframleiðslu okkar að Evrópu- mörkuðum, en fáar þjóðir eru jafnháðar milliríkjaverzlun og við. Bætt starfsskilyrði atvinnugreina valda því að við höfum fyrir augum töluverðan framgang á flestum sviðum atvinnulífsins, ekki sízt í vaxandi útflutningi og aukinni innlendri markaðshlutdeild íslenzks iðnað- ar. íslenzkri ferðaþjónustu hefur og vaxið umtalsvert fiskur um hrygg. í krónum talið hækkaði verð á sjávaraf- urðum um 5,7% milli áranna 1994 og 1995 og líkur standa til að sjávarvöruverð verði stöðugt, jafnvel hækki lítilsháttar, á líðandi ári. Á heildina litið horfír því væn- lega um afkomu í undirstöðuatvinnuvegi okkar, sjávarútveginum, í ár. Sé horft til forsenda þjóðhagsspár fyrir líðandi ár má og vænta þess að hagur atvinnuveganna í heild verði svipaður í ár, jafnvel nokkru betri, en á Iiðnu ári. Til lengri tíma litið horfir og vel, ef við kunnum fótum okkar forráð í gengis-, launa- og verðlagsmálum, sem og nýtingu sjávarauðlindanna. Vísindaleg stjórnun fískveiða og hagstæð skilyrði í iífríki sjáv- ar eru smám saman að leiða til stækkandi þorskstofns, sem getur orðið góð inneign BYGGINGARVINNA í Reykjavík. Morgunblaðið/Þorkell í lífskjarabanka nálægrar framtíðar. Stækkun álversins í Straumsvík 'breytir og orku fallvatna okkar í störf, verðmæti og gjaldeyri. í ritinu „Þjóðarbúskapurinn, framvinda 1995, horfur 1996“ segir: „Talið er að framkvæmdir við stækkun álversins og fyrirhugaðar orkufram- kvæmdir kalli á um 350 ársverk á næstu tveimur árum með beinum hætti. Að auki má búast við óbeinum áhrifum af svo stóru verkefni." Þriðja auðlindin, orka fallvatna og jarð- varma, felur í sér marga framtíðarmögu- leika, sem geta nýzt okkur vel á nýrri öld. En þrátt fyrir sitt hvað, sem til heilla horf- ir, sitjum við uppi með erfiða óvissuþætti, sem við ráðum mjög takmarkað við, eins og verð- og markaðsþróun í umheiminum og breytilegar aðstæður í lífríki sjávar. Stöðugleikinn í efnahagslífi okkar, sem við státum af í dag, er og háður því að friður og sátt ríki á vinnumarkaðinum næstu misserin og árin. þjónustunnar, fræðslukerfisins, almanna- trygginga o.s.frv.) eru í verðmætasköpun atvinnuveganna. Þau verðmæti, sem halda þessum kerfum gangandi, standa undir kostnaði við þau, eru alfarið sótt til at- vinnulífsins. Sem og lífskjör okkar í bráð og lengd. Lífskjör og velferð verða sum sé ekki til við samningaborð í Karphúsi heldur í verðmætasköpun atvinnulífsins. Ef vermætasköpunin í þjóðarbúskapn- um hrynur er velferðin fyrir bí. Svo ein- falt er málið. Baráttan fyrir varðveizlu velferðar í landinu er fyrst og fremst bar- átta fyrir samkeppnishæfni íslenzkra at- vinnuvega. Sama máli gildir um baráttu fyrir atvinnuöryggi og betri framtíðarlífs- kjörum. Þjóðarsáttin var reist á þessum veruleika. Framhjá honum verður ekki gengið. Vitneskjan um hann verður að vera í farteski okkar, ef við viljum ganga til góðs götuna fram eftir veg. FLESTIR LANDS- menn munu sam- mála um nauðsyn þess að varðveita og styrkja horn- steina velferðar- kerfisins. Hveijir eru þeir hornsteinar? Það fer ekkert á milli mála að kostnaðarlegar undirstöður velferðarkerfísins (heilbrigðis- Hornsteinar velferðar- kerfisins Hver er sinnar gæfu smiður ÞEGAR HORFT ER til næstu framtíðar blasa við vegvísar, sem mikilvægt er að virða, til að hanna réttilega eig- in framtíð og velferð. Hver er sinnar gæfu smiður, segir máltækið. í fyrsta lagi verðum við að efia almenna og sérhæfða menntun og þekkingu okkar. Þær þjóðir, sem mestum fjármunum hafa varið í menntun, rannsóknir og þróun, búa í dag við mesta hagsæld. Menntun, hug- vit og hæfni eru dýrmætustu auðlindir hverrar þjóðar, áhrifaríkustu vopn hennar í lífsbaráttuni. í annan stað verðum við að standa vörð um sjávarauðlindina, sem gerir landið byggilegt, laga veiðisókn að veiðiþoli og vinna sjávarfang í sem verðmætasta vöru. Helztu nytjastofnar þurfa að ná þeirri hármarksstærð, sem aðstæður í lífríki sjáv- ar leyfa, og gefa þannig hámarksarð i þjóðarbúið. I þeim efnum höfum við ekk- ert marktækara að styðjast við en fræði- Iegar niðurstöður vísindamanna. í þriðja lagi er mikilvægt að varðveita vel þann stöðugleika í efnahagslífi okkar, sem er að byija að skila árangri, til að tryggja samkeppnishæfni og verðmæta- sköpun íslenzks atvinnulífs - og þar með velferð í landinu. Þáttur í þeirri varðveizlu er að koma á jöfnuði í ríkisbúskapnum. Síðast en ekki sízt þarf þjóðin að slá skjaldborg um menningararfleifð sína, tungu, bókmenntir, lýðræði, þingræði, kirkju og kristni. Árið 2000 verða þúsund ár liðin frá kristnitöku þjóðarinnar, þegar Þorgeir Ljósvetningagoði kvað upp þá þjóðarsátt á Alþingi við Öxará, „að allir menn skyldu kristnir vera og skírn taka“, og að íslend- ingar hafi „allir ein lög og einn sið“. Þjóð- in hefur haldið hátíð af minna tilefni en þessum merka atburði í íslandssögu. „Það fer ekkert á milli mála að kostnaðarlegar undirstöður vel- f erðarkerfisins eru í verðmæta- sköpun atvinnu- veganna... Bar- áttan fyrir varð- veizlu velferðar í landinu er fyrst og fremst barátta fyrir samkeppnis- hæfni íslenzkra atvinnuvega.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.